Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 Dagskrárgerð Lista- og skemmtideildar: Þrjú leikrit, fram- haldsþættir og sjón- varpsmynd á árinu LISTA- og skemmtideild Sjónvarpsins hefur nú lokið við gerð áætlunar um leikritagerð í þessu ári. Þegar hafa verið tekin upp tvö verkefni, þættirnir „Hvaðan komum við“, sem voru sendir út nýlega, og leikrit Steinunnar Sigurðardóttur, „Bleikar slaufur", sem verður sent út í haust. Að sögn Hinriks Bjarnasonar forstöðumanns LSD verður í byrj- un sumars unnið að gerð sex fram- haldsþátta undir vinnuheitinu „Fastir liðir“. Handrit þáttanna er eftir Helgu Thorberg og Eddu íssöluskáli á „Hallærisplanið44 BORGARSTJÓRN hefur staðfest leyfi byggingarnefndar fyrir íssölu- skála á „Hallærisplaninu“, við Aust- urstræti. Það var íshöllin sf., Hjarðar- haga 45, sem sótti um leyfi til bygginganefndar til að setja íssöluskála úr timbri á lóðinni nr. 2 við Austurstræti (á Hallæris- planinu svonefnda). Fyrirhuguð stærð skálans er 13 fermetrar. Björgvinsdóttur, en leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson. Þessir þættir verða sendir út hálfsmánaðarlega frá því í október fram til áramóta. Eftir sumarfrí er ætlunin að taka upp leikrit eftir Nínu Björk Árna- dóttur sem heitir „Líf til ein- hvers“, það verður sent út í sept- ember. I sumar verður einnig unn- ið að gerð barnaefnis fyrir vetr- ardagskránna. í haust verður gerð klukkutima sjónvarpsmynd eftir handriti Ág- ústs Guðmundssonar, sem nefnist „Ást í kjörbúð". „Þetta er létt og skemmtilegt verk sem flestir ættu að hafa ánægju af,“ sagði Hinrik. Þar með er verkefnaskrá LSD tæmd, en mannafli og fjármagn sjónvarpsins setur þær skorður að aðeins er hægt að vinna að leikrit- um og sjónvarpsmyndum á tíma- bilinu maí til september, að sögn Hinriks. Fegrunarviku aö Ijúka Fegrunarviku lýkur í Reykjavík í dag, en þó munu sérstakir hreinsun- arbflar fara um Laugarnes- og Langholtshverfi milli klukkan 10 og 12 á mánudag, milli klukkan 13 og 15 í Bústaða- og Fossvogshverfi og milli klukkan 15 og 17 verða hreinsunarbflarnir í Austur- og Vesturbæ. Að sögn Péturs Hannessonar hjá hreinsunardeild borgarinnar hafa undir- tektir borgarbúa verið mjög góðar og á einum stað voru um 30 tonn af rusli fjarlægð. Piltarnir á myndinni voru við vinnu sína í Fógetagarðin- um í vikunni og höfðu svartan ruslapoka á milli sín, en borgin hefur dreift þúsundum slíkra að undanförnu. Útboð á 40 íbúðum í verkamannabústöðum á 14 stöðum: Lægstu tilboð að meðaltali 83 % af kostnaðaráætlun TÆKNIDEILD Húsnæðisstofnunar ríkisins hefur undanfarnar vikur boð- ið út byggingu fjölda verkamannabústaða fyrir stjórnir verkamannabú- staða víðsvegar um landið. Þegar hafa verið opnuð tilboð í 40 íbúðir á 14 stöðum. Lægstu tilboð hafa verið á bilinu 70—94%. Samanlögð lægstu tilboð í öllum þessum útboðum eru 17,5 milljónir kr., eða 17% undir kostnaðaráætlun Húsnæðisstofnunar. Þetta er sú upphæð sem sparast myndi ef lægstu tilboðum yrði tekið, en vitað er að í einstaka tilvikum verður það ekki gert. I Hveragerði var boðin út bygg- ing 4 íbúða í tveim parhúsum. 10 tilboð bárust, öll undir kostnað- aráætlun, og reyndust tilboð Höskuldar Halldórssonar í Hvera- gerði lægst, 3.469 þús. kr. (78,1%) í annað húsið og 3.435 þús. kr. (72,2%) í hitt. Fjögur tilboð bár- ust í byggingu 2 íbúða í raðhúsi á Fáskrúðsfirði, öll undir áætlun. Smiðjustígur 2 á Fáskrúðsfirði átti lægsta tilboðið, 5.808 þús. kr., sem er 84,3% af kostnaðaráætlun. Á Eskifirði er fyrirhugað að byggja 2 íbúðir í parhúsi. Þar átti Tréverk sf. á Reyðarfirði lægsta tilboðið, 4.311 þús. kr. (71,9%) en bæjarstjórnin hefur ákveðið að taka hærra tilboði frá heima- manni eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Á Stöðvarfirði á að byggja 4 íbúðir í 2 parhúsum, í tveimur áföngum. 7 tilboð bárust í verkið, öll nema eitt undir kostnaðaráætl- un. Framtak sf. á Reyðarfirði átti lægstu tilboðin í báða áfangana, 4.564 þús. kr. (83,9%) og 5.258 þús. kr. (87,3%). Átta verktakar buðu í byggingu 2 íbúða 1 parhúsi í Grundarfirði og voru allir undir áætlun. Tilboð Sigurðar Elín- bergssonar í ólafsvík var lægst, 4.155 þús. kr., sem er 82,7% af kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið í þessum útboð- um verkamannabústaða var í byggingu einbýlishúss í Bæ i Andakílshreppi í Borgarfirði og var þar jafnframt mesti munur á tilboðum. Byggingafélagið Borg hf. í Borgarnesi átti lægsta boðið, 2.219 þús. kr., sem er 70,5% af kostnaðaráætlun. Helmingur þeirra 6 tilboða sem gerð voru í verkið voru yfir áætlun, þau hæstu um 5% yfir. Friðrik Jóns- son sf. á Sauðárkróki átti lægsta tilboðið í byggingu tveggja einbýl- ishúsa í Varmahlíð í Seyluhreppi í Skagafirði, 5.602 þús., sem er 86,6% af kostnaðaráætlun. Sex af átta tilboðum í verkið voru undir áætlun. í Þorlákshöfn á að byggja tvær íbúðir í parhúsi. Sjö verktak- ar voru um boðið, allir undir kostnaðaráætlun, en tilboð Storð- ar hf. í Þorlákshöfn var lægst, 3.645 þús. kr. (76,4%). Stærsta verkið í þessari röð út- boða stjórna verkamannabústaða var bygging fjölbýlishúss á ísa- firði með 9 íbúðum. 6 verktakar vildu taka verkið að sér og voru tilboð þeirra á bilinu 86—93% af kostnaðaráætlun. Tilboð Guð- mundar Þórðarsonar á ísafirði var lægst, 15.886 þús. kr., sem er 86,1% af áætlun. I Sandgerði var boðin út bygging 4 íbúða í fjölbýl- ishúsi. öll 4 tilboðin sem bárust voru undir kostnaðaráætlun, en tilboð Braga Guðmundssonar í Garði var lægst, 8.971 þús. kr., og er það 82,1% af áætlun. Tréverk hf. á Bíldudal bauð eitt fyrirtækja í byggingu tveggja íbúða í parhúsi þar á staðnum. Tilboðið var 5.051 þús. kr., sem er 92,8% af kostnað- aráætlun Húsnæðisstofnunar. Stjórn verkamannabústaða í Vík í Mýrdal bauð út byggingu 2 íbúða í parhúsi og bárust 3 tilboð í verkið, öll undir kostnaðaráætlun. Lægst var tilboð byggingafélags- ins Klakks í Vík, 4.215 þús. kr., sem er 83,2% af áætlun. Axel Ström í Kópavogi átti lægsta til- boðið í byggingu tveggja einbýl- ishúsa á Eyrarbakka, 5.510 þús. kr., sem er 85,7% af kostnaðar- áætlun. 6 verktakar buðu í verkið og voru allir nema einn undir áætlun. Síðast voru opnuð tilboð í byggingu tveggja fbúða í parhúsi á Vopnafirði. Tvö tilboð bárust, annað var nánast samhljóða kostnaðaráætlun, en hið lægra 4.678 þús. kr., sem er 93,8% af áætluninni. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Við upphaf kynningarínnar í gær. Davíð Oddsson borgarstjóri opnaði sýninguna kl. 10 og er hann hér á miðri mynd ásamt sýningargestum í Umferðarmiðstöðinni. Rútudagur- inn í gær INNLEND ferðakynning undir heitinu „Rútudagurinn“í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að sérleyfisakstur hófst á íslandi var haldin í Umferðarmiðstöðinni 1 gær. Það var félag sérleyfishafa sem í samvinnu við fjölmarga þá er að ferðamálum starfa stóð að þessari kynningu. Davíð Oddsson borgarstjóri opnaði kynninguna í gærmorgun. Um 40 bifreiðir voru til sýnis við Umferðarmiðstöðina, bæði nýjar og gamlar, stórar og litlar. Kynntir voru ferðamöguleikar um landið inni í Umferðarmið- stöðinni. Auk þess voru fjölmörg skemmtiatriði á Rútudeginum — Bjössi bolla kom í heimsókn, lúðrasveit lék og vinsælir rútu- söngvar voru sungnir. Þeir sem tóku sér ferð með sérleyfisferð- um í gær fengu ferðina á hálf- virði í tilefni dagsins. Vestmannaeyjar: Lyftarinn sökkti trillunni Vestmannaeyjuni. 7. júní. SÍÐDEGIS í dag varð það óhapp að rafmagnslyftari stakkst fram af Bæj- arbryggjunni hér og lenti ofan á trill- unni Ama Páls VE. Tríllan sökk með það sama með lyftarann innanborðs en engin meiðsli urðu á mönnum. Lyftarinn var að sækja fiskikar á bryggjuna, sem hallar niður í móti, þegar hann rann skyndilega af stað og skipti engum togum að hann hafnaði á þilfari trillunnar. Til allrar hamingju var fallið ekki hátt, hálfur annar eða tveir metr- ar. Ökumanni lyftarans tókst að forða sér í tæka tíð, svo hann fór ekki með niður. Um borð í Árna Páls var sjómaður að landa en honum tókst sömuleiðis að komast undan. Lyftaranum var náð í land með krana síðdegis en trillan er enn á kafi. Ekki er vitað enn hvort hún hefur skemmst mikið. — hkj Bfltúrinn end- aði 1 hofnmni HANN VARÐ endasleppur, bfltúr- inn, sem 17 ára Eyrbekkingur bauð kærustunni sinni í upp úr kvöldmat á föstudagskvöldið. Hann fékk bfl- prófið 22. maí síðastliðinn. Eftir að hafa ekið Lödunni sinni um götur þorpsins nokkra hríð lá leiðin niður að höfn. Grunur leik- ur á að hratt hafi verið ekið, að sögn lögreglunnar á Selfossi, því þegar komið var fram á bryggjuna tók bíliinn sjálfur völdin. Skipti engum togum að hann hafnaði á grindverki en rann síðan fram af bryggjukantinum og ofan í sjó. Unga parinu tókst að bjarga sér til lands og voru þau flutt blaut og hrakin á sjúkrahúsið á Selfossi. Ekki varð þeim meint af volkinu og fengu því að fara heim fljót- lega. Bíllinn, árgerð 1980, er hins- vegar talinn ónýtur. Vægir kippir í Flóanum JARÐSKJÁLFTAKIPPIR fundust á Suðurlandi í fyrrinótt. Voru þeir vægir, en fundust þó á einhverjum bæjum í Flóa, þar sem fólk vakn- aði. Bíll lenti í Kópavogslæk ALVARLEGT umferðarslys varð við Kópavogsiækinn um fimmleytið á laugardagsmorguninn. Bfll úr Reykjavík var að koma frá Hafnar- firði með fjóra unga menn þegar ökumaðurinn missti stjórn á bflnum á brúnni yfir lækinn. Lenti bfllinn utan í grindverki yfir brúna og kast- aðist síðan útaf veginum og hafnaði í læknum. Fjórmenningarnir voru fluttir á slysadeild en ekki var í gær vitað gjörla um meiðsli þeirra. Bíllinn er talinn ónýtur, skv. upplýsingum Kópavogslögreglunnar. Enginn fjórmenninganna var ölvaður. INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.