Morgunblaðið - 13.06.1985, Page 22

Morgunblaðið - 13.06.1985, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1985 EF ANN BITINÍJ Á Þá er eins gott að vera með AmbassadEUP Það fullkomnasta sem enn hefur verið framleitt af veiðihjólum. Og nú er hægt að skipta um spólu á 10 sekúndum - eitt handtak og ný lína er komin á hjólið. • Nú er það Magnettubremsa sem næstum útilokar að hægt sé að flækja línu. • Fríkúpling á línuraðara sem eykur enn við kastlengdina. Hafnarstræti 5, Reykjavík. Sími (91)-16760. „Þegar hugsjónir rætast" - eftir Jón Isberg Nú ætlar Sverrir iðnaðarráð- herra að breyta reglum Iðnþróun- arsjóðs og láta hann eða heimila stjórn hans að kaupa hlutabréf í nýjum fyrirtækjum, svo frekar verði hægt að koma þeim á fót. Ég sat á þingi í nokkra daga fyrir tæpum tveimur áratugum. Þá bar ég fram frumvarp til laga um að þáverandi byggðasjóði, sem þá hét Atvinnujöfnunarsjóður, yrði heimilað að kaupa allt að 40% hlutabréfa í nýjum fyrirtækjum, án tillits til þess, hvar á landinu þau væru. Þegar og ef fyrirtækj- unum yxi fiskur um hrygg, ætti sjóðurinn að selja öðrum hluthöf- um sinn hluta. Nú, ef allt færi um koll var þetta tapað fé. Það var engin von til þess að um þetta frumvarp yrði fjallað á því þingi og kosningar voru um vorið, en einmitt þá var ég settur út í kuld- ann. Enginn varð til þess að grípa hugmyndina, meira að segja skrif- aði Eyjólfur Konráð grein í Morg- unblaðið, þar sem hann lagðist gegn henni. Fjórðungssamband Norðlend- inga tók þessa hugmynd upp fyrir tæpum tveimur árum á þingi sínu á Raufarhöfn, en stjórn þess og framkvæmdastjóri hafa ekki talið sér fært að vekja athygli á henni. Það muni frekar verða Norðlend- ingum til ávinnings að útbásúna, hvað erfitt sé að fá vinnu í fjórð- ungnum og hversu allt sé mikið betra á Stór-Reykjavíkursvæðinu. En okkur verður ekki rétt á silf- urfati. Við höfum mörg dæmi um það. Gleggsta dæmið er Skaga- strönd. Það átti undir ríkisforsjá aö byggja 2—3 þús. manna fyrir- myndar bæ. Bærinn var skírður upp og kallaður Höfðakaupstaður. En svo þegar andbyrinn kom flúðu meistararnir suður og skildu heimamenn eftir í súpunni. Það liðu nær tveir áratugir, þar til Skagstrendingum skildist, að þeir yrðu að treysta á sjálfa sig og að guð hjálpar þeim ekki, sem ekki hjálpa sér sjálfir. Um það leyti, sem þeir hættu að skammast sín fyrir Skagastrandarnafnið og tóku upp gamla heitið að nýju stofnuðu þeir útgerðarfélag, sem hlaut nafnið Skagstrendingur. Þetta fyrirtæki lét byggja hér innan- lands fyrsta frystitogarann og var spáð illa fyrir þeirri ráðabreytni, svo vægilega sé til orða tekið. Þetta fyrirtæki er nú með best reknu útgerðarfyrirtækjum á landinu. Það greiðir hæsta kaup, sem greitt er á landinu öllu og samt greiðir það hluthöfum sínum 10% arð fyrir árið 1984. Ég minni á þetta svo ljóst megi verða, að við uppbyggingu at- vinnufyrirtækja má ekki treysta á Jón ísberg „Ég minni á þetta svo Ijóst megi veröa, að við uppbyggingu atvinnufyr- irtækja má ekki treysta á ríkisforsjá eða sama sem það. Þess vegna verða stjórnendur hins nýja Iðnþróunarsjóðs að vera djarfir og þora að taka ákvarðanir,sem ef til vill brjóta í bága við hefðbundnar venjur. Og umfram allt taka ákvarðanir.“ ALÞJÓÐAHÓPUR íslenskra kvenna vegna kvennaáratugar Sam- einuðu þjóðanna hóf fyrr á þessu vori söfnun í samvinnu við „85-nefndina“ til aðstoðar konum í þróunarlöndunum. í frétt frá hópnum segir að ágóði af söfnuninni verði lagður í sjóð sem margar þjóðir standa að. Síðan er áætlað að nota hann til að koma á fræðslu um heilbrigðis- mál, brunna, hreinlæti, meðferð ungbarna o.fl. til kvenna í af- skekktum þorpum í þróunarlönd- unum. Þetta verður gert með því að sýna þeim myndbönd, því flest- ar þessar konur eru ólæsar og ekki ríkisforsjá eða sama sem það. Þess vegna verða stjórnendur hins nýja Iðnþróunarsjóðs að vera djarfir og þora að taka ákvarðanir, sem ef til vill brjóta í bága við hefðbundnar venjur. Og umfram allt taka ákvarðanir. Ef ég sendi inn erindi í dag eiga þeir að geta svarað eftir eina eða tvær vikur, ekki einn — tvo mánuði eða eitt — tvö ár. Það á að vera nóg að segja, ef hluthaf- ar eru reiðubúnir að leggja fram 60% af raunverulegu fjármagni, þá á ég við greidda peninga frá þeim sjálfum, þá eru hér til reiðu og útborgunar 40%. Sverrir hefir sýnt að hann er maður framkvæmda. Ég vona að honum takist að koma þessari breytingu fram og að sjóðnum verði valin röggsöm stjórn. Þá verður þetta mikil hvatning fyrir okkar fjársvelta þjóðfélag. Við ís- lendingar búum í hörðu en góðu landi. Hér eru meiri möguleikar og okkar þjóðar bíður bjartari framtíð en nokkurrar annarrar í Evrópu. En þá verða líka einstakl- ingarnir að fá að njóta sín. Við eigum að einbeita okkur að því að hjálpa þeim sem miður mega sín, gömlum, sjúkum og börnum, en ekki að leggja áherslu á að hamla þeim sem vilja og geta drifið bæði sjálfa sig og aðra uppfyrir jafn- sléttu meðalmennskunnar. Við eigum að varpa fyrir róða forræð- ispólitík svokallaðs félagshyggju- fólks og treysta á okkur sjálf, þá mun guð hjálpa okkur. „Hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna." Höíundur er sýslumaður Húnretn- inga. hefur tekist að ná til þeirra á hefðbundinn hátt. Þegar hafa safnast um 70 þús- und krónur inn á gíróreikning 146016 í útibúi Samvinnubankans við Suðurlandsbraut og hefur mest safnast á fundum kvenna og í félögum. Þann 16. júní nk. kemur hingað til lands Elín Bruusgaard, norsk kona sem staðið hefur að þessu verkefni og fleirum á kvennaára- tugnum. Hún mun flytja ávarp á Þingvöllum á samkomu 19. júní- nefndarinnar. Þá mun hún fræða íslenskar konur um verkefnið sem söfnunin styður. Söfnun í samvinnu við „85-nefndina“ - Söfnunarfé varið til fræðslu fyrir konur í afskekktum þorpum í þróunaríöndunum BEINT TIL ÍTð LÍ U meðTERRU NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR AÐ TRYGGJA SÉR SÆTI í ÍTALÍUFERÐIRNAR OKKARL .... 'ERJU ER N,ÍfRð tERRU?LT T'L j i SUMAR MEÐ „ERDVOLÁMJÖGHAGSTÆÐU ” v'gardavatnið EÐA ítölsku rivierunni ^LlUSTUOGSSGUKSTU jðum ítalíu UPPLYSINGAR A SKRIFSTOFUNNI I SIMA 29740 OG 62 1740

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.