Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 Mættir um borð í Klakknum, búnir að lögskrá sig hjá fógeta og skipstjórinn hefur boðið þá velkomna um borð. Frá vinstri: Hilmar Rósmundsson, leiðbeinandi strákanna, Árni Karl Ingason, Jón Eysteinn Ágústsson, Jóhann Helgi Þráinsson og Haraldur Benediktsson, skipstjóri á Klakk VE 103. Morgunblaðift/Sísurfteir V estmannaeyjar: Unglingar á skólaskipi Veetmannaeyjuui. 4. júni. EINS og undanfarin tvö ár stendur 15 og 16 ára unglingum í Vest- mannaeyjum til boða að fara einn túr á skuttogara undir leiðsögn. Það er Stýrimannaskólinn í Eyjum sem fyrir þessu stendur og fær til þess stuðning sjávarútvegs- ráðuneytis, bæjarsjóðs í Eyjum og útgerð skuttogara í Eyjum. Undan- farin tvö ár hefur Friðrik Ás- mundsson skólastjóri Stýrimanna- skólans annast þessa fræðslu og fara þrír unglingar í hvern túr. I sumar mun Hilmar Kósmundsson leiðbeina unglingunum. í síðustu viku auglýsti skólinn eftir umsóknum um þessa verk- legu sjóvinnu á skólaskipi og bárust strax fjölmargar um- sóknir. Það vakti svo sem enga sérstaka athygli að áhugi væri fyrir þessu hjá strákunum en það vakti verulega athygli að hvorki fleiri né færri en 12 stúlk- ur sýndu því áhuga að skella sér í einn túr á skuttogara til þess að kynna sér verklega sjóvinnu. í gær mættu síöan þrír fyrstu unglingarnir með sjópoka sína um borð í skuttogarann Klakk þegar hann hélt til veiða eftir Sjómannadaginn. Með þeim var umsjónarmaður þeirra og kenn- ari, Hilmar Rósmundsson, gam- alreyndur aflamaður og fyrrum aflakóngur á Sæbjörgu. Hilmar er formaður skólanefndar Stýr- imannaskólans. í stuttu spjalli sagði Hilmar að strákarnir kæmu til meö að ganga vaktir um borð í Klakknum í þessari veiðiferð og þeim yrði kennd öll helstu vinnubrögð um borð, s.s. við aðgerð og frágang fisksins, slæsningu og netaviðgerðir. Unglingarnir fá greitt eitthvert kaup fyrir túrinn, þeir fá gefins hlífðarfatnað og frítt fæði um borð. Ekki þarf að fjölyrða um það að hér er á ferðinni þarft og gott framtak Stýrimannaskólans að gefa unglingum kost á því að kynnast í raun og návígi störfum sjómanna. — hkj. Jóhann Helgi Þráinsson, 15 ára gamall Eyjapeyi af þekktum sjósóknur- um kominn, mættur um borð með pokann sinn. Framundan 10—12 daga túr á skólaskipi. Skattheimta 1984 var 53 % af verg- um þjóðartekjum — var 37 % 1970 SKATTHEIMTA hefur vaxið úr 37% af vergum þjóðartekjum árið 1970 í 53% á síðasta ári samkvæmt upplýs- ingum sem fram koma í bréfi stjórn- ar Verzlunarráðs íslands til alþing- ismanna. Tilefni bréfsins eru hug- myndir um hækkun eignarskatts og söluskatts til að mæta vanda í hús- næðismálum. Bent er á að hækkun þeirra leiði til hærra verðlags, þar á meðal á byggingarvörum. ( bréfinu segir orðrétt: „Hækk- un á bæði byggingar- og fjár- magnskostnaði þjónar ekki hags- munum húsbyggjenda og því ætti að leita annarra leiða. Grundvallarvandi húsnæðis- málanna er skortur á lánsfé. Skynsamlegasta lausnin felst í því að laða fram aukinn sparnað sem nýta má til húsnæðislána. Með aukinni fræðslu um gildi sparnað- ar og með raunhæfri vaxtastefnu — frjálsræði í vaxtamálum — má auðveldlega ná þessu marki. Á síð- ustu 12 mánuðum nam raunaukn- ing sparnaðar t.d. 8,5% eða sem nemur u.þ.b. 2,8 milljörðum króna á núgildandi verðlagi." 1 bréfi Verzlunarráðs er hvatt til að bankar fái heimild til þess að gefa út sérstök skuldabréf til húsnæðislána, er veiti skattaaf- slátt og höfði til fleiri en þeirra, sem eru að koma þaki yfir höfuðið. Þá er loks minnt á nauðsyn þess að húsnæðislöggjöfin verði endur- skoðuð, með þaö í huga að koma hliðstæðri skipan á þessi mál og í nágrannalöndunum. Verkfallið kosíaði Kenn- arasambandið milljón — Greidd með norrænu styrktarfé KOSTNAÐUR við rekstur Kennarasambands íslands í BSRB-verkfallinu sl. haust var tæplega 750 þúsund krónur. Sá kostnaður var greiddur af rúmlega tveggja milljóna króna styrk, sem Kennarasambandið fékk frá systurfélög- um sínum á Norðurlöndum, að sögn Svanhildar Kaaber, formanns Banda- lags kennarafélaga og stjórnarmanns í Kennarasambandinu. Hún sagði að ein milljón af styrknum frá norrænu félögunum hefði runnið í verkfallssjóð BSRB. 250 þúsund krónur runnu til Hins íslenska kennarafélags þegar flestir félagar þess lögðu niður störf í mars. „Þessir peningar voru sendir Kennarasambandinu til að reka verkfallið en áttu ekki að renna beint í verkfallssjóð BSRB, eins og haft var eftir ónafngreindum „háttsettum manni" i BSRB í Dagblaðinu-Vísi a mánudag," sagði hún. „Þessir peningar voru eingöngu notaðir til að borga kostnað, sem hlaust af þessu verkfalli." Svanhiidur Kaaber sagði að öll fjármál verkfallsins sl. haust hefðu verið rædd og afgreidd formlega í stjórn og fulltrúaráði Kennarasambands (slands í febrúar og mars í vetur. „Þá voru engar athugasemdir gerðar af hálfu BSRB, enda hefði það verið undarlegt, en mér þykir i hæsta máta óeðlilegt, að „háttsettur maður“ i BSRB skuli vera að gera nafnlausar athugasemdir við þetta mál núna. Hvers vegna var það ekki gert í vetur þegar málið var til afgreiðslu í Kennarasam- bandinu? Það skyldi þó ekki vera samband á milli þessara aðdrótt- ana og þeirrar staðreyndar, að Kennarasambandið er að ganga úr BSRB?“ sagði Svanhildur Kaaber. Bretar gera vaxandi kröfur til iðn- og tæknimenntunar — eftir Steinar Steinsson Framleiðniþróun í iðnríkjunum er geysi hröð. Fyrirtæki, samtök og ríkisstjórnir safna gögnum um þróun vinnuaflsins. Hvarvetna ræða menn þekkingarþörf og spá í hver hún muni verða eftir einn til tvo áratugi. Stórfyrirtækin hafa þegar mótaðar starfsmannaáætl- anir fram í tímann. Mönnum er Ijóst að unglingar sem eru við nám í dag verða megin uppistaðan í því starfsliði er annast verðmæta- sköpun um næstu aldamót. Tækni- búnaður þess tíma verður mikið breyttur, afkastamikill í höndum kunnáttumanna en lítils virði öðr- um. Bretar eru sér vel meðvitandi um nauðsyn menntunar og þörf- inni á að breyta viðhorfum til hennar þótt ekki sé það átaka- laust. Breskt verk- og tæknimenntakerfi Verk- og tæknimenntaskólar Bretlands eru eign sveitarfélag- anna sem sjá um rekstur þeirra. Viðhorf sveitarstjórna ræður miklu um hvaða verkmenntir eru kenndar og í hvaða mæli. Á fjár- lögum fá sveitarstjórnirnar veru- legar upphæðir til stuðnings skólahaldinu. Þrátt fyrir það hafa áhrif rikisvaldsins verið tiltölu- lega litil í skólamálum. Ríkis- stjórnin hefur sett skilyrði fyrir hluta af fjárveitingunum til að auka áhrif sín og til að örva fram- leiðniviðhorf í skólakerfinu. í höndum atvinnulifsins er mótun innihalds náms, námsgagnagerð og prófagerð. Er það unnið af stofnunum, sem eru óháðar ríki og sveitarstjórnum. Fræðsluráö vélaiönaðarins Ráðið (Engineering Industry Training Board) er með áhrifa- meiri aðilum í fræðsiukerfinu. Ráðið er óháð ríkisvaldinu og er fjármagnað af iðnfyrirtækjunum er greiða 1% af vinnulaunum starfsmanna sinna til þess. í stjórn ráðsins sitja 8 fulltrúar vinnuveitenda, 8 frá fagfélögum og 5 frá skólakerfinu. Verkefni ráðsins eru margháttuð, en hér skulu talin nokkur þau helstu. — Að fylgjast með mannafla- þörf fyrirtækjanna og nauðsyn- legri þekkingu og hæfni starfs- fólksins. — Að fylgjast með fræðslu og þjálfun nemenda á vinnustöðum og i skólum. Til þessa hafa þeir iðnfulltrúa í hverju héraði. — Gerð námsskráa, skilgrein- ing þarfa og framleiðsla námsefn- is fyrir iðn-, tækna- og tækni- fræðifræðsiuna. — í samráði við City & Guild setja peir reglur um próf fyrir þá sem nema til starfs i vélaiðnaði. — Þeir veita fjárhagslegan stuðning stofnunum og skólum, sem byggja upp nýjungar og gera umbætur í kennslunni. — Þá kynna þeir starfsgreinar vélaiðnaðarins fyrir unglingum og örva þá til náms og þátttöku í framleiðslugreinunum. Könnun og þróun vinnuaflsins Fræðsluráð vélaiðnaðarins hef- ur safnað upplýsingum um þróun vinnuaflsins í starfsgreininni og unnið úr þeim upplýsingum. Á fimm ára tíma hefur þróunin orð- ið ótrúleg og yrði vart trúað nema vegna þess að byggt er á raun- verulegum hagtölum. Af nefndum gögnum er ljóst að vaxandi nauð- syn er á að aðlaga menntunina að örri þróun framleiðslutækjanna. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróunina á fimm ára tímabili, frá 1978 til ’83. lönmenntunin Iðnmenntunin hefur verið endurskipulögð. Hún er mótuð i þrjú stig og fer fyrsta stigið í flestum tilvikum fram í verk- námsskóla. Fyrsta námsárið er 46 vikur og er námið all breitt enda ætlað til undirbúnings fyrir mik- inn fjölda námsleiða. Á efri stig- um velur nemandinn i samráði við vinnuveitanda sinn ákveðið svið. Þar er um marga flokka að velja í framleiðslugreinum, farartækj- um, rafmagni, viðhaldi og sam- setningu. Námið er mótað í mód- úlakerfi er nú hefur verið brotið niður í enn smærri einingar. Sér- stök námslýsing er fyrir hverja einingu svo og ákvæði um í hverju skuli prófa. Nemendurnir eiga kost á að sækja þekkingu í skóla- kerfið er hentar starfinu í fyrir- tækinu. Lok námsins er ekki bundið við ára- eða mánaðafjölda heldur fjölda eininga er þarf að ljúka til að öðlast réttindi. Þá eru einingarnar vel fallnar til notkun- ar við eftir- og ummenntun starfs- manna. Annar kostur við smáu einingarnar er, að það raskar skólastarfinu lítið þegar úreltar einingar eru feldar niður og nýjar teknar inn. Mcistaramenntun Ráðið gerði könnun á sam- keppnishæfni verkfæraiðnaðarins. Niðurstöðurnar voru þær að sam- keppnisstaða Þjóðverja væri um 25% betri en bresks iðnaðar. Ástæðurnar voru raktar til meist- aramenntunar Þjóðverja. Nú hef- ur ráðið mótað meistaranám í mælingum og tækjasmíði er hefst nk. september. Þessi menntun er byggð ofan á iðnnámið og varir í 2'á ár. Nemendurnir eru við störf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.