Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JtTNl 1985 41 Kveðjuorð: Krístján Sveinsr son augnlœknir Ég var ein af fjölmörgum er urðu harmi lostnir, þá fréttin barst að Kristján Sveinsson augnlæknir væri allur. Hann var sérstæður persónuleiki er öllum þótti vænt um er kynntust. Vin- átta hans við mig og mína átti sér talsvert langan aldur og bar þar aldrei skugga á. Kynni okkar hóf- ust vorið 1918. Eftir harðan og langan vetur var komið vor. Sam- göngur höfðu verið erfiðar og strjálar það sem af var árinu, ekki síst á Norðurlandi, þar sem frosthörkur og snjóþyngsli þjök- uðu menn og skepnur. ísalög höfðu verið fyrir öllu Norðurlandi frá því um áramót, en nú var ísinn að lóna frá. Um þessar mundir átti ég heima í fallega húsinu á Brekkunni á Ak- ureyri, faðir minn þá skólameist- ari Gagnfræðaskólans á Akureyri, sem nú er MA. Vorprófum var nýlega lokið og nemendur voru að búa sig til brottferðar og sumir farnir. Þá var einn morgun barið að eldhúsdyrum í íbúð foreldra minna og var ég send til dyra. Úti- fyrir stóð smávaxin kona á peysu- fötum, allt hvatskeytisleg í fasi og spurði eftir skólameistara, hún þurfti að finna hann strax, því hún var á hraðri ferð. Ungur pilt- ur hélt í hönd hennar, hæglátur og óvenju góðlegur á svipinn. í sömu svifum kom móðir mín fram í eldhúsið. Urðu nú fagnaðarfundir. Þær höfðu kynnst í æsku í höfuð- staðnum, en ekki sést síðan. Þarna var komin prestskonan frá Árnesi á Ströndum, frú Ingibjörg Jónas- dóttir, kona séra Sveins Guð- mundssonar prests í Árnesi, með son sinn Kristján. Hafði hann sótt um að taka próf upp í 3. bekk þetta vor, en ekki fengið ferð til Akureyrar, þar til togari rakst inn á Djúpuvík og þau mæðginin fengu far austur. Frú Ingibjörg hugði reyndar fokið í flest skjól, því hún hafði frétt að prófum væri að ljúka eða jafnvel lokið við skól- ann. En vogum vinnur og vogun tapar. Þessvegna dreif hún sig með drenginn sinn hvað sem taut- aði. Var nú sent eftir föður mínum og hann kom að vörmu spori. Bar frú Ingibjörg fram vandræði sín. Faðir minn var ákaflega hlýr maður og vildi hvers manns vanda leysa, væri þess nokkur kostur. Hann hringdi í snatri til allra kennaranna, það þá að gera það fyrir sig að koma upp í skóla og prófa ungan prestsson vestan af Ströndum, sem kominn væri. Sagði hann þeim upp alla söguna og bað þá hafa hraðann á því drengurinn þurfti að komast vest- ur aftur með sama skipi, enda óvíst með ferðir þangað í bráð. Kennararnir brugðust vel við þessari bón föður míns og prófið hófst skömmu eftir að mæðginin höfðu fengið hressingu hjá móður minni. Prófið gekk að óskum og prestsfrúin í Árnesi gat snúið heim aftur sigri hrósandi með elskulega drenginn sinn. Um haustið kom Kristján aftur og settist í þriðja bekk. Lauk hann brottfararprófi um vorið með miklum sóma. Þessum greiða, sem pabbi gerði honum, gat hann aldr- ei gleymt og varla sáumst við svo, að hann minntist þess ekki, hve vel honum var tekið heima í skóla vorið 1918 og aldrei var neitt ofgert fyrir mig eða mína. Upp frá því var Kristján kær vinur okkar. Faðir minn dó rúmu ári eftir að Kristján lauk þar námi, en móðir mín lifði í mörg ár eftir það og reyndist Kristján henni ávallt sem besti sonur. Móðir mín hafði verið augnveik frá barnæsku og þurfti því oft að leita til augnlæknis. Lét Kristján sér mjög annt um hana, vitjaði hennar eftir að hún flutti til Reykjavíkur, ef langur tími leið milli þess að hún lét til sín heyra. Átti hún ekki betri vin hér í borg- inni. Þegar móðir mín lá bana- leguna, sumarið 1947, kom þessi elskulegi vinur hennar svo til daglega til að vitja um hana. Síð- asta daginn sem hún lifði, settist hann um stund á rúmið hennar, strauk henni um vangann og signdi yfir hana, er hann kvaddi. Síðan sneri hann sér að mér og sagði: „Þetta er þá að verða búið.“ Nokkrum stundum síðar var hún liðin. Þetta var áhrifamikil stund, sem líður mér aldrei úr minni. En svona var Kristján augnlæknir. Ég þurfti sjaldan að leita augn- læknis, hafði sterka sjón. En auð- vitað kom að því að ég þurfti gler- augu, þegar aldurinn færðist yfir. Sneri ég mér þá til vinar míns Kristjáns. Það brást ekki að bið- stofan var ávallt full af fólki á öllum aldri. Ef blessaður læknir- inn kom auga á mig í fjöldanum, þegar hann kom inn, vék hann sér vingjarnlega að mér og sagði með sinni alkunnu hógværð: Lítillega þarftu eitthvað að bíða Hulda mín. Kunningjum mínum og norð- an og heimilisfólki vísaði ég oft til Kristjáns augnlæknis. Ölum tók hann með sömu ljúfmennskunni og aldrei greiddur eyrir fyrir hjálpina. Kristján augnlæknir var mikill gæfumaður. Hann hafði átt gott æskuheimili, og þegar hann lagði af stað að heiman til að leita sér menntunar var námsbrautin slétt og felld. Hann átti heillaríkan starfsdag. í áratugi sinnti hann augnlækningum hér í höfuðborg- inni við fádæma vinsældir, sem kunnugt er. Á sumrin fór hann um sveitir landsins til að hjálpa þeim, sem bjuggu í hinum dreifðu byggðum. En hvað gat verið meiri gæfa en að geta verið öðrum til góðs, líknað þeim sem eiga um sárt að binda og eiga því láni að fagna að sýna fagurt fordæmi í öllu sínu, en það gerði Kristján augnlæknir. I einkalífi Kristjáns var ham- ingjan honum hliðholl. Hann átti góða konu, Marin Þorleifsdóttur, er var honum mjög samhent um að gera heimili þeirra þann sælu- reit er aldrei brást. Oskabörnin þeirra Guðborg og Kristján voru þeim eitt og allt og juku á ham- ingju þessara elskulegu hjóna. Kveðja: Lúðvík Gestsson Fæddur 22. febrúar 1897 Dáinn 27. maí 1985 Dagar vors yndis eru ekki þeir, sem ilmi blóma og gleði sporin vöfðu, dagar vors yndis eru aðeins þeir, sem alls vors þreks og getu vorrar kröfðu. Dagurinn, sem þú sigrar ótta þinn, á sólblik furðu bjart, er árin líða — og varpar hlýju orði á óvin þinn, kemst upp á það að brosa að þínum kvíða og gafst það, sem þú gast ei verið án, og gerðir hug þinn miklum fórnum taman og barst án æðru aðkast heims og smán ef ykkar leiðir vildu ei fara saman. Sjá, slíkir dagar eru undir lokin þeir einu, sem þitt hjarta kýs að minnast, er snjór í iifsins fögruskjól er fokinn og fyrir ævistríð þitt gjöldin innast. (S.E.) Þetta ljóð afa míns, Sigurðar í Holti, kom í huga mér, þegar ég frétti um andlát Lúðvíks Gests- sonar, en hann var kvæntur föð- ursystur minni, Björgu Einars- dóttur frá Ekru í Stöðvarfirði, sem lifir mann sinn í hárri elli. Og hvers vegna þetta ljóð, en ekki eitthvert annað? Það er vegna þess að mér varð það ljóst snemma, að Lúðvík fór ekki al- faraleiðir og hann mat mest það raunverulega í fari manna, en minna prjál og sýndarmennsku. Bernskuminningarnar skipta miklu máli í lífi sérhvers manns og ég var bara lítill stelpuhnokki, þegar mér var orðið það ljóst að Lúðvík var mér mjög sérstakur og frá því ég man fyrst eftir mér voru þau Lúðvík og Björg fastir punkt- ar í tilveru minni. Eg átti svolítið í þeim og þau ekki svo lítið í mér. Aðfangadagar bernsku minnar skjóta upp kolli í minningunum. Við systkinin á Meltröð 8 á ferð með pabba, að aka út jólaglaðn- ingnum, þá var það ég, sem alltaf fékk að fara með til Bjargar og Lúðvíks. Þvílíkt ævintýri, allt svo sérstakt og fallegt. Svo kom að því að fá að smakka á innihaldi köku- dunkanna hennar Bjargar og bragða á fægðum ávöxtum úr fal- legu skálinni. Ég er næstum viss um að þau nutu þess eins mikið og ég, að veita mér þennan forsmekk á jóladýrðinni. Áldrei man ég til þess, að systkini mín mótmæltu eða öfunduðust yfir þvi, að ég fengi að fara þarna hver einustu jól, þessi staður var minn. Það kom mér ekki á óvart, þegar mamma sagði mér að Lúðvík væri allur, það er ekkert óeðlilegt við það, að fólk í hárri elli hverfi á braut, en eftir situr söknuður eftir yndislegum bernskutíma og góð- um manni, sem er genginn. En einmitt Lúðvík, sem átti svo mikið að gefa okkur börnunum í þessum stóra frændgarði, ber sérstaklega að þakka hans stóra framlag í því að gera tilveru okkar barnanna á þeim tíma ánægjulegri og inn- haldsríkari, en ella hefði verið. Farðu vel vinur. Björgu, Erlingi, Binu og börnum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kolbrún Þóra Björnsdóttir, Ólafsvík. Kristján varð fyrir þungri sorg er hann missti konu sína 15. okt. 1965, aðeins 52 ára að aldri. Það sár greri aldrei, en hann bar harm sinn í hljóði eins og sönnum karlmani sæmir. Kunningjar og vinir vissu þó hvað honum leið, og þá voru börn þeirra hjóna honum mikil harmabót. Með þessum línum færi ég börn- um hans og öðrum ættingjum hjartanlegar samúðarkveðjur og þakka hinum látna vini mínum veitta vináttu og velgjörðir. Ég er orðin gömul kona og svifasein og því kemur þess kveðja nú með seinni skipunum. En ég er þess fullviss að Kristján augnlæknir fyrirgefur mér seinlætið. Stór- skáldið sr. Matthías segir í fögru kvæði: , „Dæm svo mildan dauða drottinn þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá kjarri, eins og lítill lækur Ijúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali." Kristján augnlæknir hlaut mildan dauða. Hann leið út af í stórum vinahópi. Dauða hans bar að í fullu samræmi við allt hans líf. Guði sé lof. En við sem eftir lifum erum snauðari síðan hann fór, heiðursborgarinn okkar. Var hann borginni sinni ávallt til hins mesta sóma. Þegar ég rifja upp minningarn- ar um Kristján augnlækni koma mér í hug ummæli Jóns biskups Ögmundssonar um fóstra sinn, Is- leif biskup Gissurarson. „Þá kem- ur mér hann í hug er ég heyri góðs manns getið," hann reyndi ég svo , að öllum hlutum. _ Hulda Á. Stefánsdóttir t Útför bróöur okkar, ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR, Heysholti, fer fram laugardaginn 15. júní frá Skarðskirkju, Landssveit, kl. 14.00. Sigriöur Guömundsdóttir, Margrét Guömundsdóttir. t Þökkum innilega samúö viö andlát og útför systur okkar, SIGRÍDAR STEFÁNSDÓTTUR, Bessastig 8, (Skógum), Vestmannaeyjum. Systur og aórir vandamonn. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem auösýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts og jaröarfarar móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÓLAFÍU K. SVEINSDÓTTUR fré Hruna, Ólafsvik. Hór eru einnig færöar sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks sjúkradeildar Heilsuverndarstöövar Reykjavíkur fyrir frábæra umönnun. Þóróur Guómundsson, Dagmar Clausen, Kristín Guómundsdóttir, Magnús Kr. Jónsson, Aóalheiður Guðmundsdóttir, Kristjén G. Jósteinsson, María Guðmundsdóttir, Nanna Guömundsdóttir, Guörún Guömundsdóttir, Guömundur Guömundsson, Matthildur Þ. Matthíasdóttir, Guömundur G. Þórarinsson, Anna B. Jónsdóttir. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför, JÓN8 EINARSSONAR, Vestri - Garösauka. Sóley Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför, BJÖRNS HARALDSSONAR fré Auaturgöröum. Sérstakar þakkir eru færöar læknum og hjúkrunarfólki í sjúkrahús- inu á Húsavík. Þorbjörg Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför JÓNS ERLINGS GUOMUNDSSONAR, fyrrum bónda aó Galtastööum, Gaulverjabasjarhreppi. Guömundur Erlingsson, Virginfa Erlingsson, Arndfs Erlingsson, Brynjólfur Guömundsson, Sigurjón Erlingsson, Guölaug Siguröardóttir, Árni Erlingsson, Sigrföur Sssland, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.