Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1985 Marguerite Duras i unga aldri ásamt bróður sínum. Marguerite eins og hún lítur út f dag; eftir bókmenntasig- urinn i síðastliðnu iri getur hún horft beint inn í framtíð- ina. Hin aldna dama, skild, rithöfundur, og kvikmyndagerðar- maður, hugsar milið við gerð myndar sinnar „Söngur Ind- lands“. skáld ástríðna og minninga in smávaxna Marguerite Duras hefur um margra ára skeið borið höfuð og herðar yfir allt það fólk sem telur sig tilheyra fram- úrstefnunni í Frakklandi. Hún er fjölhæf, enda teygjast áhuga- mál hennar í margar áttir: hún hefur skrifað skáldsögur, hún hefur samið sviðsverk og hún hefur skrifað kvikmyndahandrit og gert myndir á eigin vegum, en sennilega er handrit hennar að „Hiroshima, Mon Amour" hið þekktasta. Skrifar metsölubók á gamals aldri Duras nýtur ómældrar virð- ingar meðal franskra mennta- manna fyrir glæsileg tilþrif með pennann. Hún hefur alltaf farið eigin leiðir, hún prófar sig áfram og reynir nýtt form og nýjan stíl þegar henni finnst við eiga. Leikritahöfundurinn og skáldið Samuel Beckett telur hana merkasta núlifandi rithöfund Frakka; sömu sögu er að segja um heimspekinginn Maurice Blanchot og Gastan Picon, einn fremsta bókmenntagagnrýnand- ann. Marguerite Duras stendur nú á sjötugu. Ár eftir ár skrifaði hún bækur en aldrei náði hún hylli almennings. Það var fyrst árið 1984 að bók eftir hana komst á metsölulista, en það var skáldsagan Elskhuginn (L’Am- ant) Gagnrýnendur hylltu hana sem fyrr, en það merkilega gerð- ist, bókin seldist í stærra upp- lagi en þann bjartsýnasta þorði að dreyma um. Duras stendur fastar á þvi en fótunum að engin bók geti verið merkileg nema höfundurinn tak- ist á við eigið sjálf, en einmitt að gerir hún í þessari nýju bók. þessari einföldu sjálfsævisögu greinir Duras frá fyrsta ástar- ævintýri sínu sem hún upplifði fimmtán ára, en hafði áhrif á allt hennar líf. Sagan gerist í Indókína árið 1930. Ástarparið er harla óvenjulegt og engar líkur á að það fái að njótast. Hann er 35 ára gamall Fransmaður af auð- ugum ættum; hún fimmtán, fá- tæk, þar að auki kínversk. Þú getur rétt ímyndað þér hið lík- amlega og andlega ofbeldi sem blossar upp þegar faðir hans tekur til sinna ráða. Rúmri hálfri öld síðar blundar þessi ástríða enn í Marguerite Duras. Hún segist aldrei hafa getað gleymt þessum manni og sú staðreynd fær að fljóta með í bókinni: áratugum síðar hringir hann í hana og segist elska hana þar til hann deyi. Of mikill bóhem fyrir flokkinn Líf Marguerite Duras hefur svo sannarlega verið viðburða- ríkt og stormasamt, og á það ekki síður við á hinum opinbera vettvangi heldur en í einkalífinu. Ævisaga hennar gæti hæglega kallast Andstreymi. Ung giftist hún lítt þekktum frönskum rithöfundi, Robert Anthelme, og eignuðust þau son, en leiðir þeirra skildi. Hún gekk í franska Kommúnistaflokkinn á unga aldri, rétt eins og svo margt menntafólk af hennar kynslóð. En hún var rekin úr flokknum fyrir að vera of mikill bóhem; flokknum þótti hún ekki hegða sér almennilega. Hún segist hafa gengið í Kommúnistaflokkinn (árið 1945) vegna þess að það virtist vera eini flokkurinn sem höfðaði til fólks á hennar línu. Stefna Kommúnistaflokksins höfðaði til hennar vegna rómantíkurinnar, það var eitthvað svo sakleysis- legt, bjart og gott yfir henni. „En við áttum að vita betur," segir hún, „réttarhöldin árið 1933 og hreinsanirnar í Moskvu hefðu átt að vera víti til varnað- ar“. Marguerite styður nú Sósíal- istaflokkinn, enda er hún góð- vinur Francois Mitterrand for- seta. En ekki bara það, hann er hennar mesti aðdáandi. Það spillir heldur ekki fyrir vin- skapnum að Marguerite notar hvert tækifæri sem gefst til að gagnrýna og úthúða Kommún- istaflokknum hinum franska. Hún segir að kommúnismi virki sem sterkur segull á allt það fólk, sem einhverra hluta vegna er illa við sig sjálft og er óánægt með líf sitt og hatist þess vegna út í allt og alla. Andstreymi Marguerite Duras þekkir hörku lifsbaráttunnar af eigin raun, í þeim efnum er raunar fátt sem hún kann ekki að segja frá. Þegar hefur verið minnst á vonbrigðin í einkalífi hennar, skilnaðinn; skáldverk hennar og kvikmyndir fengu ætíð góðar viðtökur hjá gagnrýnendum, en þá var líka upptalinn sá hópur sem vissi af þeim. Hún barðist í marga áratugi við áfengissýki. Sá barningur bar árangur árið 1964 þegar hún ýtti loks frá sér flöskunni, næst- um því að eilífu; en hún byrjaði að drekka á nýjan leik tíu árum síðar. Fyrir þremur árum lá hún nærri dauða en lífi vegna skorpulifrar. Hún lagðist inn á Ameríska spítalann í París og fór í stranga meðferð, lá milli heims og helju I þrjár vikur, þjáðist af „delirium tremens". Marguerite segir að hún hefði ekki þolað meira en þessar þrjár vikur, einn dagur I viðbót hefði gert útaf við sig. „Mér fannst skáldgáfan hafa yfirgefið mig fyrir fullt og allt,“ segir hún. En það var ekki langur tími liðinn frá því hún komst burt af Ameríska spítalanum þar til hún byrjaði að kljást við söguna sem þróast hafði með henni lungann úr ævi hennar: það tók hana aðeins fjóra mánuði að festa ástarsöguna um kínversku stúlkuna saklausu og franska auðmanninn á pappír. „Elskhuginn" er sautjánda skáldsaga hennar og sú fyrsta sem selst svo orð sé á gerandi. Friðsamlegt ævikvöld Ævikvöldið líður friðsamlega hjá Marguerite Duras. Hún býr ýmist í strandhúsi í Norður- Frakklandi eða sveitakofa fyrir utan París, sem hún hefur haft á leigu í hartnær fjörutíu ár. Hún býr með Yann Andrea, sem gaf út bók um baráttu Marguerite við drykkjusýkina fyrir tveimur árum. Bókin ku hafa komið mörgum kunningjum hennar og vinum á óvart, gott ef ekki hneykslað fram í tær og aftur í hæl, því ekki vissu allir að þessi aldna dama ætti við drykkju- vandamál að stríða. Marguerite Duras horfir'nú aðeins fram á veginn. Hún hafði betur í baráttunni við Bakkus og hennar nýjasta bók selst. Hún var slíku alls ekki vön, en það gleður hana. Þótt hún sé komin á áttræðisaldur fáum við áreiðan- lega að heyra til hennar áður en langt um líður, enda segir hún sjálf að engin bók hennar hafi verið jafn auðveld í smíðum og einmitt Elskhuginn; og bætir við aö hún eigi enn margt i poka- horninu. Kndursagt: HJÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.