Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 22
22 MOROUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. jQNl 1986 Málfar í útvarpi á að vera til fyrirmyndar Rætt við Árna Böðvarsson málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins Fyrir rúmu ári tilkynnti Ríkisútvarpið að Árni Böðvarsson hefði verið ráðinn til starfa hjá stofnuninni sem nálfarsráðunautur. í spjalli sem blaðamaður Mbl. átti við Árna fyrir skömmu sagði hann að í júní og júlímánuði í fyrra hefði hann unnið ýmsa undirbúningsvinnu fyrír starfið sem hófst fyrir alvöru 1. ágúst. Hann kvað starfið úafa verið með öllu óskilgreint en flestum hins vegar nokkuð íjóst hvert markið væri, því útvarpið etti að vera til fyrirmyndar um allt málfar. Árni Böðvarsson var kennari við Menntaskólann við Hamra- hlíð frá árinu 1967 þar til í fyrra. Hann hefur einnig kennt hljóðfræði við Háskóla íslands frá árinu 1968. Árni er fæddur að Giljum í Hvolhreppi árið 1924 en alinn upp í Bolholti á Rang- árvðllum. Foreldrar hans voru Böðvar Böðvarsson af Rangár- völlum og Gróa Bjarnadóttir úr Landbroti. Eiginkona Árna er Ágústa Árnadóttir og börnin þrjú. Árni lærði til stúdentsprófs hjá Ragnari Ófeigssyni á Fellsmúla og lauk stúdentsprófi utanskóla við Menntaskólann í Reykjavik árið 1945. Kennara- prófi í íslenskum fræðum lauk hann fimm árum seinna. Árni hefur dvalið við nám í háskólum í Björgvin, Osló og Uppsölum, hann kenndi samtímis náminu í Björgvin og Osló. Hann kenndi við Kennaraskólann og fleiri skóla þar til hann hóf störf við Menntaskólann við Hamrahlíð. Árni kvaðst hafa safnað til viðbótarbindis við orðabók Sig- fúsar Blöndals og þegar þvf hafi verið lokið hafi Orðabók Menn- ingarsjóðs tekið við, en fyrsta útgáfa hennar kom út 1963. Hann kvað fyrstu afskipti sin af orðabókarútgáfu hafa verið esp- erantó-orðasafn ólafs Þ. Krist- jánssonar 1952. Þá gaf hann út á árunum 1954 til 1961 Þjóðsögur Jóns Árnasonar með Bjarna Vilhjálmssyni, sex bindi. í fyrsta tölublaði „Tungutaks", innanhússblaðs Ríkisútvarpsins, segir Árni í grein sinni „Til kynningar": „Eftir að ég réð mig til þessa starfs hef ég oft verið spurður hvað ég ætlaði að gera og hvernig ég hygðist standa að verki. Þá hef ég oftast svarað: „Það veit ég ekki.“ — Nú er kom- in reynsla á þetta áður óskil- greinda starf og Árni segir að þeir þættir sem helst sé litið á séu orðaval, beygingar, setninga- skipan og framburður. Hann kvað starfsfólk hafa tekið þessu nýmæli fegins hendi og höfðu raunar margir óskað eftir þess konar leiðbeiningum árum sam- an. Mest af tíma sínum kvað Árni hafa farið í umtal um málfar „M.a. hef ég að staðaldri lesið yfir texta fréttamanna fyrir að- alútsendingu frétta í útvarpi og sjónvarpi," sagði hann. Árni kvað sumt í starfinu beinlinis einstaklingskennslu og þar hafi áratuga kennslustarf reynst koma að góðu gagni. Áðra þætti starfsins kvað hann allsendis ólíka því sem hann hefði áður reynt. „Sumt er þó töluvert líkt „atvinnunöldri“ mínu í útvarps- þáttunum um „Daglegt mál“ sem ég annaöist um árabil,“ segir Árni ennfremur. Árni mun hafa haft með höndum umsjón með um 600 slíkum þáttum. Hluti af starfi Árna er að rit- stýra húsblaðinu „Tungutaki". Út eru komin tíu tölublöð af þvi blaði. Þar hefur margt borið á góma. í grein eftir Árna „Erlend landfræðiheiti og fleira" í fimmta töiublaði Tungutaks seg- ir að það sé að hans mati skylda vandvirkra fjölmiðlamanna að varðveita þann þátt íslenskrar menningar, að nota þau heiti sem hafa tiðkast hér frá fornu fari. „Það er síður en svo nein óvirðing við Dani að við köllum höfuðborg þeirra Kaupmanna- höfn en ekki Köbenhavn, né heldur við Norðmenn að tala um Björgvin, né við Breta um Jórvík eða Lundúnir og Lundúnaborg, né Þjóðverja um Saxelfi fremur en Elbe.“ 1 áttunda tölublaði „Tungutaks" er skrá yfir nokkur heiti landa, héraða og fleira þess háttar í útlöndum og samsvar- andi íbúaheiti og lýsingarorð. Notkun slíkra orða er ein af þeim málfarsgryfjum sem fjöl- miðlamenn falla stundum í. Svo nefnd séu dæmi úr skránni þá er Borgundarhólmur islenska nafn- ið yfir Bornholm, íbúi þar er þá Borgundarhólmverji og vðrur þaðan cru borgundarhólmskar. Maður frá Ángóla er Ángóla- maður og vörur þaðan eru ang- ólskar, maður frá Kanarieyjum er Kanareyingur eða kanareysk- ur svo eitthvað sé nefnt. í níunda tölublaði „Tungu- taks“ er grein eftir Árna um is- lenska tungu og útvarpið. Þar segir að 1970 hafi Baldur Jóns- son prófessor tekið við hluta- starfi sem málfarsráðunautur útvarpsins. Þess er einnig getið að Þórhallur Guttormsson hefur í allmörg ár haft þann starfa að fara yfir kvikmyndatexta sjón- varpsins. Þá kemur fram f grein- inni að útvarpið tók til starfa 1930 og strax fyrsta haustið hófst tungumálakennsla i út- varpinu i dönsku, ensku og þýsku og var hún fram yfir 1950. í greininni segir ennfremur að formanni Útvarpsráðs, Jóni Ey- þórssyni, hafí vorið 1940 verið falið að prófa umsækjendur um störf fréttamanns hjá útvarpinu. Hann gaf svofellda skýrslu: „Eftir að hafa kynnt mér allar umsóknir, þær sem borist hafa, og ennfremur úrlausnir á próf- verkefnum sem fyrir hendi eru, lít ég svo á að enginn hinna 40 umsækjenda sé fyllilega fær til þess að taka við störfum sem að- alfréttaritari. Með æfingu kynni þetta að reynast á annan veg. Ég tel að til þessara starfa sé áríð- andi að fá mann sem er áreiðan- legur, gætinn, vinnusamur, rit- fær og hafi talsverða reynslu og þekkingu í almennum málefnum, ekki síst vegna innlendrar fréttastarfsemi og daglegrar umsjónar með vinnubrögðum þegar fréttastjóri er ekki viðlátinn. Það virðist almennur galli á umsækjendum að þeir sameina fáir kunnáttu í erlend- um tungumálum og íslensku." Á dögunum sóttu tuttugu um starf íþróttafréttamanns við út- varpið. Sagt var að Árni Böðv- arsson hefði fellt talsverðan fjölda umsækjenda á íslensku- prófí. „Ég felldi engan," segir Árni. „Þeir felldu sig sjálfir með frammistöðu sinni. Þeir gátu ekki sýnt fram á að þeir gætu samið lýtalausan texta til flutn- ings í útvarpi. Prófúrlausnirnar eru trúnaðarmál en menn göt- uðu í einföldum atriðum eins og t.d. að segja „um systir Jónínu Hrönn“ í stað „um systur Jónínu Hrannar". En í prófinu voru mörg sambærileg atriði af ýmsu tagi, bæði beygingar og orðalag. T.d. held ég að einhverjir hafi skrifað „Við hjónin eru systkina- dætur“ beint eftir snarvitlausum texta sem þeir áttu að lagfæra. Ég sá aðeins um málfarshlið fréttamannaprófsins en vanir fréttamenn um þátt fréttamats- ins í prófinu." í vetur var einnig haldið próf fyrir dagskrárgerðarfólk og ráð- ið til starfa fólk eftir úrslitum prófsins. Það er, að sögn Árna, gert ráð fyrir að framvegis verði málfarsráðunautur til aðstoðar þegar starfsfólk er valið sem á að sjá um dagskrárgerð eða flytja efni í útvarpi og sjónvarpi. „Ég held að margir geri sér alls ekki Ijósar þær málfarskröfur sem gera verður til þeirra sem koma fram í útvarpi og sjón- varpi,“ segir Árni. „Það er ekki nóg að hafa gott efni, menn verða Hka að geta komið því frá sér á góðri íslensku." „Ég fékk ársleyfi frá störfum mínum við Menntaskólann við Hamrahlíð frá 1. ágúst sl.,“ held- ur Árni áfram, „en geri varla ráð fyrir að hverfa að skólanum aft- ur. Mér skilst að Ríkisútvarpinu hafi verið veitt óformleg heimild til að ráða mig í starf málfars- ráðunautar til nokkurra ára.“ Framkvæmdastjóra skipti hjá FÍP Stjórn og varastjórn FÍP áaamt fráfarandi framkvæmdastjóra. I fremrí röð frá vinstrí ern: Helgi Agnarsson, Örn Jóhannsson, varaformaóur, Magnús Vigfusson, formaður, Kristján Aðalsteinsson, rítarí, og Grétar Nikulásson, fráfarandi framkvæmdastjórí. í aftari röð frá vinstri eru: Guðmnndur Kristjánsson, Steindór Hálfdánarson, Leifur Agnarsson, Ólafur Eyjólfsnon og Hrafnkell Ársælsson. FÉLAG íslenska prentiðnaðarins, FÍP, bélt aðalfund sinn nýlega. Á aðalfundinum var stjórn félagsins öll endurkjörin, en framkvæmda- {tjóraskipti urðu hjá félaginu nú um síðastliðin mánaðamót. Grétar Nik- ulásson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri frá upphafí, hætti, en Sveinn Sigurðsson, tæknifræðingur var ráðinn í hans stað. Morgunblaðinu hefur borist frétt frá félaginu um aðalfundinn og framkvæmdastjóraskiptin og Sveinn Sigurðsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri FÍP. segir þar: „Félag íslenska prentiðnaðarins hélt aðalfund sinn nýlega. í mjög ýtarlegri skýrslu sinni fjallaði formaður FÍP, Magnús Vigfússon, um ýmis atriði úr starfi félagsins og um framtíðarverkefni þess. Eins og fram kom í ræðu for- mannsins mun stjórn félagsins á næstunni leggja megin áherslu á endurbætur og aukningu á iðn- menntun í prentiðngreinum. Er nú hafinn undirbúningur að kynn- ingu iðngreina í prentiðnaði og námsmöguleikum i þeim tilgangi að auka aðstreymi ungs fólks til þessarar atvinnugreinar. Þá mun stjórn FÍP beita sér fyrir því, að við Iðnskólann í Reykjavík verði settur á stofn kvöldskóli í bókagerðargreinum og verði hann rekinn með svokölluðu öldungadeildarsniði, svipað og tíðkast við mennta- og fjölbrauta- skóla. Nú er fyrir verknámsdeild við Iðnskólann og auk þess er enn- þá hægt að stunda iðnnám í bóka- gerð samkvæmt meistarafyrir- komuiaginu, sem lengi hefur verið vð lýði. Kom mikill áhugi fram á fundinum fyrir hugmyndinni að öldungadeild i bókagerð, sem og einnig fyrir endurbótnm á eldra fyrirkomulagi. Skömmu fyrir aðalfund -FÍP lauk stjórnarkjöri fyrir næsta starfsár. Var stjórnin ðll endur- kjörin, en hana skipa nú Magnús Vigfússon formaður, örn Jó- hannsson varaformaður og Krist- ján Aðalsteinsson ritari. Með- stjórnendur eru Helgi Agnars, Hrafnkell ÁrsælsBon, Leifur Agn- arsson og ólafur Eyjólfsson. Félag íslenska prentiðnaðarins var stofnað í desember 1971 og hefur Grétar Nikulásson verið framkvæmdastjóri félagsins frá stofnun. Grétar Nikulásson hefur nú sagt starfi sinu lausu og hefur Sveinn Sigurðsson tæknifræðing- ur verið ráðinn framkvæmdastjóri Félags íslenska prentiðnaðarins í hans stað. Sveinn Sigurðsson tek- ur við starfí sínu 1. júní nk.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.