Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 Plúrfiijj Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Arni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö. Saltfiskurinn og Evrópubandalagið Amiðvikudaginn undirrita Portúgalir aðildarsamn- ing sinn að Evrópubandalag- inu (EB). Þeir eru þegar byrj- aðir að laga sig að aðildinni sem tekur formlega gildi 1. janúar 1986. Um næstu mán- aðamót tekur gildi tollur á saltfiski hjá Evrópubandalag- inu, sem verður 13% á venju- legan flattan saltfisk en 20% á saltfiskflök. Líkur benda til þess, að tollurinn hafi ekki áhrif á viðskipti íslendinga og Portúgali fyrr en í ársbyrjun 1986. íslenskir ráðherrar hafa þegar hafið viðræður við ráða- menn í Brússel og Lissabon sem miða að því að aflétta því óhagræði, sem af þessum nýja tolli verður. Fyrir skömmu ræddi Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, við ráða- menn Evrópubandalagsins og í tengslum við utanríkisráð- herrafund Atlantshafsbanda- lagsins í Lissabon átti Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, viðræður við portú- galska ráðherra. Hér er um flókið og vand- meðfarið mál að ræða. Svo virðist sem til þess kunni að koma að innflytjendur á salt- fiski verði dregnir í dilka með þeim hætti, að íslendingar og Norðmenn standi verst að vígi gagnvart hinum nýja tolli. Við stundum sölu á saltfiski til Portúgal án þess að leyfa portúgölskum skipum að veiða í íslenskri lögsögu. Kanada- menn hafa hins vegar samið við EB um sérstaka tollfría kvóta, líklega gegn fiskveiði- réttindum í kanadískri lög- sögu. Af hálfu Norðmanna hefur verið gefið til kynna, að fyrr muni þeir semja um fisk- veiðiréttindi við EB en láta saltfisktolla bitna á viðskipta- vinum sínum. Fiskveiði- og sjávarút- vegsstefna Evrópubandalags- ins hefur löngum verið ill skiljanleg enda er hún einkum mótuð af hagsmunum þjóða, sem eiga allt sitt undir því að geta náð sem mestum fiski úr lögsögu annarra ríkja. Lang- vinnar deilur hafa verið um þessa stefnu. Það er einstak- lega óheppilegt, að nú skuli allt í einu, að því er virðist, ákveðið að leggja á saltfisk- toll. Þaö er rétt sem Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda, sagði í ræðu á aðalfundi þess á dögunum, að Evrópubandalagið er ekki auð- veldasti aðili við að eiga, ef einhverju þarf að breyta. Skriffinnskubáknið er þungt í vöfum og stjórnmálamennirn- ir ekki fúsir til að hrófla við ákvörðunum, sem kannski geta leitt til þess að krafist er breytinga á einhverjum öðrum sviðum í staðinn. Óhætt er að fullyrða, að ís- lendingar voru heppnir að ná jafn hagstæðum viðskipta- samningi og raun ber vitni við EB í byrjun áttunda áratugar- ins. Á grundvelli hans höfum við getað átt mikilvæg við- skipti við bandalagsþjóðirnar. Á hinn bóginn hefur reynst erfitt að fá EB til að taka tillit til óska um breytingar svo sem varðandi saltsíld og saltfisk- tollurinn verður til þess eins að spilla samskiptum Evrópu- bandalagsins og íslendinga. Á næstu vikum og mánuðum reynir á það, hvort unnt verð- ur að fá ráðamenn bandalags- ins til að skilja, hvað hér er í húfi fyrir afkomu íslenska þjóðarbúsins. Að óreyndu verður því ekki trúað, að EB- ríkin telji það samræmast hagsmunum sínum að reisa tollmúra gagnvart vinaríkjum í norðri um leið og það stækk- ar til suðurs með aðild Portú- gals og Spánar. Frelsi ber ávöxt Um síðustu áramót voru 43 milljónir dollara eða 1743 milljónir króna á þáverandi gengi á gjaldeyrisreikningum í íslenskum bönkum, sem jafn- gildir þriðjungi af gjaldeyris- forða landsmanna og 6,7 af heildarinnlánum í bönkunum. Þetta eru verulegar fjárhæðir, sem hafa orðið til síðan 1978 þegar leyfi var gefið til þess að opna slíka reikninga í íslensk- um bönkum. Hefur þetta hlut- fall af heildarinnlánum í bankakerfinu vaxið jafnt og þétt frá ári til árs. Hér skal ekkert fullyrt um það hvert það fé, sem á þess- um reikningum er, hefði farið, ef leyfi til að stofna gjaldeyr- isreikninga hefði ekki verið gefið, enda ekki unnt að styðja fullyrðingu um það með nein- um rannsóknum eða rökum. Hinu skal slegið föstu, að það frelsi sem af ákvörðuninni um gjaldeyrisreikningana leiddi hefur borið ávöxt. Er það í samræmi við reynslu okkar og annarra þjóða af frjálsræð- isskrefum í efnahagsmálum. Eyjafjördur Öll byggðaþróun á ís- landi á þessari öld hefur stefnt frá dreifbýli til þéttbýlis. Nú hafa margir úhyggjur af því, að fólksstraumurinn liggi frá landsbyggð- inni til þéttbýlisins á suðvesturhorninu. í þjóðfélagsumræðum gætir vaxandi togstreitu milli þeirra sem búa á höfuð- borgarsvæðinu og Suðurnesjum og hinna sem búa í þéttbýli víðs vegar um landið. Deilan stendur fyrst og fremst um dreifingu fjármagns og hagkvæmni fjarfestinga hér og þar. Meðal lands- byggðarfólks gætir beizkju í garð suð- vesturhornsins en meðal íbúa þess hneykslunar á meðferð fjármuna á landsbyggðinni. Þessi togstreita hefur neikvæð áhrif á samfélagið. Það skiptir höfuðmáli, að landið allt verði byggt. Til allrar ham- ingju er að byggjast upp þéttbýliskjarni á Norðurlandi, sem er að fá á sig öll helztu einkenni borgarsamfélags. Nú má finna á Akureyri og við Eyjaförð alla helztu þætti stórborgarsamfélags- ins á Reykjavíkursvæðinu og á Suður- nesjum. Þar hafa höfuðatvinnugreinar þjóðarinnar, sjávarútvegur, iðnaður, verzlun og landbúnaður, fest rætur og æ meir kveður að ýmiss konar þjónustu- starfsemi. Samgöngur við Eyjafjörðinn eru að verða svo góðar, að byggðakjarn- ar þar munu smátt og smátt vaxa sam- an og viðskipti þeirra í milli aukast. Stóriðja við Eyjafjörð mundi ýta undir og hraða þessari þróun. Menningarlíf stendur þar með miklum blóma. Leik- húsið á Akureyri er hið kraftmesta á landinu um þessar mundir. Iðkun tón- listar og myndlistar er í örum vexti. Á Akureyri og við Eyjafjörð eru allar að- stæður fyrir hendi til þess að byggja upp öflugt mótvægi við þéttbýlisþróun- ina á suðvesturhorni landsins. Þótt stöðnun hafi verið í atvinnulífi á Akur- eyri um sinn er enginn vafi á því, að þar á eftir að hefjast nýtt vaxtarskeið. Þeir, sem verða undir það búnir að taka þátt í því, munu hagnast vel, þegar til lengri tíma er litið. Skjótra adgerda er þörf Hér á þessum vettvangi hefur hvað eftir annað verið fagnað þeirri þróun, sem orðið hefur í fjármálalífi þjóðar- innar með starfsemi þeirra verðbréfa- markaða og ávöxtunarfélaga, sem skot- ið hafa rótum síðustu árin. Á það hefur verið bent, að starfsemi þessi hefði auk- ið fjölbreytni í fjármálalífi og leitt af sér margar nýjungar. Þvi miður er nú ýmislegt, sem bendir til þess, að blikur séu á lofti og tímabært sé orðið að setja strangar reglur um þessi viðskipti eins og tíðkast víða um heim. Verðbréfamarkaðirnir auglýsa allt að 18% ávöxtun á ári. Hverjir geta greitt slíka vexti umfram verðbólgu? óhætt er að fullyrða, að þorri atvinnufyrirtækja í landinu getur það ekki og eintaklingar ekki heldur. Hins vegar er ástæða til þess að ætla, að þeir, sem að lokum standa undir þessum háu ávöxtunar- kjörum, séu húsbyggjendur. Viðskiptin gangi fyrir sig á þá leið, að sá, sem byggir t.d. fjölbýlishús með mörgum íbúðum og selur einstaklingum, lánar hluta söluverðs til nokkurra ára. Kaup- andinn samþykkir skuldabréf fyrir því láni, sem síðan er selt á verðbréfamörk- uðum með þessum ávöxtunarkjörum. Seljandi bréfanna tekur hins vegar ekki á sig þau afföll heldur hefur hann reikn- að þau inn í söluverð íbúðarinnar. M.ö.o. þessi háa ávöxtunarkrafa er að hluta til skýring á ótrúlega háu fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Þessir viðskipta- hættir eru íhugunarverðir svo að ekki sé meira sagt. Annað dæmi um þá viðskiptahætti, sem virðast tíðkast hjá einhverjum þessara aðila, kom fram í dagsljósið, þegar tveir menn voru teknir höndum vegna fölsunar á skuldabréfum. Þeir höfðu haft þann hátt á að senda hin fölsuðu skuldabréf í pósti til verðbréfa- sölu og óska eftir sölu á þeim og að andvirði þeirra yrði lagt inn á sérstaka bók í banka. Þetta var gert. Það eitt, að viðskipti af þessu tagi skuli geta farið fram hjá virtu fyrirtæki eins og Fjár- festingarfélagi íslands, kallar á það, að viðskiptaráðuneytið setji strangar regl- ur um það, hvernig svona viðskipti megi fara fram. Þau viðbrögð framkvæmda- stjóra Fjárfestingarfélags íslands í samtali við Morgunblaðið sl. miðviku- dag að vísa sökinni að verulegu leyti yfir á borgarfógetaembættið eru ekki traustvekjandi. En að vísu skal á það bent, að framkvæmdastjóri Fjárfest- ingarfélagsins hefur lýst því yfir, að starfsreglur fyrirtækisins verði stór- hertar eftir að þetta atvik kom upp. Fjárfestingarfyrirtækin taka nú orðið á móti fé frá fólki í stórum stíl með ýmsum hætti. Þau eru að verða inn- lánsstofnanir með nýju sniði. Að baki þeim standa ekki sams konar eignir og tryggingar og að baki hinum hefð- bundnu bankastofnunum. Þess vegna er orðið mjög brýnt að setja þessari starf- semi ákveðinn ramma, með lögum, sem tryggi hagsmuni viðskiptamanna þeirra og að viðskiptahættir séu eðlilegir. Bankar og sparisjóðir hafa lækkað vexti að undanförnu. Slík vaxtalækkun hefur ekki orðið á verðbréfamörkuðun- um. Forráðamenn fjárfestingarfélag- anna geta sagt sem svo, að vaxtalækkun bankanna hafi orðið fyrir þrýsting stjórnvalda og að markaðsöflin hafi ekki ráðið þar ferðinni. Það má vel vera. En hvaða markaðsöfl eru það sem hafa þrýst ávöxtunarkröfu fjárfestingarfé- laganna upp í 18% ? Þau sjálf? Prédikun Péturs Sigurdssonar Pétur Sigurðsson, alþingismaður flutti prédikun í Dómkirkjunni á upp- stigningardag, sem birt var í Morgun- blaðinu hinn 26. maí sl. í predikun þess- ari fjallaði Pétur Sigurðsson m.a. um málefni aldraðra, sem hann þekkir manna bezt. Pétur og félagar hans í sjó- mannadagsráði hafa unnið stórmerki- legt starf á þessu sviði. Pétur Sigurðsson sagði m.a.: „En samt upplifum við það, að neyðarástand ríkir í hjúkrunar- og umönnunarmálum aldraðra. Við upplifum biðlista þar sem fólk bíður mánuðum og árum saman eftir að fá pláss á heimilum, sem veita umönnun og hjúkrun, og þá er ég síður en svo að kasta rýrð á þá þjónustu, sem þó er veitt. En við upplifum, að fólk á níræðis- og tíræðisaldri er flutt út af sjúkrastofn- unum heim, þar sem við taka stundum makar, sem trauðla geta hugsað um sjálfan sig, hvað þá hjúkrun sjúklinga, jafnvel eru bornir á börum og fluttir upp á 3ju hæð fjölbýlishúss, skildir eftir í anddyri þjónustuíbúða og mætti svo lengi telja og kallar þetta á enn frekari veikindi þeirra, sem næstir þessu fólki standa og verða að bregðast við vandan- um. Við þekkjum dæmi þess, að gamalt fólk grætur heilu næturnar vegna þess að það veit, að það verður að fara út af spítalanum og enginn vill taka við því. Ekki börnin sem þó hafa nægilegt hús- rými en vinna úti allan daginn og geta ekki breytt þar um. Enn koma aldraðir einstaklingar inn á dvalarheimilin úr þéttbýli af svokölluðum heimilum sín- um og eru bæði vannærðir og vanhirtir. Og við upplifum enn önnur dæmi af sama toga þar sem einsemdin, öryggis- leysið og angistin þjaka." Pétur Sigurðsson benti á, að margt hefði verið gert til þess að auðvelda öldruðum lífið og sagði: „ ... bæði fyrr- verandi ráðherrar heilbrigðis- og trygg- ingamála og ekki sízt núverandi ráð- herra, sem með þessi mál fer, þeir hafa allir lagt drjúgt af mörkum, stundum, MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1985 31 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 8. júní Laxdalshús Á Akureyri Akureyrarkirkja Menntaskólinn Loftmynd af Akureyri «™nd í Eyjafirði eins og nú, við afar erfiðar pólitískar og efnahagslegar aðstæður." Loks vék Pétur Sigurðsson að því hvað hægt væri að gera til úrbóta og sagði: „ ... við eigum til aðra leið, leið samhjálpar og sjálfshjálpar allra þess- ara aðila að þeir taki höndum saman og hver styrki annan. Því er gleðilegt til þess að vita, að samtök eins og Lífeyr- isdeild BSRB, ASÍ, Stéttarsamband bænda, Sjómannadagssamtökin í Reykjavík og Hafnarfirði, þjóðkirkjan og Reykjavíkurborg hafa bundist sam- tökum til að hrinda í framkvæmd bygg- ingu umönnunar- og hjúkrunarheimilis í Laugarásnum í Reykjavík, sem hlotið hefur nafnið Skjól" ... Við þurfum áframhaldandi uppbyggingu sam- ræmdrar heimaþjónustu þar sem saman fara skipulögð heimilishjálp, heima- hjúkrun og öryggisgæzla, þar sem fyllstu hagkvæmni er gætt svo þjónust- an megi verða sem markvissust. Við verðum að leggja áherzlu á hentugt hús- næði fyrir aldraða, sjálfseignaríbúðir, verndaðar þjónustuibúðir og öldrunar- lækninga- og sjúkradeildir innan spítal- anna. En við verðum jafnframt að hafa í huga að fjöldi háaldraðs fólks fer vax- andi og vandamál þess verða ekki leyst nema að litlum hluta með þessum ráð- um. Þörfin er sárust og brýnust í dag fyrir umönnunar- og hjúkrunarheimili, í það minnsta á þessu landsvæði. Þörfin er mest á húsnæði, sem er á millistigi milli sjúkrahúss og verndaðra íbúða. Við þurfum hjúkrunarheimili, enn segi ég heimili, sem við ráðum við að byggja og reka.“ Pétur Sigurðsson fjallar hér um eitt stærsta þjóðfélagsmál okkar samtíma. Þótt Reykjavíkurborg og Sjómanna- dagsráð og fjölmörg sveitarfélög hafi gert mikið átak til þess að byggja upp aðstöðu fyrir aldrað fólk eru verkefnin nánast ótæmandi. í þeim hraða sem ein- kennir nútímalíf er sjálfsagt hætta á því, að þeir sem yngri eru gleymi gamla fólkinu og skyldum sínum við það. Það á að vera okkur metnaðarmál að búa þannig að gömlu fólki að það geti lifað í áhyggjulausri elli. Lífeyrissjódimir Einn þáttur í því að tryggja gömlu fólki áhyggjulausa elli er að skapa því fjárhagslegt öryggi. Það er höfuðverk- efni lífeyrissjóðanna, sem eru að verða voldugustu peningastofnanir á íslandi. En víða er pottur brotinn. Mikið mis- rétti er við lýði í lífeyrismálum þeirrar kynslóðar, sem nú er komin á eftirlaun. Þeir hinna öldruðu, sem störfuðu í opinberri þjónustu eða makar þeirra njóta nú lífeyris, sem er að fullu verð- tryggður. Hinir, sem störfuðu annars staðar og greiddu til lífeyrissjóða atvinnulífsins búa við mun verri kjör vegna þess, að lífeyrisgreiðslur þeirra voru lengst af óverðtryggðar. Þetta þýð- ir, að einstaklingur sem greiddi í slíkan Iífeyrissjóð í jafnvel einn og hálfan ára- tug hefur í lífeyrisgreiðslur kannski um 4000 krónur á mánuði. Allir sjá, að þeir einstaklingar lifa ekki á þeim greiðslum og ellilífeyri, jafnvel ekki þó tekjutrygg- ing komi til. Guðmundur H. Garðarsson, stjórn- arformaður Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, sem hefur verið einn helzti bar- áttumaður hér á landi fyrir uppbygg- ingu lífeyrissjóðanna fjallaði um þessi mál í viðtali við Morgunblaðið hinn 19. maí sl. og sagði þá m.a.: „ ... þrátt fyrir að sumir sjóðanna eigi sér nokkurra áratuga sögu, brann fjármagn þeirra upp í verðbólgubálinu, enda voru þá öll tryggingaréttindi óverðtryggð. Réttindi fólks brunnu sem sé einnig, en það eru þau, sem standa undir lífeyrisgreiðsl- um. Enn sem komið er, er vægi verð- tryggðu áranna því tiltölulega lítið og þetta takmarkar getu sjóðanna til að halda uppi verðtryggðum lífeyri. Þá ber einnig að hafa það f huga, að margir sjóðanna eru enn það ungir að árum, að fólk hefur ekki áunnið sér full bótarétt- indi. Þeir hafa aðeins verið starfræktir um 14 ár.“ Síðar í viðtalinu segir Guðmundur H. Garðarsson: „Hver á að vera afstaða kynslóðanna hverrar til annarrar? Hljóta þeir, sem yngri eru á hverjum tíma ekki að þurfa að taka afstöðu til þess með hvaða hætti þeir vilja taka þátt í að tryggja lífeyri þeirra, sem eldri eru? Ég er þeirrar skoðunar, þótt ég sé í eðli mínu mikill einstaklingshyggju- maður, að þá standist ekki sú kenning, að hér sjái hver um sig sjálfur og að hver sé sjálfur sér næstur. Þetta þýðir raunverulega, að geti söfnunarsjóðir ekki fullnægt skyldum sínum um lífeyri vegna þjóðfélagslegra aðstæðna hljóta menn að þurfa að taka afstöðu til þess, að inn í þetta komi gegnumstreymi eins og nú á sér stað í lífeyristryggingum opinberra starfsmanna. Þessi ákvörðun er í höndum þeirra, sem ráða á hverjum tíma. Við hljótum að stefna að því að allir búi við lífvænlegar aðstæður í ell- inni.“ Þessi ummæli sýna, að stjórnarfor- maður stærsta lífeyrissjóðs atvinnulífs- ins gerir sér glögga grein fyrir því, hver vandinn er. Sú kynslóð, sem nú býr við rýran lífeyri er ekki fjölmenn en hún hefur unnið fyrir sínu. Þótt lífeyrissjóð- ir séu nú allir verðtryggðir þannig að komandi kynslóðir muni búa við svipuð kjör í ellinni er alveg ljóst, að gífurlegt misrétti ríkir milli þeirra, sem taka líf- eyri í dag eftir því hvort þeir hafa verið í opinberri þjónustu eða ekki. Getur þetta þjóðfélag sætt sig við þetta mis- rétti? Getur þetta þjóðfélag sætt sig við það, að hluti hinnar eldri kynslóðar búi við svo bágan hag að nálgast fátækt- armörk? Svarið hlýtur að vera neitandi og þess vegna er nauðsynlegt að lífeyr- issjóðir og stjórnmálaflokkar taki hönd- um saman um sérstakar úrbætur sem leiðrétti þetta misrétti. „Mikid misrétti er við lýði í líf- eyrismálum þeirrar kyn- slóðar, sem nú er komin á eftirlaun. Þeir hinna öldruðu, sem störfuðu í opinberri þjón- ustu, eða makar þeirra njóta nú lífeyris, sem er að fullu verð- tryggður. Hinir, sem störfuðu annars staðar og greiddu til lífeyrissjóða atvinnulífsins búa við mun verri kjör vegna þess að lífeyris- greiðslur þeirra voru lengst af óverðtryggðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.