Morgunblaðið - 13.06.1985, Síða 56

Morgunblaðið - 13.06.1985, Síða 56
56 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 13. J0n1 1985 ást er ... ... að laya kaffið á meðan hún klæðir siy TM Reg. U.S. Pat. Off.—ail rights reserved «1985 Los Angeles Times Syndicate Hvað er þetta maður. Hefur þú aldrei lært að hreinsa byssuhlaup! HÖGNI HREKKVlSI Rangar umferðarmerkingar og röng notkun þeirra Jóhann G. Guðjónsson, Úthlíð 11, Reykjavík, skrifar: Nú þegar málningarflokkar þeysa um og mála yfirborð vega þá er ömurlegt á að horfa, að rangar umferðarmerkingar við- gangast eitt árið enn, oft er málað í fylgd umferðarlögreglu og gerir það verknaðinn hálfu ömurlegri. í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, sem tók gildi 1. maí 1979, segir orðrétt um t.d. hindrunarlínur: „Hindrunarlína á vegi með fleiri en tvær akgreinar skal vera tvöföld." (Leturbr. mín.) Athugið síðan gatnamótin Hamrahlíð/Kringlumýrarbraut, Skógarhlíð/Miklatorg eða Hell- isheiðina, milli Hveradala og Kambabrúnar. Einnig er sagt í reglugerðinni hvernig og hvar eigi að setja hindrunarlínur en ansi oft vill brenna við að þeim sé klesst niður eftir einhvers konar þumalputta- reglu, t.d. hindrunarlínan sem var neðst á Hverfisgötu. Þegar vikið er frá umferðar- merkingum til umferðarmerkja má einnig færa margt til betri vegar, eins og t.d. að hætta notkun merkisins tvístefnuakstur þegar skilið er milli umferðar í gagn- stæðar áttir, t.d. við malbiksvinnu (þetta merki má eingöngu nota þegar tvístefna kemur í beinu framhaldi af einstefnu), í stað þess má nota akbrautarmerki. Þegar vikið er að akbrautar- merkjum flýgur manni í hug að þau eru notuð með einkennilegum hætti bæði í Hafnarfirði og Kópa- vogi. I báðum þessum bæjum má sjá akbrautarmerki benda niður á umferðareyju eða jafnvel gras- blett en ekki akbrautina eins og ætlast er til. Víða er komið merki með gulum og svörtum skástrikum sem mynda örvar er vísa upp. Þetta merki má nota þegar veg- ur greinist frá öðrum vegi. Búið er að klína þessu merki á umferðar- eyjar, við innkeyrslur að stórum bensínstöðvum og fjölda vega- móta. (Umferðarlögin kalla það vegamót þegar tveir eða fleiri veg- ir mætast.) Varla greinast vegirn- ir frá öðrum og mætast á sama stað. Lögreglumenn, vegageróarmenn og umferðarnefndarmenn, takið ykkur í hönd reglugeró um umferð- armerki og notkun þeirra og lítið gagnrýnum augum á umferðarmerki og umferðarmerkingar í sveitarfé- lagi ykkar. Þungarokks- vinsælda- lista á rás 2 Lúðvík Rúnarsson, Túnbrekku 1, Ólafsvík, skrifar: Ég vil koma því skýrt fram til rásar 2 að hafa sér þungarokks- vinsældalista. Ég veit að það eru margir sammála mér um það. Ein- göngu er spilað Duran Duran og Wham. Báðar þessar hljómsveitir innihalda einungis sæta stráka og tískufyrirbrigði. Margir kalla þessa drengi súkkulaðidrengi, sem er kannski satt. en þeir eru nú að bráðna. Þá er það sjónvarpið sem er bú- ið að sýna Duran Duran tvisvar en enga þungarokkstónleika. Mér finnst þetta óréttlátt. Dio, Kiss og Iron Maiden eru með vinsælustu þungarokkshljómsveitum heims og því eru ekki sýndar þunga- rokkshljómleikar með þeim úr því að Duran Duran er með vinsæl- ustu popphljómsveitum heims. Ég er Wham- og Duran-hatari, alla- vega að mínu mati. Ég vi! hvetja þungarokksaðdáendur aö láta heyra meira í sér. Þessir hringdu Hundleiður á Duran- aðdáendum Már Másson hringdi: Já, nú er mér nóg boðið. Ég er orðinn hundleiður á þessum Duran Duran-aðdáendum. í fyrsta lagi ef lag með þeim er ekki á topnnum á rás 2 þá hringja þeir eða skrifa í Velvak- anda og væla yfir því að eitthvað sé bogið við listann. í öðru lagi sá ég í grein sem einn Duran-aðdáandi skrifaði að þeir sem hlustuðu á hljómsveit- irnar U2 og Frankie Goes to Hollywood hefðu ekkert vit á tónlist. Fyrirgefið, en megum við hafa okkar tónlistarmekk í friði? Eða erum við eitthvað öðruvísi en aðrir? Og svona í lokin til forráða- manna Listahátíðar. Við værum ykkur inniieg: þakklátir ef þið reynduð að fá Frankie eða U2 á Listahátíð. Meira af innlendu skemmtiefni Guðríður hringdi: Ég vil koma á framfæri þakk- læti til sjónvarpsins fyrir ís- lenska skemmtiþáttinn sem var í sjónvarpinu á annan í hvíta- sunnu. Þetta var fjölbreyttur og skemmtilegur þáttur fyrir alla aldurshópa og til fyrirmyndar. Við íslendingar eigum svo góða söngvara, leikara og fleira listafólk, sem gæti eflaust gert meira af því að skemmta okkur hver með sínum hætti. Ég heiti á sjónvarpið að gera meira af þessu. Kaupið þá góðu og fjöl- hæfu listamenn sem við eigum heldur en að kaupa einhverjar þrautleiðinlegar myndir utan frá, þótt þær séu auðvitað góðar í og með. En, fyrst og fremst vil ég hafa meira af innlendu, léttu skemmtiefni á skjánum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.