Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 Rússar gagnrýna ákvörðun Reagans Moskvu, 12. júní. AP. SOVÉTMENN sökuðu í dag Bandaríkjamenn um að grafa undan Salt II-samningnum um takmörkun kjarnorku- (ienjíi ^jaldmiðla: Dollarinn lækkar London, 12. júnf. AP. DOLLAR og gull féllu lítillega í verði í dag á gjaldeyrismörkuðum, sem voru með daufasta móti; enda er beðið eftir nýjum efnahagstölum frá Bandaríkjunum. Gjaldeyrissalar kváðu hvorki efnahagslegar né pólitískar ákvarðanir vera ástæðu þess að dollarinn hefði fallið í verði. Hins vegar biðu menn nú spenntir eftir bandarískum efnahagstölum á fimmtudag, þar sem þær gætu varpað nokkru ljósi á það hvort dregið hafi úr efnahagsbatanum i Bandaríkjunum eða ekki. Breska pundið kostaði í dag 1,2552 dollara og lækkaði þvi lítil- lega i verði miðað við í gær, en þá kostaði það 1,2645. í dag fengust fyrir einn dollar 3,0815 vestur-þýsk mörk (3,0855), 2,5925 svissneskir frankar (2,5957), 9,3850 franskir frankar (9,4200), 3,4710 hollensk gyllini (3,4795), 1.957,37 italskar lirur (1.964,50), og 1,3695 kanadískir dollarar (1,3712). Verð á únsu af gulli í dag var 314 dollarar, en í gær var verðið 314,50 dollarar. ser vopna með því að koma undan ákvæðum hans. í fréttatilkynningu stjórnarinnar vegna ákvörð- unar Bandaríkjamanna að virða ákvæði Salt II-samn- ingsins með undantekning- um, er ásökunum Reagans Bandaríkjaforseta um að Sovétmenn hafi brotið samninginn einnig vísað á bug. Ljóst væri að tilgangur Bandaríkjamanna með þess- um ásökunum væri að leyna eigin brotum á samningnum með því að leggja eldflauga- áætlanir sínar að jöfnu við þær sovésku. Því ynnu Bandaríkjamenn markvisst að þvi að nema Salt-II samninginn úr gildi. Myndin sýnir njósnarann Alice Michelson faóma austur-þýzka lögfræðinginn Wolfgang Vogel við Glienicker-brú í Berlín á þriðjudag. Hún var í hópi fjögurra njósnara, sem Bandaríkjamenn létu lausa í skiptum fyrir 25 manns, sem dæmdir höfðu verið fyrir meintar njósnir í þágu Bandaríkjamanna í Austur-Þýzkalandi og fleiri löndum Austur- Evrópu. Reyndu árangurslaust að fá Sakharov og Shcharansky lausa (•iessen, 12. júní. AP. BANDARÍKJAMENN reyndu eins og frekast var unnt að fá hina kunnu sovézku andófsmenn, Anatoly Shcharansky og Andrei Sakharov, lausa í fangaskiptum þeim við Austur-Þjóðverja, sem fram fóru í gær. Það reyndist þó með öllu árang- urslaust. „Okkur var tjáð, að Sov- étmenn myndu ekki taka til greina að láta þá lausa,“ sagði í yfirlýsingu, sem bandaríska sendinefndin í Berl- ín lét frá sér fara í dag. Mikill fögnuður ríkti eftir fangaskiptin á meðal þeirra 25 manna, sem Austur-Þjóðverjar létu lausa. „Þakka þér, Reagan forseti, þakka þér aftur og aftur," sagði einn úr hópnum, Jörg Súss. Gerhard bróðir hans skýrði svo frá, að 17 þeirra, sem látnir voru lausir, væru þýzkir, þar af 8 austur-þýzkir. Ekki var enn vitað um þjóðerni hinna. Gerhard Súss, sem er 36 ára gamall pípulagningamaður, sagði ennfremur, að hann hefði verið látinn laus eftir að hafa afplánað 3 mánuði af 13 ára dómi í Bautz- en-fangelsi í Austur-Þýzkalandi. Kvaðst hann hafa verið dæmdur fyrir njósnir í þágu Bandaríkja- manna. „En ég var ekki sekur, ég hef aldrei njósnað," sagði Súss. Sagðist hann hafa það eftir Rich- ard Burt, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að Reagan forseti hefði „lagt mikið á sig“ til þess að fá þá félaga frjálsa. Bandaríkjamenn létu fjóra menn lausa í þessum njósnara- skiptum. Voru það Alice Michels- on og Alfred Zehe frá Austur- Þýzkalandi, Marion Zacharski frá Póllandi og Penyu Kostadinov frá Búlgaríu. STÓRÚTSALAN í KJÖRGARÐI Nú fer hver að verða síðastur að gera reyfarakaup Verslunin er að hætta Pbrautir & uggatjöld hf KJÖRGARÐI, SÍMI 22207 í dag bætast viö Sængurverasett á kr. 595 Mjög ódýrar sængur á kr. 1200 Frostþolnir svefnpokar Nýir stórisar í öllum breiddum Einnig bómullarefni, tilbúnar eldhús- gardínur, handklæöi, diskaþurrkur, rúmteppi, dúkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.