Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 fclk í fréttum Kristinn Jón Bjarnason „Við þurfum eflaust að hafa meira fyrir náminu, en þetta er alveg hægt „Við erum öll mjög stolt af þér, þú hefur sannarlega markað tíma- mót hjá okkur og þú sýndir að þetta er raunverulega hægt.“ Ein- bvern veginn þessu líkt hljóðaði kortið sem rúmlega 25 heymar- daufir sendu vini sínum og félaga, Kristni Jóni Bjarnasyni, sem út- skrifaðist stúdent frá Menntaskól- anum í Hamrahlíð um síðustu helgi. „Ég útskrifaðist frá náttúru- og eðlisfræðibraut. Mér var veitt undanþága frá þriðja máli og hafði því mikið frjálst val og valdi nokkra eðlisfræðiáfanga og alla þá valáfanga í stærðfræði, sem ég hélt að myndu geta kom- ið mér að einhverju gagni í framtíðinni. Þetta gat vissulega verið nokkuð strembið á köflum en kennararnir voru mjög hjálp- samir og gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að létta mér þetta. Ég hafði einnig sérhönnuð tæki fyrir heyrnarskerta, sem eru þannig útbúin að kennarinn ber eitt tæki framan á sér og ég hef annað hjá mér. Með þessu móti náði ég nokkru af því sem fór fram í kennslustundum. Það eina sem kannski háir okkur sem höfum litla sem enga heyrn er orðaforðinn okkar, því hann er alls ekki eins fjölbreytt- ur og hjá öðrum. Ég fór í undir- búningsnám áður en ég fór í menntaskóla og með því að gera það, fá hjálp kennara og reyna eftir fremsta megni að bjarga mér er þetta alveg hægt. Það ættu tvímælalaust fleiri heyrn- arlausir að reyna þetta því það er ekkert ómögulegt og við get- um þetta alveg eins og aðrir. Við þurfum eflaust að hafa meira fyrir náminu en maður sættir sig við það.“ — Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég vinn í Landsbankanum f sumar, en hvað tekur við í haust veit ég ekki. Ég hef fullan hug á því að fara í framhaldsnám, hvort sem það verður hér við há- skólann heima eða einhvers staðar erlendis. Ætli ég vinni ekki næsta árið og sjái svo til. Það er svo margt sem þarf að athuga áður en lagt er út í frek- ara nám og erfitt að ákveða sig.“ — Er miklu ábótavant fyrir heyrnarskerta til að stunda nám í menntaskóla? „Nei, það held ég ekki. Kenn- arar og nemendur þurfa bara að taka tillit til þeirra, sem skilja lítið, og það væri auðvitað frá- bært að fá að hafa túlk með sér eins og tíðkast erlendis fyrir þá sem á því þyrftu að halda. Þetta veltur náttúrlega allt á því hversu slæm heyrnin er. Ég vona bara að það taki sig nú fleiri til, sem eru með skerta heyrn, og reyni að takast á við frekara nám meira en tíðkast hefur hingað til, því þetta er alveg hægt.“ Þeir voru margir krakkarnir sem nutu góðs af þessum kræsingum í Fífusel- inu á laugardaginn var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.