Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1985 ____Blaðamaður Morgunblaðsins segir frá heimsókn________ í Opna háskólann í Bretlandi, sem talinn er eitt merkasía framtak Breta á sviði félags- og menntamála á síðari árum HASKOLINN hann hefur breytt lífi margra Hver man ekki eftir hnellnu hárgreiösludömunni henni Ritu í kvikmyndinni vinsælu „Educating Rita“, sem tók upp á því í óþökk kærastans, að leggja stund á bókmenntir við Opna háskólann. Ástæðan, sem hún gaf á slæmri Lund- únamállýsku fyrir þessu uppá- tæki sínu, var sú að hún vildi þroska sig andlega. Hvflík fá- sinna! Og hvernig fór? „Rita“ er ein af fjölmörgum Bretum, sem notið hafa þessa merka framtaks landa sinna á sviði menntamála, sem er Opni há- skólinn. En markmið hans er að gera öllu fulltíða fólki kleift að verða sér úti um menntun án tillits til þjóðfélagsstöðu eða undirbúningsmenntunar. Eins og gerðist með Ritu hefur þessi menntunarmöguleiki gjörbreytt lífí margra þeirra, sem hafa lagt það á sig að stunda nám jafnhliða fullu starfi, eins og flestir nemend- ur Opna háskólans gera. „Frá því að skólinn var stofnaður árið 1969 hefur fólk úr hinum ólíkustu starfsgreinum stund- að hér nám,“ segir John Deel- ey upplýsingafulltrúi háskól- ans, þegar við ræðum þessi mál í aðalstöðvum Opna há- skólans í bænum Milton Keynes, sem er nýtt bæjarfé- lag norðaustur af Lundúnum. Við eigum okkar raun- verulegu „Ritu“, bætir hann við hlæjandi, „sem vann fyrir sér sem hárgreiðsludama en eftir nám hér fekk starf sem starfsmannastjóri hjá góðu fyrir- tæki. Ég get nefnt fleiri dæmi eins og af gluggapússaranum, sem fór út í tölvunám og sjötugu ömmuna, sem auðgaði líf sitt með námi í listum og kennarann, sem nam við Opna háskólann og varð svo síðar rektor hans eða flugmanninn í konunglega breska flughernum sem ... Nemendurnir eru fulltíða skattborgarar, sem flestir hafa enga undirbúningsmenntun Opni háskólinn er að mörgu leyti líkur þeim háskólum, sem við þekkjum, en hann hefur líka mikla sérstöðu, sem felst í því eins og áður segir að nemendurnir eru all- ir fulltíða, frá tuttugu og eins árs upp í áttrætt, en flestir eru um þrítugt. Þeir vinna langflestir fulla vinnu með náminu og þurfa í mörgum tilvikum að sjá fjölskyldu farborða. Námið fer fram heima í frí- stundunum og fá nemarnir sent heim til sín kennsluefni, sem eru bækur og ýmis verkefni, snældur til að hlusta á, og siðast en ekki síst sér útvarps- og sjónvarpsstöð- in BBC um sérstakar útsendingar, sem nemendur hvar sem er á land- inu geta fylgst með. Þá eru sér- stakar kennslumiðstöðvar stað- settar á víð og dreif um landið, sem veita tilsögn og leiðbeiningar við námið. Einnig eru starfandi sumarskólar, sem nemendur geta sótt í fríum sínum. Engrar undirbúningsmenntun- ar er krafist fyrir inngöngu í Opna háskólann en um 40% þeirra, sem stunda við hann nám hafa ekki þá menntun, sem krafist er við venju- lega háskóla. Stúdentar ráða sjálfir náms- _ hraðanum og þeir geta tekið svo að segja hvaða námskeið sem er í þeim fjölmörgu greinum, sem kenndar eru.“ OH-námið opnar leiðir inn í aðra breska háskóla Hvernig er námið uppbyggt? „Háskólinn býður upp á þrjú kennslusvið í greinum, sem kennd- ar eru til lokaprófs eða í fram- haldsnámi á sérsviði — nám til BA- eða BS-prófgráðu, nám til MA-prófs eða til æðri mennta- gráðu, og svo er um hlutanám að ræða, þar sem námsmenn geta lát- ið innritast í stuttan tíma til náms í vissum hluta einhverrar greinar. Á BA-stigi er um tvenns konar menntagráðu að ræða, BA-próf (Bachelor of Arts) og BA (Hon- ours), sem eru veittar samkvæmt punktakerfi. Sá námsmaður, sem lýkur eins árs námskeiði í ein- hverri grein með góðum árangri eða a.m.k. viðunandi árangri, hlýt- ur þá einn punkt. Sex slíkir punkt- ar nægja þá til þess að hljóta al- menna BA-gráðu, en átta punktar veita námsmönnum BA-Hon- Aðalstöövar Opna háskólans í Milton Keynes, sem er nýtt bæj- arfélag norðvestur af Lundúnum. Á myndinni sést sá hluti aðal- stöðvanna, þar sem BBC hefur aðsetur. ours-gráðu. Námsmenn eiga þess kost að útskrifast eftir þrjú ár, ef þeir geta tekið tvö námskeið á ári. Og þeir námsmenn, sem þegar hafa aflað sér æðri menntunar að hluta til annars staðar, geta við inngöngu í OH fengið viðurkennda allt að þrem punktum fyrir fyrra nám, sem þeir hafa lokið með góð- um árangri. Allir nýstúdentar há- skólans hefja þó nám sitt á því að taka eitt af alls fimm námskeiðum í kjarna, en það er eins konar fornám eða inngangur að háskóla- náminu, en krefst engrar undir- stöðumenntunar í þeim fögum, sem kennd eru. Eftir að nemendur hafa náð þessu grunnstigi, geta þeir ákveðið sjálfir heildar- námsbraut sína með því að velja námskeið í hvaða greinum, sem þeir helst kjósa og boðið er upp á í hinum sex deildum háskólans, hugvísinda-, félagsfræði-, stærð- fræði-, vísinda-, tæknifræði-, og kennslufræðideild. Sem stendur eru fyrir hendi rúmlega 140 mis- munandi námskeið, sem boðið er upp á við háskólann, auk þess eru svo önnur námskeið, sem veita hálfan punkt þeim stúdentum, sem ljúka þeim. Þeir námsmenn, sem útskrifast með menntagráðu í einhverri grein frá Opna háskólanum, fá inngöngu í aðra breska háskóla, ef þeir hafa hug á framhaldsnámi. Háskólinn gefur mönnum einn- ig færi á að stunda hluta náms í hinum ýmsu greinum til BA-prófs, en hér er um að ræða um 100 nám- skeið, sem standa í 10 mánuði hvert. Á þessum námskeiðum er tekið fyrir að hluta það efni í hin- um ýmsu greinum, sem kenndar eru til BA-prófs. Þeir námsmenn, sem Ijúka slíkum námskeiðum með viðunandi prófárangri, fá skírteini í hendurnar, sem er áfangi að punkti í fullu námi til BA-stigs í greininni. Framhaldsnám við Opna há- skólann byggist svo til eingöngu á rannsóknarstarfi. Fyrsta brautin í slíku framhaldsnámi til undirbún- ings fyrir MSc-gráðu, sem háskól- inn hóf kennslu á, var á sviði æðri kennslufræði og félagsfræði. Áþekkt framhaldsnám í stærð- fræði undir BSc-próf var tekið upp í fyrra. Hinar þrjár menntagráð- urnar, sem Opni háskólinn veitir BPhil (Bachelor of Philosophy), MPhil (Master 'of Philosophy) og PhD (Doctor of Philosophy) —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.