Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1985 Útvarpslagafrumvarpið: Efri deild samþykkti frumvarpið óbreytt Lokaafgreiðsla er í dag Efri deild Alþingis samþykkti í gær að vísa frumvarpi til útvarpslaga til þriðju umræðu. Allar breytingartillögur voru felldar og er frumvarpið því óbreytt. Mikil spenna ríkti við atkvæðagreiðsluna og var margsinnis beðið um nafnakall. Strax að henni lokinni var fundi slitið og boðað til annars fundar þar sem taka átti frumvarpið til þriðju umræðu og lokaafgreiðslu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar báðu hins vegar um að svo yrði ekki gert og boðaði Eiður Guðnason breytingartillögur. Eftir að samhljóða krafa kom fram frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins var horfíð frá að leita afbrigða svo taka mætti frumvarpið á dagskrá, en of skammt var um liðið frá annarri umræðu. Búist er við að efri deild afgreiði frumvarpið í dag, annað hvort sem lög eða ef breytingartillögur, sem fram kunna að koma ná fram, til neðri deildar. Frumvarp til frjálsari út- varpslaga og afnáms einokunar Ríkisútvarpsins er samkomulags- frumvarp, sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra, í efri deild Alþingis í gær. Önnur framgangsleið í frelsisátt Efri deild: Þrenn lög Efri deild Alþingis samþykkti þrenn lög í gær: • Lög um stálvölsunarverks- miðju, scm fela í sér sjálf- skuldarábyrgð ríkisins á iáni til fyrirtækisins. • Lög um veitinga- og gilda- staði. • Lög um greiðslujöfnun fast- eignaveðslána. Stjórnarfrum- varpi vísað frá Efri deild samþykkti einróma að vísa stjórnarfrumvarpi um virðis- aukaskatt frá. Fjárhags- og við- skiptanefnd deildarinnar lagði til að þetta yrði gert. f nefndaráliti segir meðal ann- ars: „Frumvarp þetta var lagt fram snemma á þinginu og hefur nefnd- in haft það til athugunar á mörg- um fundum og aflað umsagna um málið frá mörgum fjölmennum samtökum. Eru þær yfirleitt neikvæðar. Allir eru sammála um að hár virðisaukaskattur yrði ekki lagður á brýnustu lífsnauðsynjar sem nú eru undanþegnar söluskatti nema víðtækar hliðarráðstafanir yrðu gerðar, en um þær eru engar ákveðnar tillögur fram komnar." var einfaldlega ekki fyrir hendi. Vegferð að markmiðum verður oft að ganga í mörgum skrefum. Annaðhvort styðjum við þetta frumvarp, sem er áfangi á lengri leið, og komum því fram, eða við sitjum í sömu sporum — sömu forneskjunni um rekstrarform útvarps- og sjónvarpsstöðva. Höfuðatriði er að tryggja al- menningsrétt til að velja og hafna á þessum vettvangi fjöl- miðlunar sem öðrum. • Eiður Guðnason (A) kvað ekki hægt að samþykkja frumvarpið óbreytt, eins og það kemur frá neðri deild, sem slysast hafi til að samþykkja það eins og það sé nú úr garði gert. Hann benti á tvær leiðir. 1) Setja frumvarpið í sáttanefnd í sumar. 2) Leggja það til hliðar í bili, en setja bráða- bitgðaákvæöi aftan við gildandi lög um nokkur atriði, er skipta máli. Ef breytingartillaga um boðveitukerfi í eigu sveitarfélaga verður felld, sagði Eiður, áskilur Óvíst um þinglok IJÓST ER að þinglok verða ekki fyrir þjóðhátíðardaginn eins og stefnt hefur verið að. Að sögn Þorvalds Garðars Kristjánsson- ar, forseta sameinaðs þings, hef- ur ekki verið ákveðið bvaða dag þingi verður slitið, en það verður í næstu viku. í dag Verður fundur í sam- einuðu þingi en að honum lokn- um deildarfundir. Á föstudag verða deildarfundir og einnig á laugardag ef nauðsyn er á að afgreiða mál milli deilda eða til nefnda. Annað stjórnarfrumvarp var til umræðu í deildinni, en ekki tókst að ljúka henni áður en fundi var slitið um klukkan 19.30. Aðeins þrír þingmenn höfðu þá tekið til máls, þeir Guðmundur Einarsson, (BJ), Steingrlmur J. Sigfússon, (Abl.) og Hjörleifur Guttormsson, (Abl.) en hann heldur áfram ræðu Alþýðuflokkurinn sér rétt til að standa gegn auglýsingafrelsi. • Guðmundur H. Garðarson (S) minnti á að átta ár væru liðin síðan fyrst var flutt frumvarp um afnám ríkiseinokunar í út- varpsmálum. Frumvarp þetta er, sagði Guðmundur, frumícvæði til aukins fjölmiðlafrelsis, sögulegt skref, ef samþykkt verður, inn í upplýsingaöld. Frumvarpið, sam- þykkt, yrði tímamótaákvörðun, sem leysti bönd forneskju af ís- lenzkri fjölmiðlun. • Árni Johnsen (S) taldi ákvæði um boðveitur eiga heima í fjar- skiptalögum en ekki útvarps- lögum. Unnið væri að endurskoð- un fjarskiptalaga, m.a. með hliðsjón af framtíðarskipan boð- veitna. Hann fagnaði ákvörðun menntamálaráðherra um reglu- gerðarákvæði varðandi íslenzkan texta (í tali eða neðanmáls) með erlendu sjónvarpsefni. • Stefán Benediktsson (BJ) sagði rétt vera að frumvarpið losaði um fornaldarfyrirkomulag fjölmiðl- unar hér á landi. Það losaði hinsvegar um forneskjuna „innan ramma pólitískrar forsjár", sem væri hluti forneskjunnar. Ákvæðin um útvarpsréttarnefnd, sem þingmenn Sjálfstæðisflokks styðja, gengu auk þess gegn landsfundarsamþykktum flokks- ins. Útvarpsréttarnefnd verður pólitískur forsjáraðili með skömmtunarvald. Stefán vildi setja orðið „menntamálaráð- herra“ í frumvarpið þar sem nú stendur „útvarpsréttarnefnd". Hann kvaðst andvígur því að þessi pólitíski forsjáraðili hefði úrslitavald um gjaldskrár auglýs- inga. Bandalag jafnaðarmanna vildi líka inn í frumvarpið ákvæði gegn hringamyndun. • Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra sagði út- varpslagafrumvarpið samkomu- lagsmál, og bæri það þess vott. Enginn einn aðili hefði fengið allt sitt fram. Önnur framgangsleið hafi einfaldlega ekki verið fyrir hendi. Grundvallarspurningin er hinsvegar, hvort menn vilja veita þessari tilraun til frjálsara út- varps brautargengi, með þeim fyrirvörum, sem fælust í frum- varpinu, m.a. um endurskoðun innan þriggja ára. Bann við aug- lýsingum í litlum kapalstöðum skapar misrétti, sagði ráðherra, og er andstætt byggðastefnu, sem á marga talsmenn á þingi. Ákvæði um boðveitur á að setja í fjarskiptalög, en að endurskoð- un þeirra er unnið, og samgöngu- ráðherra hefur tekið af skarið með að hans skoðun sé að hið opinbera eigi að eiga boðveitur, þó það geti hugsanlega framselt öðrum aðila þann rétt. Ráðherra minnti á að núverandi formaður Alþýðuflokks hefði fyrir tveimur árum flutt frumvarp um frjálst útvarp, sem gengið hafi lengra en það, er nú væri til meðferðar þingsins. Svo virtizt að krafa Al- þýðuflokksins um eignarhald boðveitna, innan útvarpslaga, væri leið flokksins til sigla frá þeim viðhorfum, sem fram hefðu komið í frumvarpi flokksfor- mannsins fyrir tveimur árum. Alþýðuflokkurinn er í eðli sínu sósíalistaflokkur, sagði ráðherra. Bjórfrum- varpið aftur til neðri deildar Efri deild samþykkti um kvöldmatarleitið í gær að fram skuli fara þjóðaratkvæða- greiðsla um bjórfrumvarpið, eins og það var samþykkt í neðri deild. Þetta þýðir að neðri deild verður að fjalla um málið að nýju, en hún hafði áður fellt tillögu um að staðfesta þyrfti frumvarpið í þjóðaratkvæða- greiðslu. Byggðastofnun ekki til Akureyrar FRUMVARP til laga um Byggðastofnun var afgreitt til þriðju umræðu í neðri deild í gær. Allar breytingartillögur aðrar en þær sem komu frá meiri hluta fjárhags- og viðskiptanefndar voru felldar, þar á meðal tillaga Halldórs Blöndal, (S) og Svavars Gestssonar (Abl.) um að heimili og varnarþing stofnunarinnar yrði á Akureyri. Tillagan var felld með 14 atkvæðum gegn 17, sex sátu hjá og þrír voru fjarstaddir. sinni í dag, þegar frumvarpið verður aftur á dagskrá. Lánsfjárlög voru afgreidd til efri deildar, eftir að nokkrar breytingar höfðu orðið á þeim, samkvæmt breytingartillögum meiri hluta fjárhags- og viðskipta- nefndar. Júnívetur á heiði Morgunblaðid/Vilborg Einarsdóttir Þaö er ekki alls staðar grænt og grösugt um að litast þessa dagana. Þessi mynd var tekin á Breiðadalsheiði, milli Flateyrar og ísafjarðar, nú í vikunni. Eins og sjá má situr vetur konungur sem fastast þar um slóðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.