Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1985 59 Sá maður var Halldór Vilhjálms- son, hinn ógleymanlegi skólastjóri á Hvanneyri. Guðlaug hafði verið alin upp í lofgerð og aðdáun á Halldóri, en slíkur hafði vitnis- burður föður hennar verið um þennan sérstæða mann. Átti Guð- laug því til að læða fram athuga- semdum er voru andóf gegn per- sónudýrkun Lúðvíks og föður hennar. Hafa ber í huga, að þessar athugasemdir voru bornar fram á þeim árum er íslensk skáld voru hætt að yrkja sálma um ofur- menni og harla rík andstaða hafði myndast að sjá liðna tíð í hilling- um. Allt um það einkenndust sam- skipti Lúðvíks og Guðlaugar öll af gagnkvæmri tillitssemi, einlægni og hreinskilni. Það er sannfæring þess er hér ritar, að enginn í Bif- röst hafi átt trúnað og traust Lúð- víks Gestssonar sem Guðlaug hús- móðir Samvinnuskólans á staðn- um. í Bifröst kynntist Lúðvík Gestsson mörgu fólki og margvís- legu. Fjölmennasti hópurinn var að sjálfsögðu nemendur skólans er þá voru um níutíu talsins. Lúðvík hafði sérstaka ánægju af að taka nemendur tali og undirrituð vita að nemendurnir nutu þess einnig í ríkum mæli. Lúðvík var maður hreinskiptinn og greindi bæði frá því er honum féll vel í fari nem- enda og einnig hinu er honum hugnaðist ekki. 1 síðara tilvikinu urðu einkum ritstjórar þeirra blaða, sem út voru gefin á skóla- heimilinu, fyrir barðinu á honum. Lúðvík þoldi enga Iágkúru í stíl og efnismeðferð. Hann taldi sjálfgef- ið að ritstjórar blaða á mennta- setri vönduðu mál sitt og tækju einungis það til umfjöllunar er orðið gæti til ávinnings og göfgun- ar. Starfsfólk Bifrastar, ófátt, varð honum á annan veg handgengið. Þar átti hann vinum að mæta, enda vinur og hollvættur sjálfur. Þeir urðu ófáir í hópi starfsliðsins er áttu þess kost að læra hjá Lúð- vík bókband og eignast á þann hátt hagnýtt tómstundastarf. Ekki verður því haldið fram að hann hafi líkst svo Hrollaugi, syni Rögnvaldar jarls af Mæri, er nam lönd á Suðausturlandi og á þar fjölda afkomenda enn í dag, að um Lúðvík hefði mátt segja, að hann hefði haft það skap er engin styrj- öld fylgir. Með þessu er ekki verið að halda því fram að Lúðvík Gest.sson hafi kosið að eiga í ill- deilum og útistöðum. Fjarri fer því. Hinu má ekki gleyma að Lúð- vík var maður skapmikill, jafn- framt því sem hann var viðkvæm- ur og auðsærður, þegar þannig stóð á. Lúðvík vissi það manna best sjálfur að hann var ekki laus við mannlegan breyskleika. Hann hafði á langri ævi kynnst mörgu, lifað meira en tvenna tíma. Þá hafði hann notið hvors tveggja, sælu og harms. Sælan var tengd hinu marga frábæra fólki er hann hafði átt samskipti við á lífsleið- inni. Sælan var líka tengd ætt- mönnum hans, eiginkonu hans, Björgu Einarsdóttur frá Ekru í Stöðvarfirði, og sonunum hans tveim. Harmurinn mesti var lát eldri sonar hans, Einars Guð- björns Þorbjarnar, er dó af slys- förum 27. mars 1955, aðeins tvít- ugur að aldri. Harmurinn og sökn- uðurinn við að missa Brá, eins og Lúðvík kallaði alltaf þennan dýra son, varð meiri og stærri en orð geta lýst. Þá varð það líka Lúðvík harmsefni að hafa ekki reynst jafn heill og sterkur og hann hefði kosið. Lúðvík Gestsson var maður gjafmildur. Hann hvarf frá Bif- röst með nokkuð jöfnu millibili að hitta vini sína syðra, eiga með þeim fagnaðarstundir og færa þeim gjafir. Þessar ferðir voru Lúðvík unaðartími og gleðigjafi. Hinu er ekki að ieyna, að sá maður sem aftur kom til Bifrastar var ekki að sama skapi sæll og fullur fagnaðar. Hinar ánægjulegu ferð- ir felldu því miður oft skugga á heimkomuna. En skugga- og upp- gjörstíminn stóð ekki lengi. Að fáum dögum liðnum var aftur haf- ist handa, hvort sem það nú var bókbandið á vetrum eða fegrun umhverfisins á sumrum. Þá var harmurinn horfinn og gleðin og fögnuðurinn ríkti að nýju. Hver sá er nú gengur um garða í Bifröst sér enn merki hins mikla eljumanns. Sjá má bækurnar mörgu í bókasafni skólans, þeirra á meðal hinn mikla fjölda ljóða- bóka annars vegar og hins vegar skrúðgarðana mörgu er Lúðvík myndaði högum höndum. Þá er hins ógetið, er verður síst ómerki- legra er fram líða stundir, en það eru bækurnar mörgu víðs vegar um landið er bera vitni um alúð og natni bókbindarans. Ef til vill naut Lúðvík sín aldrei betur en í tengslum við hrossaeign og jarðarkaup Guðlaugar. Þá var gaman að lifa, þegar hrossunum fjölgaði og til hins kom að tryggja húsmóður staðarins jörð, sem hana hafði allar stundir dreymt um. Aldrei var Lúðvík sporléttari en þá og fúsari til hvers konar þjónustu og fyrirgreiðslu. Lúðvík fylgdist af sérstökum áhuga með því er hrossunum fjölgaði á Jafna- skarði og búið var þar í haginn fyrir börn og barnabörn skóla- stjórahjónanna. Af tvennum þræfti er hin tregandi heimþrá spunnin, sem talar upp úr rauftum svefni vors blófts. Úr óminnisfyrnsku, um farveg aldanna runnin, vor fortíft leitar oss uppi og kveður sér hljóðs. En þaft er á mótum minninga og drauma sinna, sem mannsins heimþrá skal sína ættjörð finna. Því draumur og minning er leiftin til sama lands og landið er uppruni, saga og framtíð hans. Og vei þeim, sem ei virftir skáldskap þann, sem veruleikinn yrkir kringum hann, og stendur ógn af skáldsins tungutaki. Þvi, sjá, hann fléttar einnig örlög þín, vift örlög bræftra þinna í kvæftin sín. Þeir búa allir undir sama þaki. Því heim var stefnt — og frjáls skaltu einnig ferfta, mitt fagra land, og megi þín unga þjóð um eilifft þeirri veröld aft lifti verfta, sem vígir drengskap og réttir sín hetjuljóð. Og megi vor arfur í ætterni, máli og sögum, fslandi verða leiðsögn á komandi dögum. Sá sem pennanum stýrir skrif- aði langt mál um Lúðvík Gestsson, rakti ævi hans í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis Lúðvíks 22. febrúar 1972. Sú ritsmíð birtist í íslendingaþáttum dagblaðsins Tímans, sem var fylgirit blaðsins. Vísast hér til þeirrar ritsmíðar er kom fyrir almenningssjónir svo nærri afmæli Lúðvíks sem mögu- legt reyndist. En sá sem pennanum stýrir á sérstæðar endurminningar um Lúðvík sem ekki voru þá á blað festar. Þau þrettán ár er við vor- um í kallfæri hvor við annan urðu óvenjulegur tími. Bar margt til þess. Lúðvík Gestsson varð að sér- stæðri sagnapersónu í Bifröst, en þær sagnir munu ekki tíundaðar hér. Hitt er víst og satt að sam- skiptin urðu svo náin að með ólík- indum má telja. Lúðvík Gestsson sagði, að sá sem hér skráir færi illa með bæk- ur. í stað þess, eins og aðrir les- endur bóka, að lesa þær niður í kjölinn voru bækurnar lesnar niður úr kjölnum. Þetta var Lúð- vík bæði furðuefni og ásökunar- efni. Bækur skrásetjarans fékk Lúðvík allar í blöðum og varð ekki auðvelt að binda inn slíkar bækur. Þó gafst Lúðvík ekki upp fyrr en hann hafði bundið bókaræksnin inn og búið þeim hið traustasta band. Margar urðu ferðir skrásetjar- ans í bókbandsstofu Lúðvíks á ár- unum þrettán. Var þá dvalið þar lengi og rætt um hin ólíklegustu málefni. Skrásetjarinn lá á þess- um árum í fræðum rómversk- bandaríska fræðimannsins Mer- icia Eliades, breska fræðimanns- ins James Barrs og franska kristmunksins Pierre Teihard De Chardins, svo örfáir séu nefndir. Þegar lokið var einni bók var efni hennar tíundað á bókbandsstofu Lúðvíks Gestssonar og það tekið til ítarlegrar umræðu. Best man skrásetjarinn viðbrögðin við bók- um hins rómversks-bandaríska fræðimanns Mercia Eliades, ekki síst riti hans hinu mikla um Shamanismann, fyrirbæri heim- skautasvæðanna fyrst og fremst að dómi höfundarins, svo og bók- um franska kristsmunksins Pierre Teihard De Chardins og þá alveg sérstaklega Fyrirbærið maðurinn er skrásetjarinn hafði lesið bæði í enskri og norskri þýðingu. Um all- ar bækur er skrásetjarinn las var rökrætt í bókbandsstofu Lúðvfks Gestssonar og þá var Lúðvík svo sannarlega ekki hlutlaus hlust- andi heldur hóf að ræða um hin margyíslegustu efni báðum til ánægju og umhugsunar. Skrásetjarinn hefur átt marga viðmælendur um dagana en engan sem Lúðvík Gestsson. Fyrir hinar mörgu stundir á vinnustofu hans ber sérstaklega að þakka við leið- arlok. Guði og Kristi falinn lifir Lúð- vík Gestsson. Þökkuð er hjálp hans, framlag og líf hans allt. Guð blessi ástvini hans, skyld- fólk og tengdafólk. Lúðvík hvarf inn í sólina og vor- ið í meira en tvennum skilningi. Guðmundur Sveinsson tiuðlaug Einarsdóttir sumarblóma og garðplöntu markaður undir einu þaki Úrval af gullfallegum garöplöntum, sumarblómum og runnum Það er þess viröi aö líta á garöhúsgögnin okkar Auk þess öll helstu garöáhöld, fræ og áburö Allir vita aö úrvaliö af afskornu blómunum er hjá okkur________________ Komiö, skoðið og þiggið ilmandi kaffisopa. opíö alla daga k|. 8-21 V|Ð mKlATOm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.