Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 Sigurgeir Þorgeirsson talsmaður Sigtúnshópsins: „Við gleðjumst, en margt óleyst enn aftur í tímannu HÚSNÆÐISHÓPURINN svonefndi, sem gjarnan hefur verið nefndur Sig- túnshópurinn, hefur lýst ánægju sinni yfir því að hreyfing skuli vera komin á málin, og að stjórnvöld hafa ákveóið að veita umtalsverðum fjármunum til húsnæðislána á næstu 18 mánuðum, umfram það sem gert var ráð fyrir upphaflega. Hópurinn telur þó, að ekki sé nóg að gert fyrir þá húsbyggjendur og íbúðarkaupendur, sem hvað verst hafa farið út úr svokölluðu misgengi kaupgjalds og lánskjara undanfarin ár. Þetta upplýsti Sigurgeir Þorgeirsson, einn talsmanna húsnæðishópsins. „Við lýsum ánægju yfir því að það er komin hreyfing á málin," sagði Sigurgeir, „þótt það sé alveg ljóst að með þessum ráðstöfunum verður ekki allt leyst. Sérstaklega verður margt óleyst aftur í tím- ann, vegna þess vandamáls, sem skapast hefur á undanförnum ár- um.“ Sigurgeir sagði að það væri engu að síður ljóst að það væru stórar fjárhæðir, sem verið væri að taka inn í húsnæðiskerfið, og það fjármagn hlyti að bæta hag Húsnæðisstofnunar á þessu ári og þeirra sem nú þyrftu að leita til hennar. „Við gleðjumst yfir þessu, og teljum þetta að verulegu leyti ávinning af þeirri baráttu og því umtali sem fram hefur farið nú í vetur," sagði Sigurgeir. Hann sagðist að vísu hafa kosið að lof- orð um skattafrádrátt til þeirra sem verst hefði lent í misgenginu, væru afdráttarlausari, og að hús- byggjendur myndu fylgjast náið með framvindu þeirra mála, nú á næstunni. Sigurgeir var spurður hvernig honum litist á þær leiðir sem vald- ar hefuðu verið til þess að afla fjárins: „Ég gagnrýni þær leiðir Vörubílstjórar verða áfram í ASÍ VERKTAKAR í Vinnuveitendasambandi Islands hafa oft á síðustu fímmtán árum boðið Landssambandi vörubflstjóra að ganga í Verktakasamband ís- lands, að því er Herluf Clausen, formaður landssambandsins, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins. f blaðinu á miðvikudag var sagt frá því að fyrsta viðræðufundi VSÍ og vörubflstjóra um hugsanlega gerð nýs kjarasamnings hefði lyktað með því, að verktakar hafí boðið bflstjórunum að færa sig yfír borðið. „Þetta kemur ekki til greina af okkar hálfu, samstaðan hjá okkur og í Alþýðusambandinu er góð og engin ástæða fyrir okkur til að fara — auk þess sem bílstjórar eru að sjálfsögðu launþegar og ekkert annað," sagði Herluf Clausen. „Það hefur gerst áður að samning- um við okkur hefur verið sagt upp af Verktakasambandinu og okkur hótað að þeir samningar yrðu ekki endurnýjaðir. Slíkt hefur engin áhrif á okkur — við erum í ASIog verðum það áfram." Herluf sagði að hann hefði trú á að samningar milli verkalýðs- hreyfingarinnar og atvinnurek- enda gætu tekist á grundvelli þeirra tillagna og hugmynda, sem settar hefðu verið fram af VSÍ og ASÍ. „Aðalatriðið er að kaupmátt- ur sé tryggður,“ sagði hann, „og það gerist náttúrlega ekki nema menn byrji að tala saman, eins og nú er að gerast. Þessar tillögur VSÍ eru ekki fullkomnar og hljóta að breytast eitthvað í viðræðum en ég trúi ekki öðru, en að við náum saman á endanum." ekkert - hvorki söluskattshækkun- ina né aðrar hækkanir. Ég gleðst yfir því að þeir skuli hafa horfið frá því að taka erlend lán. Menn verða að átta sig á því, þó þeir séu ekki hrifnir af skattheimtu yfir höfuð, að erlend lántaka til svona verkefna er ekkert annað en fram- vísun á skatta til síðari tíma. Það er ennþá lítilmannlegri leið heldur en að þora að taka skattana jafn- óðum,“ sagði Sigurgeir. Kirkjudagur á Kálfatjörn HINN ÁRLEGI kirkjudagur Kálfatjarnarsatnaðar verður næstkomandi sunnudag, 9. júní. Guðsþjónusta hefst í kirkj- unni kl. 2 e.h. Þórhildur Ólafs, guðfræðingur, prédikar og formaður sóknarnefndar, Jón Bjarnason, flytur ávarp. Kirkjukórinn syngur og tví- söng og einsöng flytja Guðrún Egilsdóttir, Þórdís Símonar- dóttir og Guðmundur Sigurðs- son. Organisti er Jón Guðna- son. Að lokinni kirkjuathöfn mun Kvenfélagið Fjóla selja kaffiveitingar í Glaðheimum í Vogum. Kirkjudagar þessir hafa ávallt verið hinir ánægju- legustu og er ekki að efa, að enn muni margir velunnarar Kálfatjarnarkirkju fjölmenna. A REYKJAVÍK Aðalfundur Aðalfundur Hafskips hf. verður haldinn föstudaginn 7. júní í Súlnasal Hótels Sögu. Fundurinn hefst kl. 16:30. Stjórn Hafskips hf. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að hafa með sér aðgöngukort og atkvaeðaseðla, sem send voru út með fundarboði. Ásmundur Sveinsson ásamt verkinu Dýrkun. Ásmundarsafn: Konan og kvenímynd á ríka hlutdeild í verkum Ásmundar — segir Gunnar B. Kvaran, listfræðingur „Hugmyndin að sýningunni, „Konan í list Asmundar Sveinssonar“ kom meðal annars upp í stjórn safnsins, vegna þess að nú dregur að lokum kvennaáratugarins,“ sagði Gunnar B. Kvaran, listfræðingur og forstöðumað- ur Ásmundarsafns, en á morgun, laugardaginn 8. júní, verður sýningin opnuð og stendur hún fram í aprfl á næsta ári. „Konan og kvenímyndin á ríka hlutdeild í verkum Asmundar og kemur allsstaðar fram á ólíkum timabilum á listferli hans. Hún fær í hvert sinn ákveðið yfirbragð hvers tímabils, jafnvel ákveðið trúaryfirbragð, en er alltaf með og fær að njóta sín. Kynnir sjálfa sig og sína vinnu eins og til dæmis í myndverkunum „Þvottakonan", „Kona við strokk" eða „Kona og barn“. Konan í verkunum er yfir- leitt tengd frjósemishugtaki eða hún er í hlutverki verndarans. Þetta á sér auðvitað sögulega skýringu. í listnámi Ásmundar voru kveneinkennin ákveðin við- miðun, en vert er að taka eftir því að ólíkt kvenímynd annarra Evr- ópumyndhöggvara fyrr og síðar þá er erótísk túlkun á konum í verk- um Ásmundar hverfandi. Hans túlkun er fyrst og fremst innilegt samband, til dæmis milli konu og manns eða samband móður og barns,“ sagði Gunnar að lokum. Á meðan Ásmundur var á lífi voru í safninu yfirlitssýningar á verkum hans og eins var fyrsta árið eftir að Reykjavíkurborg fékk safnið að gjöf. Stjórn safnsins hef- ur síðan samþykkt að á hverju ári verði sýning safnsins tileinkuð einhverju ákveðnu efni úr verkum hans og í fyrra var sýning á „Vinnan í list Ásmundar“. Eins og fyrr segir er viðfangs- efni sýningarinnar í ár „Konan í list Ásmunar Sveinssonar" og er sýningunni skipt í fjórar einingar og sýnt er í fjórum sölum safnsins. „Kona og barn“ uppi í Kúlunni; „Kona og karl“ niðri í kúlunni; „Kona við vinnu“ i Pýramídunum og „Kona sem tákn“ í Skemmunni. Ásmundarsafn gefur út níu kort með myndum af konum í mynd- verkum listamannsins í tilefni af sýningunni og auk þess 36 lit- skyggnur, sem sýna yfirlit yfir listferil Ásmundar. Litskyggnun- um fylgir bók, sem hefur að geyma inngang um ævi og list Ásmundar og skýringar við hverja mynd. Ásmundarsafn er opið yfir sumarið alla daga kl. 10—17. Og yfir veturinn, þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. 18 !i l! íí f 1! ír 'iri. II! r:| «N II «a 8« s ■ Sr* 81! 18 Sl ■■ ■ ■ asi Hfi~ B'4 ww «B ■ «' Wl' » » ii 8H s. 1. 8. iN Éa Ak RB II 18 8« 81 81 »a «■ aa aa aiH msk aiH su BB ss SB i« ᥠ«W r«' mm !! » » 81 88 88 88 SR sS ss 88 ■ ■ ■ ■ 88 s: Sf gj 1 ■ ■ » SB I 88 11 II 1 i: II 08 »# us 8« B» BS 88 »» r 81 S! 88 K :: is I 1 Morgunblaðið/Július Hús Jónasar Hallgríms- sonar á Þjóðminjasafninu Nýlega kom til landsins líkan þetta af húsinu nr. 22 við Sankt Pet- ersstræde í Kaupmannahöfn. I þessu húsi bjó Jónas Hallgrímsson síðustu ár ævi sinnar frá 1835—45. Líkanið er varðveitt á Þjóðminja- safninu en hingað komið fyrir tilstilli menntamálaráðuneytisins. Dönsk arkitektastofa sá um smíði líkansins, en húsið á að hafa litið svona út í kringum 1840, aðeins 50 sinnum stærra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.