Morgunblaðið - 07.06.1985, Page 31

Morgunblaðið - 07.06.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 ............................. ■■ ■■■ Gönguferðir hjá Ferðafélaginu FERÐAFÉLAG íslands gengst fyrir tveimur gönguferðum um helgina. Kl. 10 á sunnudag verður ekið til Þingvalla og gengin gömul þjóðleið frá Svartagili í Brynjudal, og heitir hún Leggjabrjótur. þetta er grýttur háls en leið hef- ur verið rudd um hann. Þessi leið var fjölfarin að fornu og er hún mörkuð vörðubrotum. Sama dag kl. 13 verður ekið í Brynjudal, gengið með Brynjudalsá í Þrengsli, þar sem er fallegur foss. Miðvikudaginn 12. júní er síðasta gróðurræktarferð Ferðafélagsins í Heiðmörk. (tlr rréttatilkynningu) Samtök kvenna á vinnumarkaðinum: Efna til fundar um samn- ingamálin SAMTÖK kvenna á vinnumarkaði efna til fundar að Hallveigarstöðum, mánudaginn 10. júní nk. kl. 20.30, undir yfirskriftinni „Lausa samn- inga í haust — skýrar kröfur". Frummælendur verða Dagbjört Sigurðardóttir, sem ræðir samn- ingamálin innan ASÍ og sérstak- lega VMSl; Sigríður Kristinsdótt- ir, sem ræðir horfur í kjaramálum innan BSRB og Birna Þórðardótt- ir, en erindi hennar nefnist „Hvers krefjumst við og hvernig náum við því fram?“ Fundarstjóri verður Margrét Pála Ólafsdóttir. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræður. Samtök kvenna á vinnumarkaði hafa hvatt félaga i Kvennafylk- ingu Alþýðubandalagsins, Kvennaframboðinu, Kvennalist- anum, Sambandi Alþýðuflokks- kvenna og konur úr Bandalagi Jafnaðarmanna að mæta á fund- inn. (Úr (rétutilkjnningu.) Leiðrétting ORÐIÐ ekki féll því miður niður á einum stað í myndlistarþætti Valtýs Péturssonar um sýningu Bat-Yosef í blaðinu í gær. Þar átti að standa: „ ... og hefur hún ekki valdið honum nokkrum vonbrigð- um*. Nýtt Líf komið út ÞRIÐJA tölublað þessa árs af tfma- ritinu Nýtt líf er nú komið út. Meðal efnis í tímaritinu er við- tal við Sigríði Einarsdóttur, fyrstu konuna sem Flugleiðir hf. hefur ráðið til starfa sem flugmann hjá félaginu. Þá er fjallað um MS-sjúkdóminn og rætt við nokkra sem haldnir eru honum. Spjallað er við Guðna Guð- mundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, og nokkrir nemenda hans segja sögur af honum í létt- um dúr. Þá er rætt við stúlkurnar tvær sem báru sigur úr býtum f Elite- keppninni sem Nýtt Líf stóð að ásamt Elite-fyrirsætufyrirtækinu. í tímaritinu er jafnframt að finna greinar um bókmenntir, listir, matargerð, sálarfræði, húsbúnað o.fl. Nýtt Líf er 116 bls. að stærð og prýtt fjölda litmynda. Ritstjóri tímaritsins er Gullveig Sæmunds- dóttir. (FrétUtilkyDning.) Oxsmá í tónleikaferð um Norður- og Austurland HUÓMSVEITIN Oxsmá fer í tón- leikaför um Austur- og Norðurland 7. til 17. júní og í frétt frá hljómsveit- inni segir að nýútgefin hljómplata, „Rip Rap Rup“, verði með í förinni. Á föstudagskvöldið 7. júní leik- ur hljómsveitin í Sindrabæ á Höfn í Hornafirði, á laugardagskvöld í Egilsbúð Neskaupstað og í Herðu- breið Seyðisfirði að kvöldi hins 9. júní. Síðan verður hljómsveitin í Valaskjálf Egilsstöðum mánu- dagskvöldið 10. júnf, Miklagarði Vopnafirði þriðjudagskvöldið 11. júní og f félagsheimili Húsavikur að kvöldi miðvikudagsins 12. júnf. Á fimmtudagskvöldið 13. júní spil- ar hún í Sjallanum á Ákureyri og föstudagskvöldið 14. júní í Sæborg f Hrísey og í Víkurröst á Dalvík laugardagskvöldið 15. júnf. Sfð- ustu tónleikarnir verða að lokum f Fellsborg á Skagaströnd sunnu- dagskvöldið 16. júní. VIÐIR Mesta úrval af Grillmat Grillpinnum og Kryddlegnu kjöti. í Mjóddinni: kynnum FÖR0YA BJÖR frá Færeyjum. Eplarúllur með Mjúkís MAR sjólaxog Reyksfldarpasta Kynnum og gefum að smakka Rjómatertustykkí frá Kringlunní ng? með Sherry og Fromage mr kynningarverð - ^ ^ 00 AÐEINS Sigmar B. Hauksson sæikerí kynnir bók sýna „99 auðveldir réttir‘ með sýnikennslu. í Starmýri: MAR sjólax-og Reyksfldarpasta Nýtt á íslandi! Aprica Bamavagninn með miklu möguleikana. Bamavagn og kerra í einu. Leiðbeinandi á staðnum Fyrir sumarið HUMMEL TRIMMGALLAR: Verð frá kr. Los Angeles glansgallar 1.685.00 Osaka 51 M 1.985.00 USA Sport glansgallar 1.495.00 Montora 1.538.00 og Lucena frá 4-14 1.185.00 .66 Mjúkís 1 ltr. Súkkulaði Vanillu jW TILBOÐ Niðursagaðir lambaframpartar 159" pr.kg. Lambakjöt í 1/1 skrokkum niðursagað AÐEINS .00 pr. kg. 169 Opið til kl. 21 í Mjóddinni ATH. Lokað á en til kl. 19 í Starmýri Laugardögum og Austurstræti. j sumar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.