Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 Stuttar þingfréttir „Starfsfólk flýr dagvistarstofnanir“: Þingskaþaumræða um dagvistarmál Starfsmenn sveitarfélaga en ekki ríkisins, sagði menntamálaráðherra Það var fjölmenni á þingpöllum í gær, fóstrur og smábörn, þegar Krístín S. Kvaran (BJ) kvaddi sér hljóös um þingsköp en ræddi einkum þann vanda dagvistarstofnana, sem til væri kominn vegna flótta starfs- fólks frá þeim af kjaralegum ástæóum. — Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráóherra kvað starfsfólks dagvistarstofnana ekki ríkis- starfsmenn heldur starfsmenn sveitarfélaga. Kjaramál þess heyrðu sveit- arfélögum frekar til en ríkinu. í önnum síðustu þingvikna væri erfítt um vik að koma við utandagskrárumræðu svo til fyrirvaralaust. Þar að auki hafí ekki verið beint til sín efnislegum spurningum varðandi þetta mál. Verði það gert sé hún að sjálfsögðu reiðubúin, eftir eðlilegt tóm til gagnaöflunar, til að veita allar þær upplýsingar, sem eftir væri leitað og í sínu valdi stæði að gefa. Kristín S. Kvaran (BJ) vitnaði til frétta í fjölmiðlum um flótta starfsfólks af dagvistarstofn- unum, vegna lakra kjara. Þessi flótti sérhæfðs fólks frá dagvist- arstofnunum skapaði mikinn vanda, sem bitnaði ekki sízt á yngstu borgurum en jafnframt foreldrum, sem störf stunduðu utan heimilis. Hún harmaði að menntamálaráðherra hafi ekki verið í stakk búinn til að standa að utandagskrárumræðu um þetta mál strax í dag. Þess vegna hafi hún valið þann kost aö kveðja sér hljóðs um þingsköp, til að vekja athygli á þessum vanda, sem brýnt væri að bregð- ast við. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra benti á að starfsfólk dagvistarstofnana væri ekki ríkisstarfsmenn held- ur starfsfólk sveitarfélaga í flestum tilfellum og kjör þess heyrðu því frekar undir sveitar- stjórnir en ríkisstjórn. Ástæður þess að hún hafi ekki talið rétt að hefja utandagskrárumræður um þetta mál í dag, í miklum starfsönnum á þingi, væru fyrst og fremst tvær. Hin fyrri sú að ekki hafi verið beint til sín ákveðnum, efnislegum spurning- um, til að svara. Sú síðari að venja væri að ráðherrum gæfist tóm til gagnasöfnunar og undir- búnings þegar til utandagskrár- umræðna væri stofnað. Hún væri hins vegar reiðubúin til að svara efnislegum spurningum, sem heyrðu þessum málaflokki til, með eðlilegum umþóttunar- tíma. Hófst nú hin harðasta hríð stjórnarandstöðuþingmanna að menntamálaráðherra, en þeir töldu að ráðherrann hefði átt að verða við tilmælum um utandag- skrárumræður þá þegar. Til máls tóku: Guðrún Helgadóttir (Abl.), Jóhanna Sigurðardóttir (A), Kristin Halldórsdóttir (Kvl.) og Svavar Gestsson (Abl.). Karvcl Pálmason (A), sem gegndi störfum þingdeildarfor- seta, áminnti hvern ræðumann- inn á fætur öðrum um það, að hér væri þingskaparumræða leyfð og þá ætti ekki að ræða efnisatriði mála, en allt kom fyrir ekki. Hann fékk þau svör i lokin frá þingdeildarmönnum, sem til máls tóku, að hann hefði í raun talað oftast í umræðunni! Lög Alþingi ÞAÐ er oft talað um „laga- regn“ rétt fyrir þinglausnir. Ekki er hægt að tala um ský- fall hjá löggjafanum enn sem komið er, en smáskúrir gerir, næstum hvern dag. Meðal laga sem afgreidd hafa verið á síð- ustu dægrum eru: • 1) Siglingalög, mikill laga- bálkur, sem fékk fréttalega meðferð hér á þingsíðu með- an þau vóru enn í frum- varpsformi. • 2) Lög um breytingu á tekjuskattslögum (nr. 75/1981). Breytingin varðar nýjan lið, 8. tölulið A—liðar 30. greinar laganna, sem orð- ist svo: „Helming greiddra meðlaga með barni sem er innan 18 ára aldurs, þó að hámarki sömu fjárhæð og helming barnalífeyris sem greiddur er skv. 14. gr. laga um almannatryggingar". • 3) Lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Neðri deild Alþingis af- greiddi frumvarp til laga um sérstaka tekjuöflun vegna húsnæðismála til efri deildar í gær, eftir að hafa fjallað um frumvarpið í einn dag. Frumvarpið var lagt fram síðastliðinn miövikudag. Sama þingdeild afgreiddi einnig frumvarp um greiðslujöfnun fasteignaveð- lána til einstaklinga til seinni deildar. Mengunarvarnir í fiskimjölsverksmiðjum Atvinnumálanefnd sameinaðs þings flytur breytingartillögu við áður fram komna tillögu um mengunarvarnir í fiskimjölsverk- smiðjum. Breytingartillagan felur ríkisstjórninni, verði hún sam- þykkt, að „gera áætlun um varan- legar úrbætur í mengunarmálum fiskimjölsverksmiðja í samvinnu við eigendur og samtök þeirra, svo og yfirvöld heiibrigðismála. Áætl- unin miðist við að lágmarkskröf- um um mengunarvarnir verði full- nægt í öllum starfandi fiskimjöls- verksmiðjum...“ Utflutnings- verzlun — rök- studd dagskrá Stjórnarliðar í atvinnumála- nefnd sameinaðs þings leggja til að tillögu til þingsályktunar um frelsi í útflutningsverzlun verði vísað til ríkisstjórnarinnar með rökstuddri dagskrá, i trausti þess „*ð viðskiptaráðuneytið hafi við framkvæmd útflutningsmála" þau stefnumið að leiðarljósi að rétt sé að auka athafnafrelsi útflutnings- greina. í greinargerð segir að viðskipta- ráðherra hafi, með auglýsingu sem tók gildi 1. janúar 1984, ákveðið að „útflutningur á lang- flestum iðnaðarvörum yrði undan- þeginn útflutningsleyfum. Þá hef- ur viðskiptaráðherra komið fram breytingu á öðrum reglum sem snerta útflutnings- og gjaldeyr- ismál. Útflutningur á landbúnað- arvörum og sjávarafurðum er háð- ur eftirliti viðskiptaráðuneytisins en í sumum greinum sjávarafurða ríkir í reynd útflutningsfrelsi. — Meiri hluti nefndarinnar telur að rétt sé að auka athafnafrelsi út- flutningsgreina. öllum verði heimilaður útflutningur sem upp- fylla lágmarkskröfur um verð og gæði framleiðslunnar ...“ Barnshafandi skipverji Kristín Halldórsdóttir og Guð- rún Agnarsdóttir, þingmenn Kvennalista, flytja breytingatil- lögu við frumvarp til sjómanna- laga. „Ef kona, sem er skipverji, verð- ur barnshafandi, getur hún krafizt lausnar úr skipsrúmi ef hagsmun- ir hennar og barnsins krefjast þess og á hún þá aðeins rétt á kaupi fyrir þann tíma sem hun var í skipsrúminu. — Ef kona fær lausn úr skipsrúmi eftir ákvæðum 1. mgr. skal útgerðarmaður, sé þess nokkur kostur, veita henni annars konar starf á sinum veg- um, óski konan þess.“ Markaðsverkefni sjávarútvegs- ráöuneytis Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) hefur óskað skriflegs svars sjávar- útvegsráðherra við fyrirspurnum um markaðsverkefni ráðuneytis- ins. Hann spyr m.a.: 1) hvað líði störfum markaðsnefndar ráðu- neytisins? 2) hvaða árangur hafi orðið af þvi átaki sem nefnt var „markaðsátak sjávarútvegsráðu- neytis ... ? 3) við hvaða erlenda aðila hafi verið rætt í tengslum við þetta verkefni... ? 4) hvernig ráðuneytið hyggist bregðast við óskum YEMEN um samvinnu á sviði fiskvinnslu og fiskveiði- tækni? 5) hver sé heildarkostnað- ur ráðuneytisins vegna þessa verkefnis? Skráning skipa Samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um skráningu skipa. Þar er lagt til að ráðljerra sé heimilt, ef sérstakar ástæður mæla með því, að leyfa skráningu skipa hér á landi sem íslenskir að- ilar reka, en er ekki í þeirra eigu. Samkvæmt gildandi lögum verða skip, sem skráð eru á íslandi að vera að 3/5 hlutum í eigu íslend- inga. Lækkun bindiskyldu Lagt hefur verið fram frumvarp til laga, þar sem gert er ráð fyrir að bindiskylda innlánsstofnana við Seðlabanka verði lækkuð í 15%. Flutningsmenn eru fjórir þingmenn stjórnarandstöðunnar, þau Eiður Guðnason, (A) Kristín Ásgeirsdóttir, (K) Ragnar Arn- alds (Abl.) og Stefán Benedikts- son, (Bj). Frumvarpið er sam- hljóða frumvarpi Eyjólfs Konráðs Jónssonar, (S) sem fellt var fyrr í vetur, en gengur þó ekki eins langt. í greinargerð segir: „Seðlabankinn hefur nú laga- heimildir til að binda allt að 38% af sparifé landsmanna. Fram hef- ur komið opinberlega að í frv. til laga um Seðlabanka íslands, sem bankamálaráðherra hefur boðað að flutt verði, séu ákvæði um 15% bindiskyldu. Bindiskyldan er nú í raun 18%, en með því að lækka hana í 15% mundu losna tæplega 800 milljónir króna. Flm. þykir einsýnt að lækka skuli bindiskylduna þegar í stað og losa þannig fé til að létta greiðslubyrði húsbyggjenda án þess að til nýrrar skattheimtu þurfi að koma. I þeim tilgangi er þetta frumvarp flutt.“ Meiri hluti fjárhags- og við- skiptanefndar hefur mælt með samþykkt frumvarpsins, en hann skipa Eyjólfur Konráð Jónsson, og Valdimar Indriðason, Sjálfstæðis- flokki, Eiður Guðnason, Alþýðu- flokki, Kristín Ásgeirsdóttir, Kvennalista og Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.