Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 60
ffttttttfrlftfetfe SIAÐFEST lAflSTRAIIST KEILUSALURINN OPINN 9.00-00.30 SUNNUDAGUR 9. JUNI 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Fær Stálfélagið 40 milljóna ríkisábyrgð? Fjármálaráðherra óskar eftir slíkri heimild, en segir að ekkert liggi fyrir um að hann noti hana ALBERT Guðmundsson fjármálaríðherra hefur óskað eftir því við þingflokk SjálfsUeðisflokksins að frumvarp um beimild til fjármálaráðherra til að veita stálvölsunarverksmiðju á Reykjanesi 40 milljón króna ríkisábyrgð verði að lögum á þessu þingi. Eins og kunnugt er lýsti Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra því yfir í vetur, að hann teldi engan rekstrargrundvöll fyrir slíkri verksmiðju, og sagðist hann því leggjast gegn því að slík ríkisábyrgð yrði veitt. Albert Guðmundsson sagði við blaðamann Morgunblaðsins að þótt hann fengi heimildina í hend- ur væri ekki þar með sagt að hann myndi notfæra sér hana. Hann sagðist einungis vilja hafa þessa heimild, ef þeir Stálfélagsmenn kæmu fram með ný gögn, sem tækju af öll tvímæli um að verk- smiðjan gæti borið sig. Ella yrði Fálkadrápið á Tjörnesi: Þrír Húsvíkingar í haldi lögreglunnar - arnarhreiðrinu f Kvígindisfirði sparkað fram af klettasyllu TVEIR ungir Húsvíkingar voru í haldi lögreglunnar í fyrrinótt eftir að uppvíst varð að þeir höfðu skotið fjóra fálka á Tjörnesi og geymt í frystihólfi frystihúss á Húsavík um all langt skeið, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Þriðji maðurinn var handtekinn í gærmorgun grunaður um aðild að fálka- drápinu og var hann í haldi lögreglunnar í gær. Ljóst er orðið, að sögn Þrastar i ar því að þarna hafi komið að Brynjólfssonar, yfirlögregluþjóns á Húsavík, að fleiri menn tengjast málinu með einum eða öðrum hætti. Yfirheyrslur stóðu fram yf- ir miðnætti á föstudagskvöldið og hófust aftur snemma í gær, laug- ardag. Ekki var talið ólíklegt að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir einhverj- um mannanna þriggja en rann- sókn málsins var haldið áfram undir stjórn Rannsóknarlögreglu ríkisins. Vestur á Barðaströnd er orðið fullvíst, að arnarhreiðrið yst í Kvígindisfirði, sem einnig var sagt frá í blaðinu í gær, hefur ver- ið skemmt af mannavöldum, að sögn Stefáns Skarphéðinssonar, sýslumanns á Patreksfirði. Stefán gerði sér ferð að hreiðrinu aðfara- nótt laugardagsins og sagði við heimkomuna að enginn vafi væri á, að laupnum hefði verið sparkað fram af klettasyllu í nesinu, sem ernirnir gerðu sér bústað í. „Það var engar fæðuleifar að sjá í laupnum og enga eggjaskurn en honum hefur verið sparkað þarna fram af,“ sagði Stefán í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Það var heldur ekki að sjá þarna nýleg spor utan ein, sem líklegast eru eftir Reyni Bergsveinsson, er fyrstur varð var við að þarna hefði eitthvað óeðlilegt gerst. Mig grun- MoreunblaðiA/RAX FÁLKARNIR FJORIR Þessir fálkar fundust í frystihólfi á Húsavík. Þrír menn höfðu í gær verið handteknir vegna málsins. menn á báti,“ sagði sýslumaður. Hann sagðist vonast til að augu manna opnuðust nú fyrir því, að arnarhreiður og fálkahreiður þyrfti að vernda sérstaklega, ef takast ætti að varast frekari spellvirki. Rannsókn málsins verður haldið áfram vestra og eru allar upplýsingar vel þegnar af sýslumanni og lögreglu á Pat- reksfirði. ekki um neina ríkisábyrgð að ræða. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra sagði af þessu tilefni: „Ég hafði engin afskipti af þessu máli á þingflokksfundinum. Fjármálaráðherra óskaði eftir því að hann fengi þessa heimild, en hann gat þess jafnframt að það lægi ekkert fyrir um að hann myndi nota hana. Ég treysti því að fjármálaráðherra notfæri sér ekki þessa heimild nema hann hafi sönnur fyrir því að fyrirtækið geti staðið undir sér. Ég hef enga trú á að þetta fyrirtæki geti staðist." Sverrir sagðist hafa áhuga á að hér yrði reist stálbræðsluverk- smiðja og völsunarverksmiðja tengd henni en stálvölsunarverk- smiðja ein sér gæti aldrei staðist rekstrarlega — það sagðist hann hafa kannað til þrautar. ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sagði er hann var spurður um af- greiðslu þessa máls í þingflokkn- um: „Sú breyting hefur orðið að stjórn Stálfélagsins telur sig hafa nú miklu meiri hlutafjárloforð en hún áður gat greint frá og það hefur breytt þeirri skoðun ráð- herranna í þá veru að óhætt sé að veita fjármálaráðherra þessa lagaheimild, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Þingflokkurinn hefur því ekkert við það að athuga að fulltrúar hans í fjárhags- og viðskiptanefnd veiti sinn atbeina til þess að malið fái lokameðferð í nefndinni og síðan í þinginu. Það liggur hins vegar ljóst fyrir, að heimildin verður bundin ákveðn- um skilyrðum, þannig að þó að frumvarpið verði að lögum verður Stálfélagið að uppfylla ákveðin skilyrði áður en fjármálaráðherra getur notfært sér heimildina." AFRAM SÆMUNDUR Hann Sæmundur Oskarsson sparkar boltanum einbeittur á svip, greini- lega mikill áhugamaður um íþróttina. Mikil röskun á starfsemi sjúkrahúsanna í sumar MIKIL röskun veröur á starfsemi sjúkrahúsanna í sumar vegna sumarleyfa starfsfólks og erfiðleika á ráðningu afleysingafólks. Fjórum deildum verður lokað í Landspítalanum vegna sumarleyfa starfsfólks og röskun verður á starfsemi fleirí deilda. í Borgarspítalanum verða tvær lyflækningadeildir lokaðar í 5 vikur hvor, ein skurðlækningadeild verður lokuð í 12 vikur og endurhæfingardeildirnar á Grensási verða lokaðar að hálfu í 10 vikur. Símon Steingrímsson forstjóri Ríkisspítalanna sagði að rekstur Ríkisspítalanna yrði í sumar með svipuðum hætti og undanfarin sumur. Fjórar deildir í Landspít- alanum verða lokaðar í sumar sem svarar sumarleyfistíma starfs- fólks. Eru það ein handlækninga- deild, ein lyflækningadeild, ein bæklunarlækningadeild og ein taugalækningadeild. Auk þess verða takmarkanir á rekstri deild- anna á Vífilsstöðum og Kristnesi. Símon sagði að ástæður lokun- arinnar væru þær að ekki væri til faglært fólk til sumarafleysinga. Strandaði þegar á því atriði, en þó fólkið fengist væri ekki til fjár- magn til að ráða það. Sagði Símon að reynt væri að taka á móti bráð- asjúklingum með svipuðu móti og gert er en tekið fyrir innkallanir á deildirnar á þessum tíma. Hann sagði að ef til vill kæmi þessi rösk- un sér verst fyrir bæklunarlækn- ingadeildina, þar sem lengstu formlegu biðlistarnir væru. Sigurlín Gunnarsdóttir hjúkr- unarforstjóri í Borgarspítalanum sagði að meira væri lokað þar í sumar en verið hefði undanfarin sumur svo jaðraði við neyðar- ástand í sjúkrahúsinu. Hún sagði að tvær lyflækningadeildir yrðu lokaðar í 5 vikur hvor, ein skurð- lækningadeild yrði lokuð í 12 vik- ur og endurhæfingardeildir á Grensási yrðu að hálfu lokaðar í 10 vikur. Hún sagði að við bættist að ekki hefði verið hægt að starf- rækja deild með 30 sjúkrarúmum frá því í fyrrahaust vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkra- liðum. Hún sagði að ástæðan fyrir sumarlokun deilda væri fyrst og fremst skortur á hjúkrunarfræð- ingum og taldi hún að lág laun væru aðalástæða þess að þeir fengjust ekki til starfa. Mótmælir uppsögnum í kjötiðnaðarstöö SÍS VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Framsókn hefur mótmælt uppsögn starfsmanna í kjötiðnaðarstöð Sambandsins á Kirkjusandi þar sem ekki var farið eftir starfsaldri við uppsagnirnar, að sögn Rögnu Bergmann, formanns Framsókn- ar. Sambandið sagði upp 16 starfsmönnum í kjötiðnaðarstöðinni fyrir rúmri viku, með þriggja mánaða uppsagnarfresti, vegna breytinga og hagræðingar, þar af var 5 sagt upp vegna aldurs. Ragna sagði að félaginu hefði borist afrit af bréfi fyrirtækisins til félagsmálaráðuneytisins þar sem uppsagnirnar voru tilkynntar og síðan hefðu tvær konur í félag- inu, sem þarna unnu, haft sam- band við sig vegna málsins. Sagði hún að uppsagnirnar hefðu borið heldur óvenjulega að. Uppsagnirn- ar hefðu verið tilkynntar að morgni og viðkomandi starfsfólki síðan afhent uppsagnarbréf tveimur klukkustundum síðar. Ragna tók fram að ekki væri hægt að efast um lögmæti upp- sagnanna, en eigi að síður væri nauðsynlegt að spyrna við fótum þegar svona væri staðið að málum. Þarna hefði konum verið sagt upp störfum, sem væru búnar með meirihluta starfsævinnar og hefðu starfað þarna í mörg ár, og svo væri þeim bara kastað, þó aðrar ynnu áfram með mun styttri starfstíma. Þessar konur gengju ekki svo auðveldlega inn í önnur störf, og því hefði félagið mótmælt uppsögnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.