Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 41
MQRQWBLAÐIÐ, SUNNUQAGUR,9. JíjNl IR85, ii Nýútskrifaðir stúdentar Menntaskólans á fsafirði voríð 1985 Starfi Menntaskólans á ísafirði lokið Ritarastarf Háskólabókasafn óskar aö ráöa ritara. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun sendist háskólabókaveröi Háskóla ís- lands fyrir 13. júní. Barnfóstrunámskeiö Rauöi kross íslands heldur námskeiö fyrir barn- fóstrur dagana 10., 12., 13. og 14. júní nk. í Nóa- túni 21 Reykjavík. Námskeiðiö er ætlaö 11 ára og eldri. Kennt veröur á tímanum 19—22. Nám- skeiösgjald er kr. 600.- Innritun og nánari upplýsingar í síma 26722 frá kl. 9—16 á mánudag. Rauöi kross íslands MENNTASKÓLANUM á Ísafirði var slitið í 15. skipti laugardaginn 25. maí 1985. Skólaslitaathöfnin fór fram í Alþýðuhúsinu. 26 stúdentar voru brautskráðir að þessu sinni, auk 5 nemenda af tveggja ára viðskiptabraut Ennfremur lauk austurrískur skiptinemi námi í brautarkjarna 4. árs á náttúrufrsðibraut Nemendur skólans voru 174 talsins í vetur, þar af 31 í öldungadeild. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut að þessu sinni Sólrún Geirs- dóttir, 8,6, sem er vegið meðaltal frá öllum námsárunum. Næsthæst var Inga Bára Þórðardóttir með 8.3. Hæstu einkunn á viðskiptabr- aut á stúdentsprófi, hlaut Guð- björg Konráðsdóttir, 8,2, en af þeirri námsbraut eru nú í fyrsta sinn útskrifaðir stúdentar. Ingi R. Jónsson hlaut hæstu stúdents- prófseinkunn af náttúru- fræðibraut en Theodór Norðkvist af eðlisfræðibraut. Tíu kennarar störfuðu við skól- ann í vetur í fullu starfi auk skóla- meistara. Einnig sex stunda- kennarar. t heimavistinni bjuggu 60—70 nemendur, en sumir þeirra stunduðu nám við Iðnskólann. í ræðu skólameistara, Björns Teitssonar, kom fram að skóla- starfið hefði gengið þrátt fyrir nokkrar tafir vegna kjaradeilna. Þó má fullyrða að fáir fram- haldsskólar hafi sloppið jafn vel og Menntaskólinn á tsafirði, þar sem aðeins þrír kennarar lögðu niður störf í mars og engir nem- endur hröktust frá námi af þeim sökum. Fullbúnar kennslustofur fyrir verklegar greinar, bæði eðlisfræði og efnafræði, voru teknar í gagnið í haust og vetur í hinu nýja skóla- húsi. Ennfremur var tölvukostur bættur til muna og nýtt glæsilegt bókasafn hefur að mestu verið tekið í gagnið. Kennarar skólans mega una vel sínum hag, því full- yrða má að hvergi sé betur búið að menntaskólakennurum hérlendis en á tsafirði, þar sem þeir hafa fengið nokkur skrifstofuherbergi til sinna afnota. Ákveðið hefur verið að stofn- setja tónlistarbraut við skólann nú á næsta hausti og verður hún starfrækt í náinni samvinnu við tónlistarskólann á tsafirði. (Úr fréttatilkynningu) Frá opnun sýningarinnar. Frá v.: Michael Valeur Jensen, Hans Cordes, dönsku sendiherrahjónin, Lise Djurhuus og Hans Andreas Djurhuus, og Eyjólfur Pálsson. Epal hf.: Sýning á lömpunt eftir heimskunna hönnuði ings. Sýning á mörgum gerðum inni- og útiljósa var opnuð 23. maí sl. í húsakynnum Epal hf. Þar eru til sýnis m.a. lampar eftir þessa þekktu hönnuði. Sýningin er opin á venjulegum verslunartíma og stendur í þrjár vikur. (fj, frétutilkynninpi) NÚ HEFUR Epal hf fengió einka- umboð hérlendis fyrir danska fyrir- tækið Louis Poulsen & Co., as. Þetta fyrirtæki hefur getið sér frægðarorð um heim allan fyrir framleiðslu á lömpum og öðrum ljósabúnaði, þar sem saman fer góð Ijóstækni og hönnun eins og hún gerist best. Fyrir Louis Poul- sen & Co., as. hafa starfað margir færir hönnuðir, þ á m. margir frægustu hönnuðir Dana. Má þar nefna menn á borð við Poul Henn- ingsen, Arne Jacobsen, Werner Panton og Hans J. Wegner. Þeir eru allir heimskunnir fyrir hönn- un sína og eiga mikinn þátt í þeirri velgengni sem Danir hafa átt að fagna í framleiðslu og út- flutningi margs konar iðnvam- VERIU! Bremsuklossar í: Verð kr.: Golf ...................... 350 Jetta ..................... 350 Passat .................... 360 Colt ...................... 360 Lancer..................... 350 Galant .................... 355 Pajero ................. . 550 RangeRoverfr............... 610 Range Rover aft.............490 VIÐURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ VtSA SAMA VERÐ UM LAND A 0 [h hekla Laugavegi 170 -172 Sír HF Sími 21240 Vidskiptavinir Heklu! Við bendum á hagstætt verð á Bremsuklossum. Komið og gerið góð kaup. RANGEROVER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.