Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 ............................. ■■ ■■■ Gönguferðir hjá Ferðafélaginu FERÐAFÉLAG íslands gengst fyrir tveimur gönguferðum um helgina. Kl. 10 á sunnudag verður ekið til Þingvalla og gengin gömul þjóðleið frá Svartagili í Brynjudal, og heitir hún Leggjabrjótur. þetta er grýttur háls en leið hef- ur verið rudd um hann. Þessi leið var fjölfarin að fornu og er hún mörkuð vörðubrotum. Sama dag kl. 13 verður ekið í Brynjudal, gengið með Brynjudalsá í Þrengsli, þar sem er fallegur foss. Miðvikudaginn 12. júní er síðasta gróðurræktarferð Ferðafélagsins í Heiðmörk. (tlr rréttatilkynningu) Samtök kvenna á vinnumarkaðinum: Efna til fundar um samn- ingamálin SAMTÖK kvenna á vinnumarkaði efna til fundar að Hallveigarstöðum, mánudaginn 10. júní nk. kl. 20.30, undir yfirskriftinni „Lausa samn- inga í haust — skýrar kröfur". Frummælendur verða Dagbjört Sigurðardóttir, sem ræðir samn- ingamálin innan ASÍ og sérstak- lega VMSl; Sigríður Kristinsdótt- ir, sem ræðir horfur í kjaramálum innan BSRB og Birna Þórðardótt- ir, en erindi hennar nefnist „Hvers krefjumst við og hvernig náum við því fram?“ Fundarstjóri verður Margrét Pála Ólafsdóttir. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræður. Samtök kvenna á vinnumarkaði hafa hvatt félaga i Kvennafylk- ingu Alþýðubandalagsins, Kvennaframboðinu, Kvennalist- anum, Sambandi Alþýðuflokks- kvenna og konur úr Bandalagi Jafnaðarmanna að mæta á fund- inn. (Úr (rétutilkjnningu.) Leiðrétting ORÐIÐ ekki féll því miður niður á einum stað í myndlistarþætti Valtýs Péturssonar um sýningu Bat-Yosef í blaðinu í gær. Þar átti að standa: „ ... og hefur hún ekki valdið honum nokkrum vonbrigð- um*. Nýtt Líf komið út ÞRIÐJA tölublað þessa árs af tfma- ritinu Nýtt líf er nú komið út. Meðal efnis í tímaritinu er við- tal við Sigríði Einarsdóttur, fyrstu konuna sem Flugleiðir hf. hefur ráðið til starfa sem flugmann hjá félaginu. Þá er fjallað um MS-sjúkdóminn og rætt við nokkra sem haldnir eru honum. Spjallað er við Guðna Guð- mundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, og nokkrir nemenda hans segja sögur af honum í létt- um dúr. Þá er rætt við stúlkurnar tvær sem báru sigur úr býtum f Elite- keppninni sem Nýtt Líf stóð að ásamt Elite-fyrirsætufyrirtækinu. í tímaritinu er jafnframt að finna greinar um bókmenntir, listir, matargerð, sálarfræði, húsbúnað o.fl. Nýtt Líf er 116 bls. að stærð og prýtt fjölda litmynda. Ritstjóri tímaritsins er Gullveig Sæmunds- dóttir. (FrétUtilkyDning.) Oxsmá í tónleikaferð um Norður- og Austurland HUÓMSVEITIN Oxsmá fer í tón- leikaför um Austur- og Norðurland 7. til 17. júní og í frétt frá hljómsveit- inni segir að nýútgefin hljómplata, „Rip Rap Rup“, verði með í förinni. Á föstudagskvöldið 7. júní leik- ur hljómsveitin í Sindrabæ á Höfn í Hornafirði, á laugardagskvöld í Egilsbúð Neskaupstað og í Herðu- breið Seyðisfirði að kvöldi hins 9. júní. Síðan verður hljómsveitin í Valaskjálf Egilsstöðum mánu- dagskvöldið 10. júnf, Miklagarði Vopnafirði þriðjudagskvöldið 11. júní og f félagsheimili Húsavikur að kvöldi miðvikudagsins 12. júnf. Á fimmtudagskvöldið 13. júní spil- ar hún í Sjallanum á Ákureyri og föstudagskvöldið 14. júní í Sæborg f Hrísey og í Víkurröst á Dalvík laugardagskvöldið 15. júnf. Sfð- ustu tónleikarnir verða að lokum f Fellsborg á Skagaströnd sunnu- dagskvöldið 16. júní. VIÐIR Mesta úrval af Grillmat Grillpinnum og Kryddlegnu kjöti. í Mjóddinni: kynnum FÖR0YA BJÖR frá Færeyjum. Eplarúllur með Mjúkís MAR sjólaxog Reyksfldarpasta Kynnum og gefum að smakka Rjómatertustykkí frá Kringlunní ng? með Sherry og Fromage mr kynningarverð - ^ ^ 00 AÐEINS Sigmar B. Hauksson sæikerí kynnir bók sýna „99 auðveldir réttir‘ með sýnikennslu. í Starmýri: MAR sjólax-og Reyksfldarpasta Nýtt á íslandi! Aprica Bamavagninn með miklu möguleikana. Bamavagn og kerra í einu. Leiðbeinandi á staðnum Fyrir sumarið HUMMEL TRIMMGALLAR: Verð frá kr. Los Angeles glansgallar 1.685.00 Osaka 51 M 1.985.00 USA Sport glansgallar 1.495.00 Montora 1.538.00 og Lucena frá 4-14 1.185.00 .66 Mjúkís 1 ltr. Súkkulaði Vanillu jW TILBOÐ Niðursagaðir lambaframpartar 159" pr.kg. Lambakjöt í 1/1 skrokkum niðursagað AÐEINS .00 pr. kg. 169 Opið til kl. 21 í Mjóddinni ATH. Lokað á en til kl. 19 í Starmýri Laugardögum og Austurstræti. j sumar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.