Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNl 1985
Breyttar
forsendur
Það er gott til þess að vita að nú
hefir menntamálaráðherra sett
reglugerð þess efnis að íslenskt tal
eða neðanmálstexti skuli fylgja
erlendu sjónvarpsefni. Það er ekki
að ófyrirsynju að margir óttast nú
um íslenska menningu og hinn
innri styrk þeirrar tungu sem hér
er enn töluð, á öld þar sem engil-
saxnesk menning og ómenning
ríður húsum. í gærdagsþætti mín-
um hér í blaðinu lýsti ég áhyggj-
um mínum vegna þeirrar þróunar
er mér virðist hafa orðið ofaná í
mörgum erlendum útvarpsstöðv-
um og gætir hér á rás 2, en þar
ríða húsum léttir músíkþættir
sundurskotnir af auglýsingum, ör-
stuttum fréttaskotum og rabbi
sem gjarnan snýst um súper-
stjörnur vitundariðnaðarins. Það
er auðvitað bráðnauðsynlegt að
hafa slíkt léttmeti á boðstólum, en
hvar verðum við stödd þegar slíkt
efni ríkir á öllum rásum? Ég er
ansi hræddur um að þegar sam-
keppnin um auglýsingarnar fer að
harðna verði slíkt léttmeti talið
fengsælast. Ég er því þeirrar skoð-
unar að afnotagjöld og framlög úr
hinum sameiginlegu sjóðum eigi
einvörðungu að standa undir
rekstri ríkisútvarps en hinar
frjálsu útvarps- og sjónvarps-
stöðvar fái að bítast í friði um
auglýsingarnar. Þar með verði
tryggt að annars vegar verði til
staðar einskonar útvarpsaka-
demía er getur sinnt þjóðlegri
menningu vorri óháð sveiflum
auglýsingamarkaðarins en hins-
vegar sægur sjálfstæðra útvarps-
og sjónvarpsstöðva er lúta alfarið
markaðslögmálunum. Þetta fyrir-
komulag er að vissu marki við lýði
í Bretlandi þar sem útvarps- og
sjónvarpsmenning stendur með
hvað mestum blóma.
Eins árs
Það var smáafmæli á rás 2 í
fyrradag, þáttur Svavars Gests,
\1eð sínu lagi, varð eins árs og af
því tilefni spilaði Svavar lög og
söngva er rásarstjórinn, Þorgeir
Ástvaldsson, hefir samið. Vel til
fundið hjá Svavari. Hvað er ann-
ars langt síðan Svavar Gests byrj-
aði að spila fyrir landslýð létt lög
með viðeigandi spjalli? Ekki man
ég það en ég kann vel við þá
tryggð er Svavar hefir haldið við
útvarpið okkar. Það er eins og að
hlusta á gamlan kunningja. Hann
heilsar útvarpshlustendum. Ég er
annars svolítið hissa á úthaldi
Svavars en máski er skýringarinn-
ar að leita í ráðningarsamningum
er tíðkast á ríkisfjölmiðlunum en
einungis þrír fastráðnir starfs-
menn eru á rás 2 og því allir
stjórnendur lausráðnir. „Við höf-
um engin réttindi. Okkur getur
þess vegna verið sagt upp fyrir-
varalaust. Ef menn veikjast fá
þeir ekkert borgað." Svo mælti
einn þáttarstjórinn í viðtali við
Þorgrím Þráinsson í öðru tölu-
blaði Nýs lífs þessa árs en þar er
að finna prýðilega grein um starf-
semi rásar 2. Auðvitað hljóta slík-
ir skilmálar að hvetja menn á borð
við Svavar Gests til átaka.
Svavar hefir einfaldlega ekki
efni á því að verða gamall og las-
burða því engin hlýtur hann eftir-
launin. Skiptir náttúrulega engu
máli þótt hann hafi þjónað Ríkis-
útvarpinu af trúmennsku lengur
en elstu menn muna. En flest er
breytt .og fært í nýrra horf... seg-
ir Steinn að mig minnir á einum
stað.
Ólafur M.
Jóhannesson
UTVARP / S JON VARP
Gestagangur
á rás 2 í kvöld
■■■■ „Gestagangur"
Ol 00 Ragnheiðar
^ A —' Davíðsdóttir er
á dagskrá rásar 2 í kvöld
klukkan 21.00 og koma að
venju góðir gestir.
Ragnheiður sagði í
samtali við Mbl. að í kvöld
kæmu þau Henný Her-
mannsdóttir og Jörundur
Guðmundsson í heimsókn
á rásina og hefðu þau ef-
laust frá mörgu að segja.
„Ég fæ Henný til rabbs
m.a. vegna þess að hún
komst mjög langt í feg-
urðarsamkeppni á er-
lendri grund. Hún var
kosin ungfrú heimur ungu
kynslóðarinnar á sínum
tíma. Ég fæ hana að gefnu
tilefni í þáttinn því feg-
urðarsamkeppni hefur
verið mikið í sviðsljósinu
þessa dagana og mun ég
forvitnast hjá henni um
hvort þessi titill hafi orðið
henni tii góðs eða ills, á
hvern hátt þetta breytti
hennar lífi og hvaða skoð-
un hún hefur á fegurðar-
samkeppni almennt,"
sagði Ragnheiður.
„Jörund þekkja allir
landsmenn og hann þarf
vart að kynna. Hann hef-
ur fengist við allt mögu-
legt. Hann hefur skemmt
fólki víðsvegar um landið,
hann er í kabarettinum á
Hótel Sögu, hann hefur
unnið að útvarpsþáttum,
leikur í auglýsingum og
síðast en ekki síst er hann
rakari. Hlustendur fá ef-
laust að heyra einhverjar
þekktar raddir úr þjóðfé-
laginu sem framkallaðar
verða af Jörundi sjálfum
á rásinni í kvöld."
Jönindur Guðmundsson
Tónlist-
arkross-
gátan
■HM Tónlistarkross-
1 Cí 00 gátan verður á
A — sínum stað
klukkan 15.00 á sunnu-
daginn nk. Stjórnandi er
Jón Gröndal. Hlustendum
er gefinn kostur á að
svara einföldum spurn-
ingum um tónlist og tón-
listarmenn og ráða kross-
gátu um leið. Tónlistar-
krossgáta númer 28 verð-
ur á dagskrá og birtist
hún hér með.
„Algert næði“
- fimmtudagsleikrit
■■■ Leikritið „Al-
O A 00 gert næði“ eftir
— hinn þekkta
breska leikritahöfund
Tom Stoppard verður
flutt í útvarpinu, rás 1, í
kvöld klukkan 20.00. Þýð-
andi er Jón Viðar Jónsson
en leikstjóri er Karl Ág-
úst Úlfsson.
f leikritinu segir frá
manni nokkrum, sem
tekst að leggjast inn á
einkaspítala þrátt fyrir að
ekkert sé að honum. Þar
veldur hann hjúkrunar-
fólkinu meiri áhyggjum
en sjúklingarnir sem fyrir
eru.
Leikendur eru: Bessi
Bjarnason, Lilja Þóris-
dóttir, Erla B. Skúladótt-
ir, Júlíus Hjörleifsson,
Sigríður Hagalín og
Ragnheiður Tryggvadótt-
ir. Tæknimenn eru Ást-
valdur Kristinsson og
óskar Ingimundarson.
Leikstjórinn, Karl Ágúst Úlfsson, í miðið ásamt tækni
monnum.
lausnir sendist til Rík-
isútvarpsins, rásar 2,
Hvassaleiti 60, 108
Reykjavík, merkt Tónlist-
arkrossgátan.
UTVARP
FIMMTUDAGUR
13. júní
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn „Morgunútvarpið".
7.20 Leikfimi. Tilkynningar
7.55 Málræktarþáttur.
Endurt. þáttur Ölats
Oddssonar frá kvöldinu áð-
ur.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veðurfregnir. Morgunorð: —
Emil Hjartarson, Flateyri, tal-
ar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Börn eru besta fólk" eftir
Stefán Jónsson. Þórunn
Hjartardóttir les (7).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr ). Tónleikar.
10.45 Málefni aldraðra.
Þáttur I umsjá Þóris S. Guð-
bergssonar.
11.00 „Ég man þá tíð“.
Lög frá liðnum árum. Um-
sjón: Hermann Ragnar Stef-
ánsson.
11.30 „Ut um hitt".
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
14.00 „Hákarlarnir"
eftir Jens Björnebo. Dagný
Kristjánsdóttir þýddi, Kristján
Jónsson les (9).
14.30 Miðdegistónleikar.
a. Gitarkvintett nr. 1 I d-moll
eftir Luigi Boccherini. Daniel
Benkö og Eder-kvartettinn
leika.
b. Fiðlusónata f A-dúr op, 9
eftir Carl Nielsen. Kim Sjö-
gren og Anne öland leika.
15.15 Úr byggðum Vestfjarða.
Finnbogi Hermannsson sér
um þátt frá Isafirði.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 A frivaktinni.
Þóra Marteinsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
17.00 Fréttir á ensku.
17.05 Barnaútvarpið.
Stjórnandi: Ragnheiður
Gyöa Jónsdóttir.
17.50 Siðdegis I garðinum
með Hafsteini Hafliðasyni.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til-
kynningar. Daglegt mál. Sig-
urður G. Tómasson flytur
þáttinn.
20.00 Samleikur f útvarpssal.
Trió fyrir fiðlu, selló og planó
eftir Hallgrlm Helgason.
Þorvaldur Steingrlmsson,
Pétur Þorvaldsson og höf-
undur leika.
20.30 „Sigarettan og rjólið."
Smásaga eftir Jakob Thorar-
ensen. Knútur R. Magnússon
les.
21.00 Einsöngur I útvarpssal.
Eiður A Gunnarsson syngur
lög úr „Schwanengesang"
eftir Franz Schubert. Ólafur
Vignir Albertsson leikur á pl-
anó.
21.30 Frá hjartanu.
Umsjón: Kristján R.
jánsson. (RÚVAK.)
Krist-
22.00 Hvað ertu að lesa?
Umsjón: Aslaug Ragnars.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
22.35 Fimmtudagsumræðan
— Atli Rúnar Halldórsson.
23.35 Kammertónlist.
Félagar f Fflharmonlusveit
Berlínar leika.
a. Divertimento I C-dúr eftir
Joseph Haydn.
b. Menúett I E-dúr op. 13 nr.
5 eftir Luigi Boccherini.
c. Canzonetta I Es-dúr op.
12 eftir Felix Mendelssohn.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
SJÓNVARP
19.15 A döfinni
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson.
Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
19.20 Krakkarnir f hverfinu
Kanadlskur myndaflokkur
um hversdagsleg atvik I llfi
nokkurra borgarbarna.
Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Lifiö viö Lúsluvatn
Bresk náttúrullfsmynd frá
vernduðu vatnasvæði I
FÖSTUDAGUR
14. júni
Suður-Afrlku með fjölbreyttu
dýra- og fuglalífi.
Þýðandi Hálfdán Ömar Hálf-
dánarson.
21.15 Konur I Japan
Kanadlsk heimildarmynd um
stööu kvenna I japönsku
samfélagi fyrr og nú. Lýst er
hefðbundnu llfi japanskra
kvenna um aldir, breytingum
I kjðlfar slðari heimsstyrjald-
ar og hlutskipti kvenna I
iðnveldinu Japan nú á tlm-
um.
Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir.
22.10 Flugkapparnir
(Aces High)
Bresk bíómynd frá 1976.
Leikstjóri Jack Gold.
Aðalhlutverk: Malcolm
McDowell, Cristopher
Plummer, Simon Ward, Pet-
er Firth og John Gielgud.
Myndin gerist á vlgstöðvun-
um I Frakklandi I fyrri heims-
sfyrjöldinni. Þar hætta
breskir flugmenn llfinu I
njósnaflugi yfir bækistöövum
Þjóðverja.
Þýðandi Björn Baldursson.
23.50 Fréttir I dagskrárlok
13. júní
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Kristján Sigur-
jónsson og Sigurður Sverr-
isson.
14.00—15.00 Dægurflugur
Stjórnandi: Leópold Sveins-
son.
15.00—16.00 Ótroðnar slóðir
Kristileg popptónlist.
Stjórnendur: Andri Már Ing-
ólfsson og Halldór Lárusson.
16.00—17.00 Bylgjur
Framsækin rokktónlist.
Stjórnendur: Asmundur
Jónsson og Arni Daníel Júll-
. usson.
17.00—18.00 Einu sinni áður
var
Vinsæl lög frá 1955 til 1962
— Rokktímabilið.
Stjórnandi: Bertram Möller.
Þriggja minútna fréttir sagð-
ar klukkan: 11:00, 15:00,
16:00 og 17:00. Hlé.
20.00—21.00 Vinsældalisti
hlustenda rásar 2
10 vinsælustu lögin leikin.
Stjórnandi: Gunnlaugur
Helgason.
21.00—22.00 Gestagangur
Gestir koma (stúdló og velja
lög ásamt léttu spjalli.
Stjórnandi: Ragnheiður Da-
vlðsdóttir.
22.00—23.00 Rökkurtónar
Stjórnandi: Svavar Gests.
23.00—24.00 Oröaleikur
Stjórnandi: Andrea Jónsd
óttir.