Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 7
MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9.JÓNÍ 1985 •'tf Fjórðungsmótið í Reykjavík Fjórir stóðhestar sýnd- ir með afkvæmum — hátt í fjögur hundruð hross verða í keppni á mótinu UM ÁITATÍU kynbótahross munu væntanlega mæU til leiks á Fjórdungsm- óti sunnlenskra hesUmanna í Reykjavík samkvæmt upplýsingum sem feng- ust hjá Þorkeli Bjarnasyni hrossarækUrráðunaut. Þar af eru fjórir stódhest- ar sýndir með afkvæmum, þeir Skór 823 frá Flatey, Högni 884 frá Sauðár- króki, Náttfari 776 frá Ytra-Dalsgerði og Fönix 903 frá Vfk. Fimm til sex hryssur verða sýnd- síðastnefndu ræktunarbúin hafa ar með afkvæmum og í flokki ein- staklinga skiptist fjöldinn niður sem hér segir: Stóðhestar sex vetra og eldri eru fjórir, fimm vetra hest- ar fjórir og fimm fjögra vetra folar. Þrjátíu og tvær hryssur sex vetra og eldri hafa unnið sér þátttökurétt á mótinu, níu fimm vetra hryssur og þrettán fjögurra vetra. Athygli vekur hversu mörg fjögurra vetra hross verða á mótinu. Að sögn Þorkels er ekki frágengið hverjir verði fengnir til liðs við hann og Helga Eggertsson og Stef- án Tryggvason sem dæmdu í for- skoðuninni, en tveimur mönnum verður bætt við. Sagði Þorkell fjölda kynbótahrossa svipaðan og á mótinu á Hellu ’81 en gæta verði að því, að lágmarkseinkunnir væru talsvert hærri nú og sagðist hann búast við góðri sýningu á mótinu. 1 sambandi viö forskoðunina sagði Þorkell það hafa komið sér á óvart hversu fáir hafi orðið við tilmælum sínum um að skila vel útfylltum ættartölum með hrossunum við for- skoöun og er sýnt að grípa verður til þess ráðs í framtíðinni að vísa þeim hrossum frá dómi sem ekki fylgir viðunandi ættarskrá. I sýningu ræktunarbúa verða hross frá Reykjum í Mosfellssveit, Gufunesi, Bjarnastöðum i Grims- nesi, Laugarvatni og Kirkjubæ, tvö áður verið með í slíkum sýningum en að sögn aðstandenda munu koma fram ný hross að þessu sinni. í samtali við framkvæmdastjóra mótsins, Gísla B. Björnsson, kom fram að gæðingar verða rúmlega nfutíu og unglingar í kringum átta- tíu. í töltkeppni mótsins hafa tfu keppendur náð settu lágmarki á þessu ári, 85 stigum, en vitað er um allnokkra sem eiga þessi stig frá fyrri árum sem verður tekið gilt. Gat Gísli þess að í ráði væri að halda sérstakt mót, Silkiprentsmót, í stað Suðurlandsmótsins, sem hætt var við, og þar gæfist mönnum kostur á að reyna viö þetta lág- mark. Varðandi kappreiðarnar sagði Gísli að ekki hefðu mörg hross náð lágmarkseinkunnum á þessu ári en benti á að árangur frá síðasta ári væri tekinn gildur. Að siðustu vildi Gfsli geta þess að lokaskráningardagur fyrir allar keppnisgreinar væri mánudagurinn 10. júnf. Morgu nblaöiö/V aldi mar Gísli B. Björnsson framkvæmdastjóri Fjórðungsmótsins framan við hina nýopnuðu skrifstofu. í baksýn sést vinnandi fólk sem er fjölmennt þessa dagana i mótssvæðinu. Tryggvi sýnir í Slunkaríki IgaTirti, 6. jíní. TRYGGVI Ólafsson listmálari opnaði málverkasýningu í Slunka- ríki, sýningarsal Myndlistarfélags- ins á ísafirði, í dag. Á sýningunni eru fjórtán verk — tfu akrýlmyndir, þrjár klippimynd- ir og eitt sáldþrykk. Flestar eru myndirnar unnar í ár og f fyrra. Tryggvi hefur undanfarið sýnt í sýningarsal ASÍ f Reykjavík en þar sem flestar myndirnar seldust þar er hér nánast um nýja sýningu að ræða. Tryggvi sagði í samtali við frétta- ritara Morgunblaðsins að það væri alltaf gaman að koma i svona sjáv- arpláss, skoða bátana og upplifa æskudagana á Neskaupstað. Áætl- að er að sýningin standi til 20. júní, en Tryggvi heldur sjálfur utan nokkru fyrr en hann hefur búið í Kaupmannahöfn undanfarinn ald- arfjórðung. Állar myndirnar eru til sölu og að sögn Tryggva hefur hann lækkað verðið nokkuð frá því sem það væri í Kaupmannahöfn, þar sem hann gerði sér liósa grein fyrir efna- hagsvanda Islendinga nú. Stöðugar sýningar hafa verið í Slunkaríki frá opnun þess. Á undan Tryggva sýndi ung, bolvísk lista- kona, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, textílverk, sem vöktu verðskuldaða athygli. Salurinn er nú fullbókaður út allt árið. _ (j|far Viö bjóöum í sumar einstaklega ódýrar ferðir til Salzburg í Austurríki. Flogið er út í beinu leiguflugi á laugardagskvöldum -fyrstaferöin verðurfarin 29.júní og sú síðasta 17. ágúst. FLUG OG BÍLL Salzburg er sérlega heppilegur áfangastaður þeirra sem hyggjast aka um Evrópu á bílaleigubíl - borgin er á ekki aðeins falleg sjálf, heldur er hún frábærlega vel 1 staðsett. (allar áttir liggja góðir vegir um stórfenglegt í\ landslag - til Munchen eru um 150 km, til Feneyja um 11 350 km, til Prag um 380 km, til Vinar um 300 km svo nokkur dæmi séu tekin um hinar stuttu vegalengdir. 0g vegna hagstæðra samninga við Avis bílaleiguna í 1 Austurríki er verðið frábært. Hjón með 3 börn greiða aðeins kr. 52.000 fyrirflug og bílaleigubíl í tvær vikur. (Ekki innifalið: Tryggingar, söluskattur og flugvallar- skattur.) aðKornastáoay' um að heimsækja^ Frábært veganesti Allir .Flug og bil* farbegar okkar fá einstaklega veglegt veganesti við brottför: Euroguide-1200 blaðsíðna doðrant fullan af upplýsing- um um leiðir, gistingu, þjóð- hætti, landslag, merkisstaði í i Evrópu - sannkallaö parfa- þing á þjóðvegum megin- landsins. Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 8 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.