Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985
23
Vestmannaeyjamótið:
Lein með vinnings forskot
BANDARÍSKI stórmeistarinn
Anatoly Lein vann mikilvægan
sigur yfir Jóhanni Hjartarsyni í
áttundu umferð alþjóðlega móts-
ins í Vestmannaeyjum í fyrradag.
Jóhann hafði góða stöðu í skák-
inni, en undir lokin fórnaði hann
manni til þess að fá sókn. Fórnin
stóðst ekki og Lein varð ekki
skotaskuld úr því að innbyrða
vinninginn. Þetta var happadagur
hjá Lein, því um kvöldið vann
hann biðskák við landa sinn, Jon-
athan Tisdall, og tók þar með ör-
ugga forystu á mótinu.
Lein hefur nú sex og hálfan
vinning af átta mögulegum, en
Helgi Ólafsson getur náð sex
vinningum ef hann vinnur hag-
stæða biðskák við Tisdall úr
áttundu umferð.
Af öðrum markverðum úr-
slitum i fyrradag má nefna að
Plaskett komst loksins á blað
með því að leggja Ásgeir Þór
Árnason að velli. Eftir sjö töp í
röð hlýtur þetta að hafa verið
kærkominn sigur.
Úrslit áttundu umferðar:
Jón — Guðmundur 'k — 'k
Plaskett — Ásgeir 1—0
Short — Björn 1—0
Jóhann — Lein 0—1
Karl — Bragi biðskák
Helgi — Tisdall biðskák
Ingvar — Lombardy biðskák
Biðskák þeirra Ingvars og
Björns Karlssonar úr sjöundu
umferð lyktaði með jafntefli.
Staðan eftir átta umferðir:
1. Lein 6'á v., 2. Jóhann 5lk
v., 3.-5. Helgi, Karl og Lomb-
ardy 5 v. og biðskák, 6.-7. Jón
og Short 5 v., 8. Guðmundur 4 xk
v., 9. Tisdall 4 v. og biðskák, 10.
Ásgeir 2lk v., 11. Ingvar 2 v. og
biðskák, 12. Bragi 1 v. og bið-
skák, 13.—14. Björn og Plaskett
1 v.
Biðskákir þeirra Karls og
Lombardys munu báðar vera
jafnteflislegar.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Anatoly Lein
Drottningarindver.sk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 —
b6, 4. g3 — Bb4+, 5. Bd2 — Be7,
6. Bg2 — 0-0, 7. 0-0 — Bb7, 8.
Rc3 — d5, 9. Re5 — c6
Byrjunartaflmennska svarts
er dæmigerð fyrir Lein. Hann
teflir þunglamalega og forðast
tízkuafbrigðin. Jóhann tekur
nú spennuna af miðborðinu, en
10. Da4 kom einnig til greina.
10. cxd5 — cxd5, 11. Da4 — a6,
12. Hfcl — b5, 13. Db3 — Rfd7,
14. Rxd7 — Dxd7
14. — Rxd7 kom ekki siður til
greina, því þá hefur riddarinn
auga með c5 reitnum. í fram-
haldinu tekst hvítum að not-
færa sér holuna á c5, eftir mikl-
ar tilfæringar.
15. e3 — Rc6, 16. Re2 — Hfc8,
17. Rf4 — Dd8, 18. Rd3 — Ra5,
19. Ddl — Rc4, 20. Bel — a5?!
20. — Db6 var nákvæmara.
21. b3 — Ra3, 22. Bc3 — b4, 23.
Bb2 — Db6, 24. Rc5! — Bc6
Það hefði haft slæmar afleið-
ingar í för með sér að opna
skálínu Bb2: 24. — Bxc5?, 25.
dxc5 — Hxc5, 26. Dg4! — g6, 27.
Hxc5 — Dxc5, 28. Df4 o.s.frv.
25. Dg4 — f5, 26. Df4 — Be8, 27.
g4! — g6, 28. gxf5 — gxf5, 29.
Khl — Bf6, 30. Hgl - Bg6, 31.
Rd7
Miklu sterkara var 32. Rxf6+
— Dxf6, 33. Bxa3 — bxa3, 34.
Dd6 — Df7, 35. Hacl! og hvítur
hefur yfirburðastöðu.
32. — Kf7!, 33. Bxd5?
Hvítur hefði átt að sætta sig
við 33. Re5+ — Bxe5, 34. Dxe5
— Dc7 eða 33. Hacl og er i
hvorugu tilfellinu í taphættu.
33. — exd5, 34. Dxd5+ — Ke7,
35. Rxf6 — Dxf6, 36. De5+ —
Kf7, 37. e4?!
37. d5 gaf meiri möguleika,
þó svartur nái að verjast með
37. - De7!
37. — Df6, 38. Dd5+ — Kf8, 39.
exf5 — Dxf5, 40. Dd6+ — Kf7,
41. Hael — He8 og hvítur gafst
upp, því sókn hans er alveg
runnin út í sandinn og svartur
á manni meira.
Leiðrétting
í skýringum við skákina
Short — Jón L. Árnason, sem
birtist hér í Mbl. sl. þriðjudag,
átti athugasemd við 32. leik
svarts að hljóða þannig: „Það
þarf sterkan maga til að gleypa
svona peð, en Jón reyndist
vandanum vaxinn". í stað þessa
stóð: „Það þarf sterkan mann
..." o.s.frv.
I \ I
fj I %
Myndin var tekin á rútudeginum fyrir tveimur árum. Þá var þessari rútu
komið fyrir á þaki Umferðarmiðstöðvarinnar.
Félag sérleyflshafa:
Rútudagur í tilefni
50 ára afmælis sér-
leyfisaksturs á íslandi
SÉRLEYFISAKSTUR á íslandi á
hálfrar aldar afmæli um þessar
mundir. Af því tilefni hefur Félag
sérleyfishafa ákveðið í samvinnu við
21 aðila sem starfa að ferðamálum
að efna til fjölbreyttrar innlendrar
ferðakynningar undir heitinu „Rútu-
dagurinn“. Kynningin verður í Um-
ferðarmiðstöðinni í Reykjavík, laug-
ardaginn 8. júní nk. og mun Davíð
Oddsson borgarstjóri opna hana kl.
10.00 árdegis.
Um 40 bifreiðir verða til sýnis
við Umferðarmiðstöðina, nýjar og
gamlar og af ýmsum stærðum og
gerðum og fjölbreytt kynning
verður á ódýrum ferðamöguleik-
um um landið inni í Umferðar-
miðstöðinni.
Fjölmörg skemmtiatriði verða á
boðstólum á Rútudeginum. Þar á
meðal verður gestum boðið upp á
skoðunarferðir um Reykjavík.
Sérstakt barnaefni verður í tilefni
af ári æskunnar, t.d. heimsókn
Bjössa bollu. Lúðrasveit leikur og
sívinsælir rútusöngvar verða
sungnir. Aflraunamenn reyna
krafta sína og efnt verður til get-
rauna.
Á Rútudaginn verður fólki gef-
inn kostur á að ferðast fyrir hálf-
virði á öllum sérleiðum á íslandi.
Rútudagur hefur einu sinni áður
verið haldinn, en það var árið
1983. Þá komu tæplega átta þús-
und gestir og fórn a.m.k. um 700
þeirra í skoðunarferb un borgina.
Að sögn Ágústa: Hafberg for-
mann:; Félaga sérleyfishafa voru
menn mjög ánægðir með hvernig
til tókst og telja sig hafa séð að
Rútudagurinn var til góðs.
Hann sagði að gífurleg fjárfest-
ing lægi að baki starfsemi sérleyf-
ishafa. í þeirra eigu eru um 160-
170 rútur og eru þær flestar með
allra vönduðustu almennings-
vögnum. Hver þeirra kostar
4—5'k milljón króna. tslendingar
miða sig gjarnan við Finna í þess-
um efnum, en þeir leggja mjög
mikið upp úr því að hafa á boð-
stólum góða vagna. Ágúst sagði að
sérleyfishafar á tslandi fjárfestu
ekki um of í bifreiðum, heldur
væri um eðlilega endurnýjun að
ræða.
Bifreiðastöð tslands er hlutafé-
Iag og eiga sérleyfishafar stóran
hlut í félaginu. BSÍ rekur almenna
farþegaþjónustu, pakkaþjónustu,
veitingaþjónustu og ferðaskrif-
stofu.
Ferðaskrifstofa BSÍ tók upp
nýja þjónustu fyrir nokkrum ár-
um, en það er sala svokallaðra
Tímamiða og Hringmiða. Hægt er
að ferðast á Tímamiða í 1, 2, 3 eða
4 vikur með hvaða rútu sem er. Á
hringmiða getur viðkomandi ferð-
ast í kringum landið og verið eins
lengi og hann óskar. Verði þessara
miða er stillt í hóf og hafa útlend-
ingar notað þessa þjónustu mjög
mikið. Ágúst Hafberg taldi að
þessi þjónustí'. hefði gert það að
verkuo' aí> nú sjást mun færri
„puttalingar er. áður á þjóðvegum
landsiní.
ÚRVALS AMERÍSK HEIMILISTÆKI
GENERAL(»ELECTRIC
brau??!íI
5SK«wöíhn,fi,B
Fullkomin varahluta-
og viðgerdaþjónusta
HEIMILIS OG RAFTÆKIADEILD
HF
LAUGAVEGl 170 • 172 SIMAR T168? * 21240;
É