Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JtJNl 1985 Vinakveðja við vistaskiptL Lúðvík Gestsson Stjómunarfélagið erflutt úr Múlanum í Naustið. / Nýja heimilisfangið er: Ananaust 15 og nýja símanúmerið okkar er: 621066 STJÓRNUNARFÉLAG JSLANDS ÁNARUJCTUM15 Fæddur 22. febrúar 1897 Dáinn 27. maí 1985 Það vorar — fyrir alla þá sem unna, og enginn getur sagt að það sé lítið, sem vorið hefur færst í fang, og skrítið, hvað fljótt því tekst að safna í blóm og runna. Syng guði dýrð, syng drottni þökk, vor þjóð, að það var hann, sem leiddi þig og heilog, himnesk ljóð úr harmi þínum vann. Því ef þú hlaust að ganga, mðnnum gleymd, hinn grýtta stig, í hjarta guðs þú hittir tár þín geymd. Sjá, hann einn mundi þig. Og treystum því, sem hónd guðs hefur skráð: í hverju fræi, er var í kærleik sáð, býr fyrirheit um himnaríki á jörðu. Hver heilög bæn á vísa drottins náð. Og skyldum vér ei ógn og hatri hafna fyrst hjálp og miskunn blasir öllum við í trú, sem ein má þúsund þjóðum safna til þjónustu við sannleik, ást og frið? (Tómas Guðm. Fljótið helga.) Undirrituð telja það næsta eðli- legt, þegar minnst skal góðs vinar við vistaskipti lífs á jörðu og eilífs lífs eins og trúarjátning kristinna manna fullyrðir að framundan sé, að huga stuttlega að viðhorfum hins burtgengna, bæði veraldleg- um og andlegum. Um hin veraldlegu viðhorf er öllum sem þekktu Lúðvík Gests- son vel kunnugt. Hann var einlæg- ur félagshyggjumaður, ung- mennafélagi og samvinnumaður. Ekki merkti þetta samt að Lúðvik heitinn væri laus við gagnrýni á þessar stefnur og hugsjóna- forsendur. Fjarri fór því. Lúðvík átti það til að gagnrýna það mest sem hann unni mest og mat af heilum hug. Handknattleiksskóli Flugleiða og HSÍ að Varmá í Mosfellssveit 22.—28. júní 1985 fyrir pilta, 5. fl. (11 —12 ára) stúlkur, 3. fl. (13—14 ára). Þátttökugjald kr. 3.900,- Innifaliö er gisting (hafiö svefnpoka meö) fæöi. sund, leikir, tölvur, 2 landsleikir o.fl. Æfingar veröa teknar upp á myndband. Mjög hagstætt riugfar meö Flugleiöum fyrir þátttakendur utan af landi, sem veröa sóttir á Reykjavíkurflugvöll ef óskaö er ÞJALF ARAF' VEiRÐA GEiF HALLSTEiNSSON 00 ViÐAF! SIMONARSON Þátrfökurilkynningar ot; þáírfökugiaic þurit-. at berast skr'tstofb HS» fyrú 15. jún# Postqiróreíkn. 75400-6. FLUGLElDlfi iCELANDAlR Um viðhorf Lúðvíks í andlegum efnum er þeim er þetta ritar ef til vill kunnugra en öðrum, svo oft sem trúmál og eilífðarmál bar á góma. Lúðvík átti einlæga barna- trú, hreina og óskipta. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að hann léti sig það miklu varða hversu kristin trú og kristinn lífsskiln- ingur væri túlkaður. Lúðvík gerði glöggan og skíran greinarmun á Gyðingdómi og kristindómi. Margt í hinu fyrrnefnda trúar- viðhorfi varð honum til ama, enda var Jesús Kristur honum alls ann- arskonar leiðtogi og trúarbragða- höfundur heldur en Móse. Annar horfði til einnar þjóðar og útvaln- ingar hennar, hinn horfði til mannkynsins alls, er hann var kominn til að frelsa og gefa eilíft líf. Sá sem pennanum stýrir hér átti svo oft orðaskipti við Lúðvík um trúmál að ekki fór hjá því að báðir mótuðust af sameiginlegum hugðarefnum. Báðir áttu þá trú sem lærisveinninn er Jesús elskaði túlkaði í guðspjalli því sem kennt er við Jóhannes. Lærisveinninn sem Jesús elsk- aði var ekki postuli, en þó hand- gengnari meistaranum heldur en allir aðrir. Skýrir það að sjálf- sögðu sérstöðu þess guðspjalls er hann lagði grundvöllinn að. Lúðvík var sannfærður um að hugtakið dauði og hugtakið kær- leikur væru algerar andstæður. Þeir sem trúa á dauða eiga ekki kærleik. Þeir sem trúa á kærleika sjá lífið í ljóma sínum, eilíft og ódauðlegt. Það var á mennta- og menning- arsetri samvinnusamtakanna að Bifröst í Borgarfirði að leiðir okkar Lúðvíks Gestssonar og okkar hjónanna lágu saman árið 1960. Við hjónin vorum þá komin úr ársdvöl á Bretlandi, en Lúðvík Gestsson var þá i vinnu hjá mági sínum, Benedikt Einarssyni, er hafði á hendi framkvæmdir í Bif- röst. Með okkur hjónunum og Lúð- vík tókst brátt vinátta, enda Lúð- vík þeirrar gerðar að allir löðuð- ust að honum. Vináttan varð þess valdandi að Lúðvík var meira og minna tengd- ur menningarsetrinu Bifröst næstu þrettán árin. Hann gerðist bókbindari fyrir skólabókasafnið og heimafólk á vetrum, en vann við skreytingu og fegrun staðarins á sumrum. Engir fjötrar voru á Lúðvík lagðir og var hann oft burtu svo mánuðum skipti. Lúðvík og kona þess er hér skrifar áttu margvísleg hugðar- efni saman. Bæði þekktu náið til í Suðursveit, bæði höfðu upplifað undur Hvanneyrarstaðar í skóla- stjórnartíð Halldórs Vilhjálms- sonar og síðast en ekki síst unnu bæði gróðri og lífi, fegurð landsins og unaði. Og enn áttu þau saman það áhugaefni sem varð margra stunda gleðigjafi báðum, hinn mikli og einlægi áhugi á spila- mennsku. Sá sem pennanum stýrir hafði ekki til brunns að bera neitt af því sem rakið hefur verið. Bæði Lúð- vík og Guðlaugu varð það mikið harmsefni er undirritaður fullyrti að hann hefði þá sannfæringu að þróun mannsins væri frá náttúr- unni, ekki til hennar. Slíkan öfug- uggahátt var erfitt að fyrirgefa. En hitt er víst og satt að fullyrð- ingar af þessu tagi leiddu til mik- illa átaka og varð öilum þroska- auki. Árin sem Lúðvík dvaidi í Bifröst leiddu tvennt í ljós Annaii var vitneskjan un> drottninguna í (íf; LuOvíks Gestssonav en þao var Ortriný Sveinsdótti i' fni Gerði Suóursveit. Huv. vakti Liióvíi- tii vitunrta un unrtuv tiiverunnar. Húíi kennrii homini, hnn 'rærtd hauii. AJJi þao e .• Liióvlk visst sannasr, og bes. ;av nieó einum eð;> öórnn hætt komið frá Oddnýju. H'itt. var sannfæring Luðvíks að hafa kynnst manni er bar höfuð og herðar yfir alla aðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.