Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 Gallerí Salurinn Myndlist Valtýr Pétursson í kjallara hússins að Vesturgötu 3 hefur hópur ungra myndlistar- manna komið sér upp sýningarað- stöðu, sem það kallar Gallerí sal- urinn. Fyrsta sýning á þessum stað var samsýning þeirra sem að fyrirtækinu standa, og nú er þar á ferð Steingrímur Þorvaldsson með grafík og sýnir verk, sem gerð hafa verið erlendis, nánar tiltekið í Stokkhólmi fyrir tveimur árum, er hann var þar við myndlistar- nám. Það þarf mikið áræði og kjark til að fara af stað með gallerí eins og nú árar, og maður ber vissa virðingu fyrir því fólki sem lætur sig litlu varða erfiðleika en heldur út í óvissuna með bjartar vonir og góð áform. Það er því fuil ástæða til að taka þessu nýja galleríi vel og gera svolítið fyrir staðinn. En það er best gert að mínu áliti með því að vekja athygli á þeirri starf- semi sem þar fer fram og svo verð- ur að koma á daginn hvernig framvinda þessa staðar kemur út. Vesturgata 3 var í eina tíð kölluð Liverpool og þarna í kjallaranum var nýlega til húsa tískuverslun, sem var í miklum metum hjá viss- um hópi ungmenna. Eitt sinn var þarna líka kjötbúð og gólfið í Gallerí Salurinn Vesturgötu 3 kjallaranum er enn. flisalagt í svörtu og hvítu og mun vera frá gamalli tíð. Fossberg var og þarna með verslun sína um langan aldur, svo að menn geta séð af þessu, að húsið á sína sögu og hefð, ef svo mætti að orði kveða. Steingrímur Þorvaldsson er dá- lítið sérstakur grafíker, ef mið er tekið af íslenskum aðstæðum. Hann vinnur í ætingar og litar þær flestar. Myndir hans eru ekki mjög stórar um sig og eru byggðar með ákveðnum formum sem spila sem abstraktar heildir. Hann hef- ur þann hátt á að láta formin standa ein sér og ótengd hvort öðru. Þannig nær hann skemmti- legum árangri, sem er nokkuð per- sónulegur, eftir því sem ég kemst næst. Það er viss hrynjandi í þess- um verkum og það eitt gefur þeim nokkuð annan svip en flest grafík okkar hefur. Steingrímur virðist fikra sig hægt og sígandi inn á svið, sem hann virðist trúa á. Það er ágætt veganesi og enda þótt hér sé ómótaður myndlistarmaður á ferð, lofa þessi verk ágætu. Salur- inn er heppinn að fá slíka sýningu, og það er ekkert nema gott um þetta að segja. Ert þú búinnaðfáþér nisti » SOS-nistíð bráðnauðsynlegur hlutur á ferðalögum - Sjálfeögð ódýr öryggisráðstöfun. Sölustaðir: Rest apótek, Hjálparsveitir skáta um land allt, Skátabúðin Snorrabraut og ýmsar sérverslanir. LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA Stefan George Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Stefan George: Werke. Ausgabe in vier Bánden. 1—4. Deutscher Taschenbuch Verlag 1983. Stefan George er talinn meðal merkustu nýrómantíkera í Þýska- landi: Hann fæddist 1868 í Rud- esheim við Bingen/Rín. Lést í Loc- arno, Sviss 1933. Hann var af þýsklothringskum ættum, sonur vínkaupmanna og gestgjafa. Hann lauk námi í Darmstadt og ferðað- ist síðan um Evrópu og kynntist Mallarmé og Verlaine í París, Hoffmannsthal í Vínarborg og Swinburne í London. Hann varð fyrir miklum áhrifum af spænsk- um bókmenntum. Hann lifði fyrir skáldskapinn, einangraði sig í þröngum vina- og aðdáendahópi og gaf út Blátter fur die Kunst, sem var þeim ætlað. Við valdatöku nazista átti að gera hann að nokk- urskonar hirðskáldi, en hann neit- aði og flúði til Sviss. Fyrstu kvæðabækur hans bera vott um áhrif frá Mallarmé og symbolist- um. í síðari ljóðum leitaði hann hins fullkomna forms, frjóvgað „æðri" reynslu. Hann var meistari orðsins, hreinleikans og hins tæra hljóms. Þegar á leið tók hann að líta á sig sem spámann sem sá fyrir uppkomu nýs heims (misskil- inn Nietzsche) byggðum hálfguð- um. Sem prestur og spámaður leidd- ist hann út í ógöngur einhvers- konar dulspeki og dulhyggju. Formhyggja hans varð oft til þess að merkingin sem hann vildi koma til skila takmarkaðist og misfórst. Formsnilli Stefans George er talin einstök í þýskum bókmennt- um. Aðdáun hans á Maximin, unglingi nokkrum, sem hann upp- hafði í æðri veru í ljóðum og leit- aðist við að líta sem holdtekju hins fullkomna ljóðs og fegurðar virðist hafa verið af kyni þýskrar áráttu að lifa hugsjónina. Fyrsta ljóðabók Georges var Hymnen 1890, Pilgerfahrten kom út 1891 og Algabal 1892. Die Búch- er der Hirten- und Preis-Gedichte 1895. Meðal frægustu ljóða hans er „Das Jahr der Seele" 1897. f das Neue Reich gætir mjög áhrifa að- dáuninnar á Maximin, gefin út 1928. . í 3. og 4. bindi þessarar útgáfu eru birtar þýðingar Georges. Eft- ÖRYGGI BYRK, Slðumúla 37, Reykjavík Slippfélagið, Mýtargötu 2. ReyKjavík. Dröfn. Strandgötu 75. Hafnarfirði Hlti $f„ Draupnísgötu 2, Akureyri. J Á. Byggingavörur. Baldursgötu 14, Keflavík. t * 1 I-- (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.