Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNl 1985 57 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS -------------^ '1 léttum dút> Hvað er aö gerast í skóla- málum Reykjanesumdæmis? 2970-5348 skrifar: Nær daglega berast fréttir af áhyggjum manna af skólahaldi í landinu næsta vetur vegna upp- sagna kennara og umsókna ann- arra um launalaus leyfi frá störf- um. Óvíða eða hvergi mun þó ástandið ískyggilegra í þessum efnum en í Reykjanesumdæmi. Þar hafa, í vor og sumar, verið auglýstar fjórar skólastjórastöður og er sagt aö enginn hafi sótt um þær ennþá. óvenju mikið er um uppsagnir kennara. í einum af minni skólum um- dæmisins, Vogum á Vatnsleysu- strönd, hafa t.d. sjö af kennurum skólans sagt upp störfum. Á sama tíma og til vandræða horfir í skól- unum hefur hinsvegar hlaupið mikil gróska í fræðsluskrifstofu umdæmisins. Þar eru nú 19 manns á launaskrá og fer hún því að nálgast sjálft menntamálaráðu- neytið í starfsmannahaldi. Er vandséð hvaða störf allur þessi mannafli fræðsluskrifstofunnar hefur með höndum. Fyrir fáum árum vissi enginn að þörf væri á stjórnstofnun sem þessari. Er ekki nær lagi að það takmarkaða fjármagn sem ætlað er til fræðslumála verði í ríkara mæli látið renna til skólanna sjálfra og þess starfs, sem þar er unnið, í stað þess að þenja út gagnslítil og fjárfrek skrifstofu- bákn? — Og það á sama tíma og mönnum er, réttilega, tíðrætt um nauðsyn á aðhaldi í opinberum rekstri. Er hér ekki eitthvað sem við þurfum að athuga betur? Smekklegar gjafir, léttar og hentugar, — og hitta í mark. Höfðabakka 9 Reykjavík S. 685411 y Nóg komið Unnandi alþýöutónlistar skrifar: Kæri Velvakandi! Mig langar til að lýsa mikilli undrun á vægast sagt furðulegri stefnu dagskrárdeildar Ríkisút- varpsins. I föstudagsblaði Morg- unblaðsins hinn sjöunda júní er greint frá því að nú megi sjón- varpsáhorfendur búast við enn einni tónleikakvikmynd með tán- ingapoppsveitinni Duran Duran. Ég ætla alls ekki að gera lítið úr vinsældum hljómsveitarinnar meðal þeirra sem velja vinsælda- lista rásar tvö í hverri viku en það hlýtur að liggja í augum uppi að í skrifar: Heiðraði Velvakandi: Föstudag- inn 31. maí sl. birtist í Morgun- blaðinu hógværlega skrifuð og rökföst grein eftir Hrein Loftsson, sem nefndist Frjálshyggjan upp- nefnd. Hér verður ekki farið ítar- lega út í efni greinarinnar (sem ég er að öllu leyti sammála), en ég vek athygli á upphafsorðum höf- undar, en þau eru á þessa leið: „Það er íþrótt sumra íslendinga að uppnefna fólk. Stundum er sýnd ósvífin hugkvæmni við slíka iðju eins og þegar maður nokkur fékk viðurnefnið „þjófur" vegna þess, að það var stolið frá honum. Sveitungunum hefur væntanlega fundist eitthvað spaugilegt við það að honum væri umhugað um eigur sínar. Um mannorð fórnarlambs- ins er ekki spurt og oftast fara af því góða þessum þrönga hópi eru ekki nærri allir hlustendur alþýðutón- listar. Eftir minni bestu vitneskju verður þetta þriðja tón- leikamyndin með áðurnefndri sveit að ótöldum skiptum sem hún hefur flutt lög sín í Skonrokki, á Montreux-tónleikum og víðar. Nú er ég ekki bárurokks- né reggae-aðdáandi nema að litlu leyti en furðulegt hlýtur að teljast að þessir hópar og fleiri fái ekki annað í sinn hlut en sífelldar endurtekningar kynþokkafullra pörupilta. óþokkarnir huldu höfði. Nú bregð- ur á hinn bóginn svo við að einn garpurinn ritar blaðagrein og þjófkennir ekki einungis einn eða tvo, heldur heilan hóp manna, sem í mesta sakleysi kenna sig við frjálshyggju." í framhaldi af þessum orðum vil ég leyfa mér að minna á, að einn merkasti stjórnmálamaður þjóð- arinnar á þessari öld, Jón heitinn Þorláksson forsætisráðherra, var um tíma aldrei nefndur annað í ákveðnu blaði en „urðarmáni íhaldsins", og Reykvíkingar hlutu í sama blaði heitið „Grimsby- lýður". — Þetta eru aðeins tvö dæmi af mörgum um þessa miður skemmtilegu áráttu vissra manna. Óskandi væri, að slíkur ósiður yrði lagður niður. Hafi Hreinn Loftsson þökk fyrir grein sína. „Frankie“ í sjónvarpið Frankie Goes to Hollywood- aðdáandi skrifar: Mig langar a taka undir greinar, sem GIM og BÞB og tvær ný- klipptar hafa skrifað um hljóm- sveitina „Frankie Goes to Holly- wood“. Greinarnar eru góðar. En 4. júní sl. skrifaði Duran Duran- aðdáandi f Velvakanda og sagði að „Frankie Goes to Hollywood" væri gaul-hljómsveit, sem er að mínu mati algjört bull og sýnir bara að Duran Duran-aðdáendur hlusta ekki á annað en Duran Duran og taka þar af leiðandi líklega ekki eftir öðrum hljómsveitum. Dæmi um það er að lagið „Two Tribes" með „Frankie Goes to Hollywood" sat í níu vikur í efsta sæti breska vinsældalistans en það gera ekki gaul-hljómsveitir. Að lokum lang- ar mig að biðja sjónvarpið um að sýna hljómleika með „Frankie Goes to Hollywood" því að þeir eiga fleiri aðdáendur hér á landi en marga grunar og hvet ég alla Frankie-aðdáendur að láta í ljós skoðun sína á Duran Duran og öðrum hljómsveitum. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur iesendur tii að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milii kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér t dálkunum. Óskandi að uppnefn- ing verði lögð niður Jón Þorsteinsson, Hrafnhólum 8, Microline182/192/193 Ný kynslóð tölvuprentara! Kostimir eru ótvíræðir: • Þriðjungi minni og helmingi léttari en áður. • Miklu hljóðlátari en áður. • Fullkomlega aðhæfðir IBM PC og sambæri- legum tölvum. • Tbngjast öllum tölvum. • Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og gæðaletur. • Notandi getur sjálfur hannað eigin leturgeröir. • Fullkomin varahluta- og viðhaldsþjónusta. • Til á lager. Nýjungamar koma alltaf fyrst frá MICROLINE. Þaö er því engin furöa að MICROLINE eru mest seldu tölvuprentarar á íslandi. ÍMÍKROl Skeifunni 11 Sími 685610
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.