Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 9. JtJNÍ 1985 ~ Monfunblaðiö/Gils A Markarfljótsaurum Félög innan Skógrsktarfélags íslands vöktu athygli á starfsemi sinni á ýmsan hátt í gær. Verkefnin voru mismunandi eftir aóstæðum á hverj- um staö. Á dögunum tóku 17 Landeyingar til hendinni og settu niöur tré á Markarfljótsaurum. Sjálfsvíg færri hér en á hinum Norðurlöndunum — samkvæmt norrænni könnun er náði yfir árin 1880—1980 SJÁLFSVÍG eru færri á tslandi en svo verið undanfarna öld, að því t Jónsdóttir og Páll Sigurðsson skrif; Sjálfsvíg hér á landi voru fæst á árunum 1921 til 1930 eða 6,7 árlega á hverja 100 þúsund íbúa en flest á árunum 1961 til 1970 eða 10,1 á hverja 100 þúsund íbúa. Ef borin eru saman tvö fimmtíu ára tímabil, 1880—1930 og 1931—1980, kemur í ljós, að með- altal fyrra tímabilsins var 8,5 sjálfsvíg á hverja 100 þúsund íbúa en meðaital síðara tímabils- ins 10,1 sjálfsvíg á ári á hverja 100 þúsund íbúa. Mætti út frá þvi i hinum Norðurlöndunum og hefur kemur fram í grein, sem Guðrún í nýjasta hefti Læknablaðsins. draga þá ályktun, segir i grein Guðrúnar og Páls, að um ein- hverja aukningu hafi verið að ræða. Athugun þeirra var liður í tveimur norrænum athugunum, sem hófust 1978 og lauk 1983. I fyrsta lagi var athuguð tíðni sjálfsviga á Norðurlöndum frá 1880 til 1980 og svo voru kannað- ar hugsanlegar skekkjur í skrán- ingu sjálfsvíga og áhrif þeirra á samanburðinn milli landanna. Sveiflur í sjálfsvígum á þessu tímabili eru verulegar. í byrjun þess virðast sjálfsvíg hafa verið tíð í Danmörku en heldur fátíð í hinum löndunum og er Finnland áberandi lægst, að því er segir i greininni. Siðan segir: „Næstu fimmtíu árin verður sú breyting, að tiðnin lækkar í Danmörku en hækkar í Finnlandi og Svíþjóð. Eftir 1920 fylgjast þessar þjóðir nokkurn veginn að. Noregur og ísland fylaast nokkuð að allan tímann, en Island þó alltaf heldur hærra, en í lok tímabilsins er enginn munur." Ekki samstaða um niðurskurð ríkisútgjalda ný tekjuöflun því nauðsynleg, sagði Þorsteinn Pálsson ÞAÐ NÁÐIST ekki samstaöa innan ríkisstjórnarinnar um niöurskurð ríkis- útgjalda til aó mæta vanda í húsnæóismálum. Þess vegna og eins vegna hins að ekki kom til greina af hálfu Sjálfstæðisflokksins að auka erlend lán, er sú leið farin að hækka söluskatt og leggja á eignarskattsauka til öflunar fjár til húsnæðiskerfisins. Þetta var megininntak ræðu Þorsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, þegar hann svaraði gagnrýni á hugmyndir stjórnarflokkanna í skattamáhim, á Varöarfundi síðastliðið fimmtudags- kvöld. Á fundinum hafði hann framsögu, ásamt Friðriki Sophussyni, varafor- manni Sjálfstæðisflokksins um stjórnmálaástandið. Þorsteinn Pálsson benti á að söluskattslækkun og lækkun að- flutningsgjalda og tolla leysir ekki vanda þeirra sem þegar eru búnir að byggja og standa nú frammi fyrir miklum greiðsluerfiðleikum. Einnig hefði sú leið kallað á niður- skurð á öðrum sviðum ríkisút- gjalda, en um það var ekki sam- komulag, eins og áður segir. Ásælni ríkissjóðs á fjármagns- markaði hefur þrýst vöxtum upp og því er innlend lántaka ekki möguleg. Því er nauðsynlegt að grípa til þeirra ráða sem fyrirhug- uð eru. Eignarskattsauki og hækk- un söluskatts (húsnæðisgjald) koma fyrst og fremst við þá sem betur eru settir. Fyrir Alþingi liggja tvö frum- vörp sem miða að því að rétta þeim hjálparhönd sem eiga í vand- ræðum vegna húsakaupa eða -bygginga. Annars vegar frum- varp um greiðslujöfnun fasteigna- veðlána einstaklinga og hins vegar frumvarp um sérstaka fjáröflun til húsnæðismála, þar sem eign- arskattsauki er lagður á og sölu- skattur hækkaður. Fyrra frum- varpinu eru ætlað að leiðrétta misgengi milli lánskjaravísitölu og launa, með þvi að lengja lán ef vísitalan hækkar meira en laun. Þorsteinn Pálsson, áréttaði að meginhluti þessa misgengis hefði verið komið fram á árinu 1982 og fyrrihluta 1983. Misgengið hefur hins vegar haldið áfram, af tveim- ur ástæðum. I fyrsta lagi vegna samdráttar í efnahagslífinu, sem rýrt hefur þjóðartekjur og í annan stað vegna þess að viðskiptahalli er við útlönd. Neikvæður jöfnuður viðskipa við útlönd er ekkert ann- að, en fyrirfram greiðsla launa, sem rýrir ráðstöfunartekjur í framtíðinni. Afnám vísitölubind- ingar launa er því ekki völd að því að laun hafa ekki haldið í við lánskjaravísitölu. Friðrik Sophusson, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði að ríkisstjórninni hefði ekki tekist allt það sem að var stefnt. Fyrir- tæki, einkum í sjávarútvegi eru veikari nú en á síðasta ári og eru því verr í stakk búin til að mæta skakkaföllum. Þá undirstrikaði Friðrik að sjálfstæðismenn gætu ekki átt sæti í ríkisstjórn sem næði ekki árangri. Það hefur sorfið til stáls á Al- þingi og í ljós kemur hvort Sjálf- stæðisflokkurinn kæmi þeim frumvörpum í gegn sem þeir leggja megináherslu á. Samþykkt þeirra er ein forsenda árangur í efnahagsmálum. Fram kemur um athugun á sjálfsvígum á íslandi sérstaklega, að „hæsta árið er 1966, 37 sjálfs- víg, og hæsta árið fyrir karla er einnig 1966, 31 karl. Hæsta árið fyrir konur er 1980: tíu konur. Lægst eru árin 1885 og 1896, einn karl og einn kona. Lægsta árið síðan 1966 er 1971, níu karlar og tvær konur... Á íslandi urðu verulegar sveiflur á tímabilinu 1966—1980, en tíu ára tímabilið 1961—1970 er hærra en tímabilið 1971—1980 og í lok þess tímabils er Island orðið lægra en Noregur fyrir einstök ár.“ Hvað varðar aldur þeirra, sem fremja sjálfsvíg hér á landi, eru íslenskar tölur fyrir aldursflokk- ana 20—24 ára (tímabilið 1966—1980) mjög lágar. I grein- inni segir: „Tölulegur fjöldi í ald- urshópnum 15—19 ára var mest- ur árin 1974 og 1978, þrjú tilvik hvort ár, allt karlar. Allt tímabil- ið 1966-1980 frömdu 17 karlar sjálfsvíg á þessum aldri og ein kona. í aldurshópnum 20—24 ára var hæsta hlutfallið árið 1978 en þá frömdu fjórir karlar og ein kona sjálfsvíg. í þessum aldurs- hópi öllum, 20—24 ára, frömdu 31 karl og fjórar konur sjálfsvíg á þessu fimmtán ára tímabili." Nærri 300 þúsund blómum, runnum og trjám plantað í Reykjavík í sumar ÞESSA dagana og vikurnar er unnið af miklu kappi við að planta sumarblómum, runnum og trjá- plöntum víðs vegar um Reykjavík, í skrúðgarða, við götur og torg og á opnum svæðum, auk þess sem miklu af trjám er plantað í útlönd borgarinnar. Lætur nærri að í sumar verði plantað um 300 þús- und sumarblómum, runnum og trjám af tugum tegunda á vegum Reykjavíkurborgar. Meira en fimmtíu milljónum króna verður varið til þessara verkefna á þessu ári, segir í frétt frá garðyrkjustjóra Reykjavíkur. Starfsmenn garðyrkjustjóra Reykjavíkur planta í sumar um 150 þúsundum sumarblóma af 26 tegundum og i fjölda litaaf- brigða víða um borgina. Jafn- framt verður plantað um 24 þús- und trjám og runnum. Runnat- egundirnar eru 26 en trjátegund- irnar um 20. Sumarblómafjöld- inn er að þessu sinni svipaður og verið hefur undanfarin ár, en talsvert meira verður nú plantað af trjám og runnum en fyrr. Þessar plöntur koma allar úr ræktunarstöð borgarinnar í Laugardal. Þar er alið upp mikið af blómum, runnum og trjám fyrir útivistarsvæði borgarinnar og stofnana hennar. Stöðin selur hins vegar ekki plöntur til al- mennings. Auk þessarar ræktunar er plantað miklu af trjáplöntum, mest birki, furu og greni, en einnig ösp og víði, í útlönd borg- arinnar, þ.e. Heiðmörk, holtin ofan byggðarinnar í Breiðholti og Grafarholtsland, sem innan tíðar mun verða svipað útlits og skógarsvæðin í Öskjuhlíð. Þessi verkefni eru bein skógræktar- verkefni. Plöntur til þeirra koma úr stöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi. Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur nýtur árlegs styrks frá Reykjavíkur- borg og starfsmenn þess stýra þessari gróðursetningu, en flokkar unglinga frá borginni vinna verkið, sem er kostað af Rey kj avíkurborg. Starfsmenn garðyrkjustjóra taka mikinn þátt í fegrunarvik- unni sem nú stendur yfir. Að undanförnu hafa starfsmenn garðyrkjustjóra farið um öll borgarhverfi frá Lækjartorgi inn að Barónsstíg og hugað að því sem betur má fara í umhirðu húsa og lóða. Sé einhverju ábóta- vant, hefur ábendingum þar um verið komið á framfæri við íbúa og þess farið á leit, að úr yrði bætt. Fólk hefur yfirleitt tekið þessum ábendingum mjög vel, enda ríkir mikill og vaxandi skilningur meðal borgarbúa á nauðsyn þess að ganga vel og snyrtilega um. Þessu ábend- ingar- og leiðbeiningarstarfi verður haldið áfram í allt sumar og fyrir haustið á að vera búið að fara með þessum hætti um alla borgina. Borgarbúar hafa tekið mjög vel þeirri málaleitan borgaryf- irvalda að allir taki nú höndum saman um að fegra og prýða höf- uðstaðinn. Meðan á fegrunarvik- unni hefur staðið hefur mikill fjöldi fólks haft samband við skrifstofu garðyrkjustjóra og leitað ráða um gróður og garða, enda hefur garðyrkjustjóri haft sérstaka símatíma til ráðgjafar í tengslum við fegrunarvikuna. Skrifstofa garðyrkjustjóra mun áfram veita borgarbúum allar þær leiðbeiningar, sem hún megnar, þótt fegrunarvikunni sjálfri fari senn að ljúka, enda er það von borgaryfirvalda að fegr- unarvikan hafi orðið til þess að opna augu fólks enn betur en áð- ur fyrir nauðsyn þess að ganga jafnan vel um borgina, hvort sem er opinber svæði eða einka- lóðir. Undanfarna daga hefur sím- í Laugardalnum rekur Reykjavíkurborg uppeldisstöó fyrir plöntur. Þar er komið á legg miklu af margs konar trjáplöntum og runnum, auk fjölda sumarblóma. Þessa dagana er verið að planta trjám og sumarblómum víðs vegar um borgina, borgarbúum til ánægjuauka. Hér er Lilja Stef- ánsdóttir verkstjóri í uppeldisstöðinni í Laugardal í broddi fylkingar starfsmanna í stöðinni með kassa af sumarblómum, sem samdægurs voru komin á sinn stað í blómabeði við Austurvöll. inn á skrifstofu garðyrkjustjóra verið rauðglóandi frá morgni til kvölds og dag hvern hafa hringt tugir manna til þess að leita ráða um ræktun og gróður. Und- irtektir borgarbúa nú í fegrun- arvikunni eru enn einn vottur þeirrar hugarfarsbreytingar sem orðið hefur í Reykjavík und- anfarin ár gagnvart hvers konar ræktun. Nú orðið lætur fólk það verða meðal fyrstu verka sinna eftir að flutt hefur verið inn f ný hús, að ganga frá lóðinni. Þessa sér líka stað í borginni. Heilu hverfin eru nú gróðri vafin. Þá virðist fegrunarvikan í Reykjavík einnig hafa vakið mikla athygli utan höfuðborgar- innar. Fjöldi bæjarfélaga úti um land hefur haft samband við garðyrkjustjóra og forvitnast um fegrunarvikuna. Má þess vegna búast við því að á næst- unni fylgi ýmis bæjarfélög for- dæmi höfuðborgarinnar og efni til sérstaks fegrunarátaks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.