Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1985 Ísafjarðarhátíð 1985 5.-7. júlí KEPPNI í SJÓÍÞRÓTTUM KEPPNISGREINAR: DJÚPRALL HRAÐBÁTA dísel, bensín og minni en 15 fet. 6. júlí. ísafjöröur — Súðavík — Vigur — Reykjanes — Bæir — Æöey — Bolungarvík — ísafjöröur. SIGLINGAKEPPNI 6. júlí 1. flokkur meö forgjöf. SJÓSTANGAVEIÐI 5. og 6. júlí Karlasveitakeppni — kvennasveitakeppni — einstaklingskeppni. SEGLBRETTAKEPPNI 7. júlí 1. flokkur BAUJURALL HRAÐBÁTA 7. júlí Sömu flokkar og í Djúpralli Þátttaka tilkynnist sem fyrst og ekki síðar en 24. júní. Staðfestingargjald er kr. 500,00. Hvort tveggja sendist til FERÐASKRIFSTOFU VESTFJARÐA, Hafnarstræti 6, sími 94-3457, 400 ÍSAFJÖRÐUR. Vid verðum á Ísafjaröarhátíð ERNIR V ISAFIROI ® 94-4200 HAMRABORG HF SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI Salamander teg: 51951 litir: hvítt, Ijósgrátt, rautt kr. 2.350.- DtNERS CLUB INTERHATIOHAL Egilsgötu 3. Simi 18519 FRÆÐSLUÞÁTTUR HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS HiA íslenska náttúrufreðifélag og áhugahópur um náttúrufræóisafn báðu ýmsa menn að skrifa stutta og aðgöngugóða fræðsluþætti um náttúru landsins. Þeir munu birtast í sunnudagsblöðum Morgunblaðsins. 1 sumum greinum er getið um nýjungar en í öðrum er fjallað um árstímabundna atburði í ríki náttúrunnar. Tilgangurinn er að auka þekkingu og áhuga fólks á náttúrufræðum. Bitmý eftir Gísla Má Gíslason Flestir sem stunda útilíf við ár, sérstaklega þær sem falla úr stöðuvötnum, eins og Elliðaár eða Laxá í Suður-Þingeyjar- sýslu, kannst við óþægindi af flugum, sem stinga og sjúga blóð. Menn eru misnæmir fyrir þessum stungum, sumir verða þeirra ekki varir, en aðrir bólgna upp. Það eru litlar flugur af ættbálki tvívængja sem valda þessum óþægindum. Þær eru af bitmýsættinni. Bitmý er í flestum straum- vötnum á fslandi. Hérlendis eru fjórar bitmýstegundir þekktar og er mývargurinn ein þeirra. í útföllum stöðuvatna eru lirfur mývargsins ríkjandi. Mývargur- inn er eina bitmýstegundin hér- lendis sem bítur spendýr. Tvær tegundir bitmýs hér á landi bíta einungis fugla og ein tegund lifir á blómasykri. Bitmý er aðlagað að því að lifa í straumvatni, þar sem þrjú af fjórum stigum lífsferilsins eru. Eggjum er verpt á steina eða plöntur í ánni og klekjast lirfur úr þeim eftir nokkra daga. Lirf- urnar vefa teppi úr silfurþráðum og líma þau á steina og festa sig við teppin með litlum krókum, sem þær hafa á afturendanum. Lirfan getur einnig spunnið líf- línu úr silkinu og flutt sig á henni neðar í ána með straumn- um, þar til hún finnur hentugan stað til að taka sér bólfestu. Ef slíkur staður finnst ekki, getur hún dregið sig aftur að festi- punkti línunnar. Á höfði hefur bitmýslirfan tvo háfa, sem hún notar til að veiða lífrænar agnir úr vatninu. Smæstu agnir, sem lirfan veiðir, eru innan við einn þúsundasta úr millimetra, en þær stærstu eru um 0,3 mm. Þegar lirfan hefur náð fullum þroska, færir hún sig á lygnari stað og púpar sig. Púpan er í hylki, sem lirfan gerir úr silkiþræði, og er hylkið límt á steina eða gróður, svo að hún á ekki á hættu að losna og fljóta í burtu. Púpustigið varir í allt að þrjár vikur eftir hitastigi vatnsins, en að því loknu skríður flugan úr púpunni, flýtur upp að yfirborðinu og flýgur upp. Eftir að kvenflugan hefur flogið upp taka egg hennar að þroskast og nýtist þá forðanær- ing sem var safnað á lirfustig- inu. Talið er að eggin þroskist á um það bil 3 til 4 dögum. Flugan getur orpið aftur, en því aðeins að hún nái að sjúga blóð úr fugl- um eða spendýrum. Það er á þessu stigi sem mest óþægindi verða af mývarginum, sérstak- lega við ár sem falla úr stöðu- vötnum, en á slíkum stöðum er bitmýið ávallt flest. Karlflug- urnar nærast aftur á móti ein- göngu á blómasykri til orkuöfl- unar og kvenflugurnar gera það einnig að nokkru leyti. Talið er að sú orka sem fæst úr blóma- sykrinum nýtist fyrst og fremst til flugs. Þó að fólk verði fyrir óþægind- um af bitmýi gegna þær sínu hlutverki í náttúrunni. Lirfurn- ar eru aðalfæða silunga og laxa í ánum. Bestu laxveiðiár landsins, eins og Laxá í Suður-Þingeyjar- sýslu, eru þekktar fyrir mikla mergð af bitmýi. í þessum ám er oft ekki um neina aðra fæðu að ræða fyrir uppvaxandi laxaseiði eða silung. Auk þess lifa endur á ám, eins og straumendur og hús- endur, á bitmýslirfum. Ilöfundur er dósent í vatnalíf- fræöi rið Hiskóla íslands. SUMAR Lífsferill mývargsins. í sumum ám hefur mývargurinn tvær kynsióðir á ári, en í öðrum aðeins eina. Einnig er algengt að mývargurinn hafi tvær kynslóðir á ári í ánum næst stöðuvötnum, en eina kynslóð neðar í ánum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.