Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 36
MORGÚNBLAÐÍÐ, SUNÍttJDAGllR 9. JÚNÍ 1985 Sé Nýjar hugmyndir um guðsþjónustuna Ég sendi ykkur líka kveðju frá klerkum fyrir vestan og í Suður- götunni. Þeir séra Lárus Þorv. Guðmundsson í Önundarfirði og séra Bernharður Guðmundsson í Suðurgötu fóru á ráðstefnu um ferminguna, sem haldin var í Svíþjóð núna í apríl. Þeir báru heim hinar margvíslegustu fregnir af fermingarstörfum grannþjóða og af því að við erum nú á síðunni að ræða ferming- armót og vorum að tala um ný messuform nýlega vel ég úr skýrslu þeirra kaflann um guðs- þjónustuna til að birta ykkur núna. En fleira birtist síðar. 1. Guðsþjónustan má ekki vera leið- inleg. a. Þarf að vera sveigjanleg. b. Hlátur og gleði verða að eiga sér stað í kirkjum. 2. Engin guðsþjónusta er verk eins manns. a. Það þarf leiðtoga. b. Allir vilja taka þátt, og finna þátttöku hinna. 3. Fjölbreytni í kirkjumúsik er nauð- syn. Órgelið er ekki eina hljóðfæri himnanna. Önnur hljóðfæri og önnur raddsetning söngva er möguleiki. 4. Maður er ekki aðeins eyra og auga. Leggja ber áherslu á litúrgíska endurnýjun og þátt drama og leikja. Líkamstjáning er einföld og auðskiljanleg. 5. Hátíð, þarf að vera yfirskrift guðsþjónustu, þar sem allir njóta sín með öllum skilningar- vitum. Austanfregnir Um daginn hitti ég hana Hall- dóru Ásgeirsdóttur, æskulýðs- fulltrúa kirkjunnar austur á fjörð- um. Hún var að koma frá biskupi og ég að fara til hans. Kirkjufólk er alltaf að hittast í Suðurgötunni. Halldóra bar góðar fregnir af kirkjustarfinu eystra og bíður þess jafnan og biður að fleira starfsfólk komi til safnaðarstarfanna. Hún sendi okkur svo frásögn af æsku- lýðs- og fermingarbarnamóti eystra og ég sendi ykkur hana, kæru lesendur, með bestu kveðj- um frá Halldóru. Við biðjum Guð að halda áfram að senda henni og klerkum og kirkjufólki öllu þar eystra eldmóð og bjartsýni. Og aukið starfslið til þessa fagnaðar- ríka verks. Mótið var haldið dagana 17.—19. maí í Alþýðuskólanum á Eiðum. Saman voru komnir unglingar frá Seyðisfirði, Eg- ilsstöðum, Eskifirði, Reyðarfirði, Norðfirði, Borgarfirði eystra og Höfn í Hornafirði. Með þeim voru sóknarprestar, æskulýðs- fulitrúar Austurlands og Norð- urlands og fleira gott fólk lengra að. Mótið hófst í Eiðakirkju, þar sem mótstjórinn, séra Davíð Baldursson, setti mótið. Mikil veðurblíða var þessa daga og notfærðum við okkur það með gönguferð eftir mið- nætti fyrsta kvöldið. Ratleikur og fótbolti stóðu einnig fyrir sínu. Á fræðslustundum íhuguðum við m.a. Lúk. 5.12—25 og grunn- ur var lagður að prédikun á sunnudeginum, þar sem guð- spjall var fært í helgileik og einnig flutt í messunni á sunnu- deginum. Fræðslustundir voru byggðar upp á hópum, sem í voru um 7 einstaklingar auk leiðtoga. Mótinu lauk svo með guðs- þjónustu í Egilsstaðakirkju, þar sem sóknarprestur, séra Vigfús Ingvar Ingvarsson, og séra Svav- ar Stefánsson sóknarprestur á Norðfirði þjónuðu fyrir altari. 1 lok messunnar sungu mótsgestir raddaðan söng, sem æfður var á mótinu. Áberandi var hversu allir lögðust á eitt með að láta hinn kristna kærleika ríkja á meðal okkar. Þetta mót á ári æskunnar tókst i alla staði vel. Halldóra Svavar A. Jónsson U ppþvottavandinn í síðasta spjalli um kvenna- guðfræðina fullyrti ég að Biblían biði jafnrétti kvenna og karla. Ég fullyrti að það kæmi bæði fram í sköpunarsögunni og boð- un Krists og að frásagnir Biblí- unnar af undirgefni kvenna væri lýsing á raunveruleikanum eins og hann var nú því miður en alls elcki boð Drottins. Mörg okkar, sem höfum mæt- ur á kvennaguðfræðinni, erum undrandi á sjálfum okkur vegna þess að okkur skyldi ekki auðn- ast að sjá þennan augljósa sannleika af eigin rammleik heldur þurfa útskýringu kvenna- guðfræðinnar til þess. En þeim mun meira fögnum við þeirri út- skýringu. Við veltum því fyrir okkur hvers vegna kirkjan hafi ekki haldið betur í þennan sannleika þegar hann birtist henni í orðum og verkum Jesú. Hvers vegna skyldi kirkjan svo fljótt hafa fallið aftur í sama farið og gyðingar voru í áður en Jesús endurlífgaði þennan gamla sannleika? Skyldi það hafa verið vegna þess að hún hafði ekki til lengdar kjark til að skera sig úr, vera öðru vísi en þau, sem hún bjó með? Skyldi það hafa verið vegna þess að flestum einstakl- ingum kirkjunnar hafi í raun- inni þótt þægilegra að fara troðnar slóðir, lifa lífinu eins og þau höfðu alltaf vanizt? Ég veit það ekki. En ég fullyrði að það sé miklu erfiðara að fara nýjar brautir en gamlar, jafnvel þótt hinar nýju brautir séu miklu betri og stefni að betra marki. Það er í aðra röndina miklu þægilegra fyrir konur, bæði þá og nú, að segja blíölega og af hógværð, sem þeim er hrósað fyrir, að þær séu nú einu sinni til þess skapaðar að þjóna öðrum og hlynna að þeim en ekki til að standa í forystu og veraldar- vafstri. Þegar þær fara að taka sjálfstæðar ákvarðanir, sem stangast á við hefðbundið hlut- verk, eiga þær það ævinlega á hættu að vera taldar örmustu sköss. Vera taldar konur, sem karlmenn hafa engan áhuga á, konur, sem eru ekki raunveru- legar konur, hafa ekkert móður- eðli og grafa undan heimilunum og heiminum öllum. Auðvitað eru konur skapaðar til að hlynna að öðrum. Guði sé lof fyrir það. Alveg eins og karl- ar eru skapaðir til að hlynna að öðrum. Éins og konur og karlar eru líka sköpuð til að standa í forystu og stjórna og bera ábyrgð í samfélaginu eftir því sem hver einstaklingur megnar. Það er hvorki réttlátt gagnvart konum né körlum að viðhalda hinni gömlu verkaskiptingu. Um leið og hún er báðum að sumu leyti þægileg, af því að hún er hefðbundin, en hún er báðum óþægileg, af því að hún er báðum fjötur um fót. Ég þekki konu, sem bannaði manninum sínum að hengja upp þvottinn þeirra í björtu svo að hinar konurnar færu ekki að halda að hann væri bara hafður í húsverkunum, hann, sem var frammámaður í plássinu. En hann var nú samt i húsverkun- um. Alveg eins og hún. Og vann þau með glöðu geði, þeim báðum til hagræðis. Og sjálfum honum til tilbreytingar og hugarléttis. Þess vegna hafði hún líka tíma til að sinna betur þeirri forystu, sem hún sinnti í bæjarmálum. Sumt af þeim ágreiningi, sem sí- fellt þvælist fyrir okkur í jafn- réttismálum, virðist smásmugu- legri en tárum taki. Eins og t.d. ágreiningurinn um það hver eigi að þvo upp. Við verðum öll svo leið á svona fjasi að stundum liggur við að við nennum ekki að standa í þessu lengur. Ekkert virðist miða. En það miðar nú samt. Og líklega er þessi ágrein- ingur i rauninni ekki aukaatriði heldur eitt af aðalatriðunum. En brátt verðum við búin að leysa uppþvottavandann og komin að næsta vanda. Og hann leysist líka. Nú ætla ég fyrst að vitna í einn merkasta kvennaguðfræð- ing aldarinnar og bæta svo við hugleiðingu sjálfrar mín. Hinn merki guðfræðingur heitir Ros- emary Radford Ruether, banda- rísk kona. Hún segir að hvorki konur né karlar frelsist með því einu að ganga inn á hefðbundin svið hins. Konur verða ekki frjálsar með því að ganga inn í stjórnmálavald og viðskiptalíf karla eins og þessi svið eru nú. Karlar verða heldur ekki frjálsir af sjálfu sér með því að læra að sinna ungbörnum og annast heimili. Það er ekki nægilegt að hvort kynið sinni með sjálfu sér þeim eiginleikum, sem eignaðir eru hinu kyninu. Sú tileinkun er nefnilega byggð á fölskum for- sendum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að allar manneskjur hafa alhliða mann- legt eðli. Hæfileikar skiptast ekki í kvenlega og karlmannlega hæfni. Við erum einstaklingar og höfum hvert um sig margvis- lega hæfileika, sem við eigum að nota. Og hér byrjar aftur mín eigin hugleiðing. Hún byrjar á því að segja að þessi orð Rosemary sýni að kirkjan hafi í rauninni fundið aftur orð Krists og fyrirmynd hans um jafnrétti kvenna og karla. Ég tel að það sé meiri háttar viðburður meðal allra þeirra miklu viðburða, sem hafa átt sér stað í kirkjunni okkar fóðu á undanförnum áratugum. Ig set von mína fastlega til þess að þessi mikli endurfundur glat- ist ekki eins og hann glataðist hinum fyrstu kristnu konum og körlum. Okkur finnst stundum að ekki miði betur en þetta í jafnréttisstörfunum, að góðu ráðin séu öll fyrir hendi í samstarfi karla og kvenna, en samt séu þau afleitu notuð. En samt eru rétt hjól ofl undir vagninum. Og það miðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.