Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 128. tbl. 72. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Ný gögn styðja til- gátuna um Mengele S*o Pwilo, 8. jóní. AP. LÖGREGLA hefur fundið ný gögn, aem styðja tilgituna um að lík, sem fundið var í grafreit í Sao Paulo, sé Ifk Josef Mengele. Embættismenn viðurkenna að óvíst sé hvort hægt verði að staðfesta, svo óyggjandi sé, að jarðneskar leifar Mengele séu fundnar. Mynd af syni Mengele, Rolf, fannst í gær á heimili hjóna sem hýstu mann, sem þau segja að hafi verið Mengele. Hjá þeim fannst einnig þýzk bók um þróun lífvera. í henni voru handskrifuð minnis- blöð, sem Mengele er talinn hafa skrifað. Bandaríkjamenn verða beðnir um að láta af hendi leyni- skjöl frá stríðsárunum svo hægt verði að ganga úr skugga um hvort það sé rithönd Mengeles sem er á minnisblöðunum. í dag komu til Brazilíu tann- læknaskýrslur og upplýsingar um beinabyggingu Mengele, hæð og háralit. HÚSAVÍK ÍWÉ >> Morgunblaðið/RAX Það var engin ládeyða í mannlífinu á Húsavík, þegar Morgunblaðsmenn voru þar á ferð í vikunni. A íþrótta- vellinum undu æskumenn sér í fjörugum leik og trillu- karlar blússuðu í höfn með góðan afla. Lífsgleðin var alls staðar í fyrirrúmi, hvert sem litið var í hinum fagra bæ við Skjálfanda, í landnámi Garðars Svavarssonar. Hermenn krístinna í Suður-Líbanon: Árétta hótun um að líf- láta finnsku gæsluliðana Beirút og Helsinki, 8. júní. AP. HERMENN kristinna í Suður-Líb- anon áréttuðu í dag þá hótun sína, að taka 24 finnska friðargæsluliða, sem þeir hafa í gíslingu, af lífi einn Gífurlegur viðbúnaður Amrilsar, 8. júni. AP. Á ANNAÐ hundrað þúsund fallhlífa- hermanna og vopnaðra lögreglu- manna verður áfram í viðbragðs- stöðu í ríkinu Punjab á Indlandi og hefur viðbúnaður aldrei verið meiri í landinu á friðartíma. Gífurleg öryggisvarzla er þar viðhöfð vegna ótta við hryðjuverk og hefndaraðgerðir síkha, sem minnast árásarinnar á Gullna hofið fyrir ári. af öðrum á klukkustundar fresti, ef hermenn shíta láta ekki lausa 11 fé- laga þeirra. Timur Goksel, talsmaður frið- argæslusveita Sameinuðu þjóð- anna í Líbanon, greindi AP- fréttastofunni frá því í dag, að Finnarnir, sem eru í haldi í þorp- inu Bedias, væru allir við góða heilsu. Hann sagði, að kristnu her- mennirnir, sem nefna sig „Her Suður-Líbanons" og njóta stuðn- ings ísraela, hefðu ekki nefnt hvenær þeir ætluðu að fram- kvæma hótun sína. í Finnlandi hafa menn miklar áhyggjur af gíslunum og eru ráða- menn þar í stöðugu sambandi við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Líbanon og New York og stjórn- völd í ísrael. Peres du Cuellar, framkvæmdastjóri SÞ, hefur hvatt Israela til að hjálpa til við að frelsa gíslana. í friðargæslusveitum Samein- uðu þjóðanna í Líbanon eru 5.600 hermenn frá tíu þjóðlöndum. Sú ákvörðun stjórnvalda í Helsinki árið 1982, að senda um 500 Finna í friðargæslusveitirnar í Líbanon, var á sínum tíma mjög umdeild í Finnlandi. Töldu margir þing- menn það óráðlegt vegna þeirrar upplausnar, sem er í landinu, en finnska stjórnin lét sig ekki. í gær sagði Paavo Vaerynen, utanríkis- ráðherra Finnlands, að mannrán- ið í Suður-Líbanon mundi ekki verða til þess að breyta stefnu stjórnvalda. „Staðfesti allt í ákæru- skjalinu“ Róm, 8. júní. AP. MEHMET Ali Agca, sem skaui á Jóhannes Pál páfa árið 1981, sagði fyrir rétti í Róm í gær, að hann gæti staðfest allt, sem fram kæmi í ákæruskjali saksóknara. Búlgarir hefðu staðið á bak við banatilræðið. Agea kvaðst hins vegar ekki þora að gera nánari grein fyrir samsærinu, vegna ógnana, sem leyniþjónustur Búlgaríu og Sov- étrikjanna hefðu haft í frammi við hann. Sagðist hann hafa fengið hótunarbréf í fangaklefa sinn, en Severino Santiapichi, dómari, sagði að óhugsandi væri að Agca hefðu borist bréf án vitundar fangelsisyfirvalda. Agca fékk nýlega bréf frá búlgörskum yfirvöldum, þar sem vakin er athygli hans á því, að hann þurfi að mæta fyrir rétti í Búlgaríu. í bréfinu er Agca sakaður um að ófrægja búlgarska ríkið, en það varðar allt að fimmtán ára fangelsi í Búlgaríu. Agca hefur þegar verið dæmdur i ævilangt fangelsi á Ítalíu fyrir banatil- ræðið við í>áfa. Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti: ísraelar hafa aögang að kjarnorkusprengju New Vork, 8. júní. AP. JIMMY Carter, fyrrum Bandaríkja- forseti, staðhæfði í viðtali, sem bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sýndi á fimmtudagskvöld, að ísrelar hefðu yfir kjarnorkuvopnum að ráða eða gætu orðið sér út um þau með skömmum fyrirvara. Viðtalið við Carter var hluti af sjónvarpsþætti um útbreiðslu kjarnorkuvopna. f þættinum var ennfremur fullyrt, að ísraelar hefðu smíðað kjarnakljúf í Negev-eyðimörkinni, sem fram- leitt gæti nægilegt plútóníum til að búa til eina kjarnorkusprengju á ári. Fram kom í þættinum, að ríkis- stjórn ísraels hefði vísað þessum fréttum á bug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.