Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 Halldór Ásgrímsson í opinberri heimsókn í Kanadæ * Hagur Islendinga ef Kan- adamenn senda betri frystan fisk á markað HljómplaUn „Kirkjan syngur" kom nýlega út og var biskupi íslands afhent fyrsta eintakið á kóramótinu, sem lýkur í dag. I fremstu röð frá vinstri eru herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, Guðrún Sigurðardóttir, formaður Kirkjukóra- sambands íslands, Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Helgi Ólafsson og séra Örn Bárður Jónsson, fulltrúi Skálholtsútgáfunnar. Móti kóra og organista að ljúka Á ÞRIÐJA hundrað manns, bæði kórfólk og organistar, taka nú þátt í hinu árlega móti sem haldið er á vegum söngmálastjóra Þjóðkirkj- unnar. Að þessu sinni er mótið, sem er hið 11. í röðinni, haldið í Reykja- vík en hin 10 hafa öll farið fram í Skálholti. Mótinu lýkur í dag, sunnudag, en þá verður messað í Langholts- kirkju þar sem biskup Islands herra Pétur Sigurgeirsson mun predika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guðmundssyni og sr. Pjetri Maack. Þátttakendur mótsins sjá um söng, kórstjórn og orgeileik og munu um 20 organ- leikarar koma fram. í messunni verða m.a. fluttir sálmar úr Mattheusarpassíunni eftir Bach og messutón eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, sem frumflutt var í fyrra. HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra, sem verið hefur í opinberri heimsókn í Kanada, verð- ur um helgina á fslendingaslóðum í Winnepeg . Á mánudag mun hann eiga viðræður við Fraser, sjávarút- vegsráðherra Kanada, áður en hann heldur til Washington. „Viðræður mínar við menn hjá Northern Sea og menn í Nova Scotia voru aðallega um það á hvern hátt við getum aukið sam- vinnu okkar við Kanadamenn. Það var mjög fróðlegt, því þar er ekki sá stuðningur hins opinbera við útveginn sem ég hélt. Þannig er Northern Sea, sem er mjög stórt fyrirtæki með 15-16 togara, 80% í eigu einkaaðila.“ Halldór sagði að meðal útvegsmanna í Nova Scotia væri einhugur um að skera á öll tengsl ríkisins við fyrirtækin. Northern Sea er nú að fara að breyta öllum sínum togurum, og fer a.m.k. hluti þeirra breytinga fram á Akureyri, einnig ætlar fyrirtækið að taka upp íslenskar vinnsluaðferðir. „Kanadamenn hafa mikinn áhuga á frekara samstarfi. í Nova Scotia er margt mjög athyglisvert, þeir eru t.d að fara að veiða síld, eru búnir að veiða um 100.000 tonn, alla með hrognum. Þannig fer hún á Japansmarkað. Einnig er gert út á humar og skel, þannig að þar er mikil breidd í sjávarút- vegi.“ Á Nýfundnalandi eru miklu meiri erfiðleikar að sögn Halldórs. Stærsta útvegsfyrirtækið á þeim slóðum, Fisheries Products Inc., er að langmestu leyti í eigu ríkisins. Á mánudag mun Halldór síðan hitta Fraser sjávarútvegsráðherra að máli. „Við eyddum allmörgum klukkutímum daginn sem ég kom í viðræður, en við eigum enn mikið eftir og veitir ekki af mánudegin- um. Að mínu mati höfum við alls ekki unnið nægilega mikið með Kanadamönnum, við hugsum frekar um þá sem keppinauta en samstarfsmenn. Það hlýtur jú alltaf að vera okkar hagur að Kanadamenn setji betri frystan fisk á markað, því ef varan versn- ar kaupa færri fisk og öfugt. Það skiptir okkur alla máli að auka markaðinn í Bandaríkjunum og víðar, og þar getur samstarfið ver- ið mjög mikilvægt.“ Halldór mun í Washington hitta að máli for- stjóra íslensku fiskvinnslufyrir- tækjanna vestanhafs og ræða málefni ferðarinnar við þá. „Eftir þá fundi held ég að það verði betra að leggja mat á árangur ferðar- innar í heild,“ sagði Halldór. Árétting Vegna yfirlýsingar á bls. 20 í Morgunblaðinu í gær um að Haf- skip ætli að stefna ritstjóra og ljósmyndara Helgarpóstsins vill Morgunblaðið árétta, að þar er um fréttatilkynningu og yfirlýs- ingu frá Hafskip hf. að ræða. Byggingarleyfið samþykkt BORGARSTTJÓRN Reykjavíkur staðfesti á fundi sínunt á (ostudag endursamþykkt byggingarnefndar á byggingarlevn fjölbýlishússins nr. 3—9 við Stangarholt. Félagsmála- ráðherra hafði áður fellt fyrri leyfi borgarinnar fyrir umræddu húsi á þeirri forsendu að byggingarmagn væri of mikið á lóð fjölbýlishússins. Sigurður E. Guðmundsson (A) og Sigurjón Pétursson (Abl.) lýstu andstöðu við samþykkt byggingar- nefndar en Hilmar Guðlaugsson (S), formaður byggingarnefndar, gerði grein fyrir málinu. Sagði hann að úrskurður félagsmála- ráðherra byggðist eingöngu á mæliblaði sem ekki hafði verið samþykkt og var óútgefið og sýndi umræddan byggingareit sem tvær lóðir. Byggingarnefnd hefði hins- vegar samþykkt þetta sem eina lóð og væri skoðun hennar óbreytt nú. Það hefði þó verið talið rétt að afturkalla mælingablaðið og gefa út nýtt sem sýndi svæðið sem eina lóð til að fullnægja öllum forms- atriðum. Samþykkt byggingar- nefndar var staðfest í borgar- stjórn með 12 atkvæðum sjálf- stæðismanna, gegn 7 atkvæðum fulltrúa Alþýðubandalags, Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks, en fulltrúar Kvennaframboðs sátu hjá. Síðasti heirnaleikur Islands í heimsmeistarakeppninni er gegn Spanverjum á Laugardalsvelli 12. junink. Nú þurfa íslendingar aö standa saman í baráttunni og mæta á völlinn Forsala aðgöngumiða er hafin í bifreíð á Lækjartorgi, í versl. Oðni á Akranesi, Sportvík Keflavík og á Akureyri hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar 0PIONEER FLUGLEIÐIR jtak íþróttamiöstööinni Laugardal X nt- cekni Auðbrekku 22, Fiskbúðin Sæbjörg K9 5peinn*<tíabari BAKAR KONDITORI — K AF F I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.