Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 41
þar. En eins og oft vill verða var barnafjöldi húshjónanna í öfugu hlutfalli við efnahaginn, og var Páll tekinn í fóstur að Örnólfsdal, þar sem hann kynntist ferðalögum í fyrstu sem hestasveinn enskra laxveiðimanna við Kjarrá. Ungur að aldri leitaði hann til Reykjavík- ur og fékkst þar um hríð við versl- unarstörf, en dvaldi um skeið í Þýskalandi og Sviss, þar sem hann náði föstum tökum á þýskri tungu, en réðst skömmu síðar auglýs- ingastjóri við dagblaðið Vísi og gegndi þeirri stöðu í þrettán ár. Arið 1953 gerðist Páll bókavörð- ur við Borgarbókasafn Reykjavík- ur fyrir atbeina Snorra Hjartar- sonar. Var það hin mesta heppn- isráðstöfun bæði Páli og safninu að svo skyldi ráðast og hefði þó mátt betur takast ef fjárhagur hefði verið rýmri og Páll haft lausari taum til bókaöflunar. Páll fór ungur að ferðast um landið og jafnframt að taka ljós- myndir. Hann sat þrjátíu og eitt ár í stjórn Ferðafélags íslands og var ritstjóri Árbókar F.I. í fimm- tán ár. Auk þess var hann einn af stofnendum farfuglahreyfingar- innar og sat í stjórn hennar um skeið. Hann var í hópi hinna fyrstu áhugaljósmyndara sem lögðu land undir fót til mynda- töku. Margar ljósmynda hans birtust bæði í Árbókum F.í. en auk þess í fjölda annarra bóka heima og erlendis. Þær munu ekki síst hafa staðið undir bókasöfnun Páls, því að feitar stöður hlotnuð- ust honum aldrei. Páll safnaði mjög íslenskum bókum og bókum erlendra manna um íslensk málefni. Mér er til efs að nokkur maður annar en séra Eiríkur Eiríksson nú á Selfossi hafi hin síðustu ár átt jafngott bókasafn, jafnvalið að efni og prýðilegt að umgengni. Páll var kröfuharður og vandur að eintök- um og lét sér ekki nægja lasna bók, ef hann átti síðar kost á öðru og betra eintaki. En væri ekki annað fyrir hendi var hann manna natnastur við að þvo gamlar bæk- ur, gera við og styrkja rotin og máð blöð. Að koma upp slíku safni kostar ekki aðeins nokkurt fé, heldur krefur það einnig árvekni, natni og nokkurs harðfylgis. Ég hygg að síðari árin hafi ekki önn- ur áhugamál átt ríkari þátt í huga Páls, og hann hugði gott til að njóta þeirra samvista í ellinni. Sjálfur batt hann margt bóka sinna, einkum hin siðari ár eftir að hann hætti störfum, en sagði mér þó að hann væri farinn að letjast við slíkar yfirsetur. Páll var efalaust í hópi hinna bestu bókbindara bæjarins, þó hann sækti aldrei iðnnám, en margt lærði hann af þýskum listbókbind- ara sem hér dvaldist um nokkurra ára bil eftir stríðslokin, og þegar viðgerðarstofa Safnahússins var sett á laggirnar, fylgdist hann vel með störfum þar og lærði margt. Kom þar til meðfædd smekkvísi og hagar hendur. En margt bóka sinna lét hann Unni Stefánsdóttur eða aðra bestu bókbindara klæða ágætu bandi. En þótt vel væri frá bókum hans gengið voru þær ekki aðeins skartgripir á vegg, heldur miklu fremur hluti af tilvist hans sjálfs. Þar undi hann löngum og þegar árin liðu gerðist Páll marg- fróður, ekki síst um náttúru og sögu landsins og bókmenntir þjóð- arinnar. Með árunum varð hann flestum mönnum fróðari um ís- lenskar bækur fornar og nýjar og öllum mönnum fúsari á að leið- beina þeim sem minna kunnu og greiða úr vanda þeirra. Þekking hans á þessu sviði kom notendum Borgarbókasafns oft í góðar þarfir og ekki síður greiðvikni hans. Oft bar það til, að bók sú sem lesandi þurfti að halda á var ekki til í safninu. Páll bauð þá gjarna les- andanum að hafa bókina til dag- inn eftir og sótti hana í safn sitt. Við fráfall Páls á ég margs að minnast frá nærri hálfrar aldar kynnum, þar sem leiðir okkar lágu saman í bókagrúski, ferðalögum og störfum fyrir Ferðafélag ís- lands. Ef til vill var okkur báðum það sameiginlegt að vera hvergi glaðari en við töfra öræfanna í auðn og kyrrð á sólbjörtum heit- um sumardegi, þegar tíbráin MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 dansar um endalausa sanda milli úfinna hraunklakka og þegar blá- tær kvöldmóða leggst yfir hraun og heiðar norðan Vatnajökuls. Stundum gat þó brugðið til hins verra um veður og færi: þoka, rigning, sand- og snjóbyljir og varhugaverð vatnsföll gerðu stundum óþægilegt strik í reikn- inginn, en juku um leið fjölbreytn- ina. Þá var gott að koma í fjalla- skála eða slá upp tjaldi, þar sem dreypt var á glasi og rifjuð upp forn og ný minni um atburði sem gerst höfðu einhvers staðar á leið- inni eða rifjuð upp atvik frá fyrri ferðum. Páll var þá hrókur alls fagnaðar og hafði á reiðum hönd- um kímilegar sögur eða snjallar vísur sem féllu að tilefnum líðandi stundar. Stundum sátum við líka heima hvor hjá öðrum og ræddum fornar bækur eða gerðum áætlanir um ný ferðalög, sem stundum voru að- eins farin í huganum, eða ræddum hvernig best yrði hagað útgáfu Árbókar F.í. Margar af þessum samverustundum okkar verða mér hugstæðar og frá þeim á ég aðeins góðs að minnast og þakka nú að samferðarlokum. Páll var dulur maður að eðlis- fari og lítt gefinn fyrir að halda sér til frama, og stundum þótti mér hann helsti hlédrægur. Mig grunar að erfiðleikar og vonbrigði "nglingsáranna hafi markað alla framtíð hans, en með viljafestu tókst honum að sigrast á slíkum annmörkum og verða hlutgengur í besta lagi, hvar sem hann lagði hönd að verki. Haraldur Sigurðsson Kveðjuorð í Prestssögu Guðmundar bisk- ups góða segir af Ingimundi presti Þorgeirssyni. Hann hugðist sigla til Noregs, en hreppti andviðri ströng, skipið brotnaði í spón og út tók bókakistu Ingimundar prests. „Þá þótti honum hart um höggva, því að þar var yndi hans sem bækurnar voru.“ Um aldir hafa bækur verið yndi þjóðar vorrar, handrit skráð á bókfell, prentaðar bækur og af- skriftir af hvoru tveggja. I dag verður til moldar borinn Páll Jónsson, fyrrverandi bóka- vörður, og má með sanni segja um hann eins og Ingimund prest, að þar hafi „yndi hans“ verið sem bækur hans voru. Páll naut ekki mikillar skóla- göngu, en varð þrátt fyrir það menntamaður í besta skilningi þess orðs. Hugur hans hneigðist snemma að bókum, lestri þeirra og söfnun, að ferðalögum, ljósmynd- un og sígildri tónlist. Þar er skemmt af að segja að slík varð þekking hans á íslenskri bókfræði að við leiðarlok mun vart nokkur samtíðarmaður hafa búið yfir öllu fjölþættari og traustari þekkingu í þeirri grein. Á síðari árum var Páll talinn allra manna hæfastur til að meta verð bóka og var einatt kvaddur til ef virða þurfti meiri- háttar bókasöfn til skipta eða sölu. Einnig var hann umboðs- maður og ráðgjafi fjölda bóka- safnara á bókauppboðum. Sjálfur hóf Páll ungur söfnun bóka og reyndist ötull og farsæll bókasafnari alla ævi. Fyrstu hýru sinni varði Páll til bókakaupa og mun slíkt eigi hafa þótt búmann- legt í þá daga. Bókasafn Páls SJÁ NÆSTU SÍÐU 41 Fullkomin ÞÆGINDI BYRK. Síðumúia 37, Reykjavík Slippfélagið, Mýrargötu 2, ReyKjovík. Dröfn, Strandgötu 75, Hatnarfirði. Hiti sf. Draupnisgótu 2, Akureyri. JÁ Byggmgavórur Baldursgötu 14. Keflavík. Tökum á... tækín vantar! FJÁRÖFLUN 7. OG 8. JÚNÍ til tækjakaupa fyrir væntanlega hjartaskurðdeild Landspítalans LAN DSSAMTÖK HJARTASJÚKUNGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.