Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 I. I 15 Airline Executíve: BANDARÍSKA tímaritið Airline Exe- cutive birtir forsíðuviðtal við Sigurð Helgason, stjórnarformann og fráfar- andi forstjóra Flugleiða, í síðasta tölu- blaði, sem kom út í maí sl. Greinin nefnist “A Narrowbody Success in a Widebody Sky“ og er eftir i'aul Seid- enman og David J. Spanovich. Airline Executive er gefið út mánaðarlega í Atlanta í Bandaríkj- unum af Communication Channel, Inc. og er mikið lesið af fólki, sem starfar að flug- og ferðamálum. Nýjar innrétt- ingar í DC-8? FLUGLEIÐIR hyggjast setja nýjar innréttingar í IK -8-þotur sínar. þetta kom m.a. fram í viðtali við Sigurð Helgason, stjórnarformann Flugleiða, ■ bandaríska tímaritinu Airline Exe- cutive. Að sögn Sæmundar Guðvinsson- ar blaðafulltrúa er vilji fyrir hendi að ráðast í að skipta um innrétt- ingar í þotunum, en engin ákvörðun hefur verið tekin um hvenær af því verður. Kostnaður sem þessu fylgir er mjög mikill, eða um ein milljón dollara á hverja vél. OPIÐ A LAUCARDAC 1-4 Flugleiöir: Forsíðuviðtal við forstjóra Flugleiða Selfoss: Tónleikar í tilefni 30 ára afmæl is Tónlistarskóla Árnessýslu Þeir voru í hópi fyrstu félaga Tónlistarfélags Árnessýslu: Jón Gunn- laugsson, Arnold Pétursson, Bjnrni Dagsson, Hjörtur Þórarinsson, Sig- urður Pálsson og Sigurður Ingi Sigurðsson. Kennarar Tónlistarskóla Árnessýshi: Ásgeir Sigurðsson skólastjóri, Jón Ingi Sigurmundsson, Anna Jórunn Stefánsdóttir, Jóna Sigursteinsdóttir, Loftur Loftsson, Sigurður Ágústsson, Einar Markússon, Hallgrímur Helgason og Sigfús Olafsson. Selfoasi, 25. maí 1985. TÓNLISTTARFÉLAG og tónlist- arskóli Árnessýslu héldu upp á 30 ára afmæli sitt 22. maí sl. með af- mælistónleikum í íþróttahúsi Gagnfræðaskólans á Selfossi. Helgi Helgason bæjarritari á Selfossi og formaður Tónlistar- félags Árnessýslu bauð gesti velkomna og stýrði samkom- unni. Dagskrá tónleikanna var fjölbreytt og gestir áttu þar góða kvöldstund. Páll Lýðsson frá Litlu-Sandvík, einn skólanefnd- armanna, flutti ágrip af sögu fé- lagsins og skólans. Þar kom m.a. fram að stofnfundur félagsins var haldinn rosasumarið 1955, 29. september, og tónlistarskól- inn var settur 25. október sama ár af fyrsta skólastjóranum, Guðmundi Gilssyni. Einn aðal- hvatamaður að stofnun skólans var sr. Sigurður Pálsson þá sóknarprestur í Hraungerði. Fyrsta skólaárið voru nem- endur 50 úr 9 hreppum sýslunn- ar. Nemendum fjölgaði ár frá ári og nú eru þeir 377. Starfandi kennarar eru nú 17 og kennslu- staðir eru 11. Auk Guðmundar Gilssonar hafa skólastjórar verið Jón Ingi Sigurmundsson, Glúmur Gylfa- son, Jónas Ingimundarson, Sig- urður Ágústsson og núverandi skólastjóri er Ásgeir Sigurðsson sem gegnt hefur því starfi síðan 1978. Skólinn hefur alltaf verið i leiguhúsnæði og Ásgeir Sigurðs- son skólastjóri og Hjörtur Þór- arinsson fjármálastjóri tónlist- arfélagsins sögðu að efst á blaði væri að eignast húsnæði yfir starfsemina. „Hér eru allir hver á annars tám,“ sagði Ásgeir, „og aðkall- andi að nýtt og stærra húsnæði fáist.“ Dr. Hallgrímur Helgason lagði til tónverk á hátíðartón- leikana, Tríó fyrir fiðlu, celló og píanó sem hann flutti ásamt Þorvaldi Steingrímssyni fiðlu- leikara og Pétri Þorvaldssyni cellóleikara. Már Magnússon óperusöngvari söng einsöng við píanóundirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Már hefur kennt söng við skólann og lagt með því grunn að sönglist í héraðinu, eins og Helgi Helgason formaður tónlistarfélagsins komst að orði í kynningu. Lúðrasveit Selfoss lék undir stjóm Ásgeirs Sigurðssonar skólastjóra sem á sínum tíma stofnaði lúðrasveitina. Hún hef- ur skipað sér ákveðinn sess í tónlistarlífinu á Selfossi svo menningarauki er að. Kjartan Óskarsson klarinettu- leikari og fyrrverandi nemandi skólans lék skemmtilegt verk með Jónasi Ingimundarsyni pí- anóleikara. Kór Fjölbrautaskólans söng þrjú lög undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Jón hefur kennt við tónlistarskólann frá stofnun hans og hefur náð góð- um árangri með unglingakóra við gagnfræðaskólann og nú Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þórlaug Bjarnadóttir lék undir á píanó, Eyjólfur Sigurðsson á bassa og Jóhann Stefánsson á trompet. Lokaatriði tónleikanna var einleikur Einars Markússonar á píanó. Einari var vel fagnað í íokin eins og reyndar öllum sem komu fram. Að tónleikunum loknum var gestum boðið til kaffidrykkju. Þar flutti Kristinn Hallsson kveðjur frá menntamálaráð- herra og árnaðaróskir. Guð- mundur Gilsson minntist fyrstu starfsára tónlistarskólans og rifjaði upp aðstæður þess tíma. Dr. Hallgrímur Helgason ræddi um tónlistina og þörf mannsins fyrir tóna og hljóðfall. Jónas Ingimundarson lýsti kynnum sínum af starfsemi tónlistarskólans og rifjaði upp tónleikahald skólans. Sagði hann sérlega minnisstætt hversu vel tónleikar voru stundum sóttir, allt upp í 1200 manns á einum degi. Tónleikahald er fastur liður í starfi tónlistarskólans og í lok hvers skólaárs koma nemendur fram á tónleikum og flytja eitt til tvö lög. Tónlistarskólanum var slitið 18. maí sl. í Selfosskirkju. SigJóns. Það eru betri kaup 1 nýjum odýrum LADA1200 en í notuðum dýrum bíl af annarri gerð. Hér eru sjö punktar, sem styðja það: • Verðið á LADA 1200 er aðeins 199.500 krónur. Greiðsluskilmálar eru hagstæðir. • Ársábyrgð er á öllum hlutum LADA 1200 bifreiðarinnar • Sex ára ryðvarnarábyrgð er innifalin í verð- inu, sé öllum skilmálum ryðvarnar framfylgt af hálfu eiganda. • Ábyrgðarskoðun fer fram á LADA 1200 kaupendum að kostnaðarlausu eftir 2000 og 5000 km akstur. • Varahlutaþjónusta við LADA eigendur er af opinberum aðilum talin ein sú besta hérlendis. Mikið úrval alls konar aukahluta fáanlegt á hagstæðu verði. • LADA 1200 er afhentur kaupendum með sólarhrings fyrirvara. • Eldri geroir LADA bifreiða eru teknar á sanngjörnu verði sem greiðsla upp í verð nýja bílsins. VERÐSKRA 15/4 85 LADA 1200 LADA Safír LADA Sport LADA LUX 205.000 141.000* 229.600 157.000* 420.000 315.500* 280.500 189.800* * Verð með tollaeftirgjöf öryrkja BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. SLByRS,ANflSBSAUT 14 S.: 3.8SOO S. SÓLiiBSILB: 3I23B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.