Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR Í3. JÚNÍ 1985 35 Miklar endurbætur á sumarbúð- um kirkjunnar við Vestmannsvatn Húsavík, 10. júní. SUMARBÚÐIR ÆSK, sem reistar voru við Vestmannsvatn í Aðaldal fyrir 20 árum og var þá mikið átak, hafa starfað ár hvert síðan. Nú minnist sumt af starfsfólki búðanna skemmtilegrar dvalar þar, þá þau voru börn. í sambandi við 25 ára afmæli Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti á sl. ári ákvað stjórn sambandsins að gera miklar endur- bætur á húsakynnum og aðstöðu allri. Nú er þessu verki lokið en það var unnið undir ötulli stjórn hjón- anna Steinunnar Þórhallsdóttur og Gunnars Rafns Jónssonar, læknis, sem bæði hafa séð um framkvæmd- ir og fjáröflun, sem hvorttveggja hefur verið mikið verk, og vel af hendi leyst. f tilefni af því hafði ÆSK „opið hús“ á Vestmannsvatni í gær og bauð þangað öllum velunnurum staðarins fyrr og nú. Kl. 14 voru gestir boðnir vel- komnir með stuttu ávarpi séra Jóns Helga Þórarinssonar, for- manns ÆSK, og síðan önnuðust þeir helgistund séra Sigurður Guð- mundsson, vígslubiskup, Grenjað- arstað, og séra Jón Helgi. Að helgi- stundinni lokinni skýrði Gunnar Rafn, læknir, frá framkvæmdum og sýndi gestum húsið og bauð viðstöddum til kaffidrykkju. Hann lauk máli sínu með þessum orðum: „Fjöldi fólks hefur lagt þessu lið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. ÆSK kann öllu þessu fólki og fyrirtækjum miklar þakkir, því að án þess stuðnings hefði ekki ver- ið unnt að hrinda þessum endur- bótum í framkvæmd. Þökk sé öllum sem á einhvern hátt hafa að þessu unnið." Sumarbúðastjóri er Svavar A. Jónsson, guðfræðinemi, og aðstoð- arstjóri Elín Stephensen, kennari, og matráðskona Matthildur Egils- dóttir. Alls er gert ráð fyrir 8 dvalar- hópum í sumar og dvelur hver hóp- ur 10 daga og er fyrsti flokkurinn fullskipaður, eða 45 börn, sem una sér vei. Gunnar Rafn Jónsson og Steinunn Þórhallsdóttir, en þau hafa unniö mikiö verk Fréttaritari. viö uppbyggingu sumarbúðanna. Rólurnar hafa ævinlega mikið aðdráttarafl. Hópur ungmenna, sem dvehir aö Vestmannsvatni. Sá danski seldist upp á einni viku nú tókst okkur að fá dýrarí gerðina, Skoda 120L sérútbúna fyrír Danmörku með eftirtöldum búnaði: Stærri vél (1200cc 52 Din hö.) Tveggja hraða rúðuþurrkur Tannstangarstýri Halogen framljós Aflhemlar Teppi á gólfum Fullkomnara mælaborð Radial hjólbarðar (165 SR 13) Hliðarlistar Bakkljós Þokuljós að aftan Rafmagnsrúðusprautur Læst bensínlok Barnalæsingar á afturhurðum Hallanleg framsætisbök o.fl. Og allt þetta fæiðu á dönsku afsláttarverði aðeins kr. 188.888.- OPIÐ I DAG SK®DA JOFUR HF NYBYLAVEGI 2 KOPAVOGI SIMI 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.