Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 í garðinum Þær eru aldeilis skemmtilegar auglýsingarnar meö borgarstjór- anum okkar á rás tvö, þar sem konan í næsta húsi er að klippa limgerðið og fær allt í einu svarta lokka á skæriri. Davíð rís þá upp úr sínu beði og segir: Það gerir ekkert til það er nefnilega fegrun- arvika í Reykjavík. Davíð upplýsti í morgunþætti rásar eitt í gær að hann hafi viljað hafa texta aug- lýsingarinnar svo: Það gerir ekk- ert til frú ég er nefnilega að fara úr hárum. Það er gott til þess að vita að eiga gamansaman borgar- stjóra. Ég hef þá trú að slíkum manni gangi miklu betur að starfa með borgarbúum en hinum er líta tilveruna grafalvarlegum augum. Ég held annars að ég komist ekki hjá því að minnast ögn á fyrr- greinda fegrunarviku. Því fegrunarvikan hefur ekki bara sett svip sinn á auglýsinga- tíma ríkisfjölmiðlanna heldur og dagskrána almennt, þannig er nú i ráði að landslagsarkitekt mæti til skrafs og ráðagerða í síðdegisút- varpi rásar eitt á næstu dögum. Mun sá ágæti fagmaður vafalaust luma á gagnlegum ábendingum er varða fegrun umhverfisins. Bíð ég spenntur eftir þeim fræðslupistl- um, enda í þeim stóra hópi borg- arbúa er nú standa í lóðafram- kvæmdum. HíLskúrsheLsið Sú fegrunaraðgerð hefir kennt mér eina þarfa lexíu, i)á að hér 3tendur gjarnan valið hjá hús- byggjendum milli tveggja kosta. Annar er sá að geyma smíði biikkbeljugeymslunnar og laga i>ess í stað garðinn, jafnvel með tilstyrk fagmanna sem ar mun larsælli lausn þegar frá líður. Hinn að reisa bílskúrinn í fyrstu iotu og láta ekki bara garðinn bíða heldur og parketið á gólfið og jafnvel gluggakisturnar; allar hurðir og eldhúsinnréttinguna. Það er nefnilega ::taðreynd að meðal bílskúr í dag kostar ekki minna en 400 þúsund. Ég minnist þess að þegar ég þybbaðist við að reisa bílskúrinn þá var viðkvæðið hjá verkfræðingnum ... en hvar eigum við að koma inn hitaveit- unni og kalda vatninu. Var þess jafnvel farið á leit við mig að hita- veituinntakið væri í stofunni. nei góðir hálsar það myndi birta fyrr \rfir lóðum manna í nýbyggðuin hverfum ef opinberir aðilar, arkit- ektar, verkfræðingar og húsbyggj- endur lyfti af sér bíiskúrsokinu og jafnvel kæmust ýmsir undan hamrinum ef kofinn sá væri ekki til staðar. Nóg um það. Þegar ekið er frá einu helsta oýbyggingarhverfinu Grafarvogi yfir Gullinbrúvu þar sem nú standa yfir miklar veglegar fegr- unaraðgerðir, blasir við nær sam- felldur ruslahaugur allt frá Vogi og út að Elliðavogi. Sannkallað augnayndi fyrir íbúa hins nýja hverfis, mætti ekki hreinsa svolít- ið til þarna Davíð og jafnvel planta fljótsprottnun trjám? Svo endar hver ... Ég fæ ekki skilið við ykkur les- endur góðir án þess að minnast á endurtekin þátt sjónvarpsins frá ‘82 um skáldið Bellman. Þáttur [æssi var á dagskrá á miðviku- dagskveld og í umsjón Sigurðar heitins Þórarinsson. En þessir sungu: Heimir Pálsson, Gunnar Guttormsson, Gísli Helgason, Árni Björnsson og Hjalti Jón Sveinsson. Sá söngur yljaði um hjartarætur og minnti á þá stað- reynd að enn liggur máski svo sem ein taug íslenskrar þjóðarsálar til frænda vorra á Norðurlöndunum. Þegar sú taug slitnar alveg er eins gott að flytja beint til Dallas. ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / S JON VARP utef i.......k. Clark Gable í hlutverki bTint Mitchell meó indíinum. „Handan Missourimóðu“ — bandarískur vestri frá 1951 ■■■■ Bandarískur 99 25 vestri frá árinu — 1951, „Handan Missourimóðu“, er mynd kvöldsins í kvöld og hefst hún klukkan 22.25. Leik- stjóri er William Well- man og með aðalhlut- verkin fara Clark Gable, Ricardo Montalban, John Hodiak og Adolphe Menj- ou. Söguþráðurinn er á þá leið að loðdýraveiðimaður einn í Klettafjöllunum vingast við indíánahöfð- ingja og gengur að eiga indíánastúlku. Helst þá friður með veiðimönnum og rauðskinnum um hríð þar til herskár höfðingi tekur við völdum. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. Kvikmyndahandbókin okkar gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum og segir jafnframt að þetta sé frekar óvenjulegur vestri frá því um 1920. Skonrokk ■■i^H Skonrokk verð- 91 00 ur á sínum stað 1 “* í sjónvarpinu klukkan 21.00 í kvöld. Umsjónarmenn eru Har- aldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. Haraldur sagði í sam- tali við Mbl. að fyrirhugað væri að spila þrjú íslensk lög í þættinum auk ann- arra erlendra. Hljóm- sveitin Oxsmá leikur lagið „Kittý" sem er eftir þá fé- laga. Oxsmá skipa sex strákar og flytja þeir að- allega sveiflukennt rokk og ról. Hljómsveit þessi fór af stað fyrir alvöru fyrir u.þ.b. þremur árum og hafa þeir spilað á tón- leikum víða hér á landi. Bubbi Morthens kemur í Skonrokk í kvöld með lag af nýjustu plötu sinni. Lagið ber nafnið „Frosin gríma". Einnig verður lag með spaugaranum, Jóni Ólafssyni, en hann er einnig dagskrárgerðar- maður á rás 2. Hljómsveitin Oxsmá „Úr blöndukútnum“ — á Ijúfum kyöldnótum ■■■■ Þáttur Sverris 9935 Páls Erlends- *— sonar, „Úr blöndukútnum" verður á dagskrá útvarpsins, rásar l, klukkan 22.35 og verður að þessu sinni á ljúfum kvöldnótum með rólegu sniði, eins og Sverrir Páll orðaði það í samtali við Mbl. „Þátturinn verður hæg- ur og rólegur og spiía óg m. a. af nýlegri plötu ;>ar sem Bob James spilar á allskonar rafeindahljóð- færi, útsetningar eftir átjándu aldar tónskáldið franska, Rameau. Þetta er klassísk músík sem hann útsetur fyrir rafeinda- hljóðfæri og er tónlistin afar ljúf og falleg," aagði Sverrir Páll. „Ég mun spila eitthvað með 22 ára gömlum bandarískum trompett- leikara, Wynton Marsalis, og er hann einn af skær- ustu stjörnum Bandaríkj- anna í trompettleik bessa dagana. Ilann hefur bæði lagt fyrir sig nútímatón- iist alveg eins og gamla klassíska tónlist. Síðan mun Hollendingurinn Thijs van Leer koma við sögu í þættinum. Hann ætlar að spila gamalt lag, The Tango, á flautu með stórri hljómsveit, og er lagið eftir hann sjáifan. Leer var í hljómsveitinni „Focus" hér í gamla daga og nú fyrir stuttu kom út plata er ber nafnið „Foc- us“ en þar eru að verki Leer og vinur hans úr Focus, Jan Akkerman. Akkerman er gítarleikari en þeír félagar voru fræg- astir á sínum tíma fyrir lagið „Hokus Pókus" sem eflaust margir kannast við, og er hálfgerðui* brandari út af fyrir sig. Einnig kemur Pat Meth- eny-flokkurinn í þáttinn líka,“ sagði Sverrir Páll. Lögregluháskólinn ■■■■ Bresk heimild- 91 30 armynd um A ■— þjálfun nýliða í bandarisku alríkislögregl- unni, FBI, er á dagskrá sjónvarpsins klukkan 21.30 í kvöld. Hann ber nafnið Lögregluháskólinn. Mynd þessi er úr einu at- riða myndarinnar en þeir sem þar þjálfast þurfa að ganga undir erfiða þjálf- un. Þýðandi er Bogi Arnar Finnbogason. UTVARP FÖSTUDAGUR 7. júní /.00 Veðurfregnir. Fiéttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7Æ5 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Morgunorð: — Anna Marla Ögmundsdóttir, Flateyri, íal- ar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Börn eru besta tólk" eftir Stefán Jónsson. Þórunn Hjartardóttir les (13). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tiikynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr. j.Tónleikar. 10.45 „Það er svo margt að minnast á“. Torfi Jónsson sér um páttinn. 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. izao Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björnebo. Dagný Kristjáns- dóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson les (5). 14.30 Miödegistónleikar. a. Hugleiðing um tvö Islensk pjóðlög eftir Johan Svend- sen. Fllharmónlusveitin I Ösló leikur; Kjell ingebretsen stjórnar. b. Sinfónla nr. 1 I g—inoll op. 7 eftir Carl Nielsen. Sin- fónluhljómsveit danska út- varpsins leikur; Herbert Blomsterberg stjórnar. 15.15 Sextett Júrgens Franke leikur létt lög frá liðnum ár- um. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. -,6.20 A sautjándu ' tundu. Um- sjón: Sigrlður Haraldsdóttir og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Ragnheiður Gyöa Jónsdóttir 17.35 Frá A til B. Létt spjall um umferðarmál. Umsjón: Bjðrn M. Björgvinsson og Tryggvi Jakobssen. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvðldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19j40Tilkynningar. Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Fyrstu kynni Halldórs Laxness af sóslalisma. Sig- urður Hróarsson segir frá fyrstu skrifum skáldsins, sem lituð eru þeim kynnum. b. Kórsöngur — Hamrahllð- arkórinn cyngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. c. I miðju straumkastinu. Helga Finarsdóttir les fyrsta lestur af fjórum um llf og störf Helgu Nlelsdóttur Ijós- móður, úr bókinni „Fimm konur" eftir Vilhjálm S. Vil- hjálmsson. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir Klarinettukonsert oftir Askel Másson. 22.00 Hestar. Þáttur um hesta- mennsku I umsjá Frnu Arn- ardóttur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll l'rlendsson. (RÚVAK) 23.15 Hljómleikar Evrópu- bandalags útvarpsstöðva 1985. Hátlðarhljómleikar I SJÓNVARP 19.15 A dðfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19SeS Krakkarnir I hverfinu Kanadlskur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I llfi nokkurra borgarbarna. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Hættum aö reykja Umsjónarmaður Sigrún Stef- ánsdóttir. FÖSTUDAGUR 7. júnf 21.00 Skonrokk Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.30 Lögregluháskólinn Bresk heimildamynd um þjálfun nýliða I bandarfsku alrlkislðgreglunni, FBI. Þýð- andi Bogi Arnar Finnboga- son. 22.25 IHandan Missourimóöu (Across the Wide Missouri) 3andarlskur vestri frá 1951. Leikstjóri William Wellman. Aðalhlutverk: Clark Gabie, Ricardo Montalban, John Hodiak og Adolphe Menjou. Loðdýraveiðimaður I Kletta- fjöllum vingast vlö indlána- höfðingja og gengur að eiga indlánastúlku. Helst þá friður með veiöimönnum og rauð- skinnum um hrlð þar til lierskár höföingi tekur við völdum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.50 Fréttir I dagskrárlok Marlukirkjunni I Lúbeck 25. mars sl. Flytjendur: Ernst- Erich Stender, organleikari, Drengjakór Marlukirkjunnar. Kammerkór og Hljómsveit útvarpsins I Hamborg; Hans- -Jurgen Wille stjórnar. Flutt veröa tónverk eftir Franz Turner, Dietrich Buxtehude og Johann Sebastian Bach. Umsjón: Guðmundur Gilss- on. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 7. júnl 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Einar Gunnar Einarsson og Siguröur Sverr- ísson. 14.00—16.00 PÓSthðlfiö Stjórnandi; Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi; Jón Ölafsson. Þriggja mlnútna tréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00, 17.00. Hlé. 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.