Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 52
flf 52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNt 1985 fara fullri vinnu auk þess að þurfa að greiða að minnsta kosti 1.000 pund eða 50 þúsund krónur fyrir 6 ára skóiagöngu? í könnun, sem var gerð árið 1980, þar sem leitað var svara við þessari spurningu, kom meðal annars fram, að 67% nemenda vildu sanna það fyrir sér að þeir gætu aflað sér framhaldsmennt- unar. 58% nemenda nefndu eins og “Rita“, löngun til að þroska sjálfa sig. 48% sögðust hafa þörf fyrir ný áhugamál og meiri til- breytingu. 41% sögðust leggja stund á nám, sem tengdist áhuga- sviði þeirra. 49% vildu bæta við sig auknu námi til að tryggja stöðuhækkun. 34% vildu auka við þekkingu sína og skilning á því starfi, sem þeir þegar voru í og ræðum um einstök mál, auk þess sem kennslan fer fram á tilrauna- stofum í þeim greinum, sem þess krefjast. Konur í meirihluta Tala nýstúdenta, sem innritaðir voru á síðastliðnu ári var tæplega 20 þúsund en umsækjendur voru rúmlega helmingi fleiri. Sökum minnkandi fjárframlaga til há- skólans eru líkindi til þess að tala nýstúdenta, sem teknir eru inn eigi eftir að fara minnkandi. Eftir að nýstúdentar hafa látið innritast hafa þeir þriggja mán- aða kennslutímabil til þess að komast nokkurn veginn að raun um, hvort þeir ráða yfirleitt við námið, jafnframt því að stunda fulla vinnu. Innritunargjaldið er 50 sterlingspund fyrir hvert nám- skeið eða um 2.500 krónur. Ekki er krafist frekari greiðslu af háifu námsmanna, fyrr en þeir hafa ákveðið að halda áfram fullu námi. Reynslan sýnir, að um það bil einn fjórði hluti fyrsta árs stúdenta, sem innritast á kjarna- námskeið háskólans hætta námi nokkuö fljótlega, en um 90% þeirra, sem ekki gefast upp ljúka námsárinu og öðlast einn punkt eftir að hafa lokið tilskildum próf- um. Árlega útskrifast um 5.000 stúd- entar og af þeim hafa konur verið í meirihluta. Á þessu ári voru þær 49% nemenda. Eins og áður segir koma nemendur úr hinum ýmsu starfsstéttum. Á fyrstu árum há- skólans voru kennarar og faglærð- ir handiðnaðarmenn í miklum meirihluta. Ef við tökum árið í fyrra voru húsmæður langstærsti hluti umsækjenda eða 17,2%, kennarar reyndust vera 11%, skrifstofufólk 11%, tækni- menntaðir menn 9,6%, verkamenn og starfsfólk í verksmiðjum, af- greiðslufólk og almennt skrif- stofufólk um 30% allra umsækj- enda. Fólk sem er atvinnulaust og fólk á eftirlaunum er sá hópur umsækjenda, sem fer vaxandi með hverju ári og voru þeir alls 14,5% umsækjenda. Það nám innan Opna háskólans, sem mesta aðsóknin hefur verið að er listanám svo og félags- og kennslufræði. En sífellt eykst fjöldi þeirra, sem stundar tækni- nám hvers konar og fer áhugi á tölvunámi vaxandi og sama er að segja um námskeiðin í viðskipta- greinunum. Löngun til andlegrar útvíkkunar Hvaða hvatir liggja að baki því að menn vilja leggja á sig þetta aukna erfiði að stunda nám sam- HASKOLINN Á sumarnámskeiðunum eru haldnir fyrirlestrar, néms- hópar starfa og komið á frjálsum umræðum um ein- staka mál. 31% sögðust telja að við námið ykjust framavonir þeirra og 27% töldu að meira nám þýddi betri tekjur og loks voru 9% nemenda í námi við Opna háskólann til að þjálfa sig fyrir nýtt starf. Það er líka forvitnilegt að vita hvað atvinnurekendum finnst um OH-nám starfsmanna sinna. Um þetta voru 80 atvinnurekendur víðsvegar í Bretlandi spurðir. Kom í ljós, að fáir voru á móti því að starfsmenn þeirra stunduðu nám við OH. 45% kváðust ánægðir með þetta framtak, 42% sögðust nokkuð ánægðir en höfðu þó nokk- urn fyrirvara á svari sínu. Þeir sem voru neikvæðir, sögðust vera hræddir um að starfsmennirnir ynnu ekki störf sín sem skyldi vegna of mikils vinnuálags en aðr- ir litu á björtu hliðarnar og töldu að námið gæti haft örvandi áhrif á starfsmennina og þeir fram- kvæmdu sitt verk betur á eftir. Hluti nemendanna er styrktur til námsins af atvinnurekendum sín- um. Niðurskurður á fjárframlög- um til skólans veldur úlfúð Opni háskólinn í Bretlandi á sér fáa líka, en þrátt fyrir mikið og gott brautryðjendastarf hafa yfir- völd verið að draga úr fjárfram- lögum til skólans, sem þýðir að færri nemendur komast inn og að- búnaður versnar. Þegar við rædd- um við forsvarsmenn skólans kom í ljós mikil gremja vegna þessara ráðstafana og voru menn hvattir til að sameinast gegn þessum niðurskurði, sem á síðastliðnu ári nam 3,5 milljónum punda og búast mátti við 4 milljóna punda niður- skurði þetta árið og 6 milljónum árið 1986. Hvað sem þessu líður er það staðreynd að Opni háskólinn i Bretlandi hefur þegar sannað gildi sitt þar í landi og þótt víðar væri leitað, en hann hefur átt veru- legan þátt í þróun svipaðra kennsluaðferða í allmörgum öðr- um löndum. Texti: Hildur Einarsdóttir Upptaka á kennsluefni fyrir sjónvarp í myndveri Opna háskólans. Að þessu sinni var verió aó taka upp þátt, er fjallar um fyrirtækja- stofnun. Vorhappdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregiö 15. júní 22 glæsilegir ferdavinningar að verðmæti kr. 940.000.- Vinsamlega gerid skil á heimsendum midum í Reykjavík er afgreiösla happdrættisins í Valhöll, Háaleitísbraut 1. Sími 82900, opiö í dag kl. 10 til 17 og á morgun kl. 13 til 17. Sækjum — Sendum Sjálfstæöisflokkurinn. Vegaræsi Eigum fyrirliggjandi rör í vegaræsi frá 12—48”, efni galv., 1,25—1,5 og 1,65 mm. Hjólbörur Eigum ávallt fyrirliggjandi sterkustu hjólbörurnar með trésköftum sem við höfum framleitt í 45 ár. Póstkassar Eigum fyrirliggjandi á lager inni- og útipóstkassa. Nýja Blikksmiðjan hf., Ármúla 30 — Sími 81104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.