Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 9 HUGVEKJA Varðv eizluste fna Það fer ekki milli mála, að til- hneigingin til að gæta fengins fjár er ríkur þáttur í eðli manna. Sá hugur seilist raunar langtum víðar en nemur þeim mörkum, sem kennd eru við hagsmuni og Hfsgæði. Fastheldni á sundur- leitustu verðmæti er manninum eiginleg. Þessi þörf gerir vart við sig á vettvangi menningararf- leifðar, átrúnaðar, stjórnarhátta og umgengni við náttúruna, svo að einhverra efna sé við getið. Öndvert varðveizluhneigð rís nýjungagirni, viðleitni til breyt- inga, áhugi á umskiptum af ýmsu tagi, framfarahugur, eins og okkur mun tamast að taka til orða. Þær kenndir eru ámóta sterkar og fastheldnin, viðlíka þróttmiklar og leiða raunar iðu- lega til athafnasemi, er skiptir sköpum, getur jafnvel í skjótri svipan umturnað aldagömlum gersemum, án þess þó að vera fær um að standa skil á öðru betra í skyndingu. Saga manna einkennist af samleik þessara tveggja eðlis- þátta. Miklu skiptir að jafnvægi ríki þeirra á meðal, varðveizlan snúist ekki í steinrunnið andóf gegn allri hagræðingu, fram- farasóknin umhverfist ekki í tor- tímandi eyðingarafl, er engu eir- ir. Aldahvörf? Um nokkurra kynslóða bil virtist varðveizlustefna verjast í vök víða um Vesturlönd. Um- hleypingar 18. og 19. aldar ollu því, að mörgum þótti nýlundan markverðari en hitt, sem horfði til fastheldni. í nafni marghátt- aðra kenninga hétu menn hver öðrum ævarandi framförum. Löngum var talið að gallalaust fyrirmyndarríki væri á næsta leiti. Arfur hins liðna var iðu- lega borinn fyrir borð, hug- myndalegur arfur eigi miður en - eftir séra HEIMI STEINSSON efnislegur. Menn voru glaðbeitt- ir og hnarreistir: Farið heilar, fornu dyggðir! Þessi háreista alda hefur hnigið hin síðari ár. Svo er að sjá sem menn séu haldnir nokkrum efasemdum andspænis kapp- girni þeirra kynslóða, er til skamms tíma settu svip á lönd og ríki. Efinn helzt í hendur við ugg, jafnvel ótta. Spurningar sækja að: Höfum við gengið of nærri þeim verðmætum, sem forfeðurnir fengu okkur að erfð- um? Getur það hugsazt, að menningararfleifð hafi verið á glæ kastað án þess að annað kæmi í staðinn en yfirborðsleg stundarkæti? Hefur eitthvað nýtilegt leyst af hólmi þann hefðbundna átrúnað, er forðum ríkti? Er frelsið smám saman að snúast í stjórnleysi og eyðandi uppnám? Síðast en ekki sizt: Er framfaragleði manna á góðri leið með að leggja í auðn þá náttúru, sem okkur er í hendur fengin, lífríki jarðar, sköpunar- verkið sjálft? Þessar spurningar eru ekki tíndar til hér í því skyni einu að rabba við lesendur og hafa af fyrir þeim á sunnudagsmorgni. Þær eru dregnar fram vegna þess, að þær brenna á mönnum um þessar mundir og hafa gert um árabil. Ekki verður annað séð en aldahvörf séu að verða í hugsun og viðhorfum öllum. Að- stæður valda því, að eðlislæg varðveizluhneigð mannsins læt- ur til sín taka af meiri þrótti en verið hefur um langa hríð. Brýnt er að ábyrgir aðilar sinni þessu afturhvarfi af fyllstu einurð og alvöru. Nauðsyn ber til að marka gilda og skilvirka varðveizlustefnu, er tekur saman alla þá þætti, sem til greina koma og verður hyrningarsteinn nýrrar festu á fornum grund- velli. Takmörk viðurkennd Megineinkenni þeirra lífsvið- horfa, sem settu svip sinn á framanverða 20. öld, var sann- færingin um það, að manninum væri í raun fátt eitt ómáttugt. Þessi almættishyggja hefur beð- ið skipbrot. Það er mjög að von- um. Trúin á takmarkalausa framfarahæfni mannsins og mannlegs samfélags var byggð á sandi. Leitun mun að öðrum eins sjálfsblekkingum og þeim, er einkenndu hin ýmsu „vísinda- legu“ viðhorf undangenginna mannsaldra. Nú standa þær blekkingar á berangri í óvið- felldinni nekt. menningarlegrar lágkúru, trúarlegs glundroða, Jirýnt er að ábyrgir aðilar sinni þessu afturhvarfi af fyllstu einurð og alvöru. Nauðsyn ber til að marka gilda og skil- virka varðveizlustefnu, er tekur saman alla þá þœtti, sem til greina koma og verður hyrningarsteinn nýrrar festu á fornum grundvelli. “ þjóðfélagsupplausnar og nátt- úruspjalla. Hér er ekki um að sakast við einn öðrum fremur. Raunar er til lítils gagns að sakast um orð- inn hlut yfirleitt. Hitt liggur fyrir að bregðast með jákvæðum hætti við ærnum vanda. Viðbrögðin gætu m.a. falizt í því að leiða hófsemi til öndvegis að nýju. Hófsemi er orð sem nota má um viðurkenningu á þeim takmörkum, sem allri mannlegri viðleitni eru sett. Þess konar viðurkenning er sama eðlis og hin forna, kristna grundvallarafstaða, sem birtist í miskunnarbæn kirkjunnar: „Drottinn, miskunna þú oss.“ Með þeirri bæn játa menn á öll- um öldum vanmátt sinn and- spænis þeim viðfangsefnum, er tilveran réttir að þeim. Þegar slík játning hefur verið borin fram af fyllstu einlægni, öðlast viðleitnin til að láta nokkuð gótt af sér leiða nýja fótfestu í raun- sæju mati á aðstæðum öllum: „Þetta kunnum við að vera fær um. En fjölmargt annað verðum við að láta kyrrt liggja, af því að það er ekki á okkar valdi." Haldið í horfinu Hér verða ekki dregin fram einstök dæmi um varðveizlu- stefnu í framkvæmd. En auðvelt er að henda á lofti grundvallar- atriði: Ein lög og einn siður eru sem fyrr hyrningarsteinninn að þvi er tekur til mannlegs félags og þess átrúnaðar, sem hverjum og einum og öllum í senn er nauðsynlegur. Lifandi menning- arviðleitni á grundvelli fyllstu virðingar fyrir arfleifð hins liðna. Samleikur manns og nátt- úru, þar sem rækt er lögð við þær atvinnugreinar, er vel hafa reynzt og lengi. Aðgát andspæn- is nýlundu, er stefnir í tvísýnu þeim verðmætum, sem nú voru nefnd, — og öðrum hliðstæðum. Vera má, að mönnum virðist hér vera á ferð marklitlar alhæf- ingar og annað ekki. Svo er þó engan veginn að skilja. Varð- veizlustefna byggir á tilteknu hugarfari. Það hugarfar verður ekki ræktað, nema menn leiði hugann að innviðum varðveizl- unnar. Hér hefur verið bent á nokkra þeirra. Meginmarkmiðið er að halda í horfinu, en forðast það ofdramb, sem er andstæða hófstillingarinnar og leiðir menn og þjóðir til falls. Ríki madurinn og Lazarus I dag er fyrsti sunnudagur eft- ir Þrenningarhátíð. Kirkjan fær okkur, börnum sínum, til um- hugsunar dæmisöguna um ríka manninn og Lazarus. Sú frásögn býr yfir mörgum undirtónum. Þeir skulu ekki tíundaðir hér. Hins er að minnast, hvernig við lítum út, núlifandi menn, í ljósi þessarar sögu. Sú hætta vofir yfir, að við líkt og ríki maðurinn í dæmisögu Jesú förum gálauslega með þær gjafir, sem Guð hefur okkur í hendur fengið. Óðar en við er lit- ið kynnum við aö hitta sjálf okkur fyrir í mynd þess Lazarus- ar, sem við töldum löngu liðinn í okkar ranni. Andstæður þessar- ar fornu sögu snúast í raun um það ástand, sem skapast, þegar öfgar og óstýrilæti ráða ríkjum og engu er í hóf stillt. Biðjum því Guð miskunnar. Biðjum hann að kenna okkur hinar gullnu reglur hófseminn- ar, er leiða til farsældar í lífi og dauða. Hafnarfjörður — efnalaug Til sölu efnalaug í fullum rekstri. Efnalaugin er í eigin húsnæöi. Til greina kemur aö selja reksturinn sér og leigja húsnæðiö ef óskaö er. Gott tækifæri fyrir einstakl. til eigin reksturs. Árni Grétar Finnsson, Strandgötu 25 - Sími 51500. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Safamyri — sérhæð 6 herb. vönduð efri hæö meö sérinng. íb. er laus til afh. strax. Asgeir Þorhallss. s. 14641, Siguröur Sigfúss. s. 30008, Ðjörn Baldurss. lögfr. SÖLUGENGI VERÐBREFA 10. júní 1985 Spanskuleini og happdrsttislón nkissjoðs Ar-flokkur Söiugengi pr. kr. 100 Avöxturv arkrafa 1971-1 21.054,11 7,50% 1972-1 18.873,69 7,50% 1972-2 15.213,75 7,50% 1973-1 11.079.08 7,50% 1973-2 10.458.40 7,50% 1974-1 6.714.71 7,50% 1975-1 5.504,52 7,50% 1975-2 4.097,33 7,50% 1976-1 3.743,05 7,50% 1976-2 3 049.36 7.50% 1977-1 2.691.66 7,50% 1977-2 2.317,13 7,50% 1978-1 1.825,10 7,50% 1978-2 1.480,24 7,50% 1979-1 1.240,91 7,50% 1979-2 960,53 7,50% 1980-1 838,03 Innlv. 1980-2 665.57 7.50% 1981-1 566.71 7,50% 1981-2 411,80 7,50% 1982-1 387,22 7,50% 1982-2 294,34 7,50% 1983-1 224,97 7,50% 1983-2 142,87 7,50% 1984-1 139,12 7,50% 1984-2 132,07 7,50% 1984-3 127,64 7,50% 1985-1 Nýttutboft 7,00% 1975-G 3 390,09 8.00% 1976-H 3.133,70 8,00% 1976-1 2.377,04 8,00% 1977-J 2.128,11 8,00% 1901-1FL 448,25 8,00% 1985-ISlS 87,12 10,70% tn mm.d. 95 d. 225 d. 95 d. 95 d. 225 d. 95 d. 210 d. 225 d. 270 d. 225 d. 285 d. 90 d. 285 d. 90 d. 255 d. 95 d. 15.04.85 135 d. 225 d. 1 *r 125 d. 261 d. 111 d. 261 d. 1 ár 141 d. 1 ar 231 d. 2*r90d. 2 *r 152 d. 2 *r 210 d. 171 d. 290 d. 1 *r 170 d. 1 *r 291 d. 321 d. 4 *r 291 d. Veðskuldabréf - verðtryggð LAnst 2sfb Nafrv vextir Sötugengt m.v. mism ávöxtunar- HLV kröfu 12% 14% 16% 1 *r 4% 95 93 92 2*r 4% 91 90 88 3*r 5% 90 87 85 4*r 5% 88 84 82 5*r 5% 85 82 78 6*r 5% 83 79 76 7*r 5% 81 77 73 8 ar 5% 79 75 71 9*r 5% 78 73 68 10 sr 5% 76 71 66 Nýtt a verðbrétamarkaði IB 1985-1 til 10 *ra Alb.: 10. GO: 10»7. NV: 2% Avoxtunarkrafa 10% 11% 12% Söiugsngi pr. kr. 100: 77 7> 74,87 72,13 Veðskuldabre! - OTerðtrrggð Söiugengi m.v. LAnst. 1 afbaári 2afb. **ri 20% 28% 20% 28% 1*r 79 84 85 89 2 ar 66 73 73 79 3*r 56 63 63 70 4ár 49 57 55 64 5*r 44 52 50 59 Þú œttii að kaupa KJARABRÉF Þú íœrð hámarksávöxtun en tekur lágmarks áhœttu. Þú getur innleyst kjarabréfin hjá Verðbréíasjóðnum með nokkurra daga fyrirvara. Þú lœtur sérírœðinga í verðbréfaviðskiptum vinna íyrir þig. Þú sparar tíma og fyrirhöín. Þú veist alltaí hvert verðgildi kjarabréíanna er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra. Nafnverð kjarabréíanna er kr. 5.000 og 50.000. Þannig geta allir veria mea. ^ Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Kjarabréíin eru handhaíabréí. Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.