Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JUNÍ 1985 Sambandið: Stjórnin bíður eftir svari Guð- jóns Ólafssonar Drög að ráðningarsamningi kynnt í dag Bifröst í BorgufirAi, 12. júni. Frá Agnesí Brnjtadóttur. blaóamanni MorgunblaAsins. VALUR Arnþórsson stjórnarfor- maður Sambands íslenskra sam- vinnufélaga mun á aðalfundi Sam- bandsins, sem hefst klukkan 9 ár- degis á morgun (13. júní), gera fuli- trúum aðalfundar grein fyrir drögura að ráðningarsamningi Guðjóns B. Olafssonar, sem Guðjón hefur nú til skoðunar. Valur Arnþórsson upplýsti Banaslys í Botnsdal: Þýskur ferðamað- ur hrapaði 180 metra UNGUR þýskur ferðamaður hrapaði til bana í Glymsgljúfri í Botnsdal í Hvalfirði í fyrra- kvöld. Glymur er hæsti foss landsins, 196 metrar. Maðurinn, Jörg Peter Har- kort, 25 ára gamall frá Erl- angen í Bæjaralandi, var ásamt 65 ára gömlum föður sínum við náttúruskoðun við fossinn. Þeir voru hér í skemmtiferð og lögðu upp frá Stóra-Botni síðdegis í fyrra- dag til að skoða Glym og ná- grennið. Sonurinn mun hafa ætlað að taka myndir af foss- inum og gengið niður með gljúfrinu en hrapað fram af þverhníptri bjargbrúninni. Talið er að hann hafi látist samstundis. Undir miðnættið hitti Har- kort eldri þrjár konur úr Kjós, sem þarna voru á ferð. Lét hann þær vita að ekki væri allt með felldu og höfðu þær samband við lögregluna í Borgarnesi. Slysavarnafélags- sveitin á Akranesi var einnig kölluð út og hófst þegar leit eftir ábendingum föðurins. Mjög erfitt var um vik vegna þess hve gljúfrið er djúpt og bratt en um sexleytið í gær- morgun fundu björgunar- mennirnir lík Þjóðverjans neðst í gljúfrinu. Jörg Peter Harkort lætur eftir sig eigin- konu. blaðamann Morgunblaðsins um það í kvöld að síðastliðinn föstu- dag hefði nefnd sú sem skipuð var af sambandsstjórn til að ræða við Guðjón átt við hann viðræður í Reykjavík. Hann sagði að enginn ágreiningur væri um samkomu- lagsdrögin á milli Guðjóns og nefndarinnar, að minnsta kosti enginn sem skipti sköpum. Guðjón hefði hinsvegar haldið vestur um haf síðastliðinn laugardag með samkomulagsdrögin sem hann vildi kynna sér nánar. Hann hefði farið fram á frest til þess að svara og hefði nefndin orðið við þeirri ósk hans. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er svars Guðjóns að vænta nú næstu daga og telja sömu heimildarmenn að niður- staðan verði sú að hann taki við starfinu. Horgunblaðið/Haukur Þ. Sveinbjörnsgon Fyrsti sláttur sumarsins. Þorsteinn á Reyðará byrjaöi fyrstur nú eins og svo oft áður. Myndin var tekin á Reyðará í fyrrakvöld þegar Þorsteinn sló fyrsta stykkið. Þorsteinn á Reyðará byrjaður að slá „MÉR finnst mikilvægt að koma hlutunum þannig fyrir að hægt sé að byrja slát tinn snemma og hafa sumarið fyrir sér með heyskapinn. Ef vel gengur með þetta gras, verður það jafn gott og fóðurbætir," sagði Þorsteinn Geirsson béndi á Reyðará í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu, en hann byrjaði að slá í fyrrakvöld, fyrstur bænda á þessu vori eftir því sem næst verður komist. Þorsteinn tók fyrir V/z ha. af túni sem hann hefur haft alveg friðað fyrir fé í vor og ætlar að slá allt túnið næstu daga ef útlit verður fyrir heyskaparveður. Þorsteinn hefur oft áður byrjað slátt fyrstur manna. Hann byrjaði til dæmis 7. júní í fyrra og 10. júní árið 1980. Hann sagðist bera snemma á og skipta áburðin- um í þrjá skammta. Fyrsti hlutinn hefði verið borinn á um sumarmálin og sá þriðji fyrir 20. maí. Hann sagð- ist hafa haft þessa reglu lengi og taldi að næringin nýttist með því móti betur og skýrði að hluta til hvað grasið sprytti snemma. Þorsteinn sagði í gær að ágæt- ur þurrkur væri og vel liti út með næstu daga. Hann bjóst við að Ijúka við stykkið sem hann byrjaði á næstu daga. Túnið hefði verið alfriðað fyrir fé og reynt að fara sem allra best með það. Hann sagði að önnur tún væru vel sprottin en fé væri ennþá á þeim og þau því seinna á ferðinni. Arsskýrsla OECD um íslensk efnahagsmál: Afnám vísitölubindingar og stöðugt gengi bestu ráðin EFNAHAGS- og framfarastofnunin í París (OECD) segir í skýrslu um ís- lcn.sk efnahagsmál, sem birtist í dag, að við núverandi aðstæður á íslandi sé ekki um annan raunhæfan kost að ræða en fylgja fast eftir þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin markaði í baráttunni við verðbólguna þegar hún var mynduð fyrir mitt ár 1983. Telur stofnunin að afnám vísitölubindingar launa og stöðugt gengi séu nauðsynlegar forsendur þess, að hægt sé að brjótast út úr víxlhækkunarhring launa og verðlags við íslenskar aðstæður. OECD gerir á hverju ári skýrslu um ástand og horfur í efnahags- málum aðildarlanda sinna. Þar er gerð úttekt á þjóðarbúskap land- anna og lagt á ráðin um þau úr- ræði sem best duga í hverju tilviki til að viðhalda efnahagslegu jafn- vægi. Þjóðhagsstofnun hefur þýtt niðurstöður skýrslunnar um ís- land og segir þar meðal annars: „Nauðsynlegt er, að útgjöld hins opinbera á árinu 1985 verði skorin niður í a.m.k. þeim mæli, sem gert er ráð fyrir í fjárlögum og láns- fjáráætlun. Hins vegar má halda því fram, að svo mikið sé í húfi, að niðurskurðaráform stjórnvalda gangi ekki nógu langt. Ur því að nauðsynlegt er að halda aftur af launahækkunum, minnka við- skiptahalla og létta greiðslubyrði af erlendum lánum, væri æskilegt að herða aðhald i fjármálum hins opinbera." OECD telur að raunvextir hafi ekki fengið að hækka nóg til að stemma stigu við mikilli eftir- spurn eftir lánsfé. Hætt sé við að stefna ríkisstjórnarinnar í barátt- unni gegn verðbólgunni bíði var- aniegan hnekki, ef ekki reynist unnt að halda aftur af aukningu útlána og raunvextir fái ekki að laga sig að markaðsaðstæðum. Stofnunin telur erlendar skuldir íslendinga áhyggjuefni, hlutfall þeirra af þjóðarframleiðslu sé hið næsthæsta meðal aðildarlanda OECD (61,9% í árslok 1984). Skuldugasta aðildarlandið er ír- land. Ekki verði unnt að stemma stigu við því að hlutfall langra er- lendra lána vaxi nema með því að auka skammtímalán og ganga á gjaldeyrisforðann. Skuldastaðan gagnvart útlöndum muni því halda áfram að versna, en fyrir- sjáanlegt sé að sú þróun verði fyrr eða síðar að taka enda. Sagt er, að nauðsynlegt nýsköp- unarátak í íslenskum atvinnumál- um eigi ekki að einskorðast við orkufrekan iðnað. Endurskipu- lagning og bættur rekstur í hefð- bundnum greinum ásamt eflingu nýrra útflutningsgreina á borð við fiskeldi og þjónusutútflutning gæti orðið undirstaða hagvaxtar í framtíðinni. Akureyri: Læknar hætta vaktþjónustu um kvöld, nætur og helgar Akureyri, 12. júní. HEILSUGÆSLULÆKNAR í Akur- eyrarumdæmi hætta vaktþjónustu um helgar og að kvöld- og næturlagi frá og með deginum I dag og hafa til- kynnt það fjármálaráðuneytinu. Ástæðan er sú að þessi þjónusta hef- ur ekki fengist greidd eftir áramót nema að litlu leyti en læknarnir krefj- ast sambærilegra launa og þeir höfðu Skildi sleppt í Sædýrasafninu KÓPURINN Skjöldur fór í gær í Sædýrasafnið. Þar hitti hann jafn- aldra sinn, Snorra frá Skagaströnd. Gunnar Jónsson, starfsmaður safnsins, sagði að kóparnir væru líklega um hálfsmánaðar gamlir. „Þeir eru í örum vexti og þurfa mikið og feitt fæði. Ég hef alið Snorra á síld og lýsi. Urtumjólk inniheldur mikla fitu, ríflega 40%, en til samanburðar má nefna aö fituinnihald kúamjólkur er 3,9%,“ sagði Gunnar. Snorri og Skjöldur urðu strax hinir mestu mátar og ýmist lágu þeir í forsælu, sleiktu sólskinið eða svömluðu í lauginni. Guðmundur Bjarnason, 15 ára Hafnfirðingur sem er í sveit í Nýjabæ, fann hann í fjörunni þar á fimmtudaginn. „Skjöldur litli varð viðskila við móður sína. Hann lá innan um hrúgu af rusli svo Guðmundur hélt að hann væri ónýtt bíldekk," sagði Matthías Bjarnason, bróðir Guð- mundar. Kópurirtn fluttist síðan búferlum að Norðurvangi 15, Hafnarfirði, þar sem hann var al- inn á lýsi og mjólk. Þessi nýi bæj- arbúi vakti strax verðskuldaða athygli. Að sögn heimilisfólks mun láta nærri að um 200 manns hafi komið gagngert þangað að sjá hann. Skjöldur lét sér athygl- ina vel líka, enda er hann sagður félagslyndur. Morgunbladið/MagnÚ8 Gottfreðsson Það var glatt á hjalla í Sædýrasafninu í gær. Piltarnir þrír sem hér sjást, gættu þess að kóparnir færu sér ekki að voða. Þeir eru f.v.: Matthías Bjarnason, Jón Kristinn Gunnarsson og Númi Arnarson. áður. Til síðustu áramóta hafði lækn- um verið greitt fyrir vaktirnar samkvæmt samningi við Trygg- ingastofnun ríkisins en Sjúkrasam- lag Akureyrar skipulagði vaktirnar og greiddi launin. En frá áramót- um þegar heilsugæslustöð var stofnuð á Akureyri urðu læknarnir þar ríkisstarfsmenn og samningur- inn við Tryggingastofnun féll úr gildi. Þar með féllu greiðslur niður að öðru leyti en því að f janúar fengust greiddir 300 tímar, en að sögn Hjálmars Freysteinssonar læknis eru vaktstundir á mánuði hverjum um 1.100 og tveir læknar á vakt í senn. Þessu launaleysi vilja læknarnir ekki una og grípa því til þess ráðs að fella vaktþjónustuna niður á kvöldin og nóttunni og um helgar. Hjálmar sagði einnig að í gær hefði fjármálaráðuneytið boðist til að greiða laun sem svarar til ná- lega helmings þess sem greitt var fyrir áramót en það þykir læknum ekki nægjanlegt og því er staða málsins óbreytt. Sv.P.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.