Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 Jónssonar var eitt hið fegursta óg vandaðasta á íslandi í einkaeign. Páll var mikill náttúruunnandi og rækti land sitt með óteljandi ferðalögum um áratuga skeið, afl- aði sér og þekkingar með lestri —- þeirra bóka, sem mestan fróðleik • hafa að geyma um land, þjóð og tungu. Hann var ritstjóri Árbókar Ferðafélags íslands um árabil. Á ferðum sínum um landið tók Páll þúsundir ljósmynda og hafa margar þeirra birst í blöðum, bók-, um og tímaritum á liðnum áratug- um. Má þar sjá að vel var með honum og landinu. ' Á fyrstu starfsárum sínum fékkst hann við ýmis störf, svo sem verslun og auglýsingastjórn. Hann var bókavörður við Borg- - arbókasafn Reykjavíkur' frá 1953 til 1980 er hann lét af störfum | sakir aldurs. Mér er kunnugt um að Páll l reyndist oft ráðhollur við yfirlest- ur og lagfæringar á verkum ann- x arra. Naut sín þá vel þekking hans og sú smekkvísi er hann hafði tamið sér. Páll Jónsson hlaut góða greind í vöggugjöf, var gæddur næmu skopskyni, naut þess að blanda geði við aðra, var hófsamur, greið- vikinn og ráðhollur. Um hann myndaðist því stór vinahópur. Hann lifði heilbrigðu lífi, bjó við góða heilsu til sálar og líkama og var brott kallaður ungur í anda og ~ í góðri elli. Sjálfur vil ég þakka Páli Jóns- syni allan þann fróðleik um bæk- ur, sem hann var ávallt fús að veita mér og alla hjálp hans við söfnun bóka og bókfræðirita. Ég þakka honum óteljandi ferðir, sem hann fór með mér um landið, og alla þá fræðslu um sögu þess og bókmenntir, „fífilbrekkur og hnjúkafjöll", sem honum var ljúft að miðla. I Ég lýk þessari stuttu kveðju með þeirri einlægu ósk að í fram- J tíðinni megum við ekki aðeins eignast sérfræðinga, heldur einnig ’ fjölfróða menn líkt og marga þá er uxu úr grasi við sólfingraða morg- ungyðju aldarinnar og reyndust j vaskir vinnumenn á akri íslenskr- , ar menningar. Sverrir Kristinsson Þegar ferðafólkið í hvítasunnu- ferðunum var að tygja sig til heimferðar á annan dag hvíta- sunnu lagði Páll Jónsson fv. bóka- vörður, Bollagötu 5, upp í sína hinstu ferð. Ovænt og fyrirvara lítið kvaddi hann þennan heim. Kvaddi á sinn hljóðláta hátt. Hann var ekki hávaðamaður. Ferð hans var hljóðlát. Hvert fótmál var yfirvegað. I bernsku nam hann i virðingu og átrúnað á „þann mátt, . sem öllu ræður og alls staðar býr“. Páll brást ekki þessum trúnaði fremur en öðru, sem honum var til trúað. Heldur þroskaði hann á I sinn hátt. Páll bar ekki skoðanir sínar á torg, síst það er honum var kært og mikilsvert. Fyrir reynslu ! og skarpa greind voru viðhorf hans yfirveguð, hvort heldur var I um andleg eða veraldleg málefni að ræða. Af því leiddi velvild og umburðarlyndi í annarra garð og virðing á þeirra skoðunum þótt andstæðar væru hans. Víst var þó fast haldið um eigin viðhorf ef á reyndi, en jafnan af þeim dreng- skap, sem einkenndi dagfar hans allt. Páll Jónsson var fæddur 20. júní 1909 að Lundum í Stafholtstung- um. Sonur hjónanna Ingigerðar Kristjánsdóttur og Jóns Gunn- arssonar. Alls voru systkinin 7, eitt dó í frumbernsku en sex kom- ust til fullorðinsára og er Páll annar í röðinni af þeim, sem kveð- ur þennan heim. Páll ólst upp í Örnólfsdal í Þverárhlíð, hjá vandalausum, en amma hans var þar einnig til heimilis og mun hann hafa átt skjól hjá henni ef á bjátaði. Páll var ekki margmáll um bernsku sína, en ekki mun hafa verið mulið undir hann frem- ur en marga aðra á þeim tímum. Er aldur og geta leyfðu fór hann í smalamennsku á heiðunum upp af Borgarfjarðardölum og mun þá hafa kynnst tign og töfrum ís- lenzkrar náttúru og íslenzkra óbyggða, sem hann unni alla tíð. Páll hafði alla tíð mikið yndi af að far með veiðistöng, hvort heldur það var við silungsvötn á heiðum uppi eða laxveiði í straumhörðum eða lygnum laxveiðiám. Sérstak- lega mun hann hafa haft yndi af að renna fyrir lax í Þverá, þar sem hann hafði sem unglingur verið hestasveinn útlendra laxveiði- manna. Páll fluttist til Reykjavík- ur um tvítugut. Vann þar fyrst við verzlunarstörf ásamt Sæmundi bróður sínum. Hann var auglýs- ingastjóri á Dagbl. Vísi árin 1941—1953, en þá er hann ráðinn sem bókavörður við Borgarbóka- safnið og vann þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir 1980 eða í 27 ár. Seinustu árin sem yfir- maður á lestrarsal. Árið 1936 dvaldi hann í Þýska- landi og Sviss. Hann fór utan til að leggja stund á tónlistarnám, en snérist hugur og lagði heldur land undir fót og stundaði fjallgöngur og ferðalög. Páll hafði alla tíð yndi og unun af góðri tónlist. Segja má að Páll hafi haft þrjár ástríður þ.e. bókasöfnun, ferðalög og ljósmyndun. Hann hafði mikla ánægju af ferðalögum og gjör- þekkti landið bæði byggðir og óbyggðir. Hann var einn af stofn- endum Bandalags ísl. farfugla og var þar lengi í stjórn. Fljótlega eftir að hann fluttist til Reykja- víkur gerðist hann félagi og liðs- maður í Ferðafélagi tslands og var alla tíð síðan einn af forustu- mönnum þess. Hann átti sæti í stjórn Ferðafélagsins frá 1947— 1978 eða í 31 ár. Ritstjóri Árbók- arinnar var hann í 14 ár frá 1968—1982 þegar hann lét af því starfi að eigin ósk. Hann vann þó afram að Árbókinni eftir sem áð- ur, við prófarkalestur, myndatök- ur og yfirlestur á texta. Öll hans vinna fyrir Ferðafélagið var sjálfboðavinna og voru störf hans á þessum árum ómetanleg fyrir félagið og sem örlítinn þakklæt- isvott var hann gerður að heiðurs- félaga þess 1980. Bókasafnari var Páll af Guðs náð og er bókasafnið hans með af- brigðum fagurt og gott og margar fágætar bækur í því, enda maður- inn fagurkeri þegar bækur voru annars vegar. Hann batt mikið af bókum sínum sjálfur í forkunnar- fagurt band og á það við bæði um það smáa sem og það sem stærra er í sniðum. t hvert sinn sem talið barst að bókum og bókasöfnun var Páll í essinu sínu og var ætíð gott til hans að leita ef upplýsingar um einhverja bók vantaði, hvort hún væri fáanleg og hvert verð væri á henni. Páll var ljósmyndari mjög góður og bera Árbækur Ferðafé- t Faöir minn, tengdafaöir, afi og langafi, ÁRNIJÓNSSON frá Flatey, Breiöafiröi, andaöist 3. júní síöastliöinn. Jarösett veröurfráFossvogskirkjumiövikudaginn 12.júníkl. 15.00. Hjörtný Árnadóttir, Steingrímur Araaon, Sigríöur Jónsdóttir, JóninaÁ. Steingrímsdóttir, ‘ Þorsteinn Helgason, Sígmar Afaár Stomgfínisson, t ÁstaBonodiktsdóttir. ’r' c - -» ; Afndís Auöur Siðrttarsdótlír. ; •, * lagsins þess ljósastan vott. Á fyrri árum fékk hann nokkrum sinnum verðlaun í ljósmyndasamkeppnum bæði innan lands og utan. Páll Jóns’son lifði lífinu lifandi. Hann átti sér hugðarefni sem veittu honum mikla lífsfyllingu, hann hafði ætíð næg verkefni að fást við, oft á tíðum fannst manni að hann væri alltof störfum hlaðinn. Hann var hugmaður sem vildi að verkin gengu fljótt og vel. Hann naut ekki langrar skólamenntun- ar, en var víðlesinn og margfróð- ur. Gleðimaður var hann í góðum hópi, hnyttinn og gamansamur, átti trútt minni og sagði vel frá. Hann auðgaði þá, sem hann um- gekkst með hógværð sinni og drenglyndi. Það er sárt að sjá á eftir vinum sínum þegar þeir fara eins fyrir- varalítið og varð um Pál. Þó að hann væri að verða 76 ára var hann ótrúlega léttur í spori og vel á sig kominn. Þó mun hann und- anfarna mánuði hafa verið farinn að finna fyrir þeim sjúkdómi, sem varð honum að aldurtila. En það er huggun harmi gegn að Páll fékk að leggja upp í sína hinstu ferð áður en einsemd og hrörnun ell- innar var farin að hrjá hann. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Páli og gleðst við minn- inguna um hann. „Við komum ei aftur en kynnin vara eins og keimur af víni.“ (Ind. G. Þorst.) Sæmundi bróður hans bið ég blessunar Guðs, svo og öðrum ætt- ingjum. Þórunn Lárusdóttir Kveðja frá Bóka- varðafélagi íslands Andlát Páls Jónssonar kom mörgum á óvart. Fáir vissu að hann átti við veikindi að stríða og hann var orðfár um eigin hagi við viðmælendur sína. Páll fæddist að Lundum í Staf- holtstungum, Mýrasýslu. Ungur að árum hleypti hann heimdrag- anum og hélt til höfuðborgarinn- ar. Þar stundaöi hann verslun- arstörf um skeið. Útþráin bar hann til námsdvalar í Þýskalandi og Sviss árið 1936. Páll gerðist auglýsingastjóri við dagblaðið Vísi 1941—53. Bókavörður við Borgarbókasafn var Páll frá 1953—80. Hann var ötull bóka- safnari og batt sjálfur inn af smekkvísi marga bókina, sem hann keypti á uppboðum eða hjá fornbókasölum. Bókasafn Páls er áreiðanlega með verðmætustu einkasöfnum hér á landi. Bóka- safnarar verða að sjálfsögðu mjög bókfróðir og standa óneitanlega mörgum bókavörðum framar í bókfræði. Þekking Páls á prentuðu máli kom honum til góða í starfi hans, þar sem hann gegndi vörslu á lestrarsal Borgarbókasafns. Margir safngestir munu hugsa til Páls með þakklæti í huga fyrir gagnlega leiðsögn hans í leit að heimildum. Annar snar þáttur í lífi Páls voru ferðalög og ljósmyndun. Hann var einn af stofnendum Bandalags farfugla 1938 og í stjórn þess um árabil. í stjórn Ferðafélags íslands sat hann frá 1947. Ritstjóri árbóka félagsins var hann frá 1968 og heiðursfélagi Fí 1980. Fjölmargar ljósmyndir Páls prýða árbækur FI. Það eru margir ferðalangar sem kapp- kosta að eignast árbækurnar og þykja þær prýði í hverju bóka- safni. Ljósmyndir eftir Pál má sjá í fjölda bóka, blaða og tímarita. Ásamt Halldóri E. Arnórssyni sá hann um útgáfu bókarinnar: ís- land í myndum, Rv. 1947. Árið áð- ur valdi Páll efni í vasalesbókina Heiman ég fór ásamt Gísla Gestssyni og Snorra Hjartarsynl. Bókinni var svo vel tekið að 2. útg. kom út sama ár. , Á 75 ára afmælisdegi Páls, 20. júní 1984, tóku ýmsir vinir og veL íunnararÁan^sig tijög gáftiiít þók áf þvf'tjþifni. Húrf hlant nafnjðf fcánd og stui^d, t>ar ák'rifa átján einstaklingar um ýmis hugðarefni Páls. Bæði menn og konur votta Páli þakklæti sitt og auk þess ým- is bókasöfn og stofnanir. Síðasta greinin í bókinni er eftir Örlyg Hálfdánarson og nefnist: Landið fær annan svip í samfylgd Páls. Stjórn Bókavarðafélags íslands hugðist gera Pál Jónsson að heið- ursfélaga á 25 ára afmæli félags- ins nk., í desember. Þótt Páll hafi látist áður en hann hlaut þessa viðurkenningu fyrir störf sín sem bókavörður skipar hann reyndar þegar þennan sess í huga margra starfssystkina hans. Blessuð sé minning Páls Jóns- sonar bókavarðar. Ólafur F. Hjartar Þegar ég gerðist bókaútgefandi og ákvað að hasla mér sérstaklega völl á því sviði sem heillaði mig mest, þ.e. með útgáfu bóka um landið — sögu þess og sérkenni — þá finnst mér er ég lít til baka, að e.t.v. hafi ég fyrst og fremst séð hæstu tindana og verið hugfangn- astur af þeim stöðum þar sem niður sögunnar var þyngstur. Seinna lærðist mér að njóta lands- ins og sögunnar á annan hátt og tel ég mig eiga þar Páli Jónssyni mikið að þakka. Fyrsta bókin sem ég réðst til útgáfu á var Landið þitt. Þor- steinn Jósepsson skrifaði um byggðir landsins og það sem sést úr byggð, en Steindór Steindórs- son sá um hlut óbyggðanna. Þessir tveir valinkunnu menn unnu hvor um sig þrekvirki sem seint mun gleymast. Vegna kynna minna af þeim hefi ég svo aftur kynnst öðr- um sem einnig hafa fyllt í lífs- mynd mína, stækkað hana og dýpkað. Sá sem ég fyrst kynntist vegna samstarfsins við Þorsteinn Jós- epsson var Páll Jónsson bókavörð- ur, ferðagarpur og landskunnur ljósmyndari. Auðvitað hafði ég lengi þekkt hann af afspum og af verkum hans, en aðeins einu sinni átt við hann örstutt og ánægjulegt samtal. Þegar hins vegar samstarf okkar Þorsteins stóð sem hæst kom fljótlega að því að ég kynntist Páli nánar. Hann var daglegur „gestur“ hjá Þorsteini og lét sér auðfinnanlega annt um framvindu verksins og heilsu Þorsteins, sem þá var orðin mjög tæp. Ég segi „gestur" innan gæsalappa því að í raun var Páll ekki gestur í húsi Þorsteins í venjulegri merkingu, heldur náinn vinur og fóstbróðir sem lét sig miklu varða allt sem snerti heill og hamingju Þorsteins og fjölskyldu hans. Páll og Þorsteinn áttu sér mörg sameiginleg áhugamál þótt þrennt bæri þar sýnilega hæst: Ljós- myndun, ferðalög og bækur, en það er kunnara en frá þurfi að segja að báðir voru þeir miklir bókasafnarar. Á þeim stutta tíma sem Þorsteins naut við heyrði ég margt í spjalli þeirra fóstbræðra um bækur og bókfræði sem ég hafði ekki heyrt áður. Eftir að Þorsteinn féll frá og kynni okkar Páls urðu nánari sótti ég til hans fræðslu og leiðbeiningar sem hafa orðið mér ómetanlegur styrkur í starfi. Bókasafn Páls er með því fegursta sem ég hef augum litið og geymir margan dýrgripinn sem gaman var að sjá Pál handleika og nema samtímis af vörum hans fróðleik sem tengdist viðkomandi verki. Vinátta okkar Páls varð ekki til við neina sprengingu. Hún kom hægt og af sjálfri sér og varð gild- ur þáttur í lífi fjölskyldu minnar. Sé nafnið Páll nefnt innan fjöl- skyldunnar, án þess að því fylgi föðurnafn, þá vita allir við hvern er átt. Þar er aðeins um einn Pál að ræða. Vinátta okkar og kynni hafa leitt til þess að við fórum í margar ferðir saman, sérstaklega um Reykjanesskagann, þótt fleiri landshlutar hafi verið heimsóttir, og er þá efst á blaði að minnast sumardaganna að Hraunum í Fljótum, en Hraunamalirnar, Sauðadalurinn og Haganesvíkin eru heimur út af fyrir sig, áfengur og ilmandi af öllu því besta sem íslensk náttúra geymir. Það fylgdi því alltaf sama til- hlökkunin að fara í gönguferð með Páli. Einu gilti hvort við höfðum tekið stefnuna á Selatanga, Krísu- víkurberg, fjárborgina miklu á Strandarheiði, Lækjarvelli við Sveifluháls, gömlu póstleiðina á Sauðadal, Skansinn á Álftanesi eða bernskuslóðir okkar hjóna heima í Viðey, alltaf opnaði hann augu okkar fyrir ýmsu því í nátt- úrunni sem ella hefði fram hjá okkkur farið. Á það jafnt við um fjöll sem víðfema firði, blómstóð á lækjarbakka, burnirót í klettum, sægrænt mosadý sem gægist framundan bráðnandi fjallafönn, sérkennilega lagaðan eða litan stein, bugðóttan læk og blóðberg á blásnum mel. Landið fékk annan svip í samfylgd Páls og sagan ann- að inntak og kom hógvær á móti manni. Páll dró hana fram af lít- illæti þess manns sem er hafsjór af fróðleik en hefur löngum tamið sér að láta lítið yfir sér og njóta þess fyrst og fremst að vera til, vera hann sjálfur og láta aðra um að vera í sviðsljósinu. Ég nefndi í upphafi þessara stuttu eftirmæla að það var í tengslum við fyrstu útgáfu að bók- inni Landið Þitt sem kynni okkar Páls hófust. Mér er einnig ljúft að minnast þess, að við undirbúning að endurútgáfu þessa ritverks sem enn stendur yfir var Páll með í ráðum, sem og raunar við fjölda annarra útgáfuverka fyrirtækis- ins. Þekking hans á landinu kom þar að góðu gagni auk þess sem myndir hans frá sögulegum og sérkennilegum stöðum prýða það í tuga eða hundraðavís. Þegar ég lít til baka yfir samleið okkar Páls þá er mér ljóst að landið tengdi okkur sterkum böndum. Þar var hann veitandinn en ég þiggjandinn. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, þakkar fjölskyldan honum leiðsögnina og vináttuna. Minn- ingin um Pál er minning um góðan dreng og listfengan ljúfling sem gott var að eiga samleið með. Örlygur Hálfdanarson Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og nieð góðu KníibUi-' I . ■ lll II. . ■An**ll . ' Iii-» ■ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.