Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 17 Kvikmyndin „Útlaginn“ í enskri útgáfu MorgunblaðiA/RAX Ágúst Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaður. Ágúst Gudmundsson kvikmyndagerðarmaður veitir Bröste-bjartsýnisverðlaununum viðtöku í Kaupmannahöfn „ÞAÐ KOM mér vissulega á óvart að ég skyldi hljóta bjartsýn- isverðlaunin að þessu sinni," sagði Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður í samtali við blm., en í dag heldur hann til Kaupmannahafnar þar sem hann mun veita Bröste-bjartsýnisverð- laununum viðtöku, fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar á ís- landi. Danska iðnfyrirtækið Bröste hefur undanfarin fjögur ár veitt einum íslenskum lista- manni á ári, slík bjartsýnis- verðlaun. Þeir listamenn sem hlotið hafa verðlaunin eru Garðar Cortes, söngvari, Þor- gerður Ingólfsdóttir, kórstjóri, Bragi Ásgeirsson, listmálari og Helgi Tómasson, ballettdans- ari. Ágúst Guðmundsson kvaðst hafa í mörg horn að líta þessa dagana sem endranær. „Nú er ég að vinna við klippingu myndarinnar Útlagans fyrir enska útgáfu, og bind ég miklar vonir við að ná samningum við aðila í Bandaríkjunum um dreifingu á myndinni. Það er ekki eins mikil vinna að gera ensku útgáfuna og margur gæti haldið, því við upptökur á Útlaganum lét ég taka flestöll samtölin bæði upp á íslensku og ensku, enda var ég strax í upphafi einnig með breskan og amerískan markað í huga. í ensku útgáfunni verða samtölin stytt nokkuð en önnur atriði, s.s. bardagaatriðin, verða í sinni upprunalegu lengd." Ágúst var að síðustu inntur frétta af nýjustu mynd, Gulls- andi, sem sýnd var á kvik- myndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í maímánuði sl. „Þegar hefur verið óskað eftir myndinni á tvær erlendar kvik- myndahátíðir, annars vegar í London í nóvember nk. og hins vegar í Los Angeles næsta vor. Annars hef ég meiri áhuga á að selja myndina til sýninga í sjónvarpi enda er mun meira upp úr því að hafa en hinu. Reyndar hef ég þegar haft sam- band við fulltrúa sjónvarps- stöðva í Skandinavíu og Þýska- landi og bíð nú eftir svari. Ég held að ég geti verið nokkuð vongóður um árangur þar, mið- að við þær undirtektir sem myndin fékk í Cannes og á norrænni kvikmyndahátíð sem nýlega var haldin í Noregi," sagði Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðamaður. Lægstu tilboð allt upp í 30 % yfir áætlun TUboðin hækka í útboðum Vegagerðarinnar: í NÝLEGUM útboðum Vegagerðar ríkisins hefur brugðið svo við að tilboð hafa hækkað verulega frá því sem var í vetur og fyrr í vor og hafa lægstu tilboð farið allt upp í það aö vera 30% yfir kostnaðaráætlun. Fyrr í vor fóru lægstu tilboð allt niður í þriðjung af kostnaðaráætlun í útboðum Vegagerðar- innar eins og kunnugt er. Aðeins tvö tilboð bárust í lögn efra burðarlags og klæðningar á fimm stöðum á Vesturlandi. Hag- virki hf. átti lægra tilboðið, sem var 11,6 milljónir, en það er 30% yfir kostnaðaráætlun og hærra tilboðið var 40% yfir áætlun. Kom þessi útkoma vegagerðarmönnum mjög á óvart og eru þeir nú að fara yfir tilboðin og kostnaðar- áætlun sína til að athuga hvort villur séu í útreikningum. Tilboð voru einnig í' hærra lagi í lögn olíumalar og malbiks í Reykja- nesumdæmi. Tvö tilboð bárust, það lægra frá Hlaðbæ hf./Miðfelli hf., tæpar 13 milljónir, sem er 6% yfir kostnaðaráætlun, en hitt til- boðið var 22% yfir áætlun. Lægstu tilboð í önnur verk, sem tilboð hafa verið opnuð í að und- anförnu, hafa verið á bilinu 59% til 92%. Þrjú tilboð bárust í lagn- ingu burðarlags og klæðningar á Þingvallavegi frá þjóðgarði að Móakotsá. Lægst var tilboð Gunn- ars og Guðmunds sf./Norðurverks hf., 2.159 þúsund kr., sem er 92,3% af kostnaðaráætlun. Þrír aðilar buðu einnig í lagningu burðarlags og klæðningar á 4 km kafla af Vesturlandsvegi í Hvalfirði. Lægsta tilboðið var frá Loftorku sf., sem bauð 3,9 milljónir, en þáð er 77,8% af kostnaðaráætlun. Afl hf. á Vopnafirði átti lægsta tilboðið í fyllingu og burðarlag á 3,5 km af Norðausturvegi (Ein- arshöfn — Hrafnsvík), 1.964 þús- und kr. og er það 59% af kostnað- aráætlun. 6 verktakar buðu í verkið. Malarvinnslan átti lægsta tilboðið í efnisvinnslu á Austur- landi, 4.682 þúsund kr., en það er 77,4% af áætlun. Aðeins barst eitt annað tilboð í verkið. Framkvæmdastjórar hægri flokka á Norðurlandi: Bjartsýnir á gengi borgaralegra flokka FRAMKVÆMDASTJÓRAR hægri flokka á Norðurlöndum, er héldu fund í Reykjavík um sídustu helgi, voru bjartsýnir á gengi borgararlegra flokka í sínum heimalöndum. Stuðningur ungs fólks á Norðurlöndum hefur aukist við þessa flokka á undanfórnum árum, jafnframt því sem fýigi þeirra hefur styrkst meðal alls almennings. 1 septembermánuði næstkom- andi verða þingkosningar í Svi- þjóð og samkvæmt skoðanakönn- unum hefur Sameiningarflokkur- inn bætt við sig verulegu fylgi. Georg Danell, framkvæmdastjóri Sameiningarflokksins ( Moderata samlingspartiet), sagði á blaða- mannafundi, er haldinn var síð- astliðinn laugardag í tilefni af fundi framkvæmdastjóranna, að góðar líkur væru á því að borgara- flokkarnir 1 Svíþjóð kæmust aftur til valda. Aðspurður um hvað kosningamar myndu helst snúast um sagði Danell, að það yrðu efna- hags- og skattamál. Rfkisstjórn Olof Palme hefur mistekist að uppfylla vonir kjósenda. Atvinnu- leysi er mikið, baráttan við verð- bólguna hefur ekki skilað árangri. Þá eru launþegasjóðirnir, svoköll- uðu, þyrnir í augum margra, en fyrir þeim hafa sósíaldemokratar og kommúnistar barist. Jussi Isotalo, framkvæmda- stjóri Sameiningarflokksins í Finnlandi (Samlingspartiet), var einnig bjartsýnn og taldi flokkinn eiga góða möguleika á því að verða stærsti flokkur Finnlands á næstu árum. Patrik Lilius, fram- kvæmdastjóri Sænskaflokksins, (Svenska Folkpartiet), en flokkur- inn sækir einkum fylgi sitt í raðir sænskumælandi Finna, benti á að vinstri sinnar, kommúnistar í Finnlandi, séu að klofna. Fund framkvæmdastjóranna sóttu fulltrúar sjö stjórnmála- flokka á Norðurlöndum, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkur fund- ur er haldinn hér á landi. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði að samvinna af þessu tagi væri af hinu góða. Á fundinum voru eink- um rætt um iðnaðarmál, efna- hagsmál og utanríkismál. Þátttak- endur auk Kjartans voru: Troben Recendorff, Ihaldsflokknum, Dan- mörku, Jussi Isotalo, Samein- ingarflokknum, Finnlandi, Patrik Lilius, Sænska flokknum, Finn- landi, Marius Joanesarson, Þjóð- arflokknum, Færeyjum, Oystein Graver, Hægri flokknum, Noregi, og Georg Danell, Sameiningar- flokknum, Svíþjóð. Þróun vinnuafls í breskum véltækniiönaði 1978—1983 Vísinda- og framleiðsluUekni Framkvaemdastjórar Yfirstjórn Tæknimenn Iðnaðarmenn Verkstjórar Heildarþr. mannafla Skrifstofufólk Vélarmenn Ófaglærðir í fyrirtækjum en sækja skóla einn dag í viku. Að loknu prófi fá við- komandi titilinn „The Master Gauge and Tool Maker". Fyrir- hugað er að fjölga þessum námssviðum. Tækna- og iðn- fræðingamenntunin Bretar hafa tvær menntagráður fyrir tæknimenn. Báðar fara inn á sömu svið en hafa mismunandi áhersluatriði. Tæknanámið er styttra og sérhæfðara og ætlað fyrir störf í sérhæfðum deildum eða fyrirtækjum. Iðnfræðimennt- unin er hinsvegar mun breiðari menntun og hentar betur fyrir fyrirtæki sem eru ekki deilda- skipt. Þessar menntabrautir eru að nokkru leyti tengdar iðnnám- inu. Þannig geta iðnnemar sem hafa lokið meira námi en felst í grunnnáminu, fengið styttingu í námi. Módúlkerfið einfaldar mjög að útfæra styttingu, enda er mikið af námi tæknimanna gert úr mód- úlum, sem einnig eru í iðnmennt- uninni. Tæknifræðimenntunin Tæknifræðimenntunin er 5 ára nám og eru megin brautirnar eft- irtaldar: véltækni, framleiðslu- tækni, rafmagnstækni, flugtækni, rafeindatækni, málmtækni og efnatækni. Tvö námsár fara fram í fyrirtækjum. Fylgt er námsskrá sem segir til um þau verksvið er nemendurnir eiga að kynnast, hversu djúpt námið skal vera og hve langan tíma skuli nota. Menntun tæknifræðinga hefur verið endurskoðuð og er núverandi námsskrá frá árinu 1983. Lögð er áhersla á að aðlaga námið að nú- tíma þörfum fyrirtækjanna. At- hyglisvert er að mikil áhersla er lögð á að veita sérgreinunum inn- sýn í verksvið annarra greina og breikka þannig sjónarsvið og vit- und tæknifræðinganna. Áukin þekking á hliðargreinum er talin auðvelda samstarf sérfræðinga, sem er nauðsyn í nútíma tækni. Aðgangur að gögnum stofnunarinnar Stofnunin framleiðir mikið af námsskrám og kennslugögnum, sem allt er sérstaklega vel unnið. Töluverður útflutningur er á kennslubókum til annarra landa svo og eru próf frá stofnuninni notuð erlendis. Hægt er að fá heimild til að nýta gögn frá stofn- uninni og mun það ekki vera kostnaðarsamt. Stofnunin hefur t.d. samstarf við Norðurlönd þannig að þeim er heimilt að nýta gögnin sér að kostnaðarlausu, en á móti getur stofnunin nýtt þeirra gögn án endurgjalds. . , . . Hrööun þekkingar Þekking s hefur í áratuga þróun. Þetta verkefni er flóknara eftir því sem þróunin er hraöari. Þekkingarstig í iðnaði Stýritækni og sjálfvirkni eru þættir sem tvinnast í auknum mæli inn í allar starfsgreinar. Þróunin hefur verið hröð á undan- förnum áratug og verður trúlega hraðari á þeim næsta. Tæknimað- ur er hlaut menntun upp úr 1955 lærði lítið um þá veröld, sem er umhverfi hans í dag. Hann stend- ur þó jafnfætis þeim er hlutu menntun 1975 hafi hann fylgst vel með þróuninni. í viðræðum við prófessor við Royal Military Coll- ege of Science var dregin upp mynd af þessari þróun í formi línurits. Línuritið sýnir vel ástæðu þess að menntakerfið verður að þróast. Þær þjóðir er búa við íhaldssamt menntakerfi og sjá ekki nauðsyn aðlögunar eiga á hættu að dragast aftur úr í vel- ferðarkeppninni. Við Royal Mili- tary College eru haldin endur- menntunarnámskeið. Við skoðun á innihaldi námskeiða sl. 10 ára er ljóst að verulega fleiri ný við- fangsefni hafa komið inn en manni óraði fyrir og önnur hafa horfið. í mörgum tilvikum hafa komið inn viðfangsefni, sem síðan hafa fallið út aftur sökum þess að þau hafa úrelst skömmu síðar. Hiiíundur er skólastjóri lónskólans í Haínaríiröi. Hann er nú í nims- og kynnisferð um Bretland og Norðurlönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.