Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 33 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö. Útvegsbændur - einkaframtak Flest sjávarútvegsfyrirtæki eiga í miklum erfiðleikum, vegna slæmra rekstrarskilyrða og skuldasöfununar gengin mörg ár. Aflatakmarkanir, inn- lendur kostnaðarauki umfram verðþróun á sjávarvörumörkuð- um, offjárfesting og óhagstæð gengisþróun hafa gert fyrir- tækjum í sjávarútvegi að ganga á eignir og safna skuldum. Skuldir sjávarútvegs, sem námu 42% af eignum í ársbyrjun 1981, vóru komnar í 55% um sl. ára- mót. Undirstöðuatvinnuvegur, sem gefur þrjár af hverjum fjór- um krónum í útflutningstekjum og þjóðin reisir velmegun sína að meginhluta á, sætir sjálfur rekstrarlegum afarkostum. Umsvif hins opinbera í sjáv- arútvegi hafa lengi verið all- nokkur, samanber bæjarútgerð- ir svonefndar, sem víða var stofnað til. Af arðsemi þeirra hafa farið misjafnar sögur. Ekki er ofsagt þótt staðhæft sé, að erfið rekstrarskilyrði í sjávar- útvegi hafi leikið þær verr en einkarekstur, enda felur rekstr- arformið ekki í sér sömu hvata til árvekni og árangurs. Á sama tíma sem einakrekst- ur í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu greiddi skatta og skyld- ur til viðkomandi sveitarfélaga og ríkisins sóttu bæjarútgerðir fé í vasa skattborgara um sveit- arsjóði, að vísu í mismiklum mæli, til að bera uppi rekstrar- tap. Ef öll þau framlög, sótt með skattheimtu, væru komin í eina tölu, yrði hún stór að fyrirferð. Þrátt fyrir þennan stuðning hafa flestar bæjarútgerðir kom- izt í sýnu verri rekstrarvanda en útvegsbændur, sem ekki hefur verið mulið undir, hvorki skattalega né á annan hátt. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem fyrir allnokkru komst í rekstrarlegt þrot, hefur verið í sviðsljósi fjölmiðla undanfarið, vegna umfjöllunar í bæjarstjórn þar og viðleitni til ýta undir sjávarútveg í þessum gamal- gróna útgerðarstað. Hlutafélag- ið Hvaleyri, sem einstaklingar standa að, hefur gert kauptilboð í togara og eignir BÚH og meiri- hluti bæjarfulltrúa lýst sig fylgjandi kaupunum, ef verða mætti til þess að koma hjólum þessa rekstrar í snúning á ný. Einkaframtak hefur verið burðarás í útgerð á íslandi frá upphafi þessa undirstöðuat- vinnuvegar, sem velmegun þjóð- arinnar hefur að bróðurparti verið sótt til í tímans rás. Hver kynslóð hefur fætt af sér fram- taksmenn, sem svip hafa sett á sjávarútveg um sína daga. Flestir þessir framtaksmenn hafa komið úr röðum sjómanna, sem lengi hefur verið mesta einkaframtaksstétt í landinu. Það þarf því engum að koma á óvart þótt framtak af þessu tagi bjóðist til að taka áhættu af framhaldsrekstri þar sem bæj- arútgerð hefur lagt upp laup- ana. Aðalatriðið er að atvinnu- reksturinn, störfin og verð- mætasköpunin haldi áfram, hvert sem rekstrarformið er. Meginatriði er að „kerfið", þ.e. ramminn utan um atvinnu- starfsemi í landinu, þrengi ekki svo að framtaki einstaklinga í undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar, að höftin og helsið ryðji því úr vegi. Þvert á móti þarf að efla alla tiltæka framtakshvata með þjóðinni, sem hér eftir sem hingað til verða hornsteinar velmegunar og lífskjara í land- inu. Stefnufesta - stöðugleiki Mikill meirihluti þjóðarinn- ar hefur staðið trúan vörð um þá stefnu í utanríkis- og ör- yggismálum, sem byggir á varnarsamstarfi vestrænna lýðræðisríkja. Þetta varnar- samstarf hefur það megin- markmið að tryggja frið með frelsi og standa vörð um þjóðfé- lagsform og þegnréttindi Vest- urlanda. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vék að þessu veigamikla sjálfstæðis- máli þjóðarinnar í útvarpsum- ræðu frá Alþingi í fyrrakvöld. Hann komst svo að orði um ný- lega samþykkt Alþingis um frið- ar- og afvopnunarmál: „Þar er sú stefna áréttuð að hér eru ekki kjarnorkuvopn án samþykkis íslenzkra stjórn- valda. Ennfremur eru hugmynd- ir um kjarnorkuvopnalaus svæði tengdar aðild Atlantshafs- bandalagsríkjanna að gagn- kvæmum samningum um út- rýmingu kjarnorkuvopna. Sjálfstæðisfiokkurinn stóð að þessari yfirlýsingu á þessum forsendum og mun ekki láta rangtúlkanir forystumanna Al- þýðubandalagsins breyta utan- rikisstefnu íslendinga." Það er meginmál að sýna stöðugleika og stefnufestu gagn- vart þeirri frumskyldu hverrar sjálfstæðrar þjóðar að tryggja varnaröryggi sitt i viðsjálum heimi. Það gerum við með aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Banda- ríkin. Sendu sinn fyrsta kven- sendiherra til íslands Viðtal við Annemarie Lorenzen, sem í 7 ár var hér sendiherra Norðmanna Annemarie Lorenzen fyrir utan norska sendiráðið við Fjólugötu. Lgósmynd/Árni Annemarie Lorenzen, sendiherra Norðmanna, er á förum eftir 7 ára dvöl á íslandi. Kom hingað 6. aprfl 1978. Þá aðeins „í tilraunaskyni“ og jafnvel ekki nema til eins árs, en úr þessu hefur teygst sem sýnir hve vel mér hefur líkað hér, sagði sendiherr- ann þegar blaðamaður Mbl. var sestur andspænis henni í fallega norska sendiráðshúsinu. En hvað réð því að stjórnmálamaðurinn Annemarie Lorenzen, sem hafði ver- ið ráðherra í stjórn Tryggve Brattelis og Oddvars Nordli, afréð að kom til íslands til að verða þar sendiherra lands síns? — Kvennaár Sameinuðu þjóð- anna var þá nýafstaðið og höfðu orðið umræður um að Noregur ætti ekki eina einustu konu í stöðu ambassadors, svaraði Annemarie Lorenzen. Utanríkisráðherrann kom að máli við mig og spurði hvort ég gæti hugsað mér að taka mér sendiherrastöðu. Þetta kom á óvart, en ég tók því ekki fjarri. Ég var í pólitíkinni, hafði átt sæti á þingi í 8 ár og verið í bæjarráði í Hammerfest frá 1951. Á árinu 1977 stóðu kosningar til stórþings- ins og ég ákvað að verða ekki í kjöri. Fannst ég vera búin að vinna mikið á þeim vettvangi og hafa þörf fyrir að breyta til. Mað- ur hefur gott af að stirðna ekki í starfi. Og tveimur mánuðum síðar stakk utanríkisráðherrann upp á íslandi. Ég vildi fá að hugsa mig um, samþykkti það svo til eins árs til að byrja með. Og nú eru árin orðin sjö sem sýnir hve gott ég hefi haft það hér. — Nokkurn tíma komið fyrr til íslands? — Aðeins einu sinni 1975 á þing Norðurlandaráðs. En ég kunni strax vel við mig. Með ströndinni er ísland svo líkt Norður-Noregi, þar sem ég er alin upp, þótt allt annað verði uppi á teningnum ef haldið er til fjalla. Fiskurinn og fiskveiðarnar skipta hér líka svo miklu máli. Fólkið er háð hafi, veðrum og vindum, sem verður til þess að það hugsar svo líkt. — En ágreiningur frændþjóð- anna vegna hafsvæðanna hefur nú einmitt orðið á þessum tíma? — Já, ágreiningurinn um skipt- ingu hafsvæðisins milli Jan May- en og íslands byrjaði sama árið og ég kom. Þá féllu mörg hörð orð í garð Norðmanna, segir sendiherr- a;.n og hlær við. — En ég tók þau ekki nærri mér, því skammaryrðin voru svo fjarska lík orðaforða sjó- mannanna heima í Norður-Noregi. Á árinu 1980 var svo línan milli landanna dregin með alveg ein- stæðu samkomulagi, sem sýnir að tvö nágrannalönd geta náð samn- ingum ef að er unnið af þraut- seigju. En í níundu grein sam- ningsins stendur að haldið skuli áfram að vinna að hafbotns- málum. Frávikið frá miðlínunni milli landa, sem er stefna Norð- manna, hefur verið að valda okkur vandræðum annars staðar, bæði i samskiptum við Sovétríkin og nú við Danmörku. Þeir krefjast sam- skonar samninga og við íslend- inga, sem fengu 200 mílurnar óskertar í sinn hlut, en við höldum okkur við regluna um miðlínu. Upp úr samningunum var skipuð þriggja manna nefnd, sem í voru Hans G. Andersen sendiherra, Jens Evensen sendiherra og odda- maðurinn Richard Eliot frá Bandaríkjunum. Þeir gengu frá afbragðs samkomulagi um hafs- botninn, svo að nú er þetta ekki lengur annað en afgreiðslumál. Skipting loðnuaflans hefur sinn eðlilega gang með sameiginlegri nefnd er kemur saman árlega og ákveður loðnukvótann. Það eru því engin tvíhliða vandamál milli Norðmanna og íslendinga lengur. Fyrsta Finnmerkur- konan á þing Annemarie Lorenzen var búin að vera á kafi í stjórnmálum í nær 30 ár og síðast ráðherra áður en hún varð sendiherra á íslandi. Voru ekki fáar konur í pólitíkinni á fyrstu árum hennar? Og nú eru í Noregi sumir flokkar með kvóta til að tryggja konum sæti, hvað finnst henni um það? — f Hammerfest voru venju- lega 1—2 konur í bæjarstjórninni, aftur á móti var ég fyrsta konan sem var þingmaður frá Finn- mörku í stórþinginu. Þessi mál hafa mikið þróast síðan ég byrj- aði, hvað þá fyrir þann tíma. Jú, sumir flokkar hafa kvóta og nú minn flokkur, Verkamannaflokk- urinn, sem samþykkti að 40% frambjóðenda á listum skuli vera konur. E.t.v. skiptir samþykktin ekki máli, þar sem konur eru nú orðið í öðru hverju sæti á öllum listum. En það skiptir ekki sköp- um þar sem litlir flokkar setja venjulega karlmann í efsta sæti og konurnar komast síður að. Ég er bæði með kvótaskiptingu og á móti henni. Mín reynsla segir mér að konur eigi í erfiðleikum með að afla sér nauðsynlegrar reynslu vegna hinna hefðbundnu kvenna- starfa og að þær þurfa að gæta bús og barna. Eiga því erfitt með að sækja fundi. Því þarf að draga þær með á einhvern hátt. Á hinn bóginn finnst mér að hljóti að vera aðrir möguleikar en kvóta- skipting og að frekar eigi að gera þeim léttara fyrir með því að lag- færa hömlurnar, miða fundartíma ekki síður við það sem hentar kon- unum en körlum. — Nú voruð þér sjálf með heimili og börn, er það ekki? — Jú, á þrjú börn og hafði að * auki starf utan heimilis, var menntaskólakennari. En ég var á vissan hátt heppin, því við bjugg- um í húsi með foreldrum mínum og því fylgdi vitanlega öryggi fyrir börnin. Nú eru þau löngu uppkom- in og ég á sex barnabörn, sem hafa heimsótt mig til Islands í sumar- leyfum og jólaleyfum sínum. Ráðherra í nær 5 ár Ekki verður sagt annað en Annumarie Lorenzen hafi tekist að afla sér pólitiskrar reynslu; hafði verið 30 ár í sveitarstjórn, síðan á Stórþinginu og loks ráð- herra í hálft fimmta ár. Hvaða verkefni hafði hún í stjórn Verka- mannaflokksins? — Ég var fyrst samgönguráð- herra, sem er mjög áhugavert við- fangsefni í Noregi. í því ráðuneyti er alltaf svo mikið um að vera. Maður tekur við viðfangsefnunum frá fyrirrennara sínum, vinnur þau áfram og svo taka aðrir við þeim. Aldrei lát á. Þetta vita ís- lendingar manna best, nema hvað hér er ennþá erfiðara að útvega fé til vegamála en í Noregi. Og það er skiljanalegt þegar svo fátt fólk í stóru landi verður að standa undir öllu því sem einni þjóð er nauð- synlegt. Síðar var ég neytendamála- og stjórnunarráðherra, sem kannski má kalla nokkurs konar innanrík- isráðherra, heldur Annemarie Lorenzen áfram og bregður fyrir sig ágætri íslensku. Stofnað var til þessa ráðuneytis 1972. Ráðuneyt- isstjórinn sagði gjarnan að við hefðum margar skúffur og í þær látið allt sem ekki ætti heima neins staðar annars ' staðar. Við höfðum neytendamálin, barna- heimilin, jafnréttismál, launamál ríkisins og samninga við bændur og fiskimenn um allar uppbætur og fjöldamargt annað. Þetta voru ákaflega fjölbreytt viðfangsefni og mjög skemmtilegt að fást við þau. Ekki að undra þótt ráðherrann væri orðinn þreyttur og hefði ekki á móti því að fá rólegra starf á íslandi. Nú er umdeilt hvort gott sé að stjórnmálamenn setjist í sendiherrastöður. Hvað finnst henni um það að fenginni reynslu? — Það getur einmitt verið gott að fá reynda stjórnmálamenn í sendiherrastöður við hliðina á at- vinnudiplómötum. Þeir þekkja orðið vel stjórnkerfið og ekki síður þjóðlífið og eiga því gott með að setja sig inn í aðstæður hjá öðrum þjóðum. Sendiherra Norðmanna á Is- landi sl. 7 ár er útilífsmanneskja, sem nýtur þess að ganga úti í náttúrunni að sumri eða vetri og kann því vel að meta íslenskar að- stæður. Hún hefur gengið um fjöll og heiðar út frá öllum skíðastöð- unum sunnanlands og ferðast ut á land. En hvað tekur við hjá henni þegar hún snýr aftur heim til Nor- egs? — Ég mun starfa í utanrík- isráðuneytinu í Osló og fá þar í hendur það sem kallað er „sér- verkefni" — til ársloka 1986. Þá verð ég 65 ára og fer á eftirlaun. Verkefnin verða næg þvl húsið sem ég á heima í í Hammerfest hefur verið í leigu og þar þarf að taka til hendi. Eg hefi ekki einu sinni snert á neinu þar síðan faðir minn dó 1975. Hann var skóla- stjóri og hafði mikið af alls konar plöggum í kring um sig. Það verð- ur spennandi að róta í því og sjá hvað þar er að finna. Ætli ég verði ekki sest þarna að fyrir 200 ára afmæli Hammerfestbæjar, en hann fékk kaupstaöarréttindi 1789. Er enn nyrsti kaupstaðurinn í Noregi. — Kannski kem ég fyrr til Reykjavíkur og held með ykkur upp á 200 ára afmæli Reykjavík- urborgar. Ég er að minnsta kosti ákveðin í að koma aftur. Hér er svo margt að byrja og mig langar til að fylgjast með framvindunni. Islendingar eru svo lifandi þjóð, í stöðugri þróun. Hér hafa orðið svo ótrúlega miklar breytingar á mörgum sviðum á þeim 7 árum sem ég hefi verið hér. Það verður þvi spennandi að koma hingað aft- ur. - E.Pá. Fæðingarheimilinu lok- að í sex vikur í sumar Fyrirsjáanleg þrengsli á Landspítalanum f kjölfarið FÆÐINGARHEIMILI Reykjavíkur verður lokað í sumar frá 7. júlí til 19. ágúst, líkt og í fyrrasumar. Er heimiiinu lokað í sparnaðarskyni, að sögn Jóhannesar Pálmasonar, fram- kvæmdastjóra Borgarspítalans, en Fæðingarheimilið heyrir undir stjórn spítalans. Jóhannes sagði í samtali við blm. að á síðasta ári hefði verið ákveðið að loka heimilinu eftir- leiðis hluta sumars. „Rekstur Fæðingarheimilisins er tvíþætt- ur, á annarri hæðinni eru stund- aðar skurð- og kvensjúkdóma- lækningar og á hinni er fæð- ingardeildin. Minna er um skurð- lækningar yfir sumartímann og því var ákveðið að hafa þá deild lokaða vissan tíma sumars." Hins vegar þótti ekki hag- kvæmt að reka heimilið með að- eins fæðingardeildina opna og því var ákveðið að loka húsinu aiveg í sex vikur. Þessi sparnað- aráætlun hefur gefist ágætlega og hef ég ekki ástæðu til að ætla annað en að þessi háttur verði hafður á framvegis," sagði Jó- hannes Pálmason. Guðrún Eggertsdóttir, ljós- móðir á fæðingargangi Landspít- alans, sagði í samtali við blm. að í kjölfar lokunar Fæðingarheim- ilisins hefði hálfgert vandræða- ástand skapast á fæðingardeild- inni vegna þrengsla, og svo virt- ist sem sama yrði upp á teningn- um í sumar. „I júnímánuði í fyrra fæddu 193 konur á deildinni hjá okkur en í júlímánuði, þegar Fæð- ingarheimilinu var lokað, urðu fæðingar hjá okkur alls 256,“ sagði Guðrún. „í ágústmánuði, þegar Fæðingarheimilið var opnað, komst allt aftur í eðlilegt horf hjá okkur og fæðingum fækkaði í 195. I aprílmánuði sl. fæddu alls 187 konur hjá okkur og í maí- mánuði 177. Við búumst við sömu þrengslum hjá okkur i sumar og í fyrra, þegar Fæðingarheimilinu verður lokað, en alls eru um 56 rúm á fæðingardeildinni. 1 fyrra björguðum við okkur þannig að senda konurnar fyrr heim eftir fæðingu en venja er. Við munum hafa sama háttinn á í sumar og þar sem nú starfa heldur fleiri á deildinni en í fyrra, þá held ég að við þurfum engu að kvíða,“ sagði Guðrún Eggertsdóttir. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND MAGNÚSSON Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. Reagan og Thatcher hafa fært „miðjuna“ til hægri Hægri menn svokallaðir hafa setið við stjórnvölinn í Bandaríkjunum og Bretlandi í rúman hálfan áratug og róttæk frjálshyggja hefur verið sterkt afl í hugmyndabTi Vesturlandabúa um nokkurt skeið. Nú bendir hins vegar margt til þess, að farið sé að halla undan fæti hægri sinnaðra ríkisstjórna. Skoðanakannanir i Bretlandi sýna, að Verkamannaflokk- urinn nýtur meiri stuðnings kjósenda, en íhaldsflokkur Margrétar Thatchers, og talið er afar ólíklegt, að frambjóðandi repúblikana verði kjörinn Bandaríkjaforseti þegar kjör- tímabil Ronalds Reagan rennur út. Þá er sennilegt, að jafnað- armenn beri sigurorð af kristi- legum demókrötum í næstu þingkosningum í Vestur-Þýska- landi. Það virðist því við hæfi að líta um öxl og spyrja: Hafa hægri menn breytt einhverju í stjórn- málum Vesturlanda, sem skiptir máli? Munu vinstri menn, ef þeir komast til valda á ný, taka upp gerbreytta stjórnarstefnu? Breska vikuritið The Economist ræðir þetta álitaefni í ítarlegri forystugrein 1. júní sl. og er við hana stuðst hér á eftir. Samstaða á enda Á árunum frá lokum síðari heimsstyrjaldar og fram til um 1970 má heita, að ríkt hafi í iðn- ríkjum Vesturlanda samstaða um grundvallaratriði stjórn- mála. Jafnaðarstefna í einni eða annarri mynd var ríkjandi („blandað hagkerfi", „félagsleg markaðshyggja“ o.s.frv.). Þessi stefna sætti gagnrýni frá hægri og vinstri; frá frjálslyndum mönnum, sem þótti sækja í óefni með aukin umsvif ríkisvaldsins, og frá stjórnlyndum mönnum, sem þótti athafnafrelsi einstakl- inga ekki nægileg takmörk sett. Sigur Thatchers 1979 og Reag- ans ári síðar batt enda á þessa samstöðu, sem farin var að riðl- ast nokkru fyrr. f kjölfarið færð- ist „miðja“ stjórnmálanna til hægri. Að mati The Economist er þessi tilfærsla miðjunnar höf- uð ávinningurinn af stjórnar- tímabili Reagans og Thatchers. „Þau hafa ekki fengið það fram, sem þau stefndu að (ef undan er skilið, að dregið hefur úr valdi verkalýðsfélaga, sem er ánægju- legt),“ segir í forystugrein blaðs- ins. „En fyrir viðleitni þeirra, eða þeirra afla meðal almenn- ings sem komu þeim til valda, til að ná meiri árangri, hefur opin- ber umræða um stjórnmál breyst." Við fslendingar þekkjum það úr okkar eigin stjórnmálaum- ræðu, að frjálshyggjan hefur haft áhrif á þá, sem aðhyllast vinstri stefnu og líka hina, sem þrætt hafa „meðalveginn". For- ingjar Alþýðuflokksins segjast t.d. vera „vinstra megin við miðju“, en málflutningur þeirra bendir til þess, að þeir meini ekki mikið með því slagorði. Áþekka sögu er að segja af jafn- aðarmönnum víða um heim. Þeir eru yfirleitt á leið til miðjunnar í stjórnmálum og miðjumenn- irnir á leið til hægri. Það þýðir ekki lengur, að boða aukin ríkis- umsvif og hærri skatta. Hafta- stefna og ríkisforsjá á ekki leng- ur upp á pallborðið hjá kjósend- um, sem vita að hvort tveggja þrengir athafnafrelsi þeirra og skerðir lífskjörin. Stjórn jafnað- armanna á Nýja Sjálandi fylgir markaðsstefnu í efnahagsmál- um, sem margir hægri flokkar gætu verið hreyknir af, og til að halda aftur að stjórnlyndum samflokksmönnum sínum hefur David Lange, forsætisráðherra, neyðst til að reka barnalega vinstri stefnu í utanríkismálum (svo sem lesa mátti hér í blaðinu á laugardag í fyrri viku). Hægri mönnum hefur, sem fyrr segir, mistekist að draga saman umsvif ríkisins svo markvert geti talist. Opinber út- gjöld í Bretlandi eru nú 41 'k % af þjóðarframleiðslu, en hlut- fallið var 39% á síðasta heila stjórnarári Verkamannaflokks- ins. Svipaða sögu er að segja frá Bandaríkjunum og öðrum lönd- um þar sem hægri sinnar hafa komist til valda. Stjórn Reagans hefur ekki tekist að draga saman seglin og hallinn á fjárlögum ríkisins nemur um 200 milljörð- um dala. Að meðtaltali eru opinber útgjöld í aðildarríkjum OECD nú 43% af þjóðarfram- leiðslu, en voru á sjöunda ára- tugnum 29%. Þetta þýðir auðvitað ekki, að hægri mönnum hafi mistekist með öllu. Þeim hefur tekist að koma í veg fyrir að útþensla ríkisbáknsins haldi áfram með sama hætti og fyrr, og það er ærið afrek og verðskuldar lof. Ríkisstjórnir hægri manna hafa m.ö.o. opnað augu manna fyrir því, að ríkið hefur takmörkuðu hlutverki að gegna og sérhver ný umsvif þess þarfnast sérstakrar réttlætingar. Hægri flokkar í öldudal Hvað er það, sem ræður því að frjálshyggjan hefur enn ekki borið þann ávöxt, sem stefnt er að? Hvers vegna eru stjórnar- flokkar hægri manna í öldudal um þessar mundir? Að mati The. Economist er höfuðástæðan sú, að æ fleiri ein- staklingar og fyrirtæki, hafa tekjur sínar frá ríkinu. í Banda- ríkjunum, höfuðvígi markaðs- kerfisins, hafa 30% allra heimila tekjur sínar að hluta til eða öllu leyti frá ríkinu. I Bretlandi Thatcher-stjórnarinnar er rúm- ur fjórðungur vinnuafls í þjón- ustu hins opinbera. Samdráttur ríkisins getur komið þessu fólki illa. Það þarf því ekki að koma á óvart, að einstaklingar og fyrir- tæki, sem eiga allt sitt undir rík- inu, verja aðstöðu sína af sömu hörku og forréttindahópar fyrr og síðar hafa alltaf gert. Og lýð- ræðisskipulag okkar hefur þann galla, að stjórnmálamenn, sem sífellt eru á höttunum eftir at- kvæðum, verða nánast gíslar sérhagsmunahópa. The Economist telur, að vandi hægri manna felist í því, að sá hagvöxtur, sem einkenndi efna- hagslíf iðnríkja Vesturlanda fyrr á árum, er ekki lengur fyrir hendi. Á árunum 1960—1973 jókst þjóðarframleiðsla í OECD-ríkjunum að meðaltali um 5% á ári. Ef sami vöxtur hefði átt sér stað á siðasta ára- tug, og ríkisútgjöldin ekki orðið meiri en þau urðu, þá hefði hlutfall opinberra útgjalda af þjóðarframleiðslu ekki verið 43%, eins og það var á síðasta ári, heldur 33% (og minna ef ekki er gert ráð fyrir hinu mikla atvinnuleysi og þeim hrikalegu útgjöldum, sem það hefur í för með sér fyrir ríkið). Hagvöxtur dettur ekki af himnum ofan og enda þótt rikis- stjórnir miðflokka og vinstri flokka, sem kunna að komast til valda á Vesturlöndum á næstu árum, muni vart treysta sér til að þenja ríkisvaldið út, er ólík- legt að þær muni gefa markaðs- öflum það frelsi, sem öll rök benda til og reynslan sýnir, að er forsenda þess að þjóðarfram- leiðsla aukist og raunverulegar framfarir verði. Þá er ástæða til þess að frjálslyndir menn noti tækifærið og íhugi mistök und- anfarinna ára og reyni að draga af þeim lærdóma, sem að gagni koma, þegar kjósendur veita þeim á ný umboð til að stjórna. Hötundur er bladamaður á Morgunbladinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.