Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 35 í leit að ameríska draumnum Myndbönd Árni Þórarinsson Anna, ung pólsk gyðinga- stúlka kemur slypp og snauð í land vonar og frama — drauma- landið Bandaríkin — upp úr aldamótunum. Hún verður ást- fangin af tveimur mönnum, fá- tækum, alvörugefnum gyðingi, Joseph, sem er staðráðinn í að láta ameríska drauminn rætast, vinna sig upp til auðs og áhrifa, og syni auðmannsins sem hún starfar hjá, Paul, sem fæddur er með þennan draum í fanginu. Anna getur aðeins giftst öðrum og auðvitað verður það Joseph. I i v Þau eignast börn og buru, þar af annað laungetið af Paul. Fólkið eldist og deyr, börnin líka, auður og lukka eru fallvölt, en að leiðarlokum, fimm áratugum síðar, í sýningartíma, fimm klukkustundum síðar, hefur Anna öðlast og misst það sem hana dreymdi um í upphafi. Ekki er nú þetta beint nýstár- legt efni. Epískar innflytjenda- sögur frá Ameríku eru legíó og í þessari syrpu, Evergreen, sem nú um nokkra hríð hefur notið mik- illa vinsælda á islenskum myndbandamarkaði, fær efnið mjög hefðbundna úrvinnslu. Þetta er vandvirknisiega unnið melódrama, sem hefur lygna evrópska framrás frekar en am- eríska, gefur sér góðan tíma til að byggja upp persónur, sam- skipti og umhverfi, í stað venju- bundis þotuhraða bandarísks sjónvarpsefnis. Að öðru leyti er fátt um átök í efninu. Það er einhver lognmolla yfir þessu sem stafar af því að persónurnar eru óskaplega hreinar og beinar, geðþekkt fólk og sómakært en laust við sál- rænar dýptir, óvænt viðbrögð, nýja fleti. í aðalhlutverkunum þremur eru þokkalegir leikarar, Lesley Anne Warren lendir að vísu í dálítilli tilgerð á köflum við túlkun Önnu, Ian McShane fær ekki úr miklu að moða sem Paul, en Armand Assante er á hinn bóginn afbragðs góður sem hinn þunglyndislegi dugnaðar- maður Joseph. Aukapersónur eru fáar mjög svipmiklar en gaman er að Robert Vaughn í hlutverki gamals gyðingahatara, sem þarf að skipta um skoðun þegar hann tengist gyðingum fj ölskylduböndum. Hlutskipti gyðinga, samskipti ólíkra lífsviðhorfa, kynslóða og kynþátta í bandaríska mannhaf- inu er hinn dramatíski burðarás þessa myndaflokks, auk ásta- málanna og sóknarinnar eftir öryggi í skjóli hins almáttuga dollara. Tveir síðarnefndu þætt- irnir fá ekki fullnægjandi úr- vinnslu í handritinu, sem byggt er á metsölubók eftir Belva Pla- in. En það er margt vel gert í vinnslu Fielder Cook leikstjóra og flokkurinn er fallega tekinn og lýstur. Að öllu samanlögðu dágóður eldhúsróman, án sér- stakra tilþrifa. Stjörnugjöf: Evergreen I, II og III •trtrVi Fyrirlestur um sálfræði- þjónustu og skólastarf í Englandi BANDALAG Kennarafélaga efnir til fundar í Kennslumiðstöðinni Lauga- vegi 166, mánudaginn 10. júni og hefst hann kl. 20.30. Þar mun Anthony N. Kerr yfir- skólasálfræðingur í Bristol í Eng- landi halda erindi fyrir kennara um ýmsa þætti ráðgjafar og sál- fræðiþjónustu þar í landi. Má þar nefna upplýsingar um hvernig skólakerfið er byggt upp og hverj- ar eru helstu leiðir innan kerfisins til að mæta vanda nemenda og kennara í skólakerfi sem gerir ráð fyrir blöndun nemenda (integrat- ion). Anthony N. Kerr er hér á landi á vegum fræðsluyfirvalda og hélt hann námskeið sem staðið hefur undanfarna viku fyrir starfsfólk ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu og fræðsluskrfistofa. Hann hefur verið yfirskólasálfræðingur í Bristol undanfarin 2 ár, en áður hafði hann starfað sem sálfræð- ingur og kennari. (Úr fréttatilkynningu) Sýning á endur- byggingu gamalla borgarhverfa SÝNINGIN Architectural Renewal Exhibit verður opnuð föstudaginn 14. júní kl. 20.30 í efri sal mennta- skólans á Egilsstöðum. Sýningin er samvinnuverkefni Menningarstofnunar Bandaríkj- anna og Arkitektafélags Islands og lýsir hún í máli og myndum nokkrum úrlausnum arkitekta I Bandaríkjunum á þeim vanda er kemur upp þegar gömlum mið- hverfum stórborga tekur að hraka og þau missa aðdráttarafl sitt fyrir fólk og fyrirtæki. Sýnd eru dæmi um það hvernig tekist hefur að glæða slík hverfi lífi og fegurð á nýjan leik. Sýningin verður opin frá 14. júni um þriggja vikna skeið frá kl. 14—22 daglega. (flr frétUUIkjiMlafii) HEMPELS - þakmálning, Málning þarf ekki endilega að flagna af járni. Sé svo hefur eitthvað farið úrskeiðis, flöturinn hefur ekki verið nægilega þrifinn fyrir málun og röng efni notuð. HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábærá viðloðun og veðurþol. Forskriftin að HEMPELS þakmálningu hefur þróast í tímans rás á söltum sæ, þ.e. á íslenskum hafskipum þar sem álagið nær hámarki. Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast. Alltof lengi hafa menn trúað því að galvaníserað járn eigi að veðrast áður en það er málð. Þannig hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á, skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun. Með réttum efnum má mála strax og lengja þannig lífdaga bárujárnsins verulega. Reynslan sýnir að rétt meðferð HEMPELS efna á járn tryggir hámarksendingu. Umboðsmenn um land allt! ^ 1 Slippfélagið íReykjavík hf Má/ningarverksmiÖjan Dugguvogi Simi 84255 á þakjárn i 11 !III11!11.<*I ÞAKMÁLNING 5187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.