Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 Minning: Páll Jónsson bókavörður Fsddur 20. júní 1909 Dáinn 27. maí 1985 Mér þótti Páll Jónsson, allt frá því ég sá hann fyrst við afgreiðslu í Borgarbókasafninu í Reykjavík fyrir um það bil þremur áratug- um, vænn maður álitum. Þó er meira um hitt vert að hann reynd- ist, þegar kynni tókust með okkur, búa í fallegum innra heimi: góð- vild, hreinlyndi, og i skáldskap, listum og fræðum, falslaust, að ég minnist ekki á samfélag hans við dýrð og stórmerki náttúrunnar. Og í þessum auðuga innra heimi bjó Páll af hógværð, viturleika og svo tildurlaust að það er til eftir- dæmis. Sjálfur var hann mjög listhagur á vissum sviðum, eins og ljósmyndataka hans og gullfallegt bókband er til vitnisburðar um. Réttilega var hann fagurkeri, í góðri merkingu. Ævi Páls Jónssonar er íhugun- arverð. Hann ólst upp í Borgar- firði fátækur piltur, gekk ekki skólaveg, en fluttist unglingur til Reykjavíkur og varð í byrjun verzlunarmaður þar, en blaðamað- ur 1941—53, eftir það bókavörður til ársins 1980. Hann stóð framar- lega í Bandalagi íslenzkra farfugla og Ferðafélagi Islands, jafnframt ritstjóri árbókar þess um mörg ár, hin síðari. Milli tvítugs og þritugs (1936) var hann orðinn sá ferða- garpur að hann dreif sig suður á meginland álfunnar, fór á reið- hjólinu sínu um Þýzkaland og Sviss, í menntunarskyni, og tók mikið af myndum, en sagði mér fyrir skemmstu að þær filmur væru nú allar glataðar; kvað litlu varða, þvi hann hefði verið svo skammsýnn að mynda helzt lands- lag hér og þar, landslag sem enn væri á sínum stað; hefði verið skynsamlegra að beina myndavél- arauganu að mannaverkum sem tortímdust í styrjaldarbálinu fáum árum seinna. En slíkt er að vera hygginn eftir á, og það viður- kenndi Páll fúslega. Hann var þá ungur og glaður farfugl, og hvers vegna hefði hann átt að sjá fram í tímann frekar en jarðarbúar gerðu, upp og ofan? Annars skild- ist mér að hann hefði byrjað að taka ljósmyndir um 1930, margar elztu filmur hans væru geymdar, og er gott til þess að vita. Sá maður sem var einu sinni fé- lítill piltur úr sveit, án skóla- göngu, hverfur nú í foldarfaðm við þann orðstír, að hann hafi verið einn bókfróðastur íslendinga á vorri tið. Vantar þó mikið á að öll sagan sé sögð með því. Eiginlega finnst mér að Páll Jónsson væri nú upp á síðkastið virtur sem höfðingi af öllum bókelskum mönnum. Hann átti og geysistórt, markvert og jafnhliða fagurt einkabókasafn. Var þar á ofan úr- valsljósmyndari, og er myndasafn hans vafalítið menningarsögu- legur arfur. Þótt ég fagnaði aldrei því láni að ferðast með Páli vini mínum um dali og fjöll Islands, sem er saknaðarefni, þá auðnaðist mér að eiga hann stund og stund að leið- toga inn í veröld bókvísinnar, einnig austur og vestur um sagnir og ýmsa menn þessarar aldar sem hann batt kynni við. Páll, maður kyrrlátur, ef ekki hlédrægur, gat orðið innilega hláturmildur og skemmtinn á vinafundi. Það var ekkert hrís að sitja heima hjá honum, til dæmis á Þorláksmessu fyrir jól, í hinu íðilfagra bóka- safni, og njóta þess að hann tæki fram bók og bók og sýndi manni; spjalla svo við hann þess á milli um „menn og listir"; kannski stjarna í glasi. Einu sinni, þegar hann var með afar fágætan prent- grip í höndum spurði ég í fljót- heitum, hvernig á því stæði að hann hefði slíka bók uppi við, nú þegar rummungsþjófar gengju lausir um öll Reykjavíkurstræti. „Fleiri hafa spurt mig sömu spurningar," anzaði Páll hóglát- lega — og bætti við nokkurn veg- inn þessum orðum: „Ég vil hafa eftirlætisbækur minar hjá mér, upp á von og óvon; ég vil geta grip- ið til þeirra, flett þeim hvenær sem mig iangar til. Ég gæti vita- skuld geymt þær í einhverju bankahólfi, en þá er eins og ég hafi hneppt þær í fangelsi. Ég hef ekki yndi af því að eiga bók sem ég þarf að sækja í bankahólf við og við til þess að taka mér hana í hönd, sama hvað hún er verð- mæt.“ Bókmerki (Ex libris) Páls Jóns- sonar bregður upp mynd frá Húsafelli í Borgarfirði, unaðsreit í landinu: Hvítt ferðatjald stendur eitt og í friði hjá björk og renn- andi vatni; fjærst í baksýn hvel Eiríksjökuls, mjallahvitt eins og tjaldið. Merkið stafar frá sér þeirri útiveru í guðsgrænni nátt- úru og meðal fjalla og firninda sem var hið hálfa líf Páls, þrátt fyrir bækur og bókasöfn — og aft- ur bækur og bókasöfn. Ég þori engum orðum að fara um það, hvort leyfilegt muni að túlka þetta bókmerki svo að Páll Jónsson, innst inni, hafi verið meira náttúrubarn en bókamaður. Við ræddum það aldrei. En mér virtist að hvaðeina sem íslenzkt var, náttúrufar landsins og þjóð- menntir, væri honum tvö andlit á sama höfði, eins konar Janusar- höfði, og sneri annað út til veðra og vinda, hitt inn til híbýla og alls þess er þau geyma, bóka meðal annars. Nú gengur Páll Jónsson til graf- ar. Ég mun sakna hans jafnlengi og ég veit í þennan heim. Hannes Pétursson Að gengnum Páli Jónssyni eru íslenzkir bókasýslunarmenn svipt- ir óumdeildum lærimeistara sín- um, svo margvísum og réttvísum að einstakt er. Páll Jónsson hafði dálítið krefj- andi nærveru. Fyrsta krafa hans var ætíð að fara helzt nokkurs vís- ari af hverjum mannfundi, gjarna vildi hann eitthvað fá að vita, sem honum var áður ókunnugt. í öðru lagi vildi hann ekki fjalla per- sónulega um samferðamennina, nema af mjög jákvæðri nærfærni. Það var ekki alltaf auðvelt að uppfylla þessar kröfur. En hvetj- andi nánd Páls kom þessu þó furðu oft til leiðar — hvoru tveggju. Ég kynntist Páli fyrir næstum þrjátíú árum, þegar ég hafði með höndum örlítið aðstoðarsýsl hjá Sigurði Benediktssyni miðlara bóka og málverka. Og kynnin urðu frekari, þegar ég sótti oft heim Þorstein félaga hans Jósepsson. Það voru miklar dáindisstundir í stofu Þorsteins að heyra þá kump- ána fjalla um bækur, höfunda og leiða sögur útfrá efni verka og túlka ungum fáráði. Það varð manni ljóst á þessum stundum, að þetta voru ástfangnir menn —• báðir tveir: Ást þeirra beindist að bókunum, efni þeirra og allri gerð, pappírnum, bandi þeirra, letri, svip og áferð. Svo dó Þorsteinn á bezta aldri og Páll hélt áfram göngu sinni. Einn. Áhugaefni hans — auk starfs og ferða í náttúru landsins, hnigu öll að bókinni. Hann lifði í henni og það var fallegt lif; í ein- semd sinni saknaði hann einskis. Páll var greiðafús maður og all- ir gátu til hans leitað um fróðleik og þekkingu — næstum sama, hvort var á nóttu eða degi. Síðustu þrjá áratugina hefur vart sá dag- ur liðið, að ekki leituðu margir í smiðju hans. Og hann leysti úr vanda beiðenda af svo skilyrðis- lausri elskusemi, að líkt var sem honum sjálfum væri gerður stór- greiði. Og skyndilega er hann allur. Þessi vorhugi meðal bókamanna. Þetta tilgerðarlausa náttúrubarn. Þessi víllausi og góðgjarni dreng- ur, sem allir trega, sem þekktu. Honum hlýtur að standa til boða þokkaleg vist. Bragi Kristjónsson Þegar ég kom í stjórn Ferðafé- lags Islands árið 1977 varð ég þess fljótt áskynja, að félagið átti sér nokkra máttarstólpa, sem töldu það köllun sína að hlúa að félags- starfinu á allan hátt og fórnuðu oft miklum tíma í það starf. Mér varð þá betur ljóst en áður, hversu mikið sumir þýðingarmiklir þætt- ir félagsstarfsins byggðust á þessu fólki. Einn af þessum mönnum var Páll Jónsson. Einn þýðingarmesti þátturinn í starfsemi félagsins er útgáfa Árbókarinnar og veltur af- ar mikið á því að vel takist til með þá útgáfu. Segja má, að bókin sé ásjóna félagsins, sem flestir sjá og kynnast. Ritstjóranum er því mik- ill vandi á höndum. Þetta starf leysti Páll af hendi um 15 ára skeið af þeirri einstöku smekkvisi, sem hann var gæddur, og dugnaði og árvekni, en allir þessir eigin- leikar eru nauðsynlegir þeim, sem hafa slíkt starf með höndum. Þó þetta væri þýðingarmesta starfið, sem Páll leysti af höndum fyrir Ferðafélagið, og því minnist ég þess hér, þá var ást hans til félagsins slík, að hann lét sér annt um allt félagsstarfið. Það var því gott að starfa með Páli að málefnum Ferðafélagsins. Það reyndi ég þann tíma sem við störfuðum saman. Hann var sí- vakandi fyrir því, sem til bóta mátti horfa í starfseminni, og ráðhollur með afbrigðum og ein- staklega laginn að koma ráðum sínum á framfæri þannig, að manni þætti gott að þiggja þau. Einnig eftir að hann hvarf úr stjórninni og hætti ritstjórn Ár- bókarinnar hitti ég Pál oft og allt- af var áhuginn sá sami á starf- semi félagsins, og þótti mér eins og áður mikill akkur í því að ræða við hann um þau mál. Um hið langa og mikla starf Páls fyrir Ferðafélagið var ekki ætlun mín að rita, það munu aðrir gera. Með þessum línum vildi ég að leiðarlokum færa honum þakk- ir mínar fyrir okkar samstarf, sem var mér svo mikils virði, og forsjóninni fyrir að hafa mátt kynnast þessum ljúfa manni. Davíö Ólafsson Þegar ég heyrði andlátsfregn Páls Jónssonar, bókavarðar, brá mér og varð strax í huga að ég skuldaði honum kveðju í nokkrum fátæklegum orðum um leið og hann, sem varði ævi sinni að veru- legum hluta til ferðalaga, leggur upp í þá einu og sömu ferð sem allra okkar bíður. Minna en áratugur er síðan við heilsuðumst fyrst og tókum tal saman. Þó vorum við báðir sprottnir úr sama jarðvegi og raunar nágrannar, sveitadrengir úr dölum Borgarfjarðar og lögðum leið okkar til höfuðborgarinnar þegar við uxum úr grasi. Rúmlega tveggja áratuga aldursmunur sá til þess að Páll var á brott úr hér- aði þegar ég komst til vits og ára. Dvöl mín í Reykjavík var aðeins fáein skólaár og þá bar fundum okkar ekki saman. Æviferill Páls verður án efa rakinn í einstökum atriðum af öðrum minningariturum. Ég vil aðeins láta í Ijósi undrun mína á því hverju hann hlýtur að hafa fengið áorkað í sjálfsnámi, því að ekki veit ég til að hann hafi stund- að skólanám utan þeirrar knöppu uppfræðslu sem ætluð var strjál- býlisbörnum á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þrátt fyrir það var honum um árabil trúað fyrir starfi auglýsingastjóra við dag- blaðið Vísi og síðan gegndi hann hátt í þrjá áratugi stöðu bóka- varðar við Borgarbókasafnið. Að hann skyldi hreppa það starf sýnir hvers álits hann naut fyrir þekk- ingu sína á íslenskum bókmennt- um og tungu og þá ekki síður bókfræði sem hann öðlaðist og efldi með ástríðu sinni til bóka- söfnunar sem sér stað í einka- bókasafni hans sem ég trúi að sé með hinum vönduðustu og mestu á landi hér. Annað áhugamál hans voru ferðalög einkum innanlands um byggðir og óbyggðir og jafnhliða því iðkaði hann ljósmyndun svo að hann varð þjóðkunnur af og nær ótölulegur sá fjöldi mynda hans sem birst hafa á prenti. Reyndar er allt að því furðulegt að tveir Borgfirðingar, nágrannar í upp- vexti og á næsta líkum aldri skyldu ná svo langt í þessum efn- um sem þeir gerðu, Páll og Þor- steinn Jósepsson. í samræmi við hin síðasttöldu áhugamál var Páll einn af mátt- arstólpum Ferðafélags lslands. Á þeim vettvangi var eðlilegt að þekking hans og kraftar væru um árabil virkjaðir við ritstjórn ár- bókar félagsins. Þannig tókust persónuleg kynni okkar þegar ég fór að koma I framkvæmd þeirri hugdettu minni að setja saman árbók um Ódáðahraun. Frá upphafi sýndi Páll mér velvild og hlýhug, e.t.v. meiri en ella vegna hins sameiginlega borgfirska uppruna okkar. Mér var það líka betra en ekki að eiga leiðsögn hans og ráðgjöf vísa um mér áður ókunn svið bókagerðar- innar, bæði hlutverk mitt að semja textann og hina tæknilegu hlið að koma honum á prent. Til- hlökkunarefni var að eiga stund með Páli hvort heldur var á bóka- safninu eða innan hinna bókum þöktu veggja íbúðar hans á Bolla- götu 5. Svo gjarna hefðu stundirn- ar mátt vera fleiri sem ég fékk að njóta hinnar víðtæku þekkingar hans á svo mörgum sviðum sem hann setti fram á sinn hlýlega og hógværa hátt. Einnig átti ég ferðir saman með honum um öræfasvæði það sem til meðferðar var í árbókinni. Þá kynntist ég vinnubrögðum hahs við ljósmyndunina, kröfum þeim er hann gerði og kunnáttu hans í því efni. Síðustu árin strjáluðust fundir okkar um of. Við önnum kafnir nútfmamenn gefum okkur svo oft ekki tíma til að eiga félags- skap við þá sem ekki eru bundnir okkur brýnum erindum, hags- munalegs eðlis. Tækifæri að hitta slíkt fólk kemur seinna, hugsum við. Einn góðan veðurdag er það svo of seint. Ég verð að fela pappírn- um og prentsvertunni kveðju mína og hinstu þökk til Páls fyrir ógleymanleg kynni og hlýja vin- áttu. Aðstandendum hans votta ég samúð á sorgarstundu. Megi hinsta för hans vel greið- ast hvort heldur hún verður um auðnargeim öræfa, vermdan sól- arloga og vafinn tindrandi tíbrá, eða gróin lönd borgfirskra sveita undir mildu gróðurregni hins blíða vormánaðar, skerplunnar. Guðmundur Gunnarsson Þar sem ég gjöri ráð fyrir að ýmsir muni skrifa um bókavörð- inn, ritstjórann, ljósmyndarann og ferðagarpinn Pál Jónsson, og þakka hans rnargháttuðu störf fyrir land og lýð, þá læt ég nægja að minnast persónulegra kynna og sambands hans við Bókina með stórum og litlum staf. Fljótlega eftir að ég flutti til Reykjavíkur 1971 kynntist ég bókaverðinum Páli Jónssyni á Borgarbókasafn- inu og naut aðstoðar hans við efn- isöflun vegna dagskrárgerðar af ýmsu tagi og fann þá fljótt hvílík- ur hafsjór hann var af fróðleik og hvílíka lotningu hann bar fyrir vönduðum bókmenntum. Og þegar ég hóf störf í Bókinni á Skólavörðustíg 6 með Snæ Jó- hannessyni, þá kynntist ég fyrst bókasafnaranum Páli Jónssyni, og jafnframt bókbindaranum, bóka- viðgerðamanninum, bókamats- manninum og ráðgjafanum um bækur og bókasöfnun. Það var sama í hverju af þessum gervum Páll var, allt var unnið af sama örygginu og traustu handbragði, svik voru ekki fundin á hans munni og hollráða varð honum aldrei vant ef spurt var ráða um bækur og bókasöfnun. Hann naut líka trausts og virðingar allra góðra bókamanna. Páll mun hafa verið níu ára er hann fyrst festi sanna ást á bók, sem hann eignaðist og upp frá því var hann í tilhugalífi við bækur því nær til hinstu stundar. Og hvílíkt tilhugalíf. Fullt af ást, um- hyggju, natni og djúpri lotningu. Mörg var sú „Skáldan" sem Páll var búinn að leita að síðustu blöð- um í fyrir sig og aðra, árum og áratugum saman og gjöra hana þannig úr garði að hún gæti varð- veitst áfram um aldir sem lfkust því sem hún var fyrst. Einkasafn Páls var ekki aðeins einstakt aö fágætum bókum, heldur jafnframt vegna fágæts handbragðs og smekks sem aldrei skeikaði. Hver sem sá það safn fór ekki samur maður þaðan, heldur rfkari af virðingu fyrir bókum og bókmenn- ingu. Því fór víðsfjarri að bókasöfnun Páls væri bundin við eigið safn. Hann hafði nákvæmlega jafnmik- inn. áhuga fyrir að hjálpa vinum sínum i hópi bókasafnara um dýrgrip meðal bóka, síðustu blöðin í fágæta bók eða lykilheftið í tor- fyllt tímarit. Hann var á varð- bergi allt sitt Iff fyrir sig eða aðra ef upp á yfirborðið bárust fágætar bókaleifar eða dýrmæt söfn, og alltaf var hann að vinna sigra, stundum auðunna, stundum varð að baða af natni hvert blað bókar sem aldalangur hrakningur hafði rækilega sett sitt mark á og auka við spássiur sem siggrónir fingur genginna kynslóða höfðu eytt. Eftir að Páll lét að störfum sem bókavörður urðu heimsóknir hans til okkar í Bókina tíðari. Hann hafði áður metið bækur með Snæ Jóhannessyni og skipt við hann árum saman og fljótlega unnu þeir saman við að meta þau söfn sem við keyptum og auk þess bókasöfn fyrir einkaaðila og opinbera vegna skipta eða tjóna. Þeim féll fádæma vel að vinna saman og inni á kaffistofu áttum við svo marga glaða og góða stund með spakvitrum bókamönnum. Þegar Páll kvaddi mig i síðasta sinn lét hann mig skilja að hann byggist ekki við að eiga aftur- kvæmt af Borgarspitalanum, en nú brá svo við að ég trúði honum ekki og sagði að nú væri bara að taka upp nýjan lífsstil og spara sig dálítið. „Þá get ég ekki gengið hratt lengur,” sagði hann að bragði og ég las milli línanna. Án þess ekkert líf. Og þar með var langri sigurgöngu hans i þágu bóka og bókamanna lokið án þess að hann hægði nokkurn tíma á ferðinni. Eftir fáar mínútur flutti vinur hans, séra Ragnar Fjalar, hann á Borgarspítala og að þrem- ur sólarhringum liðnum var hann allur. Það er ekki við hæfi að bera á torg það áfall sem andlát Páls er okkur í Bókinni á Laugavegi 1, slíkur hollvættur sem hann var, en ég vil votta aðstandendum hans og öllum bókavinum sem þekktu hann innilega samúð. Gunnar Valdimarsson Páll fæddist að Lundum í Staf- holtstungum og voru foreldrar hans Ingigerður Kristjánsdóttir og Jón Gunnarsson, þá húshjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.