Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JtJNl 1985 51 gera ráð fyrir því, að viðkomandi stúdent leggi fram fræðilega full- nægjandi ritgerð eða vísindalega rannsóknarskýrslu í greininni eft- ir að hafa aflað sér nánar tiltek- innar punktatölu fyrir fræðilegar rannsóknir, sem hann hefur unnið eingöngu að í að minnsta kosti þrjá mánuði samfleytt eða þá samsvarandi tíma í hlutarann- sóknum. Rík áhersla lögð á endurmenntun og miðlun nýrrar þekkingar Sá þáttur í starfsemi Opna há- skólans, sem mest hefur vaxið að undanförnu, er þó á sviði endur- menntunar fólks og miðlunar nýrrar þekkingar á ýmsum svið- um. Þetta er gert með því að halda stutt námskeið og vinna að vissum afmörkuðum rannsóknarverkefn- um, en það er Breska endurmennt- unarstofnunin, sem komið var á fót árið 1977, sem semur mest allt námsefnið fyrir þessi námskeið. Sum þeirra lúta að fræðslu á sviði félagsmála og er á þeim leitast við að gefa fólki betra innsæi í ýmis vandamál daglegs lífs og hvernig eigi að takast á við þau. Þá eru önnur námskeið ætluð kennurum, þar sem fer fram raunhæf þjálfun bókhaldi og fjármálastjórn, vali á starfsliði, svo eitthvað sé nefnt. Með þessu inóti gefst fyrirtækjum á einkar ódýran og sveigjanlegan hátt tækifæri á að veita forsvars- mönnum sínum 'betri þekkingu á því allra nýjasta á sviði stjórnun- ar og skipulagningar." Það hvarflaði að hinum íslenska blaðamanni, þegar hann heyrði og las síðar þessa lýsingu á skipulagi og námstilhögun skólans, að slík- ur skóli gæti átt erindi hér á landi, þar sem byggðin er dreifð og æðri menntastofnanir aðeins í stærstu þéttbýliskjörnunum. Auk þess, sem fáir möguleikar eru fyrir dreifbýlisfólk til endurmenntunar eða sækja stutt námskeið, nema að fara langan veg. Sérstaklega er athyglisvert hvernig sjónvarpið er nýtt sem fræðslumiðill, en Bretar eru óumdeilanlega meðal fremstu þjóða heims í gerð hvers kyns heimildar- og fræðsluefnis fyrir sjónvarp. Kennslugögn fjölbreytt: Bækur, mynd- og hlustunarefni Hinir fjórir meginþættir í kennslukerfi Opna háskólans ásamt lauslega áætlaðri hlut- framhaldsstigi til undirbúnings hærri prófgráðu eru verkefnin meira í mynd ritgerða um ákveðna þætti námsefnisins, sem byggist á tilraunum eða sjálfstæöum rann- sóknum, auk söfnunar upplýsinga og úrvinnslu þeirra. Persónuleg tilsögn á náms- stöðvum og í sumarskólum Þótt kennsluefnið sé þannig úr garði gert, að það eigi að hvetja til sjálfsnáms, er mönnum jafnframt gefinn kostur á persónulegum leiðbeiningum og tiisögn í námi. Þegar námsmaður byrjar kjarna- nám sitt við haákólann fær hann sérstakan leiðbeinanda sér til trausts og halds, sem á að vera honum til aðstoðar við hinn aka- demíska hluta námsins og kennir honum að nota kennslufyrirkomu- lag háskólans á réttan hátt. Þessir kennarar eru yfirleitt fengnir til starfa hjá öðrum breskum háskól- um og æðri menntastofnunum, og hafa þetta 12—20 stúdenta til að leiðbeina og kenna í einu. Opni háskólinn hefur komið sér upp alls 260 námsstöðvum víðs- vegar á Bretlandseyjum, þar sem stúdentum er leiðbeint við námið. Þessar námsstöðvar eru yfirleitt til húsa í einhverjum æðri sér- Sérstakar kennslumiðstöðvar eru é víð og dreif um landiö, þar sem nemendum er veitt einka- tilsögn viö námið. Þaö er Breska útvarpsfélag- iö, BBC, sem vinnur kenns- luþættina í sjónvarpinu, en kennarar Opna háskólans búa þá til flutnings. Skólinn hefur sjálfur yfir aó ráóa mjög fullkomnum búnaöi og aðstööu til slíkrar bátta- geróar. [ Hverju svokölluðu kjarnanám- skeiði skólans fylgja vikulegir skýringarþættir í hljóövarpi og sjónvarpi. Kennsluefni er sent heim til nemendanna og þar stunda þeir nám sitt í fristundunum, eftir vinnu. Þeim stúdentum, sem stunda bréfaskólanám í tæknifræöi eöa raungreinum, eru sendir pakkar meó efni og búnaði, til þess að þeir geti gert tilraunír í heima- húsum, sér til glöggvunar. í nýjum kennsluaðferðum, til að baeta færni þeirra til að kenna. Einn athyglisverðasti þátturinn > þróun slíkrar endurmenntunar á síðari árum verður þó að telja þau námskeið, sem tekin hafa verið upp við háskólann til endurmennt- unar og þjálfunar manna á sviði vísindarannsókna og iðntæki. En það er ekki síður markmið Opna háskólans að koma til móts við öra tækniþróun. Á sviði stjórnunar fyrirtækja hefur háskólinn stofnað sérstaica deild, “Open Business School“, sem þjálfar meðal annars for- svarsmenn fyrirtækja í stjórnun, fallstölu þess tíma, sem meðal- I stúdent eyðir í hvern einstakan | námsþátt, eru þessir: Kerfisbund- inn lestur námsefnis (65%), að skoða og hlusta á myndsegul- bands- og útvarpskennsluþætti eða annað mynd- og hlustunarefní (10%), ráðgjöf og tilsögn hjá leiðbeinanda (15%) og svo verk- legir þættir námsins, skrifleg verkefni og próf (10%). Mjög er vandað til alls kennslu- efnis. Að sögn John Deeley eru flestar námsbækurnar samdar af kennurum Opna háskólans og reynt að gera þær eins aðlaðandi og mögulegt er. Sama er að segja um útvarps- og sjónvarpsefni, en svo til hvert einasta námskeið, sem haldið er á vegum Opna há- skólans, hefur sérstaka kennslu- þætti í útvarpi og sjónvarpi sér til stuðnings. Það eru kennarar Opna háskólans í samvinnu við BBC, sem vinna þessa fræðsluþætti og eru um 240 sjónvarpsþættir fram- leiddir árlega að jafnaði og 400 útvarpsþættir. í aðalstöðvunum fer undirbún- ingur og vinnsla þeirra fram og fengum við að líta á aðstöðuna. Er i hún afar fullkomin. Á skólinn sína eigin upptökusali og allan búnað en tæknilið kemur frá BBC. Hver texti á námskeiðunum, og er þá miðað við 32 vikna námskeið og sem heill punktur er veittur fyrir, er hafður það langur, að námsmaðurinn er álitinn þurfa 2 | klukkustundir á dag vikulega til i að tileinka sér hann og vinna úr 1 honum. Sjálfum textanum fylgja i svo leiðbeiningar um þá kennslu- og upplýsingaþætti i sjónvarpi og útvarpi, sem fjalla nánar um það efni, sem er að finna f texta. Snældur eða litskyggnur eru hafð- ar með til skýringar. Þeim stúd- entum, sem eru við bréfaskólanám í tæknifræði eða raungreinum, eru sendir pakkar með efni og búnaði til þess að þeir geti gert sínar til- raunir í heimahúsum sér til glöggvunar. Verkefni, sem viðkomandi leið- beinandi í hverri grein fer svo yfir og metur til einkunna, geta ýmist verið fólgin í því, að stúdentinn á að svara stuttlega fjölmörgum efnisspurningum, eða skrifa með- ailanga ritgerð um ákveðna þætti í námstextanum. Að þvf er yfir- ferð eða einkunnagjöf varðar við sumar af slíkum úrlausnum, er tölva í aðalstöðvum háskólans lát- in vinna það verk, en slík verkefni eru þá oftast einhvers konar spurningaröð eins og í krossa- prófi, þar sem námsmaðurinn verður að velja einn til þrjá mögu- leika, sem eru næstir réttu svari. Á námskeiðum háskólans á námsskóla, menntaskóla eða fjöl- brautaskóla viðkomandi héraðs eða bæjar. í þessum miðstöðvum bjóðast námsmönnum iækifæri til að rökræða saman um námið og einstök verkefni, og þegar menn eru komnir lengra í námi, eru þeir hvattir til að mynda með sér fasta umræðuhópa til sjálfshjálpar í námi. Þeir námsmenn, sem eru í kjarnanámskeiðum háskólans og raunar einnig í sumum fram- haldsnámskeiðum, eru skyldaðir til þess að taka þátt f einu viku- löngu sumarnámskeiði, þar sem þeir koma saman á einn stað, oftast í nærliggjandi háskóia, á tímabiiinu júlí fram í september. Það er kennaralið Opna háskól- ans, sem leiðbeinir á þessum sumarnámskeiðum. Þar eru haldnir fyrirlestrar, námshópar starfa og komið á frjálsum um- f- ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.