Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1985 Minning: Hersteinn Magnús son yfirvarðstjóri Fcddur 4. febrúar 1946 Dáinn 1. júní 1985 Á morgun, mánudaginn 10. júní, verður kvaddur frá Bústaðakirkju i Reykjavík Hersteinn Magnússon yfirvárðstjóri ritsímans í Reykja- vík. Þegar okkur samstarfs- mönnum Hersteins barst andláts- fregn hans, var sem ský drægi fyrir sólu og meðal okkar ríkir nú K djúpur söknuður. Hersteinn ólst upp í Reykjavík, hann var sonur hjónanna Þórdísar Árnadóttur og Magnúsar Guð- mundssonar. Þegar hann hafði lokið gagnfræðanámi lá leiðin i Loftskeytaskóiann og þaðan lauk hann prófi árið 1965 með góðum vitnisburði. Hann valdi fjar- skiptaþjónustuna, sem framtíð- arstarf, byrjaði á sjónum og starf- aði þar sem loftskeytamaður til ársins 1971. Þá hóf hann störf á fjarskiptasviði Pósts og síma hjá ritsíma símstöðvarinnar í Reykja- vík. Það var mikill fengur fyrir stofnunina að fá Herstein til starfa, því hann hafði brennandi áhuga á öllu, sem varðaði fjar- skipti, því voru honum falin mörg trúnaðar- og fræðslustörf. Hann kenndi við Póst- og símaskólann þær námsgreinar, sem tilheyra telex- og skeytaþjónustu með góð- um árangri, því Hersteinn var góður uppfræðari og mikill náms- maður. Það sýndi sig þegar hann lauk stúdentsprófi frá Oldunga- deild Menntaskólans við Hamra- hlíð fyrir tveimur árum og þar á eftir innritaði hann sig í dönsku við heimspekideild Háskóla ís- lands og stundaði nám samhliða vinnu sinni, án þess að það kæmi niður á störfum hans. Þvert á móti kom þetta starfi hans til góða, því hann var óspar á að miðla þeim sem störfuðu með hon- um af kunnáttu sinni. Oft var hann spurður, hvort hugurinn stefndi ekki inn á aðrar brautir, sem gæfu meira í aðra hönd eftir að vera búinn að afla sér svona staðgóðrar menntunar. Svar hans var nei, hér liði honum vel og á þessu hefði hann áhuga. Það kom sér líka vel fyrir stofnunina, því nú á síðustu árum hafa orðið stórkostlegar tækniframfarir á fjarskiptasviðinu og uppbygging nýrra þjónustugreina, sem Her- » steinn hefur unnið mikið að fyrir ritsímann. Hersteinn og kona hans, Sigríð- ur Skúladóttir hjúkrunarkona, hafa verið mjög samhent í að byggja sér og dætrum sínum fal- legt heimili að Birkigrund 21, Kópavogi. Þau gengu í hjónaband 24. okt. 1970 og eignuðust tvær mannvænlegar dætur, Herdísi, sem var fermd nú í vor, og Ásl- augu, sem er yngri. Hersteinn er kvaddur með virð- ingu og þakklæti, en þungum söknuði okkar, sem störfuðum með honum. Frá mér og minni fjölskyldu eru færðar dýpstu sam- úðarkveðjur eiginkonu hans, Sig- * ríði, dætrunum Herdísi og Ás- laugu, móður hans, tengdamóður, bróður, systur og fjölskyldum þeirra. Megi minningin um hlýjan dreng og góðan verða sorginni yf- irsterkari. Ólafur Eyjólfsson Dauðinn kveður dyra þegar minnst varir. Við skyndilegt og ótímabært fráfall vinar og sam- starfsmanns verða orð svo lítils megnug. Hersteinn er horfinn yfir móðuna miklu í blóma lífsins langt um aldur fram. Leiðir okkar Hersteins lágu fyrst saman þegar ég hóf störf við Ritsímann fyrir 12 árum. Þó við værum ólíkir menn að upplagi tókust snemma með okkur góð kynni. Haustið 1979 hófum við saman nám í Öldungadeild MH. Þau ár sem þá fóru í hönd tengd- umst við sterkum böndum. Við unnum mikið saman og höfðum stuðning hvor af öðrum. Við deild- um saman erfiðinu og ánægjunni þegar hver áfangi var að baki. Við þessar aðstæður fór ekki hjá því að við kynntumst náið. Hersteinn lauk stúdentsprófi 1983 með góð- um árangri. Hersteinn hafði mikla ánægju af starfi sínu og sýndi stöðugt á sér nýjar hliðar þegar honum var falin meiri ábyrgð. Hann bjó yfir þeim hæfileika að vaxa með hverju verkefni og var óragur að takast á við þau vandamál sem upp komu í hita og þunga dagsins. Hann hafði óvenju gott lag á fólki, lipur og greiðvikinn en jafnframt ákveðinn og úrræðagóður. Síðast- liðið ár hafði hann tekið að sér ný verkefni sem tengdust notkun tölvutækni við starfið. Hann tókst á við þessi verkefni af elju og at- orku og hafði náð góðum árangri. Hann hafði jafnframt hug á að afla sér frekari þekkingar á því sviði. Undanfarið eitt og hálft ár stundaði hann nám við Háskóla íslands í dönsku. Til þess notaði hann frítíma sinn og lýsir það vel því starfsþreki sem hann bjó yfir. Hann hafði því mörg járn í eldin- um án þess þó að eitt kæmi niður á öðru. Þaö fór ekki fram hjá neinum sem til þekkti að Hersteinn var gæfumaður í einkalífi og fjöl- skyldan einstaklega samhent. Því er missir þeirra mikill. Megi al- mættið styrkja Siggu og dæturnar í sorg þeirra og minningin um góðan dreng verða sorginni yfir- sterkari. Árni Arnarson Hlý og góð orð kosta lítið, en þau varpa alltaf ánægjugeislum á lífsbraut þess, sem þau eru töluð til. Þessi orðu komu fyrst í huga minn þegar ég frétti hið skyndi- lega fráfall Hersteins Magnússon- ar, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann fyrsta þessa mánaðar, aðeins 39 ára gamall. Það rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég sá þennan vin minn fyrst, að- eins 5 ára, það var þegar ég og fjölskylda mín fluttum í sama hús á Skúlagötunni og hann átti heima í, já lítill hnokki með hrokkið hár og tindrandi augu, gægðist niður í stigann til að fylgjast með flutningunum. Síðan hef ég fylgst með þessum vini mínum, en á milli heimilanna á Skúlagötu hafa haldist tryggða- bönd alla tíð, þó svo að við flyttum þaðan. Hersteinn, eða Hessi eins og hann var alltaf kallaður, fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1946, sonur sæmdarhjónanna Þórdísar Árna- dóttur og Magnúsar Guðmunds- sonar, sem lést árið 1984. Hann var yngstur barna þeirra en hin eru Árni og Jensína. Fá systkini þekkti ég sem voru samrýndari, enda öll vel af guði gerð og til sóma fyrir foreldra sína. Þegar Hessi var ungur drengur var eitt hans mesta áhugamál fótbolti, og hafði ég mikla ánægju af að fylgj- ast með honum og knettinum, við ræddum oft um knattspyrnu og höfðum ánægju af þessum umræð- um. Þegar Hessi byrjaði í gagn- fræðaskóla kom hann að máli við mig og bað mig að lesa með sér dönsku, var það auðsótt og höfð- um við báðir ánægju af þessu samstarfi. Þegar ég lít til baka og hugsa um þennan vin minn, hrannast upp minningar, en þær eru allar á einn veg. Hann var einstakur drengur, unglingur og heimilisfaðir, alltaf sama prúðmennið og stutt í bros- ið. Þórdís mín, Hessi var sonur eins og alla foreldra dreymir um að eignast, þú þurftir aldrei að hafa áhyggjur af honum, hann hafði allt sem prýtt getur einn mann, sannkallaður sólargeisli. Eftir að Hessi lauk gagnfræða- prófi fór hann í Loftskeytaskóla íslands og útskrifaðist árið 1965, hann byrjaði til sjós og var þar á meðan hann var óbundinn. Síðan hætti hann til sjós þegar hann gekk að eiga unnustu sína, Sigríði Skúladóttur, hjúkrunarkonu. í einkalífinu var hann mikill láns- maður, Hessi og Sigga voru sér- staklega samrýnd hjón og báru djúpa virðingu hvort fyrir öðru. Þau áttu tvær dætur, Herdísi og Áslaugu, miklar dugnaðarstúlkur. Það er gott að vita ekki fram í tímann, og síst hefði mig grunað þegar við hjónin fórum í ferming- arveislu Herdísar sl. vor að þetta yrði i síðasta sinn sem við sæjum vin okkar. Heimilið hjá þeim er sérstakt, smekklegt og myndarlegt, þar ríkti sérstakur heimilisandi, þar sem allir fjölskyldumeðlimir nutu sín og tóku tillit hver til annars. Hugur minn stöðvast við orðið hamingja, hana getum við öðlast eingöngu með þeim skilyrðum, að lofa öðrum að eignast hana með sér. Sigga mín, og litlu stelpurnar mínar, guð gefi ykkur styrk og munið að góðar minningar getur enginn tekið frá ykkur. Hessi var alla tíð dugnaðarfork- ur og gott dæmi um það var þegar hann brá sér í Öldungadeildina og tók stúdentspróf fyrir fáum árum og dreif sig í Háskóla íslands til að stunda dönskunám, en hann var alltaf hrifinn af dönsku þjóð- inni og Danmörku. Hann vann alltaf langan vinnudag, en hlaut í vöggugjöf stórkostlega skipu- lagsgáfu, hann virtist komast yfir svo ótrúlega margt. Þrátt fyrir mikið annríki gaf hann sér alltaf góðan tíma fyrir móður sína og tengdamóður, en þær eru báðar orðnar ekkjur (og fann hann til sérstakrar skyldu gagnvart þeim). Dodda mín, í þeirri miklu sorg á ég engin orð sem eru nógu stór, en hugur minn segir mér að hann Hessi þinn hafi verið kallaður til æðri starfa. Lífið er stærsta ráð- gátan, dauðinn mesti leyndardóm- urinn og guð stærsta hugsunin. Ég, Ellen og börnin okkar vott- um okkar dýpstu samúð öllum að- standendum Hersteins Magnús- sonar. Einar Björnsson Hann fór án fyrirvara hann Hersteinn Magnússon vinur minn sem lést laugardaginn 1. júní síð- astliðinn og verður jarðsettur mánudaginn 10. júní. I birtu vorsins hefur dregið upp dökkt ský á himni okkar sem þekktum hann. Það er höggvið skarð sem verður ekki fyllt. Mað- urinn með Ijáinn hjó snöggt og óvænt þegar Hersteinn, aðeins 39 ára að aldri, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi. Það er erfitt að sætta sig við að skilja að Hessi sé ekki á meöal okkar leng- ur. Og því miður þá munum við Hessi víst ekki ræða málin í bráð, en að því hlýtur þó að koma aftur þegar mitt kerti er brunnið. Hersteinn var lærður loft- skeytamaður, hann lauk prófi frá Loftskeytaskólanum vorið 1965, þannig að honum var skammtaður starfsaldur í nákvæm 20 ár. Framan af starfaði hann aðallega sem loftskeytamaður á sjó, fyrst á togaranum Ingólfi Arnarsyni hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og síðar hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að hann varð fjölskyldu- maður kaus hann heldur að starfa í landi. Þar hóf hann störf hjá Pósti og síma, fyrst í loft- skeytastöðinni í Gufunesi þar sem hann hafði reyndar unnið um skamma hríð áður en hann fór á sjóinn og síðan hjá ritsímanum í Reykjavík. Hersteinn var yfir- varðstjóri hjá ritsímanum þegar hann lést. Auk þess tók Hersteinn stúdentspróf úr öldungadeild menntaskólans í Hamrahlíð fyrir tveim árum og stundaði í fram- haldi af því dönskunám við Há- skóla íslands. Allt þetta nám stundaði Hersteinn með fullri vinnu. Hersteinn var ávallt hress í um- gengni, hann reytti af sér brand- arana ef svo bar undir og var mað- ur hjálpsamur. Ég á honum óþakkaðar þær stundir sem hann eyddi með mér í mótarif og mal- armokstur þegar ég stóð í hús- byggingu. Um þá aðstoð þurfti ekki að biðja, hún var boðin fram. En hann var einnig harður bar- áttumaður, dugmikill og ákveðinn með fastar skoðanir. Hann barðist hart fyrir sínu máli ef hann taldi að sér vegið. Árið 1970 gekk Hersteinn að eiga Sigríði Skúladóttur hjúkrun- arkonu. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Herdísi sem nú er 14 ára og Áslaugu sem er 11 ára. Sigríður var Hersteini einstak- lega góð eiginkona og dæturnar augasteinar og stolt föðurins. Því er nokkur huggun í harmi sú vissa, að Hersteinn var gæfumað- ur þann tíma sem hann átti í þessu jarðlífi. En það er mikið áfall fyrir samhenta fjölskyldu að missa eiginmann og föður, harmur sem einungis tíminn getur grætt. Það var ávallt gott og gaman að koma á heimili þeirra Siggu og Hessa að Birkigrund 21, Kópavogi, til að ræða málin og rifja upp gamlar minningar. Vináttan við Siggu og Hessa er mér og fjöl- skyldu minni mikils virði og á tímamótum sem þessum saknar maöur mest að hafa ekki rækt vin- áttuna enn betur. Við komum síðast í heimsókn til þeirra í vor þegar eldri dóttirin, hún Herdís, var fermd. Það var ánægjustund, það geislaði af gleði og Hersteinn naut sín sem rausn- arlegur og kátur gestgjafi. Ekkert var fjær huga okkar þá en að þetta væri í síðasta sinn sem við sæjum hann á lífi. Við munum geyma hann í minningunni eins og hann var þá, og reyndar alltaf hress og kátur. Elsku Sigga, Herdís og Áslaug, orð eru til lítils megnug, en við Anna sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Við Hessi kynntumst ungir í skóla og höfum verið góðir vinir síðan. Margar ánægjulegustu minningar unglingsáranna eru tengdar samstarfi okkar Hessa, þegar við brölluðum saman ýmis- legt eins og unglingar gera. Þá var alltaf gott að koma í heimsókn á æskuheimili Hessa í Ásgarði 33, því foreldrar hans, þau Þórdís Árnadóttir og Magnús Guð- mundsson, voru alltaf einstaklega elskuleg og áttu í manni nánast hvert bein. Magnús faðir Hertseins lést fyrir um ári, en móður hans, henni Þórdísi sem þarf að sjá á bak yngsta syni sínum, votta ég mina innilegustu samúð og einnig systkinum hans, þeim Árna og Lilly, og fjölskyldum þeirra. Benni Dagur er að kvöldi kominn. Við erum saman komin til að eiga Ijúfa kvöldstund og halda upp á 20 ára útskrift úr Loftskeytaskólan- um. Gleðin skín úr hverju andliti og allir gleðjast. Engan grunar hve skammt er í stóru höggin. Fáeinum stundum síðar er Hersteinn Magnússon vinur okkar allur. Þannig er lífsins gangur, enginn veit hvar eða hvenær næsta högg ríður. Eftir stöndum við hljóð og slegin því stóru högg- in verka vítt. Vottum Siggu og dætrunum ásamt ættingjum og vinum okkar einlægustu hluttekningu. Skólafélagar úr Loftskeytaskólanum. Hann Hessi bróðir er dáinn. Enn höfum við systkinin ekki áttað okkur á þessu til fulls, að hann hafi verið kallaður svo skyndilega á brott úr blóma lífs- ins, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu aðeins 39 ára. Hann sem var svo ráðagóður, fylgdist svo vel með fjölskyldum okkar, jafnt í gleði og sorg. Hersteinn fæddist í Reykjavík, 4. febrúar 1946, sonur Magnúsar Guðmunds- sonar frá Melum í Árneshreppi á Ströndum, en hann lést 1984, og Þórdísar Árnadóttur, frá Þver- hamri í Breiðdal. Fyrstu æviár sín bjó hann að Skúlagötu 70, og var þar aðalleiksvæðið sparkvöllur sem er á milli Skúlagötu og Laugavegs, og spiluðu strákarnir þar fótbolta langt fram á kvöld og gekk móður okkar oft illa að ná honum inn á kvöldin, því kappið og leikgleðin var svo mikil. Síðar gekk hann í Knattspyrnu- félagið Fram og svo síðar í Víking, þegar við fluttum inn í Ásgarð 33. I Víking spilaði hann með yngri flokkunum og sinn fyrsta leik með meistaraflokki þegar hann var á fyrsta ári í 2. flokki. Hersteinn lauk prófi frá Loftskeytaskólanum 1965. Eftir að hann hafði lokið 1. bekk í Loftskeytaskólanum bauðst honum sumarvinna sem loft- skeytamaður við Raufarhafnar- radíó og tók hann því þó svo hann yrði að taka þá ákvörðun að hætta að æfa með unglingalandsliðinu, en hann hafði verið valinn til unglingalandsliðsæfinga það ár. Eftir loftskeytanám fór Hersteinn til starfa við Gufunesradíó, en réðst síðan árið 1%5 sem loft- skeytamaður á b/v Ingólf Arnar- son, hjá hinum valinkunna afla- manni Sigurjóni Stefánssyni, og var hann á því skipi frá 1965— 1970. Hann dáði alla tíð Sigurjón og einnig Grím Jónsson 1. stýri- mann. Árið 1970 fer hann til Landhelgisgæslunnar og er þar loftskeytamaður í 1. ár. Hersteinn gifti sig 1970 Sigríði Skúladóttur, þá nýútskrifaðri hjúkrunarkonu, foreldrar hennar eru Skúli Björnsson, sem lést 1974, og Ás- laug Ágústsdóttir. Hersteinn og Sigríður eignuðust tvær dætur, Herdísi f. 1971 og Áslaugu f. 1973. Þau stofnuðu heimili á Sogavegi 101 í nýrri íbúð sem Hersteinn átti, en byggðu síðan hús að Birki- grund 21 Kópavogi og þar bjó Hersteinn til dauðadags. Her- steinn, Sigríður og dæturnar voru einstaklega sámhent í öllu, og eiga þær fallegar minningar um góðan eiginmann og föður. Hersteinn reyndist föður okkar og móður, mjög vel í veikindum föður okkar, einnig var mjög kært með Her- steini og tengdaforeldrum hans. Hersteinn hóf störf hjá Ritsím- anum í Reykjavík, sem símritari 1971 og varð síðan yfirvarðstjóri. I samtölum okkar systkinanna kom greinilega fram að hann var mjög ánægður í sínu starfi. Hann hóf nám við Menntaskól- ann í Hamrahlíð, öldungadeild, og stundaði námið með fullri vinnu. Hann varð stúdent 1983. Þá um haustiö hóf hann nám við Háskóla íslands og hafði lokið tveimur önnum í dönsku er hann lést. Við munum sakna mikið okkar kæra bróður, einnig makar okkar og börn, minningin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar. Her- steinn verður jarðaður frá Bústaðakirkju mánudaginn 10. júní. Við vottum eiginkonu hans, dætrum, móður, tengdamóður og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Systkini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.