Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 55
MÖRGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAÖUfi 7, JÚNÍ 1985 S5 Blóm og tap í afmælisgjöf LANDSLIÐ ítlandn í knattspyrnu sigradi Þór Akureyri 5—1 í at- mælisleik Þórs, sem fram fór á grasvellínum í Glerórhverfi að viöstöddum 1200 áhorfendum ( gærkvöldí. Guðmundur Steins- son skoraöi þrennu fyrir landslið- ið. Fyrir leikinn voru Óskari Gunn- arssyni færö blóm og stór skjöldur í tilefni af því aö hann var aö leika sinn 200. leik meö meistaraflokki Þórs. Pótur Pétursson, fyrirliöi landsliösins afhenti Nóa Björns- syni, fyrirliöa Þórs, blómakörfu frá KSi í tilefni 70 ára afmælis Þórs um leiö og hann óskaöi þeim til hamingju meö daginn. Um leiö og flautaö var til leiks var ekki borin nein viröing fyrir af- mælisbarninu, því landsliöiö tók strax leikinn í sínar hendur. 1K> Pótur Pótursson skoraöi fyrsta mark leiksins á 20. mtn., potaöi í netiö eftir hornspyrnu. 2.-0 Guömundur Steinsson skoraöi annað markiö eftir góöa sókn, af stuttu færi, vörn Þórs illa á veröi. 3. -0 Guömundur Steinsson skorar annaö mark sitt eftir hornspyrnu, rótt fyrir hálfleik. 4. -0 Ómar Torfason skoraöi af stuttu færi eftir góða skyndisókn lands- liösins í byrjun seinni hálfleiks. 4:1 Bjarni Sveinbjörnsson skoraöi meö skalla eftir að Friörik, mark- vöröurinn, missti knöttinn eftir skot frá Kristjáni Kristjánssyni. 5:1 Guömundur Steinsson skoraöi úr vítaspyrnu skömmu fyrir leiks- lok og tryggöi öruggan sigur landsliösins. Leikurinn var frekar daufur enda ekki mikiö í húfi fyrir liöin. SH/VBJ Tvö landsliö utan — UL og drengjalandsliöiö í körfu til Svíþjóöar í DAG halda unglingalandsliö og drengjalandslið íslands í körfu- knattleik til Stokkhólms þar sem liðin taka þátt f alþjóðakörfu- knattleiksmóti. Á móti þessu verða félagslið frá Evrópu og úr- valslið frá Bandaríkjunum auk landsliða okkar. Eftir aö mótinu lýkur í Stokk- hólmi halda liöin til Kaupmanna- hafnar þar sem þau leika fjóra leiki hvort. Mótiö í Svíþjóö hefst laug- ardaginn 8. júní og lýkur laugar- daginn 15. júní. Þaö eru hátt á annaöhundraö liö sem taka þátt í þessu móti og má þar meðal ann- ars nefna 2. flokk kvennaliös ÍBK, en það er einnig keppt í kvenna- flokkum þarna. Liöin sem halda utan í dag eru þannig skipuö. Unglingalandsliöið skipa: Guöjón Skúlason, ÍBK Magnús Guöfinnsson, ÍBK Kristinn Einarsson, UMFN Teitur örlygsson, UMFN ísak Leifsson, UMFN Guömundur Bragason, UMFG Jón örn Guömundsson, ÍR Magnús Matthíasson, Val Svali Björgvinsson, Val Haraldur Leifsson, Tindastól Þjálfari er Torfi Magnússon. Drengjalandsliöiö skipa: Brynjar Haröarson, iBK Friörik Ragnarsson, UMFN Aöalsteinn Ingólfsson, UMFG Jón Páll Haraldsson, UMFG Herbert Arnarson, ÍR Ottó Tynes, (R Þórir Viðar Þorgeirsson, ÍR Þórir Örn Ingólfsson, ÍR Gunnar Sverrisson, ÍR Árni Guömundsson, KR Gauti Gunnarsson, KR Hjalti Árnason, Tindastól Steinar Adólfsson, Víkingi Ólafsvik Þjálfari er Björn Leósson. Maradona bestur ARGENTÍNSKI knattspyrnumað- urinn Diego Armando Maradona, aem leikur með Napoli á Ítaiíu, var á dögunum kjðrinn knatt- spyrnumaður árains á Ítalíu. Það voru tvaar einkasjónvarpsstöðvar sem gengust fyrir þessari kosn- ingu en í henni tóku þátt þjálfarar fyrstu deildarfélaganna og aörir sérfræðingar um knattspyrnu. Maradona hlaut 124 stig í kosn- ingunni, annar varö Hans Peter Briegel frá Þýskalandi en hann leikur meö Verona. Briegel hlaut 81 stig. Platini hlaut 54 stig, Junior 25 og Mark Hateley 19. Bretar í meira bann Alþjóðaknattspyrnusamband- ið, FIFA, tilkynnti í gær að þaö heföi ákveðið að setja ensk knattspyrnulið í bann á svipaöan hátt og Evrópusambandið gerði á dögunum. Bann þetta nssr til allra enskra félagsliða og er um ótak- markaöan tíma. Þetta bann nær til allra leikja, i mótum jafnt sem vináttuleikja, þannig aö ensk liö mega ekki leika gegn neinu félagsliöi eöa landsliöi þeirra ríkja sem eru í FIFA en þau eru 150 talsins. Bann FIFA kemur sér enn ver en bann Knattspyrnusambands Evr- ópu því þetta bann nær um heim ailan en hitt aöeins um Evrópu. Þetta síöara bann nær ekki til áhugamannaliöa í Englandi nó heldur unglingaliöa. Ragnar lék á 70 höggum Ragnar Ólafsson, GR, lék i gasr á 70 höggum, eða undir einu pari í MK-keppninni í golfi sem fram fór á Grafarholtsvelli í gærkvöld. Ragnar lækkar (forgjöf um 0,4 viö þennan árangur og er nú ásamt Siguröi Péturssyni, með einn i forgjöf sem er besti árang- ur sem íslendingur hefur náð. Morgunblaöiö/Július • Eria Rafnsdóttir, UBK, leikur hér á eina KR-stúlkuna í leiknum i gssr. Erta skoraði eitt af fimm mörkum Breiöabliks. 1. deild kvenna: Auðveldur sigur Breiðabliks BREIÐABLIK sigraði KR 5.-0 (1. deild kvenna á KR-vellinum í gærkvöldi. Breiöabliksstúlkurn- ar sýndu mikla yfirburði í leikn- um og hefðu mörkin getað orð- ið enn fleiri. Ásta B. Gunnlaugsdóttir skor- aöi fyrsta mark leiksins á 21. mín. Hún fókk stungusendingu inn fyrir vörn KR og þar komst hún á auöan sjó og skoraði ör- ugglega framhjá markverði KR. A 30. mín skoraöi Lára Ás- bergsdóttir hún fékk laglega fyrirgjöf frá Ástu B. Gunnlaugs- dóttur sem haföi komist upp aö endamörkum og gaf fyrir og Elisabet átti auövelt meö aö renna knettinum í netiö. Erla Rafnsdóttir skoraöi þriöja markið einni mínútu fyrir leikslok. Þaö var laglegt einstaklingsfram- tak, hún lók á þrjár KR-stúlkur og skaut laglegu skoti frá vítateig, sem fór í bláhorniö efst, fallegt mark og þannig var staöan í hálf- leik. Þegar 10 mínútur voru liönar af hálfleik, skoraöi Ásta M. Reyn- isdóttir eftir góöan undirbúning Erlu Rafnsdóttur, 4:0. Fimmta og síöasta markiö geröi Margrét Sigurðardóttir um miöjan seinni hálfleik. Hún óö í gegn og skaut föstu skoti rétt utan vítateigs. sem rataöi í blá- horniö neöst. Breiöablik var mun sterkari i þessum leik og heföi 10:0 gefiö róttari mynd af leiknum. Blika- stúlkurnar óöu í færum í seinni hálfleik. KR-stúlkurnar komust varla upp fyrir miöju og áttu þarna viö ofurefli aö etja, þaö var aöeins i byrjun leiksins aö jafn- ræöi var meö liöunum. Bestar i liöi Breiöabliks voru Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Erla Rafnsdóttir og Ásta M. Reynis- dóttir. j liöi KR voru þær Arna Stein- sen og Ragnhildur Rúriksdóttir bestar. —VBJ Finnar eiga von eftir jafntefli við Rúmena FINNAR og Rúmenar gerðu jafn- tefli, 1—1, í undankeppni heima- meistarakeppninnar ( knatt- spyrnu í Helsinki í gærkvöldi. Finnar, sem eiga 27. besta landsliöið í Evrópu, halda enn í þá von aö komast í úrslitakeppnina í Mexíkó á næsta ári. Finnar hafa hlotiö sex stig og eru i ööru sæti í riðlinum ásamt Norður-lrum. Þetta var í fyrsta sinn sem Finn- um tekst aö ná jafntefli viö Rúm- ena í landsleik í knattspyrnu. Þaö var hægri útherjí Rúmena sem skoraöi fyrsta mark leiksins, strax á 7. mínútu. Mika Lipponen jafnaöi fyrir Finna á 26. mín. og þannig var lokastaöan. Það voru 22.000 manns sem sáu leikinn sem fram fór á Ólymp- íuleikvanglnum i Helsinki. Næsti leikur Finna í keppninni veröur gegn Rúmeníu á útivelli 28. ágúst, síöan leika Englendingar og Rúmenar i Englandi 11. septem- ber. Staöan í þriöja riöli er nú þessi: England Noröur-írar Finnland Rúmenía Tyrkland 5 3 2 0 15:1 8 5 3 0 2 7:5 6 6 2 2 2 6:10 6 4 12 1 6:4 4 4 0 0 4 1:15 0 Liö Finna var þannig skipað: Olli Huttunen, Aki Lahtinen, Pauno Kymalainen, Jukka Ikalain- en, Jyrki Nieminen, Hannu Turun- I Mika Lipponen, Pasi Rautiainen, en, Leo Houtsonen, Karí Ukkonen, | Jari Rantanen. ítalir unnu Englendinga ÍTALIR sigruðu Englendinga 2:1 i æfingaleik i knattspyrnu sem frem fór í Mexíkó i gærkvöldi. italir skoruöu fyrsta mark leiks- ins á 28. min. Þar var aö verki Bagni, sem skoraöi nokkuö óvænt. Shilton markvöröur misreiknaöi knöttinn sem fór yfir hann og í net- iö. Tveimur mínútum síðar jafna Englendingar, Hatley skallaði í net- iö eftir fyrirgjöf frá Johan Barnes, þannig var staöan þar til ein mín- úta var til leiksloka. Þá var dæmd vítaspyrna á Eng- lendinga, nokkuö vafasöm, sem Artubelli skoraöi örugglega úr. Leikurinn var frekar slakur og vildu menn kenna um hinum mikla hita er leikiö var. 5.000 lögreglu- þjónar voru viöstaddir leikinn og lítiö fleiri áhorfendur. „Hornið“ á Nesinu GOLFKLÚBBUR Ness heldur sitt fyrsta opna golfmót í sumar nú um helgina. Þetta er hið svokall- aða Horn, sem er opið öldunga- mót, opið öllum sem eru 55 éra að aldri. Keppnin fer fram bæði é laugardag og sunnudag og hefst kl. 9 érdegis béöa dagana. Leikn- ar verða 36 holur og hsagt er að léta skré sig í síma 17930.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.