Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 Frægur fjársjóður sjó- ræningjans Charles „Svarta Sams“ Bell- amy frá Nýja Englandi er fundinn. Ef til vill hefur aldrei áður í sögunni fund- izt eins verðmætur fjár- sjóður í einu skipsflaki. Flaggskip Bellamys sökk með gulli, silfri, skartgrip- um og öðrum ránsfeng fyrir tæpum 258 árum í fárviðri við Cape Cod í Massachusetts. Barry Clifford, sem hefur það fyrir atvinnu að leita að fjársjóð- um, hefur til þessa bjargað 6.000 spænskum silfurpeningum sem fundust í kistu í flakinu. í kistunni voru einnig franskir peningar. Nefna má nokkuð af því sem Clifford fann: Gullstengur og skartgripir vandlega skornir, sennilega af sjó- ræningjunum þegar þeir skiptu ránsfengnum á milli sín. Gimsteinar í 180 strigapokum. í hverjum strigapoka voru 50 pund af gimsteinum. Orsmáir gullmolar og gullsvarf. Rúmlega 20 spænskar fallbyss- ur, byssa fest á möndul svo að hægt sé að miða henni í allar áttir, sjóræningjabreiðsverð, tinnu- byssa, málmílát og ýmsir aðrir munir. Samkvæmt samtímaheimildum nam verðmæti ránsfengsins úr flaki flaggskipsins, „Whidah", einni milljón punda. Að nútíma- verðgildi er fjársjóðurinn metinn á a.m.k. 10 milljónir dala og hon- um hefur verið komið fyrir í traustu bankahólfi i Chatham, Massachusetts. Sú fullyrðing Cliffords að þetta sé flak „Whidah" nýtur stuðnings Roberts Cahill, sérfræðings nefndar í Massachusetts sem hef- ur umsjón með fornleifarannsókn- um neðansjávar. Hann telur að verðmæti fjársjóðsins nemi 400 milljónum dala. Aðrir fulltrúar í nefndinni, sem leyfði Clifford að leita í flakinu, telja ekki fullsannað að um sé að ræða flak „Whidah“. Sjóræningjaforinginn Svarti Sam Bellamy og 101 af áhöfn hans fórust þegar þeir voru á heimleið til að skipta ránsfeng úr 22 Sjóraeningjar voru blóðþyrstir og grimmir. 0 MILES 25 Atfaffític Ocezn Frægur fjársjóður finnst í flaki sjóræningjaskips bænum á eynni New Providence, 1703. Eftir það var engin stjórn á eynni og flestir íbúanna flúðu. Sjóræningjar hreiðruðu þá um sig á eynni og stofnuðu skammlíft sjóræningjalýðveldi. Skömmu áður en „Whidah" sökk dvöldust um 2000 útlagar á New Providence. Auk Bellamy voru helztu leiðtogar þeirra Henry Jennings, Charles Vane, Oliver ia Bouche, Benjamin Hornigold og aðstoðarmaður hans, Edward Teach. Bellamy var með Vane og Jenn- ings þegar fimm skip þeirra og 300 menn þeirra ollu mikilli milli- ríkjadeilu með því að ræna geysi- miklum auðæfum frá spænskum björgunarmönnum, sem höfðu unnið að því mánuðum saman að bjarga fjársjóðum úr skipum, sem Silfurhleifar og aðrir munir hafa skolazt á land á strönd Del- aware Channel, nokkru sunnar. Talið er að þeir séu úr flaki eins of mörgum sjóræningjaskipum, sem notuðu flóann fyrir bækistöð á síðari hluta 17. aldar. Margir hafa reynt að bjarga fjársjóðnum við Cape Cod. Einn þeirra var heimspekingurinn Henry David Thoreau. Sagt var að nokkrir vinir hans hefðu fundið verulegt magn af verðmætum pen- ingum. Clifford, sem er fertugur að aldri, ólst upp í Vineyard Haven, Massachusetts, skammt frá flak- inu með fjársjóðnum Hann segir að það hafi verið draumur sinn að finna fjársjóðinn úr „Whidah" síð- an hann heyrði fyrst söguna um sjóræningjana þegar hann var lít- ill drengur. í frægri bók um sögu sjórána lýsir Daniel Defoe Bellamy skip- stjóra þegar hann storkar nátt- úruöflunum í fárviðri, sem hann kvað svo mikið að það vekti ugg í garð „almættisins ... sem öllu ræður, hafi og vindum". En Defoe segir að fárviðrið hafi haft allt önnur áhrif á sjóræningjana, því að „þeir reyndu með bölvi sínu og ragni og hryllilegum formæling- um að yfirgnæfa skarkalann ... Bellamy bölvaði sér upp á það að verst væri að hann gæti ekki hleypt úr fallbyssunum og svarað hinni formlegu kveðju og átti við þrumugnýinn, en hann gerði sér í hugarlund að guðirnir hefðu drukkið frá sér vit og rænu“. Charles Bellamy var einn af mörgum frægum sjóræningjum, sem höfðu bækistöð á Bahamaeyj- um snemma á 17. öld. Frakkar og Spánverjar eyddu Nassau, aðal- höfðu sokkið í fellibyl undan Ba- hamaeyjum. Um Bellamy hefur verið sagt að hann hafi verið einn bezti fulltrúi stjórnleysisins á New Providence. Honum er eignuð eftirfarandi ræða, sem hann hélt yfir skip- stjóra er hafnaði boði hans um að ganga í lið með sjóræningjunum: „Fjandinn hafi það ... þú ert bölvaður læðupoki og það eru líka allir þeir sem gefa sig á vald lög- um, sem ríkir menn hafa sett til þess að tryggja öryggi sitt, því að þessir blauðu hundar þora ekki að verja á annan hátt það sem þeir hafa fengið með klækjum. Ætt- irðu ekki heldur að verða einn af okkur í staðinn fyrir að skríða fyrir þessum þorpurum til þess að fá vinnu? Ég er minn eigin herra og hef eins mikið vald til að segja öllum heiminum stríð á hendur og sá sem á 100 seglskip á hafinu ... En það er ekki hægt að telja um fyrir svons væluskjóðum, sem láta yfir- boðara sína níðast á sér eins og þeim sýnist og setja traust sitt á prestsómynd, fitukepp, sem trúir ekki á það sem hann ber á borð fyrir heimskingjana, sem hann messar yfir og fer ekki eftir því sem hann predikar." Skömmu eftir að Bellamy drukknaði leystist sjóræningja- lýðveldið á New Providence upp, eins skyndilega og það hafði verið stofnað. Sumir sjóræningjar leit- uðu uppi aðrar eyjar, aðrir fóru til Guineuflóa, eða til sjóræningja- nýlendna á Madagaskar, því að þeir höfðu heyrt sögur um að mik- inn ránsfeng væri að hafa á Ind- landshafi og Rauðahafi. Nýjum landstjóra, Woodes Rog- ers, sem kom til Nassau 1718, Mesta sjóræningjagull sögunnar? frönskum og spænskum skipum, ser.i þeir höfðu ráðizt á um marg- ra mánaða skeið á Karíbahafi. Skipið fór á hliðina og sökk í þoku og fárviðri 26. apríl 1717 hálfan kílómetra frá Wellfleet á Cape Cod. Þrjú skip, sem Svarti Sam hafði tekið herfangi, voru með í förinni. Eitt þeirra strandaði, en hin tvo sigldu á haf út. Sjóræningjarnir höfðu komizt yfir Madeiravín á skipi, sem þeir höfðu tekið skömmu áður en fár- viðrið brast á. Altalað var á Nýja Englandi að þeir hefðu verið drukknir og flestir þeirra hefðu farizt þar sem þeir hefðu fyllt Kortið sýnir staðinn þar sem flakið er út af Cape Cod. vasa sín af gulli áður en þeir reyndu að synda í land. Fjársjóður sjóræningjanna var í 400 pokum, sem voru læstir niðri í kistum. Nokkrar upplýsingar um fjársjóðinn komu fram í réttar- höldum gegn örfáum mönnum, sem komust lífs af. Þeir voru allir hengdir. Landstjóri Breta í Massachus- etts á þessum tíma sendi leitar- flokk á slysstaðinn til þess að reyna að bjarga ránsfengnum. Til- raunin fór út um þúfur. Peningar og ýmsir munir, sem gert hefur verið ráð fyrir að hafi verið í „Whidah“, hafa stundum skolazt á land á Cape Cod í hvassviðri á þeim langa tíma sem liðinn er síðan skipið sökk, Ný- Englendingar hafa safnað slíku. Stundum hefur flakið sézt á mik- illi fjöru. Barry Clifford (til vinstri) og Bob McClung kafari, at- huga byssu sem bjargað var úr flakinu út af Cape Cod. Á litlu myndinni sést gullmoli úr flakinu. Clifford telur að flakið sé sjóræningjaskipið „Whidah“, sem sökk 1717.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.