Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNl 1986 5 Kolbeinsey Ljóam Polke Hellberg/Dagens Nyheter Leiðangur til Kolbeinseyjar í sumar NÚ HEFUR verið ákveðið að fara í leiðangur f Kolbeins- e; í sumar til þess að kanna ástand hennar. Þetta er gert í framhaldi af því að Vitamálastjóra hefur verið falið aö endurskoða tillögur sem lagðar voru fram árið 1983 um framkvæmdir á eynni. Kolbeinsey liggur rúmar 36 sjómílur norð-norð- vestur af Grímsey. Hún er grunnlínupunktur og frá henni er fiskveiðilandhelgi okkar íslendinga reiknuð. Kolbeinsey er að mestu úr móbergi sem brotnar hratt niður og minnkar eyjan stöðugt, bæði vegna ágangs sjávar og ekki síst hafíss. Nú er svo komið að hætta er á að eyjan hverfi i sjó, en við það minnkar land- helgin svo um munar. Kolbeinsey kom til umræðu á Alþingi fyrir skömmu. I máli Stefáns Guðmundssonar kom m.a. fram að Kolbeinsey mun hafa verið mæld árið 1580 og reyndist hún þá vera 753 metrar frá norðri til suðurs og 113 metrar frá austri til vesturs. Þá var hún 113 metrar á hæð. Þegar eyjan var mæld árið 1932 reynd- ist hún vera 113 metrar frá norðri til suðurs og 75 metrar frá austri til vesturs og 10 metrar á hæð. Við síðustu mælingu árið 1978, var hún aðeins 37,7 metr- ar frá norðri til suðurs og 42,8 metrar frá austri til vesturs. Stefán spurði hvað liði framkvæmd þingsályktun- artillögu sem var samþykkt 20. apríl 1982 þar sem rfkisstjórn er falið að sjá um að sjómerki verði sett upp sem allra fyrst á Kolbeinsey. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði m.a. í svari sínu að í október 1982 hafi Vitastofnun íslands verið falið að gefa umsögn eða koma með tillögur um hvað gera skuli á Kolbeinsey og barst svar frá stofnuninni í júní 1983. Þar kemur m.a. fram að nauðsynlegt er talið að styrkja yfirborð eyjarinnar með steinsteypu til að hindra niðurbrot hennar. Kostnaðaráætlun var einn- ig lögð fram og er talið að kostnaður muni nema samtals um 8,6 milljónum króna, en þá var miðað við júni 1983. Enn hefur engin fjárveiting fengist til framkvæmda á Kolbeinsey. Handbók um kirkju- söfnuði Reykjavík- urprófastsdæmis ÚT ER KOMIN handbók á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis, sem hefur að geyma upplýsingar um alla söfnuði innnan prófastsdæmisins, starfsmenn þeirra, kirkjur og presta. Er þetta fyrsta handbókin, sem gefín befur ver- ið út á vegum Rcykjavíkurprófasts- dæmis, aö því er segir í frétt frá dóm- prófastinum í Reykjavfk. Söfnuðirnir innan prófastsdæmis- ins eru þessir: Árbæjarsöfnuður; Ásprestakall; Breiðholtssöfnuður; Bústaðaprestakall; Digranessöfnuð- ur; Dómkirkjusöfnuðurinn/Dóm- kirkjuprestakall A og B; Fella- og Hólasöfnuður: Grensássókn; Hall- grímssöfnuður; Háteigssöfnuður; Kársnesprestakall; Langholts- prestakall; Laugarnessöfnuður; Nesprestakall; Seljasókn; Seltjarn- arnessöfnuður. Handbókina er hægt að nálgast á skrifstofu dómprófasts i Bústaða- kirkju eða í Kirkjuhúsinu, Klappar- stíg 27. Ný íslensk frímerki TVÖ NÝ frímerki munu koma út á vegum Póst- og símamálastofnunarinn- ar þann 20. júní næstkomandi. Fyrra frímerkið er helgaö hundr- að ára afmæli Garðyrkjufélags Is- lands en það var stofnað 26. mai 1885 i þeim tilgangi að „glæða áhuga landsmanna á garðyrkju" eins og segir í bæklingi gefnum út vegna út- gáfu frimerkisins. Það sýnir silfur- reyni sem gróðursettur var við Aðal- stræti 9 fyrir rúmum hundrað árum. Hið seinna er tileinkað ári æskunn- ar, en Sameinuðu þjóðirnar hafa út- nefnt árið 1985 alþjóðaár hennar undir kjörorðunum: Þátttaka — þró- un — friður. Þröstur Halldórsson hefur teiknað bæði frímerkin, en á frímerkinu sem tileinkað er ári æskunnar, sést jafn- framt hið opinbera merki ársins sem Ameríkumaðurinn Lee Kaplan hannaði. í fréttatilkynningu frá Póst- og símamálastofnuninni segir að í til- efni EFTA-ráðstefnu i Reykjavík, verði sérstakur dagstimpill notaður á pósthúsinu R-1 miðvikudaginn 19. júní næstkomandi. Einnig verður sérstakur dag- stimpill í notkun á ráðstefnu nor- rænna svæfingarlækm', sem haldin verðui- I Háskólr. íslands (Odda), fimmtudagin,! 27. jún' 1985. BUR — Isbjörninn: Tvær sérfræðinganefnd- ir vinna að áiitsgerðum A VEGUM Bæjarútgerðar Reykjavfk- ur og Hraðfrystihússins fsbjarnarins vinna tvær nefndir sérfræðinga undir stjórn Ólafs Nílssonar, löggilts endurskoðanda, að álitsgerð um hag- kvæmni samvinnu, eða sameiningar fyrirtækjanna. Nefndirnar starfa af fullum krafti, að sögn Brynjólfs Bjarnasonar forstjóra BÚR, en ekki hefur veríð tímasett hvenær þær Ijúka störfum. Önnur nefndin er skipuð endur- skoðendum og á hún að athuga fjárhagsskipan beggja fyrirtækj- anna. Vinna uppgjör og leggja mat á eignir þeirra og skuldir. Hin nefndin er skipuð verkfræðingum og tæknifræðingum og vinnur að úttekt á hinni tæknilegu hlið rekstrarins. Brynjólfur sagði að lokinni þessari undirbúningsvinnu væri fyrirhugað að þessir menn legðu fram sameiginlegar tillögur um framtíðarskipan rekstrar fyrir- tækjanna. EITTHVAÐ ODYRT? Hvern vantar ekki ódýrt, ekki aö tala um þegar þaö er líka gott Á Vöruloftinu Sigtúni 3, 2. hæð, hafa orðið miklar breytingar og þar er nú mjög góður stórútsölumarkaður. Á börnin í sveitina Peysur frá kr. 195 Gallabuxur frá kr. 99 Æfingaskór kr. 299 Gúmmístígvél kr. 299 h dömur Jakkar frá kr. 250 Greiöslusloppar kr. 685 Kvenskór fá kr. 195 Æfingaskór kr. 695 Á herrs Stakir jakkar frá kr. 995 Blússur frá kr. 995 Skyrtur frá kr. 190 Vinnubuxur frá kr. 399 Reiöstigvé! frá kr. 389—685 Gúmmístígvei frá kr. 350. Snyrtivörur Hárnæring 30 glös kr. 94 Hárlagningarvökvi 30 glös kr. 94 o.ffl. Strechbuxur margir litir verö kr. 1195 allar stæröir Úrval af bolum frá kr. 190—250 Jogging-gallar S-M-L. Gott verö. Æfingaskór kr. 695 Áklæöi og gardínuefni í miklu úrvali. KARNABÆR - BELGJAGERÐIN - VÖRULOFTIÐ Siglufjörður: Lionsmenn hreins- uðu Strákagöng Siglurirói. 5. júní. FJÖRUTÍU Lionsmenn á Siglufirði unnu þarft og gott verk síðastliðna nótt við að hreinsa Strákagöngin. Mikill jarðvegur berst inn í göngin á veturna og vorin svo að oft er ástandið inni í göngunum ekkert betra en á holóttum vegi. Til verksins notuðu þeir Lions- menn tvær hjólaskóflur og einn bíl. Fyrir þetta verk fá Lionsmenn- irnir greitt frá Vegagerðinni og ágóðann af vinnunni ætla þeir að nota til kaupa á tæki fyrir sjúkra- húsið. Göngunum var lokað kl. 22.00 í gærkvöld og var unnið við hreins- un í alla nótt. Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.