Morgunblaðið - 13.06.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.06.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 25 níðaTerkstæði Jens Guðjónssonar. við það sem kemur upp í hugann og vinnum algjörlega sjálfstætt. Hvert okkar hefur sinn stíl en óneitanlega er heildarsvipur á því sem við gerum. Þá hef ég tvisvar farið út á námskeið í Gullsmíða- háskólanum í Kaupmannahöfn til að fylgjast með og kynna mér það verklega. Annars er minn aðal- skóli að vinna við fagið og taka þátt í sýningum sem er viss reynsla og hvatning. Hef ég tekið þátt í mörgum sýningum hérlend- is og erlendis og er núna með hluti á sýningunni Form ísland, sem Listiðnaðarsafnið í Helsinki stendur fyrir og fara mun um öll Norðurlönd. Undanfarin ár hefur smíði á myndverkum og áhugi á þeim auk- ist. Er fólk farið að taka sérsmíð- uð módelverk framyfir afsteypur sem mikið hafa verið á markaðn- um. Myndverkagerðin er þó aðeins hluti af mínu starfi, sem er mjög fjölbreytt en skartgripirnir eru okkar aðalsvið. Allt er þetta ná- tengt, því að myndverk er unnið líkt og skartgripur, bara mun stærra. En þessi fjölbreytni er mikils virði því hún víkkar sviðið og heldur manni frá að festast í sama farinu. Á námskeiðinu í Haystack ætla ég að leggja fyrir mig skúlptúra í málm. Bandaríkjamenn eru með þeim fremstu í heiminum í dag í listsköpun því þeir eru svo leitandi og óhræddir við að fitja upp á ein- hverju nýju og blanda saman mis- munandi efnum. Ég hef sjálfur reynt að vinna með mismunandi efni, gler og leður með málminum, fyrir utan náttúrulega steina, og er mjög opinn fyrir því svo fram- alega sem ég held að það fari vel í því sem ég er að gera. Námskeiðið er 3 vikur og það sem maður hefur aðalega upp úr því er fyrst og fremst það að þarna mætast menn allstaðar að og er þroskandi að lenda inn í svona hringiðu og sjá hvað aðrir eru að fást við. Kennar- arnir sem kenna þarna eru allt viðurkenndir listamenn á sínu sviði og valdi ég einmitt þetta ákveðna námskeið þar sem ég sá verk eftir kennara, sem kennir á því, David Paul Bacharach á am- erísku listiðnarsýningunni „Crafts USA“ á Kjarvalstöðum 1983. En sú sýning varð einmitt til þess að þessi sjóður var stofnaður sem styrkirnir eru veittir úr. Vona ég að þetta námskeið hleypi í mann nýju blóði, það brýt- ur upp hversdagsleikann að fara þarna út og kynnast einhverju nýju.“ Formaður styrktarfélags Staðarfells, Elfa Bjömsdóttir ásamt forstöðumann- inum, Guðmundi Vestmann, fyrir framan meðferðarheimilið að Staðarfelli. Styrktarfélag Stað- arfells stofnað NÝLEGA var stofnað styrktarfélag Staðarfells á fjölmennum fundi að Hótel Loftleiðum. Meðal stofnfé- laga eru fyrrum vistmenn á með- ferðarheimili SÁÁ að Staðarfelli í Dölum, aðstandendur og margir velunnarar. Félaginu er ætlað að styrkja starfsemina að Staðarfelli en þar hafa rúmlega tólf hundruð einstaklingar verið í meðferð vegna ofneyslu áfengis og hafa margir þeirra snúið lífi sínu til betri vegar. í maímánuði færðu stjórnarmenn meðferðarheimilinu þrjátíu rúm að gjöf. Dagana 21.—23. júní verður haldin fjöl- skylduhátíð að Staðarfelli. Þar hyggjast fyrrum vistmenn, að- standendur og aðrir velunnarar staðarins samgleðjast yfir gjör- breyttu lífi. ÍÚr fréttatilkynningu) Veróbréfaslóðurinn hf. ávaxtar peningana þína á hagkvæman hátt án þess að festa þá í langan tíma Fjárfestingarfélag fslands hf. hefur nú stofnað fyrsta gagnkvæma verðbréfasjóðinn á fslandi, sem nefnist Verðbréfasjóðurinn hf. Markmiðið er að koma til móts við þá sem ekki hafa þekkingu á verðþréfaviðskiþtum, tíma til að sinna þeim, eða þau fjárráð sem hingað til hafa verið nauðsynleg í verðbréfaviðskiptum hérlendis. Þeir sem kaupa kjarabréf verðbréfasjóðsins geta notið þeirrar ávöxtunar sem ríkir á frjálsum verðbréfamarkaði, og innleyst kiarabréfin þegar þeim hentar með nokkurra daga fyrirvara. Þú ættlr að kaupa kjarabréf Verðbréfasjóðslns. • Þú færð ríflega ávöxtun en tekur lágmarks áhættu. • Þú getur innleyst kiarabréfin hjá Verðbréfa- sjóðnum með nokkurra daga fyrirvara, þegar þér hentar. • Þú lætur sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum vinna fyrir þig. • Þú sparar tíma og fyrirhöfn. • Þú veist alltaf hvert verðgildi kiarabréfanna er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra. • Nafnverð kiarabréfanna er kr. 5.000 og 50.000. Þannig geta allir verið með. • Kjarabréfin eru handhafabréf. • Kiarabréfin fást í flestum þósthúsum landsins og i Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins, Hafnarstræti 7, Reykiavík. VERÐBREFA SJÖÐURINNHF Hafnarstræti 7 101 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.