Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 9. JPNÍ 1985 Bindindisfélag ökumanna: Ökuleikni og reiðhjóla- keppni í sumar Bindindi.sfélag ökumanna veróur í sumar meö keppni í ökuleikni og reiðhjólaakstri vítt og breitt um landið. Fyrsta keppnin fer fram við Hús verslunarinnar í Reykjavík laugardaginn 15. júní kl. 14.00, en þriðjudaginn 11. júní verða keppn- isbrautirnar vígðar með pressu- keppni sem hefst kl. 20.00. Þar koma fram fulltrúar allra dag- blaðanna og rikisfjölmiðlanna og keppa bæði á reiðhjólum og bílum. Um 1500 ökumenn hafa tekið þátt í ökuleikni til þessa og er hún nú haldin í áttunda sinn. Þetta er hins vegar i fyrsta sinn sem efnt er til reiðhjólakeppni og er hún haldin í tilefni alþjóðaárs æsk- unnar. Þátttakendur í reiðhjólakeppn- inni þurfa að hafa náð niu ára aldri og hafa hjólið sitt i lagi. Keppendur i ökuleikni þurfa að hafa ökuleyfi og skoðunarhæfan bil. 1 ökuleikni verður keppt i karla- og kvennariðli. Veittir verða verð- launapeningar fyrir 3 efstu sætin i hvorum riðli. Úrslitakeppni verð- ur haldin 7. september og verða verðlaunin auk íslandsmeistara- titils, bikar og utanlandsferð. Þeim sem tekst að aka villulaust i gegnum þrautaplanið i úrslita- keppni hlýtur Mazda 626 bifreið i verðlaun. Þeir sem hljóta þrjú efstu sætin í reiðhjólakeppninni fá öryggis- tæki á reiðhjól. Auk þess fá allir keppendur happdrættismiða og verður dregið um tvö DBS reiðhjól í haust. Það er Fálkinn sem gefur þessi verðlaun. Þátttökugjald i reiðhjólakeppn- inni 50 kr. og í ökuleikni 250 kr. Eskifjörður: Jón Kjartansson á rækjuveiðar Ivfkinrdi, 6. jáni. NÚ ER IJNNIÐ að því að setja frystipressur og frystitæki í nótaskipið Jón Kjartansson frá Eskifirði. Ætlunin er að skipið fari til rækjuveiða og verður rækjan stærðarflokkuð og heilfryst um borð. Þá verður einnig sett í skipið karfahausingavél og slógdráttarvél fyrir karfa. Ætlun útgerðarinnar er að skapa skipinu verkefni milli loðnuvertíða, en hingað til hefur það verið aðgerðarlaust og bundið í höfninni þann tíma. Sem dæmi um slæma nýtingu skipsins er, að árið 1984 fiskaði skipið 21.050 tonn af loðnu og í það fóru 97 úthaldsdagar. Það gefur augaleið að skapa þurfti skipinu önnur verkefni meðan loðnan ekki veiðist. Var rækjuveiðin vænleg- asti kosturinn, ásamt möguleikan- um á frystingu karfa. Þess á milli verður skipið gert út til loðnuveiða fyrir verksmiðjuna hér, eins og verið hefur. Fyrir utan uppsetn- ingu frystitækjanna verður önnur lest skipsins einangruð. Jón Kjartansson kom hingað til Eskifjarðar 1978 og hét áður Narfi. Var þá búið að breyta hon- um í nótaskip og byggja yfir hann. Síðan hefur skipið aðallega verið gert út sem nótaskip og til kol- munnaveiða utan eina vertíð sem það var á þorskveiðum og saltaði aflann um borð og voru þá settar í það flatningar- og hausingavélar. Þegar skipið kom nýtt til landsins var það síðutogari, síðar var því breytt í frystitogara með hálfyf- irbyggðu dekki, sem heilfrysti afl- ann um borð. Svo var Narfa breytt í skuttogara, og að síðustu byggt yfir hann og hann gerður að nóta- skipi. Nú er langt komið með að setja rækju- og karfafrystitækin í Jón Kjartansson og fer hann þá strax til rækjuveiða uns loðnu- vertíðin hefst í haust. Ævar Bach-tónleikar í Dómkirkjunni RAGNAR Björnsson orgelleikari heldur Bach tónleika í Dómkirkj- unni á mánudaginn kemur. Þessir tónleikar eru þeir sjöttu í röóinni af Bach tónleikum, sem Félag ís- lenskra organleikara, Kirkjukóra- samband íslands og Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar hafa staðið fyrir. Að þessu sinni verða fjögur stór verk á efnisskránni. Fantasía og fúga í C-moll, trísónata nr. 6 í G- dúr, Prelúdía og fúga í A-moll og fantasía og fúga i G-moIl. Auk þess verða sjö sálmaforleikir, fúg- ur og fantasíur, en sumt af þessu heyrist hér mjög sjaldan, eins og segir í fréttatilkyningu frá að- standendum tónleikanna. Ragnar Björnsson hefur haldið fjölmarga orgeltónleika hérlendis og erlendis. Hann er einnig þekkt- ur kórstjóri, hljomsveitarstjóri og kennari. Vakin er sérstök athygli á, að þetta eru síðustu stóru tónleikarn- ir, sem leiknir eru á núverandi orgel Dómkirkjunnar, en nú í Ragnar Björnsson orgelleikari sumar verður hafist handa við að setja þar upp nýtt orgel. (Ur fréttatilkynningu.) Togaranum Ögmundi sökkt VARÐSKIPIÐ Ægir dró togarann Ögmund ÁR 3 á haf út og sökkti honum á þriðjudaginn. Togarinn Ögmundur var eitt þeirra skipa sem fara átti með til Englands f brotajárn í september sl. á vegum Stálvíkur. Togarinn slitnaði aftan úr lestinni og var á reki þangað til starfsmenn Land- helgisgæslunnar fundu hann og drógu til lands. Hann lá í Hvalfirði um nokkurt skeið, en f janúar sl. var hann dreginn að Eiðsvík við Geld- ingarnes. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði f sam- tali við Morgunblaðið að ekki hafi fengist leyfi hjá eigendum togar- ans til að sökkva honum. Þeir af- söluðu síðan eignarréttinum til fyrri eiganda og var þá samið um að Landhelgisgæslan sæi um að sökkva honum. Áður hafði verið reynt að selja Ögmund f brotajárn en bað tókst ekki. A þriðjudaginn var togarinn Ögmundur svo dreginn á stað 62° 47,9 norður og 21° 27,8 vestur og sökkt á 1124 metra dýpi kl. 14.21. Tónleikar til styrktar bókaút- gáfu á blindraletri TÓNLEIKAR til styrktar bókaút- gáfu á blindraletri verða haldnir í Iðnó mánudaginn 10. júní og hefjast þeir kl. 20.30. Þar flytur hljómsveitin Hálft í hvoru, Arnþór og Gfsli Helgasynir og Helgi E. Kristjánsson efni af Ástarjátningu, nýútkominni hljómplötu Gísla Helgasonar. Elín Sigurvinsdóttir flytur lög eftir Sigfús Halldórsson við undir- leik höfundar, Kristfn Liljendal syngur nokkur lög og kynnir á tónleikunum verður Magnús ól- afsson. Allur ágóði rennur til styrktar bókaútgáfu á blindraletri. (Krétutilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.