Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 33
MORQ UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1985 33 Hinn eldhressi Reynir Pétur kom eins og ferskur vindblær á skjánum inn á hvert heimili í landinu. Var þessari kvartsáru, væluþjóð — þ.e. eins og hún birt- ist í fjölmiðlunum — góð lexía. íþróttahús vantar austur í Sól- heimum og Reynir Pétur gerir eitthvað í málinu. Leggur á sig langa göngu til að safna með því fé og hvetja fólk til að leggja lið. Afskaplega var gott að heyra í honum í spjalli hans við Omar Ragnarsson. Auk þess virðist Reynir Pétur svo miklu næmari á marga hluti f umhverfinu en við meðaljónarnir, sem vísast höfum ruglað radarinn með alls kyns klissíum og aðvífandi þrýstingi. Þetta næmi á blæ- brigðin gægðist víða fram í at- hugasemdum hans, fyrir nú utan þetta frábæra skynbragð á tölur og fjarlægðir. „Svo fara Vestfirðir að skilja við okkur og þá vona ég að þeir velji sér fallegan fána,“ sagði Reynir Pétur er hann talaði um gerð þjóðfánanna. Ekki svo að skilja að maður trúi því að Vest- firðir muni á næstunni segja sig úr lögum við hinn helming landsins og sigla sinn sjó. En næmt eyra Reynis Péturs nemur kannski tóninn í umhverfinu og mishljóminn í hinni íslensku samfélagssinfóníu. Og tölvuheili hans dregur af því svipaða álykt- un og Egill heitinn Skalla- grímsson: „Ætla eg að þar myndi vera hrundingar eða pústrar eða bær- ist að um síðir að allur þing- heimur berðist." Egill þóttist vita að varla yrðu menn sáttir á hvernig skipta skildi silfrinu, ef hann dreifði því yfir þingheim. Og hvað heyrir næmt eyra raun- ar nú þúsund árum síðar? Óþarfi að líta frekar til þessa lands- hluta en landsins alls. Hvar- vetna hefur velmeinandi fólk unnið hörðum höndum að því undanfarna einn til tvo áratugi að skipta íslendingum i smáar stríðandi einingar, sem hver um sig sér bara svolítinn hring í kring um sig sjálfa og talar eins og hún sé rétt um það bil að segja sig úr lögum við alla hina. Við sjáum flokka þéttbýlisfólks andspænis sveitafólki, unga and- spænis öldruðum, kvennaflokka andspænis karlahópum, lands- byggðarfólk andspænis höfuð- borgarfólki, einstæða andspænis hjónafólki, umkomulausa and- spænis aðstöðufólki, opinbera starfsmenn andspænis almennu launafólki, o.s.frv. Næmt eyra heyrir vopnagnýinn. Er kannski nokkuð skrytið þótt af því sé dregin sú ályktun að einhverjir séu um það bil að segja skilið við hina eða hrindingar og pústrar að hefjast? Að þessari lagkökuskiptingu í okkar samfélagi hefur af alúð verið unnið, og hún vandlega reyrð í lagasetningar þegar ein- hver hópurinn gerir hróp að al- þingismönnum eða bara alþing- ismanninum „sinum". Og nú eru allir að verða komnir á sína sneið í lagkökunni, afmarkaða frá hinum meó einangrandi rétt- indasultu, og svo um búið að lítil hætta sé á að smitist í gegn. De Gaulle sagði eitthvað á þá leið þegar fram af honum gekk sundrungin í Frakklandi, áður en hann tók til hendi: „Hvernig á að stjórna þjóð sem þarf að framleiða yfir 240 þúsund mis- munandi ostategundir?" Já, hvernig á að stjórna fámennri þjóð sem er að skipta sér upp í smáparta? Ætli brestirnir séu ekki bara í grunninum sem allt hvílir á? Að það sé stjórnarskrá- in með kosningalöggjöfinni sem skiptir þessu fáa fólki niður í svo smáar púðurhlaðnar einingar? Því í ósköpunum megum við ekki öll eiga jafnan hlut í þessum um- hyggjusömu þingmönnum og rikisstjórn? Hafa þá alla í einu íslensku kjördæmi og ætlast til þess að þeir beri umhyggju fyrir öllum jafnt, ekki bara litlum hópi? Taki á eftir málefnum og með velferð allra i huga. Ekki ætti það að vera erfiðara en í ísrael, þar sem búa um 4 millj- ónir manna með margföldu utanaðkomandi böli á við okkur, að fylkja öllum saman — í eitt kjördæmi. Bandalag jafnaðar- manna hefur einmitt haft eitt kjördæmi á sinni stefnuskrá — þótt þeir séu kannski eitthvað farnir að huga að uppskiptingu núna. Mætti kannski finna botn- inn og tjasla í grunninn áður en hver siglir sína leið. Ein tegund af klofningi með vorri þjóð virðist nú á hvers manns vörum. Ekki veit ég hver er höfundurinn, en hver tekur upp eftir öðrum: „Á ísiandi búa orðið tvær þjóðir, hinir auðugu og þeir fátæku! Gjarnan vísað í breikkandi tekjumismun. Svo er gáð að rökunum fyrir þessum sannleika. Þá kemur svolítið skondið í ljós. Þrátt fyrir tekju- mismun þá virðist láglauna- fólkið eiga jafnmiklar eignir og hinir tekjuhærri. Þetta kemur fram í skrá hjá ríkissaksóknara, þar sem hjónum í landinu er skipt niður í alls 26 tekjubil eftir vergum tekjum. En eignirnar virðast í stórum dráttum þær sömu á hvaða tekjubil sem litið er, allt frá 140 þúsund kr. og upp í 700 þús. króna árslaun á árinu 1983 ( sem blaðamanni NT reiknaðist til að væru um 175—875 þús. króna tekjur 1984). Það er nefnilega nokkuð sama í hvaða tekjuflokk farið er, eign- irnar eru ósköp svipaðar og fjöldi þeirra sem eiga nægilega miklar eignir til að þær komi til eignaskatts nokkurn veginn jafn stór miðað við heildarfjöldann. Það verður ekki fyrr en komið er yfir 700 þúsund króna og upp í miiljón króna árslaun 1983 að eignir vaxa. Allur obbinn af fólkinu með tekjur frá 140 þúsund til 700 þúsund á árinu 1983 á drjúgar eignir. Um 94% í hverjum tekju- flokki átti skuldlausa eign. Upp á 1,7 milljón krónur hjónin á tekjubilinu 530—700 þús. kr. á ári og upp á 1,6 þau láglauna- hjón sem töldu fram 170—175 þúsund króna tekjur. Munurinn á eignalegri stöðu virtist ótrú- Iega lítill, og svo geta menn velt fyrir sér hvernig á því stendur. Hver sem niðurstaðan verður gæti maður kannski látið sér detta í hug að klofningurinn í íslensku samfélagi sé einhvers staðar meiri en milli eignalausra og eignafólks. Með nútímatækni mætti kannski setja öll þjóðar- brotin í samfélaginu inn í tölvu og keyra út saman nokkra þætti, t.d. íbúðastærðir og landshluta o.s.frv. og byrja á því að reyna að leiða fyrst saman þá sem flest eiga sameiginlegt og sætta burtséð frá gömlum klissíum. Svona rétt til þess að einhverjir hópar villist ekki fyrir misskiln- ing út úr íslensku samfélagi. Ekki treystir Gáruhöfundur sér til að reikna á við Reyni Pétur og gefst því hreinlega upp hér. Hvað um það, gaman var að sjá glaðlegt óvílsamt andlitið á honum Reyni Pétri á skjánum heima hjá sér. Það bætir og hressir. Sömu helgi vænkaðist hagur Strympu enn við góðan hlátur við að njóta hressandi glaðværðar hennar Guðrúnar Stephensen sem bætti enn einni frábærri kerlu í hlutverkasafn sitt í „Valborg og bekkurinn" í Þjóðleikhúskjallaranum. „Vandamál" aldraðra hverfa sem dögg fyrir sólu þegar Val- borg syngur af hjartans lyst: Að sjást og vera saman, er saklaust og gaman. Að sjást og vera saman, er samfélagslist. Við hér okkur hlýjum, nú hlær sól úr skýjum. Að sjást og vera saman og sífellt geta hist. Peningamarkaðurinn GENGIS- SKRANING 7. júní 1985 Kr. Kr. Toll- Kin. KL 09.15 Kaup Sala ffe»«i IDollari 4I350 41,470 41,790 lSLpund 52,680 52433 52484 Kul dollari 30,171 30459 30,362 1 liönsk kr. 3,7719 3,7829 3,7428 1 Norslt Itr. 4,6895 4,7031 4,6771 lSanskkr. 4,6670 4,6806 4,6576 IFLmark 6,4903 64092 6,4700 1 ft. franki 4/1353 4,4481 4,4071 1 Belg. franki 0,6711 0,6731 0,6681 lSv. franki 16,1005 16,1472 15,9992 1 lloll. fryllini 11,9977 12,0325 11,9060 IV-Kmark 134241 134634 13,4481 1ÍL lira 0,02119 0,02125 0,02109 1 Austurr. ach. 1,9246 1,9302 1,9113 1 l’ort. esrndo 0,2370 04377 04388 ISp.peseti 04383 04390 04379 1 Jap. yen 0,16642 0,16690 0,16610 1 Irakt pund 42442 42,465 42,020 SDR. (SémL dráttarr.) 414304 414501 414085 1 Bel(>. franki 0,6680 0,6699 INNLÁNSVEXTIR: Sparisjóð*b*kur------------------ 22,00% SpsritjóðsrMkningar með 3ja mónaða uppsðgn Alþýðubankinn................ 25,00% Búnaöarbankinn............... 23,00% Iðnaðarbankinn1*............. 23,00% Landsbankinn................. 23,00% Samvinnubankinn.............. 23,00% Sparisjóðir3!................ 23,50% Útvegsbankinn................ 23,00% Verzlunarbankinn............. 25,00% með 6 mónaöa uppsðgn Alþýðubankinn................ 28,00% Búnaöarbankinn............... 26,50% iönaöarbankinn1*............. 29,00% Samvinmibankinn.............. 29,00% Sparisjóðir3*................ 27,00% Útvegsbankinn................ 29,00% Verzlunarbankinn............. 29,50% með 12 mónaða uppsðgn Alþýöubankinn................ 30,00% Landsbankinn................. 26,50% Útvegsbankinn................ 30,70% með 18 mónaða uppsðgn Búnaöarbankinn............... 35,00% Innlónsskirteini Alþýðubankinn................ 28,00% Búnaðarbankinn............... 29,00% Samvinnubankinn.............. 29,50% Sparisjóöir.................. 28,00% Útvegsbankinn................ 29,00% Verðtryggðir reikningar miðað við lónskjaravisitðlu með 3ja mónaða uppsðgn Alþýöubankinn................. 1,50% Búnaðarbankinn................ 1,00% lönaðarbankinn1).............. 1,00% Landsbankinn.................. 1,00% Samvinnubankinn................ 1,00% Sparisjóðir3'................. 1,00% Útvegsbankinn................. 1,00% Verzlunarbankinn.............. 2,00% með 6 mónaða upptðgn Alþýöubankinn................. 3,50% Búnaöarbankinn................ 3,50% lönaöarbankinn11.............. 3,50% Landsbankinn.................. 3,00% Samvinnubankinn....... ....... 3,00% Sparisjóðir3>................. 3,50% Útvegsbankinn................. 3,00% Verzlunarbankinn.............. 3,50% Ávítana- og hlaupareikningar: Alþýöubankinn — ávísanareikningar......... 10,00% — hlaupareikningar.......... 17,00% Búnaöarbankinn................ 10,00% lönaöarbankinn................ 8,00% Landsbankinn..................10,00% Samvinnubankinn — ávisanareikningur......... 10,00% — hlaupareikningur............8,00% Sparisjóöir...................10,00% Útvegsbankinn.................10,00% Verzlunarbankinn..... ........ 10j»% Stjömureikningar Alþýöubankinn2*............... 8,00% Alþýðubankinn..................9,00% Safnlón — heimilislón — IB-lón — piúslón með 3ja til 5 mónaða bindingu lönaöarbankinn................ 23,00% Landsbankinn.................. 23,00% Sparisjóöir................... 23,50% Samvinnubankinn............... 23,00% Útvegsbankinn................. 23,00% Verzlunarbankinn..... ........ 25,00% 6 mónaða bindingu eða lengur lönaóarbankinn............... 28,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóöir.................. 27,00% Útvegsbankinn................ 29,00% 1) Mónaðartega er borin saman órsóvðxtun ó verðtryggöum og óverðtryggöum Bónus- reikningum. Aunnir vextir verða leiðréttir í byrjun nasta mónaðar, þannig að óvðxtun verðt mtöoð við það reikningsform, sem hærri óvðxtun ber ó hverjum tíma. 2) Stjörnureikningar eru verðtryggðir og geta þeir sem annað hvort eru eldri en 84 óra eða yngri en 16 óra stofnað slíka reikninga. Innlendir gjaldeyrisreikningar Bandaríkjadollar Alþýöubankinn.................8,50% Búnaðarbankinn................8,00% lönaöarbankinn................8,00% Landsbankinn..................7,50% Samvinnubankinn...............7,50% Sparisjóðir...................8,00% Útvegsbankinn.................7,50% Verzlunarbankinn..............8,00% Sterlingspund Alþýðubankinn................ 9,50% Búnaöarbankinn............... 12,00% Iðnaöarbankinn............... 11,00% Landsbankinn.................11,50% Samvinnubankinn..............11,50% Sparisjóöir.................. 11,50% Útvegsbankinn................ 11,50% Verzlunarbankinn.............12,00% Vestur-þýsk mðrk Alþýöubankinn.................4,00% Búnaöarbankinn................5,00% lönaóarbankinn............... 5,00% Landsbankinn..................4,50% Samvinnubankinn...............4,50% Sparisjóöir.................. 5,00% Útvegsbankinn.................4,50% Verzlunarbankinn............. 5,00% Danskar krónur Alþýöubankinn................ 9,50% Búnaöarbankinn............... 10,00% lönaðarbankinn............... 8,00% Landsbankinn................. 9,00% Samvinnubankinn.............. 9,00% Sparisjóöir.................. 9,00% Utvegsbankinn................ 9,00% Verzlunarbankinn............. 10,00% ÚTLÁNSVEXTIR: Almennir víxlar, forvextir. Landsbankinn................. 28,00% Útvegsbankinn................ 28,00% Búnaöarbankinn............... 28,00% lönaöarbankinn............... 28,00% Verzlunarbankinn............. 29,50% Samvinnubankinn.............. 29,50% Alþýöubankinn................ 29,00% Sparisjóðimir................ 29,00% Viðskiptavíxlar Alþýöubankinn.................31,00% Landsbankinn................. 30,50% Búnaöarbankinn............... 30,50% Sparisjóóir.................. 30,50% Samvinnubankinn...............31,00% Verzlunarbankinn............. 30,50% Útvegsbankinn................ 30,50% Yfirdróttarlón af hlaupareikningum: Landsbankinn................. 29,00% Útvegsbankinn.................31,00% Búnaöarbankinn............... 29,00% lönaóarbankinn............... 29,00% Verzlunarbankinn............. 31,50% Samvinnubankinn.............. 30,00% Alþýöubankinn................ 30,00% Sparisjóöimir................ 30,00% Endursel|anleg lón fyrir innlendan markaö______________2645% lón í SDR vegna útflutningsframl._10,00% Skuldabróf, almenn: Landsbankinn................. 30,50% Utvegsbankinn.................31,00% Búnaöarbankinn............... 30,50% lönaöarbankinn............. 30,50% Verzlunarbankinn............. 31,50% Samvinnubankinn.............. 32,00% Alþýöubankinn.................31,50% Sparisjóöimir............... 32,00% Viðskiptaskuldabróf: Landsbankinn................. 33,00% Utvegsbankinn................ 33,00% Búnaöarbankinn............... 33,00% Verzlunarbankinn............. 33,50% Samvinnubankinn.............. 34,00% Sparisjóðimir................ 33,50% Verðtryggð lón miðað við lónskjaravisitðlu i allt aö 2% ár....................... 4% lengur en 2V4 ár...................... 5% Vanskilavextir....................... 42% Á.._aLsil/inUpA4 uveroiryggo SKuiaaDreT útgefin fyrir 11.08.'84........... 30,90% Lífeyrissjóðslán: Lífeyrissjóður starfsmanna rikisins: Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur og er lániö vísitölubundiö meö láns- kjaravísitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess. og eins ef eign sú, sem veö er í er lítllfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lifeyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lifeyrissjóönum 168.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 14.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. A timabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaólld bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns- upphæöar 7.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaólld er lánsupphæóin oröin 420.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast vió 3.500 krón- ur fyrir hvern ársfjóröung sem liöur. Því er í raun ekkert hámarkslán i sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö lánskjaravísitölu, en lánsupphæðin ber nú 5% ársvexti. Lánstiminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Þá lánar sjóöurinn meö skilyröum sérstök lán til þeirra, sem eru eignast sína fyrstu fasteign og hafa greitt til sjóösins samfellt í 5 ár, kr. 460.000 til 37 ára. Lánskjaravisitalan fyrir júni 1985 er 1144 stig en var fyrir mai 1119 stig. Hækkun milli mánaöanna er 2,2%. Miö- að er viö visitöluna 100 i júní 1979. Byggingavísitala fyrir apríl til júní 1985 er 200 stig og er þá miöaö viö 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabréf í fastelgna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. Sérboð Nafnvuxtlr m.v. Hðfuöatól*- óverötr. verötr. Vurðtrygg. tmralur vaxta Óbundið fé kjðr kjör tímabil vaxtuáéri Landsbanki. Kjörkxik: 1) 7—31.0 1.0 3 mán. Utvegsbanki. Abðl 22—33,1 1.0 1 mán. 1 Búnaöarb , Sparib: 1) 7—31.0 1.0 3 mán. 1 Verzlunarb., Kaskóreikn: 22-29.5 3.5 3 mán. 4 Samvinnub., Hóvaxtareikn: 22—30,5 1—3,0 3 mán. 2 Alþýöub., Sérvaxtabók: 27—33.0 4 Sparisjóðir. Trompreikn: Bundíöfé: 30.0 3,0 1 món. 2 lönaöarb., Bónusreikn: 29.0 3.5 1 mán. 2 Bunaðarb. 18 man. reikn 35,0 3,5 6 mán. 2 1) Vaxtaleiörétting (úttektargjald) er 1,7% hjá Landsbanka en 1,8% hja Búnaðarbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.